Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 19
ggfjí ffUOAan>nvoiM MIÐVIKUDAGUR 28 DESEMBER 1988. Skrípaleikur stjórnmálanna Þegar forsætisráöherra sat fyrir svörum á Beinni línu hjá DV á sín- um tíma var hann spurður hvort ekki giltu sömu lögmál fyrir þjóö- arskútuna og aðrar skútur, að ef kjölfestuna vantar þolir skipið enga ágjöf án þess að því hvolfi. 'Hann svaraði og sagði það rétt vera og nefndi fjárfestingu í versl- un og víðar sem væri reyndar allt- of mikil. Hann talaði hins vegar eins og hann hefði hvergi komið þar nærri. Hann var í stjórn þá og lagði sitt til í þessa skaðlegu yfir- byggingu. - Ráðherrann verður aö kannast viö hlut sinn í því máli. Launalækkunaraðferðin Forstjóranefndin, sem þeir í stjórninni fengu til að gefa sér ráð, var að sjálfsögðu hlutdræg, því hver er skráður fyrir yfirbyggingu þjóðarskútunnar? Ekki vildu þeir viöurkenna að græðgi þeirra og framkvæmdavilji væri meginorsök vandans. Rangar efnahagsforsendur á verðbólguáratug (neikvæöir vext- ir), allt ýtti þetta undir fjárfesting- aræðið. Arðsemissjónarmið var engin nauösyn, þar sem þessar íjárfestingar voru aldrei greiddar til fulls (ca 60% af raunvirði), þegar raunvöxtum var komið á og verð- bólgan keyrð niður með því að lækka launin um 1/4. Þannig er verkalýðurinn látinn borga fjárfestingarveisluna, en þeir sem sitja viö veisluborðið halda áfram á sömu braut og finna enga sök hjá sér. Samningsrétturinn er tekinn af launþegum til að rétta skútuna af. Það tókst einu sinni, því ekki tvisvar? Ég held að frelsi felist í þvi að vera óháður vafasamri græögi og í þessu landi er frelsi á hverfanda hveli. Á að rífa yfirbygginguna og hætta að styðja vonlaus fyrirtæki, sem eru allt of mörg illa rekin, þar sem bruðlið og svínaríið gægis.t alls staðar út um götin? Mér sýnist þið ráðamenn aftur ætla að reyna aðferðina, að lækka launin um 20-40% og búa þar með til kjölfestu fyrir vonlausa yfir- byggingu. Afleiðingin verður eflaust landflótti, fyrst og fremst hjá ungu fólki sem leitar sér fram- tíðar erlendis, þar sem daglaun duga fyrir nauðþurftum. Á sömu hendi Hjá siðuðum þjóðum í Evrópu, sem við berum okkur oft saman við, myndu vinnubrögð íslenskra stjórnmálamanna þykja gróf og fálmkennd og slíkum mönnum yrði snarlega hafnað en hins vegar við samanburð hjá vanþróuðu ríkjun- um.í Afríku þættu þeir gjaldgengir enda er stjórnarfyrirkomulag hér dæmigert fyrir bananalýðveldi. Við flytjum fyrst og fremst út hráefni, lítt unnið, útflutningur er í höndum sárafárra klíkubræðra sem einnig eiga framleiðslufyrir- tækin og raunverulegur auður er á hendi 2-5% landsmanna. Löggjaf- ar- og framkvæmdavald er á sömu hendi, enda væri hægt að kæra ansi margt af því sem hér þykir sjálfsagt til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Við erum nefnilega vön hinum og þessum svíviröingum sem aðeins líðast meðal vanþróaðra ríkja. Það er sko ekki sama hvort um Jón eða séra Jón er aö ræða. Framagosafötlun Enginn er ófatlaður því enginn er fullkominn. Fötlun er til í ýms- KjaUariim Jóhann Vísir Gunnarsson veggfóðrari um myndum, meðal annars „framagosafótlun" sem þið stjórn- málamenn eruð haldnir í svo mikl- um mæli. Stjómmálamenn sem kenna sig við alþýðuna og þykjast veita henni brautargengi eru kannski verst haldnir þessari framagosafotlun. Ólafur Ragnar Grímsson rokkaði í eina tíð á milli flokka. Þegar hann varð formaður í svokölluðum verkalýðsflokki í stjórnarandstöðu bullaði hann með áhersluþunga og stórum orðum um lögleysu og svín- arí að samningsréttur skyldi af- numinn. - Nú, þegar hann er í rík- isstjórn, ætti hann að standa við fyrri stóryrði og sýna í verki að hann sé vinur verkalýðsins. En það er öðru nær, ekkert bólar á vilja hans til að leiðrétta þessa svívirðu. Líklega er Borgaraflokkurinn eini verkalýðsflokkurinn sem hægt er að tala um í dag. Um leið og hann sest í ráðherrastól er snúið við blaðinu og ekki áhugi á neinu öðru en að halda stólnum, neitað að vinna með Borgaraflokki og þar með stuðlað að áhrifaleysi hans, veikir ríkisstjórnina, sem hann sjálfur situr í og sem reyndar hang- ir á bláþræði. Annaðhvort er þetta persónulegt gagnvart Albert eða sem er lík- legra, að Ólafur sé bandamaður Þorsteins Pálssonar og stuðli að samruna í anda samtryggingar flokkanna sem hér er æði fost í sessi. Það er launþegum dýrmætt að verkalýðsarmur úr Sjálfstæðis- flokknum skuli vera kominn í Borgaraflokk og klofinn Sjálfstæð- isflokkur er dýrmætari en svikin loforð frá Ólafl. Sundraður Sjálf- stæðisflokkur hlýtur að vera laun- þegum til framdráttar og ef Borg- araflokkur fengi að starfa í ríkis- stjórn myndi hann ná meira fylgi af Sjálfstæðisflokki. Ef í raun er vilji fyrir því að veita launþegum brautargengi þá blasir þetta við. Jón Baldvin Hannibalsson á mat- arskattinn sinn og ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann situr í stjórn. Hver á ísland? Það vantar ekki málskrúðið! Það hvarflar stundum að manni að hann telji sig eiga það allt einn. Hann sem var ásakaður um að leyna samráðherra sína réttum niðurstöðum um fjárlagahalla sem þingheimi fannst alvarlegt mál. En á hverju áttuð þið von? Háttvirtu pólitísku atvinnukjaftaskar! Er eitthvað merkilegra aö ljúga að þinginu en alþjóð? Mörg svikin kosningaloforð und- irstrika þetta orðskrípi og ef það festist í sessi þá hljótið þið að eiga það skilið. Ég get engan veginn komið auga á stuðning ykkar við verkalýðinn þegar þið sitjið nú í stjórn. - Þess vegna teldi ég ráðlegt að þið létuð af fleðulátum við verkalýð þessa lands. Ég styð allt nýtt sem sundrað getur samtryggingunni. Hún hefur fengið sitt tækifæri og klúðrað því. í ríkasta landi heims á Alþjóða- bankinn þrjá fingur af hverjum tíu sem leiðtogar okkar veðsetja fyrir yfirbyggingu sem er 60% of stór. - Sú yfirbygging sligar nú skipið sem hrekst undan spjalli forstjóra og framagosaformanna sem sjá aðeins eina lausn - lækkun launa. Hins vegar hefur Þorsteinn Páls- son gert launþegum stórkostlegan greiða og það fæst seint þakkað, en það var reyndar óvart, í heiðar- leikakasti rak hann Albert Guö- mundsson 2 mánuðum fyrir kosn- ingar. Fjármálaráðherra verður að sýna gott fordæmi og mistök Al- berts voru ófyrirgefanleg. En því miður stóð heiðarleikakastið stutt og hann sá ekki ástæðu til að fara ofan í saumana hjá öðrum sjálf- stæðismönnum. Flestir vita að þetta var yfirskin. En Albert var vinsæll hjá verka- lýðsarmi flokksins og studdi á sín- um tíma ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen sem Geirs-arminum þótti ekki nógu gott. Þorsteinn talar sem Geir Hallgrímsson, áþekkur hon- um í hugsunarhætti um stefnu Sj álfstæðisflokksins. Albert er baráttumaður og borg- aöi fyrir rýtinginn sem hann fékk í bakið. Hann stofnaði Borgara- flokk meö stuðningi úr verkalýðs- armi Sjálfstæðisflokksins og stuðn- ingi úr öllum flokkum. Albert stundar pólitík eins og fótbolta og gróf brot í honum kalla á samúð áhorfenda, enda ekki óskylt. Atkvæði nú komu í stað dómara og í rauninni hefur Albert veriö trúr þeim upphaflegu grundvallar- hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að hann væri flokkur allra stétta og í því að viss jöfnuður þyrfti að ríkja. íslendingar hafa staðið í þeirri trú að þeir væru gáfumenn og öðr- um fremri. Svo eru aðrir sem segja aö menn verði þaö sem þeir éti. íslendingar hafa lifað á þorski og sauðkind í 1000 ár og virðast bera þess merki, sauðþráir og þorsk- tryggir í sínum gömlu, úr sér sprottnu flokkum, og við fáum samkvæmt því þá stjórnmálamenn sem við eigum skilið. Jóhann Vísir Gunnarsson „Eg get engan veginn komið auga á stuðning ykkar við verkalýðinn þegar þið sitjið nú 1 stjórn. - Þess vegna teldi ég ráðlegt að þið létuð af fleðulátum við verkalýð þessa lands.“ BROSUMI alltgengurbetur * 81 Vélavörður og matsveinn Vélavörð og matsvein vantar á 150 tonna netabát frá Þorlákshöfn. Uppl. í síma 98-33625 og 98-33644. Happdrætti styrktarfélags vangefinna Vinningsnúmer Bifreið, Subaru station, nr. 74654 Bifreið, Honda Civic, nr. 30327 Bifreiðir að eigin vali á kr. 500 þús„ nr. 40057, 43738, 46092, 51305, 55036, 59123, 81633, 90877. Styrktarfélag vangefinna ffl FREEPORTKLÚBBURINN NÝÁRSFAGNAÐUR verður haldinn að Holiday Inn á nýársdag 1989 kl. 19. Borðhald, skemmtiatriði, dans. Aðgöngumiðar seldir hjá Baldri Ágústssyni, sími 31615. Stjórnin KENNARA- HASKÓU ÍSLANDS Laust starf við Kennaraháskóla íslands Starf fjármálastjóra við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar. Helstu verkefni fjármálastjórans eru að hafa í umboði rektors og skólaráðs umsjón með fjárreiðum skólans og starfsmannahaldi, annast gerð fjárhagsáætlana og sjá um framkvæmd þeirra. Nánari upplýsingar um starfið gefur rektor skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist til Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð fyrir 20. janúar 1989. Rektor LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu- gæslulækna: 1. Patreksfjörður H2, önnur læknisstaða frá 1. júlí 1989. 2. Þingeyri H1, staða læknis frá 1. mars 1989. 3. Siglufjörður H2, önnur staða læknis frá 1. júlí 1989. 4. Akureyri H2, ein staða læknis frá 1. apríl 1989. 5. Þórshöfn H1, staða læknis frá 1. mars 1989. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar 1989 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækj- endur hafi sérfræðileyfi í heimilislækningum. Upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og land- læknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. desember 1988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.