Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 32
32 mmm&mmwt LífsstOI í hugum íslendinga hefur sú hefð skapast að halda áramótin hátíðleg - þetta er hátíð þar sem ættingjar og vinir sameinast líkt og á jólunum. Hins vegar er nokkuð meiri umferö á milli staða á gamlárskvöld heldur en um jóhn, sérstaklega er það unga fólkiö sem þarna sér tækifæri til að hittast og halda upp á nýtt ár með glensi og gamni og kveöja það gamla. Á síðustu sex klukkustundum árs- ins eiga landsmenn annríkt og fiestir gera sér verulegan dagamun svo ekki sé meira sagt. Oft er lagt á borð með sérstökum hætti með knöllum, blöðrum, borðum og kertum - allir eru í sérstöku skapi. Yfirleitt eru all- ir glaðir (frídagur daginn eftir) og ætla sér að halda upp á nýja árið langt fram á nótt. Fastir siðir í siðlitlu landi? Oft er talað um að siðir á íslandi séu ekki mjög sterkir í okkar unga Hermann Ragnar Stefánsson telur að fólk eigi aö gera sér verulegan dagamun um áramótahátíðarnar. borgarsamfélagi - að grunnt sé á „tradisjónum". En það er engum blöðum um það að fletta að fastir sið- ir hafa ríkt í áraraðir hér á landi á gamlárskvöld - góður matur með messunni í útvarpinu, farið út og horft á brennur með börnunum meö stjörnuljós að ógleymdu áramóta- skaupinu í sjónvarpinu sem talað er um langt fram á næsta ár. Um miö- nættið er svo skálaö á meðan himin- inn lýsist upp í miklu litskrúði flug- elda. Aö þessu loknu sitja svo flestir lengi frameftir viö spil og slá á létta strengi. íslendingar, sem hafa dvalið er- lendis um áramót, hafa nefnilega margir saknað þeirrar stemningar sem ríkir hér á landi á gamlárskvöld - ekkert skaup, lítiö um flugelda og stjörnuljós og hangikjöt, hvað er nú það? Siðir okkar íslendinga og venjur eru nefnilega sterkari en sumir vilja vera láta. í öllu falh fmnst öllum mikilsvert að geta dvalið heima viö þegar nýju ári er heilsað. Dökkurdúkur og lýsandi skraut Hermann Ragnar Stefánsson, sem kunnur er fyrir áhuga sinn á siðum og venjum, segir að áramót séu hátíð- leg stund sem eigi að halda upp á með því að gera sér dagamun. „Að kveðja gamla árið og heilsa því nýja er hátíðleg stund í mínum huga,“ segir Hermann. „Það er um að gera að leggja á borð í samræmi við stemninguna. Ég hef nú alltaf verið þeirrar skoð- unar að fólk eigi að gera sér dagamun þegar svo ber undir. Á þessum tíma safnast fjölskyldan oft saman og situr langt fram á nótt. Mér sýnist greini- legt að fjölskyldur séu yílrleitt saman á gamlárskvöld núna. Unga fólkið fer gjarnan ekkert út fyrr en eftir mið- nastti. Áður fyrr held ég að fólk hafi „rennt“ meira á milli staða til þess að heilsa upp á ættingja og vini. Þannig var t.d. eftirmiödagurinn á gamlársdag notaður til slíkra heim- sókna - reynt að stoppa bara stutt á hverjum stað - en víða komið við. En þetta hefur nú eitthvaö breyst, kannski vegna þess að fólk er farið aö forðast umferðina eftir að bílum tók að fjölga svo mjög. Ég tel aö síðustu sex klukkustundir ársins séu hátið út af fyrir sig. Þá er um að gera að borða góðan mat og leggja t.d. á borð með dökkum dúk með lýsandi skrauti - kertaljósum og stjörnum. Svo fara börnin með foreldrum sínum eða einhverjum fullorðnum á brennur eftir matinn. Flugeldum er svo skotið upp þegar líða tekur á kvöldið og um miðnætt- ið. Á okkar heimili hefur alltaf verið skálað í kampavíni klukkan tólf og sálmur sunginn með útvarpinu." Heimilið Eftir miðnætti „Það er ailtaf gott að hafa eitthvað á borðum eftir miðnætti eftir aö fólk hefur staðiö úti við flugelda og brennur í góðan tíma. Á þessum tíma er allir orðnir svangir aftur enda sex tímar frá því að síðast var borðaö. Um miönættið er t.d. heppiiegt að bera bara fram brauðmat með ein- hverju heitu að drekka. Svo situr fólk frameftir eins og venja er t.d. við sjónvarpið. Á nýársdag finnst mér við hæfi að bera fram hangikjöt í hádeginu. Svo er siður hjá mörgum að fara eitthvað út á nýárskvöld og skemmta sér, því margir staðir eru opnir á þessum tíma.“ -ÓTT Hver getur hugsaó sér betra kvöld en að borða góðan mat, horía á skaup- ið, halda á stjörnuljósi með barnabörnunum og skjóta upp flugeldum, skála um miðnættið og syngja „Nú árið er liðið“, fá svo marga kossa frá öllum og sitja svo frameftir við spil og glens.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.