Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER/L988. LífsstHL Saumaskapur: Að spara háar Þeir sem hafa gaman af því að skapa eitthvað sauma sér gjarnan föt fyrir jóhn eða áramótin, eða af hvaða tilefni sem er. Ekki hvaö síst til að geta veriö öðruvísi en aðrir. Sumir notfæra sér hugmyndirnar úr tísku- búðunum og sauma sér eins fatnað og þar fæst og spara sér með því háar fjárfúlgur. En sjálfsagt er ekki öllum lagið að sauma á sig fatnað og það gæti verið dýrt spaug að eyði- leggja úrvalsefni. I flestum þeim búðum sem versla með fataefni fást einnig snið og ná- kvæmar útskýringar á því hvernig á að sauma fatnaðinn. Það ætti því ekki að vera neitt erfiðara að sauma á sig fatnað en að elda finan mat eft- ir uppskrift. Allt sem þarf er þolin- mæði - segja þeir sem til þekkja. Aldrei eins mikið keypt af efnum Þeir búðareigendur sem DV hafði samband við sögðu allir að mikið hefði verið að gera hjá þeim nú fyrir jólin og margir ætluðu greinilega að spara sér peninga í öllu krepputal- inu. Einn verslunareigandi hélt því meira að segja fram að aldrei, fyrr né síðar, hefði verið eins mikið að gera hjá sér. „Viö verðum mikið vör við það að fólk fari fyrst í bæinn og skoði fatnað og komi svo hingað með öndina i hálsinum vegna verðlagsins og segist frgmur ætla sauma á sig jólafatnað- inn." sagði starfsmaður verslunar- innar Virku í samtali viö DV. Hann bætti því við að þaö væri óskiljanlegt að fatnaður hefði hækkað þetta mik- ið þar sem efnin hefðu lítið hækkað á þessu ári. Hækkunin var mest á síðasta ári. Tíska Lausleg verðkönnun í lauslegri verðkönnun sem DV framkvæmdi kom í ljós að heilmikið má spara með því aö sauma sjálfur. Það er að segja ef fólk telur ekki eft- ir sér ánægjuna við saumaskapinn. Margt ber að hafa í huga þegar slíkt er framkvæmt, þar á meðal var Ijóst að efnin eru misvönduð, misþykk, misbreið, svo og eru mynstruð efni ýmiss konar, að ekki sé talað um gullofin kjólaefni, orðin mun dýrari. upphæðir Ekki var teljandi verðmismun að sjá á milli búða. Ein vinsælustu efnin á markaðn- um í dag eru viscose, fínflauel sem og ullarefni, auk ýmissa kjólaefna. Viscose, um einn og hálfur metri á breidd, kostar um 560 upp í 580 krón- ur metrinn. Fínflauel, 90 cm breitt, í Vogue kostar 1140 krónur metrinn en í Virku kostar 110 cm breitt fín- flauel 1338. í sömu búðum kosta al- ullarefni, 150 cm breið, frá rúmlega 1000 upp í tæpar 1700 hundruð krón- ur. Verðmismunurinn þar felst í mis- munandi þykkt á efnum. Kjólaefnin eru á mjög mismunandi verði, í Dömu- og herrabúðinni kosta þau allt frá 500 krónum upp í 1800 krón- ur. Þau efni sem eru í hærri kantin- um eru yfirleitt með flauelsáferð og glitofin. Venjulegt rifflað flauel er einnig mikið keypt, algengt tvíbreitt flauel kostar í Vogue 945 krónur, en í Virku 745. í Dömu- og herrabúðinni kostar það ódýrasta 750 en það dýrasta 990 krónur. Helst var að finna verðmun á hrásilki sem í Vogue kostar 1550 en í Virku frá 534 til 700 krónur tvi- breitt. Joggingefni, sem eru yfirleitt 50% bómull og 50% terylene, kosta í Dömu- og herrabúðinni 695, í Vogue 890 og í Virku 634. Bómullarefni eru ódýrust og kosta frá 270 krónum upp í 310 í Vogue, dýrari efnin eru mynstruð. í Virku kostar þéttofið bómullarefni 338, en Dömu- og herra- búðin kvaðst ekki vera með bómull- arefni á þessum árstíma. -GKr Ein af þessum hugmyndaríku spar- sömu konum, sem viröast geta saum- að nánast hvað sem er, heitir Oddný Halldórsdóttir og er bókari að aðal- starfi. Ekki er það verra í hennar til- felli að geta saumaö þar sem hún býr ein með barn og hefur auk þess mik- inn áhuga á að klæðast eftir nýjustu tískustraumum og vill hafa sinn sér- staka stíl. Hún sagði í samtali við DV að ef hún saumaði ekki fatnaðinn sjálf ætti hún helmingi minna af fót- um. Og í ár hefur hún þegar saumað jólafötin á sig, dótturina og ungan frænda sinn. Reyni að finna ódýrasta kostinn „Ég reyni yfirleitt að komast í ódýr efni, helst á útsölumörkuðum. Til dæmis er Vouge alltaf með útsölu- markaöi í kjallaranum á Skólavörðu- stígnum. En ef ég fæ ekki efnin sem mig vantar þar þá skoða ég víðs veg- ar um bæinn og reyni aö finna ódýr- asta kostinn." Oddný saumaði á sig pils og bol og segii hún að það hafi tekið hana hálfa klukkustund að sauma pilsið sem er tvöfalt úr næloni og kostaði heilar 500 krónur. Og hún var eina kvöld- stund að sauma bolinn sem kostaöi 1100 krónur. Á frændann saumaði hún hvorki meira né minna en leöur- jakka upp úr tveimur gömlum leður- jökkum sem hún keypti á flóamark- aði Dýraverndunarfélagsins fyrir lít- ið. Það tók hana þrjú kvöld að sauma þann jakka og efnið í hann kostaöi 1100 krónur. Þess má geta að allir geta saumað leður á sínar venjulegu saumavélar. Allt sem til þarf er sér- stök leðurnál sem vinnur á leörinu. Jólaföt, bolur og pils, sem Oddný saumaði á fáeinum klukkustundum og kostaði heilar 1700 krónur. Leðurjakkinn sem saumaður var upp úr tveimur gömlum leðurjökkum sem keyptir voru á flóamarkaði Dýravernd- unarfélagsins. Það sem gildir í saumaskapnum er útsjónarsemi og Oddný er sannfærð um það að allir geti saum- aðsem vilja. DV-myndirGVA Jólafötin saumuð: Efnið kostar oft ekki nema 1/6 af verði flíkuiinnar út úr búð - segir Oddný Halldórsdóttir, saumakona með meiru Auk þess saumaði hún buxur á pils og svokallaðar gammósíur. Sam- ódýrari kantinum jólafatnaðurinn strákinn. Efnið í þær kostaði 700 tals kostaði efnið í það tæpar 700 hennar Oddnýjar þetta árið. krónur. Á dóttur sína saumaði hún krónur. Hann verður því að teljast í Spara mikið - Saumarðu fyrir aðra? „Nei, þaö geri ég ekki vegna þess að þá fer ég að vanda mig svo mikið að allt fer í steik. Hins vegar kemur fyrir að mig langi hreinlega til þess eins og þegar ég saumaði leðurjakk- ann á frændá minn.“ - Spararðu mikið með því að sauma sjálf? „Já, það geri ég. Ég verð að segja að stundum verð ég yfir mig hneyksl- uð á verölaginu á fatnaði hérlendis. Oft er það svo að efnið kostar í mesta lagi einn sjötta hluta af verði flíkur- innar út úr búð. Ég get oft ekki ímyndað mér að saumaskapurinn sé þetta dýr. En með því að sauma sjálf get ég leyft mér að kaupa vandaðar og eigulegar flíkur inni á milli.“ Áhuginn hjá Oddnýju á saumaskap vaknaöi þegar hún var 9 ára gömul. Þá fékk hún að gjöf rafmagnssauma- vél eftir að hún hafði staðið sig vel í skólanum. Um leið áskotnaðist henni hvorki meira né minna en 12 metrar af næloni og saumaöi hún sér úr því tjald sem hún tjaldaði uppi í Öskju- hlíð með tveimur kústsköftum. Upp frá því fór hún einnig að sauma sér fot enda eins gott þar sem hún haföi alltaf fyrr og síðar verið sérvitur í vali á fatnaði. í saumaskapnum gat hún gefið sérviskunni lausan taum- inn. „Ég hef aldrei lært að sauma. Þetta hefur bara komið af sjálfu sér en vissulega nota ég snið sem grind. Hins vegar breyti ég mikið sniðum. Ef ég fæ til dæmis einhverja hug- mynd nota ég það snið sem er líkast þeirri hugmynd og útfæri það svo eftirþörfum.“ -GKr Dóttirin í pilsi og gammósium sem mamman saumaði. Efnið í hvort tveggja kostaði innan við 700 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.