Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 36
36 MIí)VIKUDAGUH 28: DKftfeMBER 1988. Andlát Emil Ásgeirsson bóndi, Gröf, Hruna- mannahreppi, er látínn. Theodóra Fredriksen lést á Öldr-' unardeild Landspítaians 23. desem- ber. Theodóra Sigurðardóttir, Holtsgötu 41, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 25. desember. María Sófusdóttir, Fjólugötu 13, Ak- ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. desember. Ólafur Gunnarsson sálfræðingur, frá Vík í Lóni, lést í sjúkradeild á Hrafn- istu á jóladag. Gísli Jakobsson frá Þóreyjarnúpi andaðist í Sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga á jóladag. Magnús Guðmundsson frá Tindi andaðist á sjúkrahúsinu á Hólmavík 26. desember. Vilhjálmur M. Guðjónsson, Voga- braut 42, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 27. desember. Sigríður Jónsdóttir, Kvíum, Þverár- hlíð, andaðist í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 24. desember. Jarðarfarir Lúther Salómonsson pípulagn- ingameistari, Reynimel 82, sem lést 17. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. , Útför Heru Bjargar Emilsdóttur, Réttarholtsvegi 61, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15. Þórunn Úlfarsdóttir, frá Fljótsdal verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. desember kl. 15. Ingibjörg Vestmann, Hringbraut 24, Reykjavík, sem andaðist 22. desem- ber sl„ verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 29. desem- ber kl. 13.30. Ólína Kristín Jónsdóttir frá Ölvalds- stöðum, Bjarnarstíg 7, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum fimmtudag- inn 22. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu töstudaginn 30. desember kl. 10.30. Sigríður Helgadóttir, Bjarnabæ, Suð- urgötu 38, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn29. desember kl. 13.30. Magnús Axelsson forstjóri, Skólavegi 38, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. _ desember kl. 14. Útför Jörundar Þórðarsonar frá Ingj- aldshóli fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn29. desember kl. 13.30. Lýður Guðmundsson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri, Litlu-Sandvík, sem lést í sjúkrahúsi Suðurlands, Sel- fossi, 23. desember, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju fóstudaginn 30. desember kl. 13. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30. Jón Pálsson héraðsdýralæknir lést 19. desember. Hann fæddist að Þingmúla í Skriðdal 7. júní 1891. For- eldrar hans voru Elínborg Stefáns- dóttir og Páll Þorsteinsson. Eftir að Jón lauk námi frá dýralæknaháskól- anum í Kaupmannahöfn árið 1918 fluttist hann heim og settist að austur á Reyðarfirði þar sem hann tók við embættí héraösdýralæknis á Aust- urlandi. Því embættí gegndi hann tíl ársins 1934 er hann tók við embætti héraösdýralæknis á Suðurlandi. Hann giftíst Áslaugu Stephensen en hún lést árið 1981. Þau hjónin eignuð-, ust fjóra syni og eina fósturdóttur. Útfór Jóns verður gerð frá Selfoss- kirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Niðjar Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Kristjánsdóttur halda jólafagnað í dag, 28. desember, kl. 17 í Samkomuhúsinu í Garði. Mætum öll. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur1988 Hiö árlega „Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur" verður haldið að Grensás- vegi 44-46 dagana 28. og 29. desember nk. Tafliö hefst kl. 20 báða dagana. Keppnin fer þannig fram að fyrri daginn eru tefld- ar undanrásir en síöari daginn er teflt til úrslita í nokkrum riðlum. Þátttaka hefur ávallt verið mjög mikil. Sigurvegari á mótinu i fyrra varð Andri Ass Grétars- son. Ódýrarferðirtil Portúgal í vetur Nú gefst íslendingum tækifæri á aö stytta skammdegið með dvöl í Portúgal. Um er að ræða ferðir á einstaklega hagstæðu verði í allt að 10 vikur. Þessar ferðir henta vel eldri borgurum, en undanfarin ár hefur færst í vöxt að ellilífeyrisþegar dvelji um lengri eða skemmri tíma á sól- ríkari stöðum í svartasta skammdeginu. Ferðaskrifstofan Evrópuferðir, sem er umboðsaðili bresku ferðaskrifstofunnar Caravela, hefur nú tekið upp samstarf við ferðaskrifstofurnar Ratvís og Ferða- val og er hægt að fá allar upplýsingar um þessar ferðir hjá þessum þremur ferðaskrifstofum. Tapað fuiidið Skjalataska tapaðist Tapast hefur brún skjalataska með rennilás. Skilvís finnandi vinsamlegast hati samband í síma 622157 eða 33706. Fundarlaun. Tónleikar Tónleikar í Bústaðakirkju Fimmtudaginn 29. desember halda Bryndís Halla Gylfadóttir og Roglit Ishay tónleika í Bústaðakirkju kl. 20.30. Bryn- dís lauk einleikaraprófi 1984. Sama haust hóf hún svo framhaldsnám við New Eng- land Conservatory í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur þegar lokiö B.A. prófi og væntir þess að fá þaðan meistaragráðu vorið 1989. Bryndís hefur komið fram sem einleikari á íslandi, í Bandaríkjun- um og í Kanada. Roght lauk B.A. prófi frá N.E.C. og mun ljúka meistaragráðu vorið 1989. Roght hefur undanfarin ár notið handleiðslu Veronica Jochum. Hún hefur viðtæka reynslu í kammertónhst og sem einleikari, bæði í ísrael og í Bandarikjunum. r t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Hulda Sigurjónsdóttir, fyrrum húsmóðir í Firði, Seyðisfirði, andaðist 12. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram Steinunn Jónína Ólafsdóttir Leifur Haraldsson Sigfríö Stella Ólafsdóttir Birgir Hallvarösson Hulda Kristjana Leifsdóttir Haraldur Einar Leifsson Ólafur Þór Leifsson Sigurbjörg Þóra Leifsdóttir Ólafur Birgisson Guöfinna Björk Birgisdóttir Nýjar plötur Bubbi & Megas - Bláir draumar -----------------------,----------- Það er draumur að hlusta... Þegar tveir helstu framverðir gáfu- mannapoppsins hérlendis taka uppá því að stílla saman strengi sína á plötu hlýtur útkoman að verða at- hyglisverð, hver svo sem hún verður. Og það er óneitanlega margt sem vekur athygli á þessari plötu Bubba & Megasar eða er það Megasar '& Bubba? Það er áreiðanlega ekki til- viljun að báðar útgáfurnar af nöfn- unum er að finna á plötuumslaginu. Þegar stórveldi taka höndum saman verður að gæta þess að hvorugt skyggi á hitt, samanber vísuna um lambið, heypokann og úlfmn: Ekkert granda öðru má. Lögum plötunnar skipta þeir líka bróðurlega á milli sín, Bubbi á sex, Megas fimm og eitt er gamalt og gró- ið lag eftir Inga T. Lárusson við tekta Jónasar Hallgrímssonar; Ég biö að heilsa. Og ég geri ráð fyrir því að hugmyndin að því lagi sé komin frá Megasi og það gerir stöðuna sex, sex. í mörgum tilvikum er ekki að heyra að þeir félagar hafl haft mikla samvinnu við gerð og vinnslu lag- anna. Af 12 lögum plötunnar er að- eins í þremur þeirra sem má heyra samsöng þeirra. í hinum syngja þeir til skiptís og syngur hvor sín eigin lög. Því get ég ekki neitað aö mér finnst hlutur Bubba á plötunni mun athygl- isverðari en hlutur Megasar. Megas heldur sig við mjög svipaða hluti og hann hefur verið að gera á síðustu plötum sínum og er engu líkara en að nokkur laganna á plötunni séu einfaldlega lög sem gengið hafi af á þeim plötum. Bubbi notar hins vegar tækifærið og bregður á leik og spreytír sig á blús og jass. Og það verður aö segj- ast hreint út aö drengurinn fer gjör- samlega á kostum, bæði í lagasmíð- unum, textunum og síðast en ekki síst í söngnum og túlkuninni. Stóran þátt í því hversu þessi lög Bubba heppnast frábærlega eiga hljóðfæraleikararnir. Þeir eru að uppistöðu ættaðir úr sveifludeildinni og sérstakt fagnaðarefni er að heyra í Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara á plötu á ný. Smekkleg notkun á básúnu og óbói setur einkar skemmtilegan blæ á tónlistina og sama má segja um Telpnakór Öldutúnsskóla, sem syng- ur bakraddir í nokkrum lögum. Textar eru allir til mikillar fyrir- myndar; vandaðir og innihaldsríkir. Mér segir reyndar svo hugur að þar hafi Bubbi notið nærveru Megasar en ef svo er ekki er bara að taka ofan fyrir Bubba og bukka sig. Það er eiginlega ekki réttlátt að bera þessa plötu Bubba & Megasar saman við aðra íslenska plötufram- leiðslu á þessu ári, til þess er hún alltof sér á parti. Og hún er ekki bara sér á parti heldur einstakur gæða- gripur. -SþS- Geiri Sæm og Hunangstunglið - Er ást í tunglinu? Aðgengilegri en áður Það er erfitt að setja Geira Sæm og félaga hans í Hunangstunglinu á bás með einhverjum öðrum. Eina stundina þykist maður heyra ein- hver kunnugleg áhirf. En á svip- stundu eru þau horfm. Þegar á allt er litið er tónlist fimmenninganna annað hvort engu lík eða allt- of mörgu til aö hægt sé að henda reiður á því. Á plötunni Er ást í tunglinu? er margt vel gert. Hljóðfæraleikur er fínn, jafnvel helst til lærður og óað- gengilegur á -köflum. Sum lög plöt- unnar ganga fljótt í undirvitundina. Önnur virðast seint ætla að síast inn, eins og gengur. Og á heildina litið er platan miklu betri en mér virtist við fyrstu, aðra og þriðju heyrn. Það eru hins vegar textarnir sem erflðast er að sætta sig við. Skrýtnari gerast þeir vart á landi hér, hvorki að formi né innihaldi. Og það er tómt mál að ætla að reyna að lesa þá eina sér án þess að hlusta á söng Geira Sæm um leið. Sjálfsagt er það íhaldsseminni að kenna að ég get ekki fellt mig við kveðskapinn á Er ást í tunglinu? Geiri Sæm sendi í fyrra frá sér plötu. Og áður lét hann í sér heyra með Pax Vobis. Þegar á allt er litíð er hann mun aðgengilegri nú en áð- ur. Og ef við lítum á það sem frum- markmið tónlistarmanns, sem send- ir frá sér plötu, að selja hana hlýtur Geiri Sæm ásamt Hunangstunglinu að vera á réttri leið. -ÁT- _________ JólabaHið______________ Gömlu góðu jólasöngvarnir á „réttum“ nótum Jólaplöturnar sem koma út að þessu sinni eru færri en oft áður. Og sumar hverjar á öðrum nótum en venjulega. Til að mynda sú sem hér er til umfjöllunar. Hún er byggð upp eins og nafnið bendir til: sem jóla- ball. Og á áreiðanlega eftir að gagn- ast plötusnúðum ferðadiskótekanna um ókomin ár sem og þeim sem halda sjálfir jólatrésskemmtun í heimahúsum. Það er í raun og veru ákaflega erf- itt að leggja faglegt mat á plötuna Jólaballiö að öðru leyti en því að hún virðist ná tilgangi sínum fullkom- lega. Og það sem meira er: litlu krakkarnir virðast hafa ákaflega gaman af plötunni. Eitt eintakið var prófað á þriggja bama hópi, tveggja, sex og níu ára. Niðurstaðan varö í stuttu máli sú að níu ára bað snar- lega um Eyjólf Kristjánsson en tvö þau yngri voru samstundis með á nótunum. Bamakómum, sem syngur á Jóla- ballinu, verður seint boðið aö feta í fótspor Öldutúnsskólakórsins og syngja í garði Hvíta hússins og fleiri merkum stöðum. Raddsetningin er eins einfóld og hugsast getur. Hver syngur með sínu nefi rétt eins og á jólaböllunum. Og ég er sannfærður um að platan skyti yfir markið hefði mikilli vinnu og tíma verið eytt í að hafa allt sem fullkomnast og áferðar- fallegast. I sumum tilvikum verður að gleyma fullkomnunarþörflnni og láta útkomuna ráðast. Eins og á plötu sem á að ná anda ekta jólaballs. Þá má alltaf búast við að einhver syngi falskt eða í annarri tóntegund en hin- ir. Því er það fyrirgefið að þessu sinni. -ÁT-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.