Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. Manntalsþing Manntalsþing fyrir alla hreppa Austur-Skaftafells- sýslu veröur háð á skrifstofu embættisins að Hafnar- braut 27 á Höfn föstudaginn 30. desember 1988 kl. 10.00. Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu 1. VINNINGUR á handa þér, ef þú hittir á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685 WM' t Utlönd Dauðasveitir í El Salvador hóta Dauöasveitir hægrimanna í E1 Salvador birtu á jóladag lista yfir skotmörk sveitanna. Á listanum eru þekktir stjórnmálamenn úr stjórnar- andstöðunni í E1 Salvador. Einn þeirra er Ruben Zamora, en hann er í forsvari fyrir Lýðræðislegu vinstri fylkinguna. Zamora sagði á blaðamannafundi að hvorki hann né samtökin myndu láta morðhótanir á sig fá. Zamora sagði Hægri flokkinn, stjórnvöld og herinn bera ábyrgð á dauðasveitunum og kallaði þær „rík- isrekin hryðjuverkasamtök“. Samtök sem kalla sig „Andkomm- únísku útrýmingarsamtökin“ birtu morðlistann á mánudaginn. Á listan- um er að fmna frambjóöanda stjórn- arandstöðunnar til forsetakosning- anna sem gert er ráð fyrir að verði haldnar í mars. Vinstri menn ætla að taka þátt í kosningunum og frambjóðandi þeirra er Guillermo Ungo. Stjórnarandstaðan telur að stjórn- völd ætli að kynda undir ofbeldinu í E1 Salvador til að gera pólitískum flokkum erfiðara að starfa. Á meðan geisar borgarastyrjöldin af endurnýjuðum krafti. Þann 23. desember réðust skæruliðar á höfuð- stöðvar herráðsins í höfuðborginni San Salvador. í átökunum létust þrír og 40 særðust. Reuter :: Höfuðstöðvar herráðsins í El Salvador voru illa útleiknar eftir árás skæru liða. Dauðasveitirnar birtu morðlistann eftir árásina. iaíi:,acat;k:.,NrS:- Systurnar Marie-Laure og Virginie Valente eru enn ekki komnar fram þrátt fyrir orð Fatha-samtakanna um að þeim yrði sleppt. Á innfelldu myndinn er móðir þeirra, Jacqueline Valente, en ekki stendur til að sleppa henni. Ekkert spurst til frönsku systranna í morgun hafði ekkert spurst til frönsku systranna sem skæruliða- samtök Abu Nidals ætluðu að láta lausar í Beirut. Samtökin tilkynntu á mánudag að systurnar yrðu sendar til Parlsar innan fárra klukkustunda.- Móðir systranna, sem er einnig gísl samtak- anna Fatha, fær ekki frelsi, sam- kvæmt upplýsingum talsmanns sam- takanna. Systurnar eru sex og sjö ára og voru teknar í gíslingu ásamt móður sinni í nóvember 1987. Þær voru á siglingu á skemmtisnekkju undan strönd ísraels þegar palestínskir skæruliöar hertóku snekkjuna. Reuter Bnn Palestínumaður drep- inn og 20 særðir í gær drápu ísraelskir hermenn einn Palestínumann og særðu 20 aðra í götuóeirðum á vesturbakkan- um og Gazasvæðinu. Hinn látni var skotinn í brjóstið í átökum sem urðu þegar leitarflokk- ur ísraelska hersins fór um þorpiö Abwain á vesturbakkanum. Palest- ínumaöurinn var 20 ára. Alls hafa 346 Palestínumenn og 14 ísraelsmenn látið líflð frá því að upp- reisn Palestínumanna hófst á her- teknu svæðunum í desember fyrir ári. Reuter Umsjón Páll Vilhjálmsson ísraelskir hermenn gæta friðar í Betlehem um jólin. I gær héldu óeirðirnar áfram og ungur Palestinumaður lét lífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.