Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . John Þegar maöur er oröinn marg- milljóner og rúmlega þaö þá þarf maöur ekki aö spara. Elton John pantaöi nýlega heilan matsölu- staö á Hollywood hóteli í besta ílokki fyrir vini sína - þaö átti að slá upp einkasamkvæmi. En hon- um var tjáö að þaö væri bara allt upppantað. Elton baö þá gestina um að boröa annars staðar og senda svo vinsamlegast reikning- inn til sín. Það voru ekki margir sem svöruðu þessu tilboði - þetta gekk ekki. Svona eru mannleg samskipti í Hollywood. Larry Hagman - er nú í bobba ásamt bróöur sín- um í Dallas þáttunum, því að pabbi þeirra (sem ekki er dáinn) er jafnvel að fara aö selja Ewing- fyrirtækið. í raunveruleikanum er Ilagman hins vegar sannfærö- ur um aö hann yröi upplagt for- setaefni í Bandaríkjunum á næsta áratug. Fyrsta skrefiö á leiðinni yröi borgarstjórastaöa í heimabænum Malibu, þá ríkis- stjóraembætti í Kalifomíu og svo kannski í Hvíta húsiö 1996? Daniel J. Travanti, sem leikur kaptein Furillo í Hill Street-þáttunum, hefur um nokk- urt skeið verið eftirsóttur pipar- sveinn. En nú er hann búinn aö finna kærustu. Þeir sem hafa séö hana segja að hún sé ótrúlega lík Veronicu Hamel (síöhæröa Joyce Davenport) nema hvaö háralitur- inn er annar. Travanti og Hamel voru nefnilega vinsælt blaðaefni áður fyrr þegar samband þeirra var ekki bara á skjánum heldur líka í raunveruleikanum. En nú em þau bara vinir. Ilsa Bonet ofsótt af geðtrufluðum aðdáanda Lisa Bonet er ofsótt af brjáluðum aödáanda, sem hefur brotist inn á heimili hennar og látið rigna yfir hana bréfum og símahringingum, og hún er dauðhrædd um aö hann geti skaðað hana eða barniö sem hún ber undir belti. Lisa segir, skelfingu lostin, frá því að þessi brjálæðingur hafi sent henni klúr og óhugnanleg bréf í þrjú ár en hún verður sífellt hræddari eftir því sem fæöing barns hennar nálgast. Lögreglan segist ekki geta handtekiö þennan öfugugga fyrr en hann hafi gert Lisu eöa barninu eitthvert mein! Lisa og Lenny, eiginmaður hennar, höföu hlakkað til meðgöngunnar og komu barnsins en nú lifa þau í stöö- ugum ótta. Lisa er dauöhrædd um að þessi maður reyni að skaða bar- niö meö einhverjum hætti. Martröðin hófst 1986 þegar brjál- æöingurinn braust inn í íbúð Lisu og skömmu seinna fóru aö streyma til hennar óhugguleg bréf þar sem hann sagðist m.a. komast inn í íbúö- ina hennar. Allar götur síðan hefur Lisa verið hundelt af þessum manni sem segist dá hana mest af öllum en er hennar mesta martröö. Hún lifir i stööugum ótta um aö hann komist aö því hvar hún býr og einhvern veginn tekst honum alltaf að grafa það upp og hringja í hana eöa senda bréf. Sálfræðingar segja aö sjúkleg hrifning af þessu tagi geti auðveld- lega brotist þannig út aö brjálæðing- urinn fyllist ofbeldishneigð og ráðist á átrúnaðargoð sitt. Lisa Bonet á því ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, hún óttast um líf sitt og barnsins sem bráöum fæðist. „Ég er skelfingu lostin,“ sagöi hún viö vin sinn og láir henni þaö enginn. Stallone og Dunaway verðlaunuð Þau voru broshýr, Sylvester Stallone og Faye Dunaway, er þau tóku á móti verðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum i Los Angeles þann 12. desem- ber siðastliðinn. Þessi verðlaun kallast „Rudolph Valentino" verðlaunin og eru veitt fyrir störf við kvikmyndir en þar hafa þau skötuhjú komið talsvert við sögu. Sly bendir á einhvern i áhorfendaskaranum sem þeim þykir aug- Ijóslega báðum mjög spaugilegur. Gitte í felum Brigitte Nielsen er farin að ná sér eftir veikindin sem hafa hrjáð hana að undanförnu. Hvernig má annað vera í sólinni og blíðunni i Arizona? Þar var þessi mynd tekin af henni og kærastanum, fótboltakappanum Mark Gastineau. Lisa og eiginmaður hennar, Lenny Kravitz, hafa ráðið einkaspæjara til að leita brjálæðinginn uppi. Síðustu mánuðir meðgöngunnar hafa verið martröð fyrir Lisu Bonet. Styrkurinn afhentur. Frá vinstri: Katrin Ríkharðsdóttir og Guðmunda Wium, fulltrúar gefenda, Margeir Vagnsson, framkvæmdastjóri félags- heimilisins, Páll Ingólfsson, formaður stjómar félagsheimilisins, og Stef- án Jóh. Stefánsson meðstjórnandi. DV-mynd ÁEA Ólsarar áhugasamir um félagsheimili sitt - tæp 400 þúsund söfnuðust á skemmtun Ámi E. Albertssan, DV, Ólafevflc Síðastliðinn Fóstudag var fram- kvæmdastjóra félagsheimilisins Klifs í Ólafsvík afhentur styrkur upp á 381.500 til tækjakaupa í eld- hús félagsheimilisins. Það var hóp- ur áhugamanna um uppbyggingu félagsheimilisins sem afhenti styrkinn. Þessi hópur hafði helgina á undan staðið fyrir glæsilegri skemmtun með borðhaldi og skemmtiatriöum, sem unnin voru af hópnum sjálfum, og síöan dans- leikur á eftir. Áhugi bæjarbúa á uppátækinu og þátttaka var fram- úrskarandi og alls komu um 400 manns. Fór svo að þegar búiö var aö gera upp alla kostnaðarliði voru 381.500 krónur efdr í beinan hagn- að. Þessir peningar voru svo afhentir Margeiri Vagnssyni, fram- kvæmdastjóra hússins, til kaupa á leirtaui, uppþvottavél og frystiskáp fyrir eldhús félagsheimilisins. Styrkir með þessum hætti eru eflaust fátíðir því það gerist varla viða að einstaklingar taki sig sam- an, ótilkvaddir, eyði löngum tíma í æfingar og komi fram án nokkurs endurgjalds. Eddie Murphy á nýjum séns Eitthvaö viröast kvennamálin hafa skolast til I höföi Eddie Murphy, leikarans fræga og stúkumannsins góöa. Við sögðum frá því hér á dög- unum að hann hefði stunið upp bóijoröi við stúdínu nokkra I Was- hington D.C. og að því bónorði hefði verið tekið meö þökkum. Hvaö var það svo sem við sáum í virtu erlendu biaði nokkrum dög- um síðar? Jú, Eddie Murphy með einhverri allt annarri stúlku, greinilega hinnhamingjusamasti. Sú var tíöin aö karlstjama úr Hollywood vogaði sér ekki að hugsa um eymalokka fagurrar stúiku, hvað þá meira, án þess að biðja hennar fyrst. Nú er sá gamli siður liðinn undir lok. Af Eddie er það annars að frétta að hann er að búa sig undir aö leika Eddie Murphy og kærastan hans. hnefaleikakappann Sugar Ray Robinson í nýrri kvikmynd. En ætli hann verði nú ekki fyrst aö hlaða dálítið utan á sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.