Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 13
J4ÍÐyí jK'líPAGUR. 28: iDESEMiBEH<1988. % Menning Dauðs manns fingur, drauga- kaka og leðurblökublóð þeirra þegar afmæli eru skipulögð. Svona afmælisboð eru líklega draumur allra barna. Stærsti ókostur bókarinnar er að lesandinn velkist sífellt í vafa um hvort hann er að lesa sögubók eða handbók. Sé bókin eingöngu skrifuð fyrir fulloröna væri rétt að sleppa öllu lesmálinu um Betu sem vill halda ævintýraveislu og mömmu sem finnst þetta ágætis hugmynd, bakar köku og útbýr búning; um Halla sem vill halda sjóræningja- veislu, litla bróður sem fmnst þetta sniðug hugmynd og mömmu sem býr til matinn. Sé bókin ætluð börnum gætu ýmsar jafnréttisnefndir fett fingur út í hlutverkaskiptingu for- eldranna. Mamma saumar og bakar en pabbi stýrir stöku leik (sérstak- lega ef þeir eru vandasamir) og sting- ur upp á því að börnin fái hamborg- ara (sem mamma útbýr líklega). Börnin eiga líka erfitt með að fram- kvæma þessar hugmyndir ein og gætu orðið fyrir vonbrigðum ef önn- um kafnir foreldrar geta ekki aðstoð- að. Bókin Ég á afmæli í dag nýtist lík- lega best sem fjölskyldubók og sem slík gæti hún átt eftir að lífga hressi- lega upp á samkvæmislíf yngstu kyn- slóðarinnar - og þeirra eldri sem ekki taka sig allt of hátíðlega. Ég á aftnæli i dag! Höf.: Björg Árnadótfir Myndskreyting: Ragnheiður Gestsdóttir Útg.: Mál og menning Danskur Dekameron HVERVANN? 991.442 kr. Vinningsröðin 26. desember: 121-1XX-111-122 Bókmenntir „Hvað er skemmtilegra en vel heppnað afmæli?" er spurt á bakhlið bókarinnar Ég á afmæli í dag eftir Björgu Árnadóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Flestir fullorðnir eiga líklega minningar um afmælisdag- ana þegar þeir voru börn; um eftir- væntinguna og biðina sem hó(st mánuði eða mánuðum fyrr; áætlanir um leiki, kökur og kræsingar. Þær minningar riQast upp við lestur bók- arinnar Ég á afmæli í dag. Styrkur bókarinnar felst einmitt í hugmyndum. í henni eru skipulögð afmæli sem snúast frá upphafi til enda um ákveðinn leik eða þemu. Þar má til dæmis finna ævintýraaf- mæli, draugaveislu, íþróttarall, sjó- kúlukapphlaup, blöðruglíma og íjár- sjóðsleit. Hún er prýðilega myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur og ljósmyndir af afmælisréttum sýna og sanna að þetta er hægt. Uppskriftir að matseðlum fylgja og þar sýnir höfundur ótrúlega hug- kvæmni. Þó er líklega ekki ætlast til að menn fylgi bókinni algjörlega, heldur að hún hvetji börn og foreldra til dáða og ýti undir ímyndunarafl Undanfarna mánuði hafa birst sjö lítil hefti, hvert sjö smásögur í rammasögu. Þetta er metnaðarfullt fyrirtæki, lítið forlag, Bröndum, fékk sagnaskáldið Vagn Lundbye til að hóa saman sjö skáldum í höll niðri á Sikiley og skyldi hvert þeirra skrifa eina sögu um sameiginlegt efni. Skáldin voru valin með það fyrir augum að fá goðsagnakenndar frá- sagnir, segir mér Lundbye. Þetta eru kunn skáld, en sum af öðrum sviðum en smásagna. Þarna eru raunar sagnaskáldin Peter Seeberg, Ulla Ryum og Svend Áge Madsen, en auk þeirra er ljóðskáldið Henrik Nord- brandt og Inger Christensen er kunnust fyrir ljóð. Maria Giacobbe er ítölsk en gift danska ljóðskáldinu Uffe Harder. Sögur hennar eru þýdd- ar úr ítölsku en skáldin hittust í heimabyggð hennar. Rammafrásögn sagnanna samdi Vagn Lundbye. Meginatriði hennar er að martröð Kaupmannahafn- arbúa hefur gerst, leki hefur komið að kjamorkuverinu Barsebáck, sem stendur á sænsku ströndinni skammt frá Kaupmannahöfn (vegna þessa ramma þótti ráð að hafa sænskan höfund, Hans Alfredson, með í hópnum!). Borgarbúar flýja í allar áttir og lítill hópur verður eftir á vélarvana skipi sem rekur um Eyr- arsund. Þau taka hið forna ráð úr bók ítalans Boccaccio í fjórtándu öld, að segja hvert öðru sögur. Hvert hefti sjö sagna gerist þá á einum degi, hver höfundur velur eitt efni sem allir íjalla um í einu hefti. Fyrst eru frásögnum, sem allar eru draugasög- ur, og gerast ýmist í Tyrklandi eða í danskri sveit. Maria Giacobbe er líka með mjög myndræna texta, með sterkum andstæðum austurlenskrar alþýðu og vestrænna lifnaðarhátta. Inger Christensen tjáir sig í kín- verskum öskjum sem hver er innan í annarri og óheyrilega flókið sam- spil þriggja kynslóða. Hans Alfred- son segir nær samfellda dramatíska ævisögu blinds píanóleikara, en ást- arharmur er þráðurinn í henni. Hjá Peter Seeberg ríkja líka ástamál, en yfirleitt í léttari dúr, oft er þó eitt- hvað mystiskt við þetta. Það er sjálfsagt mikið vandaverk að géra góða rammasögu sem tengi allt þetta, enda er útkoman ekki til- komumikil. Þessar sögur eru mis- jafnar að gæðum en í heildina er þetta athyglisvert safn og lærdóms- ríkt að sjá viðbrögð sjö höfunda við sömu verkefnum. Hverju hefti fylgja tvær fallegar grafikmyndir, þó er þetta tiltölulega ódýrt enda styrkt af sterkum sjóðum. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætíð. SPENNUM BELTIN hvar sem vlð sitjum í bílnum. yUMFEBOAH RAO & 12 réttir = 694.110 kr. Fimmtán voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 46.274,- 11 réttir = 297.332 kr. 196 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 1.517,- ræningjaboð og jólasamkvæmi. Reiknað er með að eitthvert efni sé afmælisbarninu hugleikið, til dæmis draugar, og allt í sambandi við boðiö tengist því. Boðskortin eru eins og draugur í laginu, gestirnir eru klæddir eins og draugar, sagðar eru draugasögur og leikið Morð í myrkri. Matseðillinn er ekki af huggulegra taginu: Dauðs manns fingur í eigin blóði (pylsur, dýft í tómatsósu), Draugakaka (skúffukaka í drauga- líki), leðurblökublóð (kók) og eðlu- drit (kartöfluflögur). í bókinni er gerð búninga lýst og þar er fjöldi leikja sem fá nafn eftir því afmæli sem haldið er: Prinsessan í farigelsi, Ragnheiður Gestsdóttir. Adda Steina Björnsdóttir sjö sögur um örlögin, svo sjö sögur um morð, um að villast, um að halda sér saman o.s.frv., síðasta heftið heit- ir Sjö sögur um ekkert. Það er mismunandi hve fast skáld- in halda sig við efnið, enda er svigrú- mið vítt. Merkilegra er að sjá sam- felluna hjá hveijum höfundi um sig. Svend Áge Madsen segir ættarsögu sögumanns síns, eina kynslóð í hverju hefti, með miklum ýkjum og undrum. Henrik Nordbrandt kemur á óvart með sterkum, myndrænum Bókmenntir Örn Ólafsson Peter Seeberg, einn af höfundum bókarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.