Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 15
MÍéVlKUDAGUR 28. DESEMBER 1988! Um ævi og afrek Bryndísar Schram - -15 „Færi Ólinu og Bryndisi fyllstu þakkir fyrir að stuðla að vaxandi menn- ingu og gróandi þjóðlifi," segir greinarhöfundur. - Bryndís Schram ráð- herrafrú og Ólína Þorvarðardóttir, skrásetjari og sjónvarpskona. Ég tilheyri þeim hópi manna sem á síðasta sumri voru orðnir úrkula vonar um að þeir fengju nokkurn tima að sjá æviminningar Bryndís- ar Schram á prenti. Ljóst er að úr hömlu hefur dregist að þær kæmu út og fyrir mannanna sjónir. Þeim mun þakkiátari varð ég þeim Ólínu og Bryndísi þegar kunningi minn tjáðá mér að þær ætluöu nú loksins að láta þetta stórvirki heimsbók- menntanna frá sér renna. Þessi kunningi minn hringdi raunar í mig til að segja frá því að bókin væri komin út og héti „Um ástir og örlög Bryndísar Schram“. Annan mann heyrði ég um svipað leyti tala um „fórnir og fýsnir“ í þessu sambandi en þetta var auö- vitað vitleysa í þeim báðum til sam- ans. Það hefur líklega verið tilvitn- un í gamlan söngslagara sem var að vefjast fyrir þeim. En bók bók- anna var samt orðin að veruleika, þótt nafn hennar væri eitthvað á reiki hjá fáeinum alþýöuspeking- um. Aldrei á óvart Mig minnir að Bryndís haíi sjálf lýst því yfir opinberlega að hún sé kona sem fólkið í landinu virðist hafa mikinn áhuga á. Þetta tel ég ekki nokkrum vafa undirorpið. Þess vegna mun ég aldrei láta mér koma neitt á óvart þótt bók Bryn- dísar og Ólínu verði ofan á sem metsölubók um þessi jól. Það á ég sannarlega von á aö gerist, jafnvel eftir að frá hafa veriö tahn þau ein- tök sem fólk kaupir eingöngu fyrir forvitni og hnýsni sakir. í bókinni er rakinn æviferill Bryndísar Schram allt frá því að hún var óþolandi smákrakki sem djöflaðist með greiðu í snjóhvítu hárinu á afa sínum háöldruðum, en hann var blindur og gat því eng- um vörnum við komiö. Þá lýsir Bryndís því einnig hvernig amma hennar hélt fegurö sinni til æviloka með því að nudda húðina upp úr steinolíu á hveiju kvöldi. KjaHaiinn Stefán Steinsson læknir á Þingeyri Gott er að Bryndís litla var ekki mikið að þvælast með eldspýtur á þessum árum. Ég veit ekki hvernig farið hefði ef þá hefði verið orðinn tíður sá ósiður, sem nú er vanaleg- ur, að böm eru alltaf með eldfæri. Sennilega er óverjandi að ráðleggja ungum mæðrum þennan fegurðar- auka nú til dags. Enda hafa Lan- come og skyld fyrirtæki fundið upp margvíslegt snyrtivatn sem er síð- ur eldfimt en þotubensín, og mest af illri nauðsyn. Betri í svarthvítu Þegar ég var ellefu ára ímyndaöi ég mér alltaf að Bryndís Schram væri grá á Utinn og ég sá hana fyr- ir mér þannig. Þessi leiði misskiln- ingur entist mér lengi. Hann kom til af því aö sjónvarp var nýkomið austur á firði og mér hætti auðvitað til að taka það fullalvarlega. í þá daga hafði Bryndís nefnilega fyrir sið að birtast reglulega á skjánum til að reyna að koma þjóðinni í skilning um hvað næst ætti að vera í sjónvarpinu og til hvers. Ein- hverjir vinir mínir og samferða- menn voru mér ekki sammála um að það væri fallegt að vera með langan háls. Ég með minn stutta háls var viðskotaillur við þetta fólk og spurði hvor fuglinn væri fall- egri, haftyrðillinn eða álftin? Mér þótti álftin alltaf fegurst fugla og var argur út í þá sem ekki vildu gangast við glæsileik hinnar háls- löngu gráleitu skjákonu minnar. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það aö Bryndís Schram hefur lifað með þessari þjóð lengur en margan grunar og heldur því trú- lega áfram enn um sinn. Löngu seinna rakst ég á Bryndísi á bak við Laugardalshöllina og sá þá að hún er mjög áþekk ööru fólki á Utinn. Enn þann dag í dag finnst mér konan samt koma betur út á svarthvítri mynd en í lit. Sáttur við „Shogun“ í bókinni segir frá því að Bryndís er sonardóttir skútukarls, sem vann sig smám saman upp á eigin kröftum og auðgaðist sæmilega, (það er stundum kallað amerískur draumur en virðist geta gerst hvar sem er og síst í Ameríku). Meður því að aflnn var aðdáandi Ólafs Thors sáluga þá virtist hann ekki hafa orðið neitt geggjaður af kátínu þegar unga stúlkan lenti í slagtogi með syni Hannibals, á Mokka og víðar. Þó hefur ekki þótt ástæða til að láta þann gamla ráða ferðinni i þetta sinn. Enda var sá tími liöinn er gamlir afar voru látnir glenna sig yfir því hvort stúlkur giftu sig í vitlausar ættir eða ekki, ef þeim sýndist. Nú hlýtur afi þessi að vera sáttur á himnum, er hann sér son- artengdasoninn orðinn „Shogun" í íslensku samfélagi og skellikátur þegar hann les meistaraverk Ólínu yfir axlirnar á eftirlifandi ættingj- um sínum. Það er kjarnþrunginn vestfirskur svipur á þeim bréfum sem Jón hef- ur ritað konu sinni og nú koma fyrir sjónir almennings i fyrsta sinn. Jón þessi er utanríkisráð- herra, var áður fjármálaráðherra að frádregnum sauðfjármálum. Kona ein í sundlauginni kom reyndar að máli við mig og hélt því fram að hann væri í lausa- mennsku, stundum kallað frí-lans, og tæki að sér ráðherrasnatt og viðvik. Ég hef aldrei heyrt neitt um slíkt og konan synti burt með sína skoðun á því máli. í einu bréfanna er Jón nærri kafnaður af reyk úr brennandi stofuofni úti í hinum stóra heimi. Svona getur nú einstaklingurinn verið fátækur og smár. Allt er á huldu um íslenska stjórnmálasögu á þessari öld ef Jóni hefði verið grandað þarna. Hætt er við að sjón- varpsfréttirnar væru daufari í geði nú til dags ef hann kæmi þar ekki með jöfnu millibili að flytja okkur gæsahúðaryfirlýsingar sínar. Þær eru krydd í lélega tilveru. Og hver hefði orðið faðir að þeirra mikla og fjölskrúðuga barnahópi ef Jón hefði kafnað? Á milli tveggja átrúnaðargoða Nú er ekki svo að skilja að ég hafi lesið bókina. Ég stelst ekki í mína pakka fyrir jól eins og sumir gera. Áhugi minn kviknaði af út- drætti sem birtist í Gulu Pressunni 1. desember sl. Þá gerði ég leyni- samning við þann takmarkaða þjóðfélagshóp sem stundar það að gefa mér jólagjafir. Nú hef ég lúmskan grun um að þegar Bryn- dís kemst upp á hillu hjá mér eftir áramót, þá lendi hún á milli tveggja annarra átrúnaöargoða minna, þjóðhetjanna Skúla frá Laxalóni og Óla Ket. Svo dreymir mig auðvitað um að fá að skrá ævisögu Ólínu eftir 20 ár. Hvort sá draumur rætist verður tíminn að leiða fram. Þangaö til færi ég Ólínu og Bryndísi fyllstu þakkir fyrir að stuðla að vaxandi menningu á íslenskum heimilum og gróandi þjóðlífi í nútíð og fram- tíð. Stefán Steinsson , JÞeim mun þakklátari varð ég þeim Olínu og Bryndísi þegar kunningi minn tjáði mér að þær ætluðu nú loksins að láta þetta stórvirki heimsbókmennt- anna frá sér renna.“ Byggðaröskun er hættuleg „Það er hægt að skapa verðmæti bæði í sveit og sjávarþorpum," segir m.a. í greininni. Nýlega heyrði ég spurt hvort ekki væri gott fyrir þjóðina að eiga stóra og öfluga höfuðborg. Þessu var neitað að bragði en ekki var það rætt. Það hefði verið of tíma- frekt. Ég vil taka undir þessa neitun. Ég leyfi mér að segja þetta: Það er indælt að eiga vel menntaðan og háttvísan þjóðarkjarna í höfuö- borginni - svo sem löngum hefur verið - en það er ógæfa ef borgin verður of stór í hlutfalli við aðra byggð. Skapar engin verðmæti Þetta skal aðeins rætt: Annars vegar er hætta á aö allt of margt fólk hafi framfæri sitt af því að ráðskast með fjármagniö sem er til staðar, eins og nú hefur gerst í bönkum og fjárfestingarfyrirtækj- um. Þessi „geiri“ skapar engin verðmæti. Hins vegar mergsýgur hann fjölda atvinnufyrirtækja þar til hjólin hætta að snúast. Gott er ef þessi vandi er víkjandi. Hins vegar hefur allt of fjöitnenn verslunarstétt aðsetur í okkar of- vöxnu höfuðborg. Það er vegna þess að afkoma þessa fólks byggist að langmestu leyti á innflutningi. Þetta hefur að sjálfsögðu orsakað þann óhagstæða viðskiptajöfnuð sem ekki stenst til lengdar. Er trú- legt að sú þjóð geti séð sér farborða sem ekki ræktar nema brot af því KjaUarinn Katrín Árnadóttir húsmóðir, Hlíð, Gnúpverjahreppi sem hún neytir, vinnur lítið af fot- um á sig, lætur stundum prenta bækur sínar erlendis þrátt fyrir góðan tækjakost og hrekur fólk til útlanda til þess að forðast gjaldþrot vegna tannviðgerða. Ekki má oftreysta útlendum mörkuðum til að rétta af hallann. Þjóðin hefði átt að sýna kjark og samstöðu i því að fara niðurtaln- ingarleiðina til þess að geta staðið sig í samkeppni. Ekki skil ég að það sé þjóðhags- lega æskilegt eða hagkvæmt fyrir kaupmenn að hér séu yfir þrjátíu ferðaskrifstofur sem lokka fólk til utanlandsferða þar til árleg tala ferðamanna er orðin 138.500 eins og gerst hefur á þessu ári. Þar meö hafa fleiri landar farið út en útlend- ingar sótt okkur heim. Þjóðleg uppbygging Varla skilur fólk almennt líðan þeirra sem lent hafa í hruninu sem nú er orðið. Eg játa að ég er ein af þeim en þó finnst mér stundum að ég heyri hjartslátt þeirra foreldra er sjá leiðirnar lokast sem þeir hafa ætlað börnum sínum. Eða er ekki hart að sjá eigur sínar verða verðlausar og vanta auk þess vinnu? Ekki munu allir eiga rétt á at- vinnuleysisbótum. Gæti vitundin um þessa neyð orðið til þess að fólk hægði á sér í lífsgæðakapphlaup- inu? Þess mun vera þörf bæði fyrir byggðafólk og Reykvíkinga. Hrunið mun ekki alveg sneiða hjá borg- inni. Þess sjást nú þegar merki. Ég á eina stóra ósk. Hún er sú að landsbyggðin búi sig undir að taka við illa stöddu fólki og reyni að skapa því einhverja aðstöðu. Það er hægt að skapa verðmæti bæði í sveit og sjávarþorpum, verðmæti sem. þjóðin sjálf þarf að meta til þess að geta haldið sér á floti. Verðmæta- sköpun hlýtur að vera erfið í borg- um, nema þá helst í iðnaði. Ég skora á alla skýra og góöa menn að leggja höfuöið í bleyti í því augnamiði að finna leiðir til þjóðlegrar uppbyggingar. Þá gæt- um við helst orðið góðir heims- borgarar. Það getum við ekki með bruðli. Kona ein mun hafa sagt að útilok- að væri aö nokkur ríkisstjórn gæti bjargað okkur. Það yrðum við að gera sjálf. Ég tek undir þetta en ég held að leiðsagnar sé þörf. Reynum að sýna hvert öðru dálít- inn skilning og hlýju, hvar á landinu sem við búum, í von um góða og bjarta framtíð. Katrín Árnadóttir „Ég á eina stóra ósk. Hún er sú aö landsbygðin búi sig undir að taka við illa stöddu fólki og reyni að skapa því einhverja aðstöðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.