Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði . . Ronald Reagan ætlar ekki að setjast í helgan stein eftir aö hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna. Ronny hefur farið þess á leit við umboðs- mann sinn að hann hafi auga með þvi hvort hann finni ekki heppi- legt kvikmyndahlutverk fyrir sig á næstu mánuðum. Nýlega lét hann hafa það eftir sér að fyrst Burt Lancaster fengi enn kvik- myndahlutverk ætti sér ekki að verða skotaskuld úr þvi. Svo er bara aö vona að honum hafl farið eitthvað fram sem leikara á þeim tíma sem hann hefur gegnt emb- ætti forseta. Veronica Hamel - leikkonan fallega sem við þekkj- um úr sjónvarpsþáttunum Verðir laganna - sagði nýlega kærastan- um sínum, honum Ashok Am- ritraj, að taka pokann sinn. Ástæðan var sú að þau voru ekki sammála um hvort þau ættu að ganga í þaö heilaga eður ei. Ver- onica vill víst gjarnan eignast barn en því neitaði Ashok nema þau létu pússa sig saman fyrst. Taldi hann að leikkonan ætti að velja milli sín og frama á leiklist- arsviðinu. „Vertu blessaður, As- hok,“ var það eina sem hin 44 ára Hamel sagði. Svo vísast er hún á lausu núna. Cybill Shepherd gerði allt sem í hennar vaidi stóð til að fyrsti afmælisdagur tvíbu- ranna hennar mætti verða sem eftirminnilegastur. Hún pantaði heljarinnar stóra súkkulaðiköku, svo stóra að menn mundu ekki eftir að hafa séð annað eins. Með- al gesta í afmælisveislunni var lítil stúlka sem langaði afskap- lega til að bragða á kökunni. Ekki tókst betur til en svo, þegar sú stutta var komin upp á borð og ætlaði að fara að gæða sér á her- legheitunum, að hún hrasaði og datt ofan á kökuna. Veislugestir höfðu snör handtök við að bjarga þeirri stuttu úr kökunni en fáir höfðu vist lyst á að leggja sér hana til munns eftir þetta slys. Og eins og í öllum góðum veislum tóku gestir lagið. DV-myndir gk Starfslið hússins gerði allt sem i þess valdi stóð til að kvöldið mætti verða sem eftirminnilegast. Nýju ári fagnað í Sjallanum Sjallanum var skálað fyrir nýju ári. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það var mikið um dýrðir er nýju ári var fagnaö í Sjallanum á Akur- eyri að kvöldi 1. janúar. Öllu því besta sem völ var á var tjaldað, ekk- ert til sparað og útkoman varð ekki slorleg. Strax við innganginn fengu gest- irnir forsmekkinn af því sem í vænd- um var. Þar var tekið á móti fólki með bláum ljúffengum drykk og blásarasveit lék létta tónlist með til- þrifum. Matreiðslumeistari hússins var greinilega í góða skapinu og mat- reiddi glæsilegan kvöldverð sem samanstór af humarsúpu, ljúffengri nautasteik og ávöxtum. Nammi namm. Lítið var um að menn leifðu þetta kvöldiö. Meðal atriða, sem boðið var upp á til skemmtunar, voru atriði úr sýn- ingunni Rokkskór og bitlahár en hún sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Af skemmtiatriðum, sem voru mörg þetta kvöld, má nefna sýning- una Rokkskór og bítlahár en þessi sýning hefur slegið 1 gegn bæði nyrðra og í Reykjavík og það ekki aö ástæðulausu. Kate O'Mara: Liflr lífinu Leikonan Kate O’Mara nálgast hálfrar aldar aldurinn óðfluga. Þrátt fyrir það er hún óþreytandi að stunda hið ljúfa líf. Yfirleitt er hún alltaf í fylgd með ungum herr- um og raunar segist hún ekki viþa hafa þá mikiö yfir tvítugt. „Kynlífið heldur mér ungri. Ég er stolt af líkama mínum og legg mikið á mig við að líta sem best út," segir Kate enda sést daman víst aldrei á ferli utandyra nema með stríösmálningu, gerviaugna- hár og í háum hælum. Hún á að baki fjögur mislukkuö hjónabönd og segist vera búin aö fá nóg af slíku. „Ég á það fyllilega skiliö aö skvetta úr klaufunum mér til ánægju," segir O’Mara brosandi. Kate O’Mara ber aldurinn óneitanlega með ágætum. Björn Borg og Loredana með samfléttaða fingur. Bjöm Borg: Yfir sig ástfanginn Björn Borg kvað vera svo ástfang- inn af nýjustu konunni í lífi sínu, ít- alska popstirninu Loredana, að hann getur vart sleppt af henni hendinni. Nýlega voru þau skötuhjú á ferð í heimalandi Björns, Svíþjóð. Tilgang- urinn með veru þeirra þar var að kynna nýjustu fatalínuna frá Birni. Ljósmyndarar og blaðamenn voru boðaðir á heljarinnar mikla tisku- sýningu þar sem til stóð að kynna fatnaðinn. Hins vegar fór lítið fyrir myndatökum af flíkunum þar sem Björn og kvinna hans gátu ekki hætt að kyssa hvort annað. Það voru því þau sem urðu aðalskotmark ljós- myndaranna en ekki tískusýningar- fólkið sem sprangaði um, íklætt fatn- aði frá fyrirtæki Bjamar. Því er svo við að bæta að enn hafa þau skötuhjú ekki tilkynnt hvort þau hyggjast gifta sig á næstunni. Þau segjast að vísu hafa þekkst í mörg ár eða síðan á síðasta áratug. Þau kynntust víst fyrst í einhverju sam- kvæmi en ekkert varð um nánari kynni þar sem Loredana var að slá sér upp með tennisstjörnunni Pan- attas. Það var hins vegar ekki fyrr en nú í sumar, er þau hittust á Ibiza, að þau fóru að slá sér upp og síöan hafa þau ekki getað sleppt hendinni hvort af öðru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.