Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. -6- Fréttir Bátalón hf. í Hafiiarfirði: Hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum fjármagnskostnaðurinn varð okkur ofviða, segir Hjalti Sigfusson Ráöamenn Skipasmíðastöðvar- innar Bátalóns hf. i Hafnarfirði hafa farið fram á að fyrirtaekið verði tekiö til gjaldþrotaskipta. Sagöi Hjalti Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Bátalóns hf., aö mik- ill fjármagnskostnaöur hefði riöið fyrirtækinu að fullu. Skuldirnar væru um 70 milljónir króna. Búið er að slá húseignir fyrirtækisins á 15 milljónir sem er brunabótamat þeirra. Hjalti sagðist telja að skuld- ir umfram eignir væru innan við 20 milljónir króna. Mikið væri af útistandandi kröfum auk annarra eigna Bátalóns hf. Aðalástæðuna fyrir því hvernig komið væri hjá Bátalóni hf. sagði Hjalti aö mætti rekja til þess að i ársbyrjun 1987 var hafist handa við raösmíöi 18 báta af stærðinni 9,9 lestir. Þá hafði nýsmíði legið niöri í 5 ár og því var dýrt að koma hlut- unum af stað. Þegar búið var að smíða 5 af þessum 18 bátum hófst opinber umræða um að þessi báta- stærð yrði sett undir aílakvóta. Þá um leið kom afturkippur og 10 smíðasamningum var sagt upp. Þaö var meira en fyrirtækið þoldi með þann gríðarlega fjármagns- kostnað á bakinu sem raun bai' vitni. Hjá Bátalóni hafa starfað 35 til 50 starfsmenn á síðustu árum. Sagði Hjalti að nú þegar starfsemin stöðvaðist einhvern næstu daga myndu 40 starfsmenn missa vinn- una. -S.dór Háskólinn á Akureyri: Vill taka upp kennslu í sjávarútvegsfræðum Þann 3. mars siðastliðinn skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til aö gera tillögur um kennslu í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. í nefndina voru skipaðir Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræð- ingur, Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Ásbjörn Dagbjartsson líffræðingur, Pétur Reimarsson efnaverkfræðing- ur og Kristján E. Jóhannesson verk- fræöingur. Nefndin hefur nú skilað skýrslu um málið þar sem hún leggur ein- dregið til að kennsla í þessum fræð- um verði tekin upp við skólann. Rökstuðningur nefndarinnar er meðal annars að Akureyri og Eyja- íjöröur sé ákjósanlegt umhverfi fyrir nám í sjávarútvegsfræðum. Að þessi námsbraut myndi styrkja Háskólann á Akureyri og skapa honum sér- stöðu. Loks er bent á að húsnæði sé að nokkru leyti fyrir hendi. Markmið námsins á að vera að mennta einstaklinga sem hæfir eru til þess að gegna stjórnunarstörfum innan sjávarútvegsins. Sjávarút- vegsfræði er fjögurra ára nám. Al- menn inntökuskilyrði eru stúdents- próf og tólf mánaða starfsreynsla. -S.dór Byggingariðnaðurinn: Verkef naskortur og uppsagnir hafnar Landssamband iðnaðarmanna og Meistara- og verktakasamband bygg- ingarmanna hafa gert könnun um ástand og horfur í byggingariðnaði. Send voru út spurningaeyðublöð til 340 fyrirtækja og spurt um starfs- mannafjölda, verkefnastöðu, horfur og uppsagnir. Svör bárust frá 62 fyr- irtækjum sem höfðu um 1200 manns í vinnu í nóvember sem ætla má að sé um 15 prósent af mannafla í bygg- ingariðnaði á vegum einkaaðila. Niðurstaöa þessarar könnunar er heldur dökk. Fram í janúar á næsta ári áætla þessi fyrirtæki fækkun mannafla um 9,4 prósent. Tekur það til allra greina í byggingariðnaði nema múrunar. Mörg fyrirtæki, sem ekki ætla að segja upp fólki, telja samt ástandið og horfurnar ótryggar. Þegar könnunin var gerð sögðust mörg fyrirtækjanna hafa næg verk- efni þá stundina en hefðu ekkert tryggt upp úr áramótunum. Samdrátturinn í fyrirtækjunum kemur verst niður á verkamönnum en gert er ráð fyrir 14 prósent fækk- un verkamanna í umræddum fyrir- tækjum fram í janúar. Aftur á móti gerðu þau ekki ráð fyrir nema 8 pró- sent fækkun iðnaðarmanna. Frá því í september hafa þessi 62 fyrirtæki sagt upp 88 starfsmönnum en til við- bótar er ráðgert að segja upp 72 starfsmönnum fram í mars á næsta ári. -S.dór Ekki er hægt að baða sig i Nauthólsvíkinni fyrir skolpi úr Kópavogi sem sést i baksýn. Skolp hindrar opnun Nauthólsvíkurinnar Það stendur á Kópavogsbæ að hægt sé að opna Nauthólsvíkina bað- gestum á nýjan leik, segir Davíö Oddsson borgarstjóri í nýjasta tölu- blaði Farvíss. Að sögn Davíðs hefur borgin hreinsað ströndina fyrir sitt leyti en Kópavogsbær lætur ein sjö skolpræsi hggja út í Skerjafjörðinn. Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir skolpræsin vera fimm sem liggi út í fjorðinn og bærinn ætli að fækka þeim um helm- ing á næstunni. Kristján sagði skolp 12-14 hundruð Kópavogsbúa falla í Skerjafjörðinn og taldi það skolp vega lítið á móti skolplögninni sem liggur um Foss- vogsdal sem flytti skolp tugþúsunda Reykvíkinga og Kópavogsbúa út í Fossvoginn. Kristján bar lof á borgina fyrir að hreinsa strendur sínar og sagði að holræsamál í Kópavogi mættu vera í betra lagi. —pv FUJtiELDANARKAÐlIR SKHIIXVIGEGST HAGKAIIPI Míkíð úrval af ódýrum og góðum flugeldum, kökum, gosum o.fl. góðgætí fyrír áramótín. Opið þrídjudaí; - i*ösiudai» írá ld. 10-22. Gamlársdai; iVá ld. 10-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.