Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Side 8
Útlönd FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1989. Arásin á líbýsku MIG þotumar: Gerð í sjálfsvörn - segja Bandaríkjamenn Hér sést hvar atvikiö átti sér stað í gær. Einnig sést hvar fyrirhuguð efnavopnaverksmiðja Líbýumanna er talin vera. Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau telji ekki frekari umræðu þörf um atburði gærdagsins, þegar banda- rískar F-14 þotur frá flugmóður- skipinu John F. Kennedy skutu niður tvær líbýskar MIG-23 þotur yfir Miðjarðarhafi. Segja bandarísk yfirvöld að at- vikið hafi átt sér stað með þeim hætti að líbýsku þoturnar hafi gert sig líklegar til árása á bandarísku þoturnar og því hafi bandarísku þotumar skotið þær niður í sjálfs- vörn. Líbýumenn segja að bandarísku þoturnar hafi gert árás á þær lí- býsku aö ósekju, þar sem MIG þot- urnar hafl engin vopn borið. Segj- ast Líbýumenn ætla aö krefjast þess aö Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjalli um málið. Einnig hafa þeir hvatt aðildarríki Evrópu- bandalagsins til að fordæma atvik- ið. í Bandaríkjunum lýstu leiðtogar beggja stjórnmálaflokkanna á þingi yfir fullum stuðningi við aö- gerðir Bandaríkjanna á Miðjarðar- hafi og sögöust sannfærðir um að Líbýumenn hefðu átt upptökin. Bretar samþykkja skýringar Bandaríkjamanna Bresk stjómvöld hafa samþykkt skýringu Bandaríkjamanna um til- drög atviksins. Breskir hernaðarsérfræðingar segja að ef Bandaríkin hefðu skipu- lagt þessa árás fyrirfram hefði hún aldrei verið gerð um hábjartan dag vegna þess hve miklu erfiðara er að athafna sig við slíkt verk í dags- birtu. Frank Carlucci, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi í gær að flug- móðurskipið John F. Kennedy hefði verið á alþjóðlegri siglinga- leið á Miðjarðarhafi og F-14 þoturn- ar verið í æfingaflugi þegar sést hefði í radar hvar MIG þoturnar fóru á loft og stefndu rakleitt á bandarísku þoturnar. Þær banda- rísku hafi reynt að forðast þær lí- býsku með því að breyta um hæð og stefnu en ekkert hafi gengið. Þá hafi verið .ljóst að um ógnun hafi verið að ræða og því hafi þær bandarísku grandað líbýsku þot- unum í sjálfsvörn. Nýgögn um efnavopnaverksmiöju Að undanfórnu hafa Bandaríkja- menn sakað Líbýumenn um að vera að reisa efnavopnaverksmiðju í Rabta sem er um áttatíu kílómetra frá Trípolí. Líbýumenn hafa alfarið neitað þeim ásökunum og sagt að um lyfjaverksmiðju sé að ræða. Starfsmenn við byggingu verk- smiðjunnar hafa þó gefið upplýs- ingar sem benda til þess að um eit- urefnaverksmiðju sé að ræða. í gær sagði einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Líbýu, Abu Abdullah, að hann heföi vissu fyrir því að byggð hefði verið stór efna- vopnaverksmiðja neðanjarðar við Rabta. Sagði hann að einnig væri verið að reisa sjúkrahús á sömu slóðum og sennilega væri það ætl- un líbýskra stjórnvalda að nota það til að slá ryki í augu fólks. Talsmaður breska utánríkis- ráðuneytisins sagði í gær að bresk stjórnvöld hefðu fengið upplýsing- ar um að Líbýumenn væru að setja upp efnavopnaverksmiðju. Sovétmenn vara við Bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að ekkert samband væri milli efnavopnaverksmiðjunnar og atviksins í gær enda hefði atvikið í gær gerst um níu hundruð kíló- metra frá Rabta. Reagan Banda- ríkjaforseti hefur þó ekki útilokað árás til að eyðileggja verksmiðjuna. Sovétmenn, sem ekki vildu tjá sig um atvikið í gær, vöruðu Banda- ríkjamenn viö því að gera árás á Líbýu. Sagði talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins að slíkt myndi spilla mjög fyrir batnandi ástandi í alþjóðamálum. Talið er mjög ólíklegt að Banda- ríkin aðhafist nokkuð gegn Líbýu fyrr en eftir helgi. Um helgina fer fram í París alþjóðleg ráðstefna um efnavopn og eru menn á því að Bandaríkin muni bíða með aðgerð- ir, alla vega þar til þeirri ráðstefnu er lokiö. Reuter * I Bandaríska flugmóðurskipið John F. Kennedy, sem stóð í ströngu á Miðjarðarhafi í gær, sést hér á fullri ferð. Tvær F-14 þotur af skipinu lentu í návígi við tvær MIG-23 þotur líbýska flughersins og skutu þær niður. Símamynd Reuter Byrjendanámskeið hefjast 10. janúar Þjálfari verður Michal Vachun, landsliðsþjálfari frá Tékkóslóvakíu. 1®* Æfingar verða í nýjum æfingasal félagsins í húsakynn- um Sundlauga Reykjavíkur i Laugardal. Innritun fer fram á staðnum milli kl. 17 og 1910. janúar. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 39414 og 31976. JUDOFÉLAG REYKJAVÍKUR Bush hækkar tekjur án nýrra skatta George Bush, veröandi forseti Bandaríkjanna, er líklegur til að reyna að auka tekjur ríkissjóðs án þess að leggja á nýja skatta, að sögn bandaríska stórblaðsins The New York Times. Einkum er talið að gjaldtaka fyrir þjónustu ríkisstofn- ana verði hækkuð. Blaðið fjallaði í morgun um stefnu væntanlegs íjárlaga- og hagsýslu- stjóra Bush, Richards Darmans. Seg- ir að Bush muni reyna að fá leiðtoga þingsins með sér í að setja á fót tveggja ára áætlun um að minnka fjárlagahalla Bandaríkjanna. Bush mun áfram berjast gegn hækkuðum sköttum en sagt er líklegt að hann muni fella sig við hækkun á ýmiss konar gjaldtöku á vegum rík- isins, eins og fyrir skoðun á kjöti og leigu á eignum ríkisins. Einnig er tahð liklegt að Bush muni sætta sig við niðurskurð á fjár- lögum yfir hnuna ef honum og þing- inu mistekst að ná samkomulagi. Samkvæmt þessu ætlar Bush ekki að standa sama vörð um útgjöld til varnarmála og forveri hans. í Bandaríkjunum eru í gildi lög sem kveða á um að fjárlagahalli megi ekki fara yfir eitt hundrað milljarða dollara á næsta ári. Samkvæmt þeim lögum verður að skera töluvert niður í íjárlögum næsta árs. I gær komu kjörmenn, sem kosnir voru í kosningunum þann 8. nóv- ember síöastliðinn, saman og kusu George Bush og Dan Quayle form- lega forseta og varaforseta Banda- ríkjanna til næstu íjögurra ára. Bush hringdi í Quayle í tilefni dagsins. Reuter Kjörmenn kusu í gær George Bush formlega í embætti forseta Bandaríkj- anna til næstu fjögurra ára. Einnig var gengið frá kjöri Dans Quayle i embætti varaforseta til sama tíma. Bush hringdi í Quayle og tjáöi honum tiðindin. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.