Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 6
6 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. Viðtalið Fréttir Sandkom x>v Nafn: Kristinn Pétursson Aldur: 36 ár Staða: Alþingismaður og útgerðarmaður „Sú þekking, sem maður aflar sér á vettvangi, er, þegar upp er staðið, betri skóli en sá bókalest- ur sem viðgengst í dag. t>að sér maður einfaldlega ef maður lítur i kringum sig. Ég er að mestu sjálfmenntaður í rekstri fyrir- tækja en Vélskólinn gaf reyndar mjög góðan grunn. Eins og ástandið er í dag er það þó meira þrjóskan en skynsemin sem fær mann til að halda áfram í útgerð- arvafstrinu," segir Kristinn Pét- ursson sem tók sæti Sverris Her- mannssonar á Alþingi þegar sá varð bankastjóri Landsbankans. Fyrir utan þingmannsstörfin er Kristinn forstjóri útgerðarfyrir- tækis og verktakafyrirtækis. Útgerðarstúss Kristinn er fæddur og uppalinn á Bakkafirði. Foreldrar hans eru Pétur Arason og Sigríður Guð- mundsdóttir á Bakkafirði. Krist- inn er naestelstur sex bræðra. Hinir eru Árni, Bjartmar, Baldur, Brynjar og Ómar. Kristinn er kvæntur Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur úr Reykja- vik og eiga þau tvö böm, Maju Eyr, 9 ára, og Pétur, 7 ára. „Eg gekk í gagnfræðaskóla á Laugum. Eftir hann fór ég í Vél- skólann fyrir sunnan og lauk honum 1975. Þegar ég fór í Vél- skólann var ég byrjaður aö stúss- ast í útgerð, keypti mér trillu 1973.1975 stofnaöi ég fiskverkun ásamt fleirum og hef starfað við hana raeira og minna síðan. Hef ég verið framkvæmdastjóri frá 1977. Datt inn á þing „Ég var ekki mikiö í pólitík þeg- ar ég byijaði í útgerðinni en þaö kom smám saman. Ég var í fyrsta skipti í framboði í síðustu al- þingiskosningum sem 3. maður á lista fyrir austan. Satt að segja átti ég ekki von á að detta svona inn á þing en maöur verður að gera skyldu sína. Hvað Alþingi sem vinnustað varðar finnst mér að skipulagið mætti vera betra. Tlminn er oft illa nýttur, án þess að ég gerist allsherjar dómari um það atriði.“ Vil berjast t sjávarútvegi Kristinn segist hafa mikinn áhuga á tónlist, glamra stundum á píanó þegar stund gefist. „Ég var mikið í alls kyns skyttiríi fyr- ir nokkrum árinn. Það má segja að ég sé veiöimaður i eöli mínu. Annars hef ég ekki mikinn tima aflögu til tómstundaiökana. Fyrir utan útgerðarstússið hef ég líka stjórnað verktakafyrirtæki sem var stofnað í kringum byggingu ratsjárstöövarinnar á Gunnólf- svíkurfjalli. Af almennum mál- um hef ég mikinn áhuga á sjávar- útvegi og vil berjast á þeim vett- vangi.“ Ekki kostur á að sérpanta bílnúmer - en engin tilviljun að KR 001 er á skoðunarstöðinni „Það er ekkert varið í valkerfi fyrr en hægt verður að raða til dæmis fimm bókstöfum saman og fá þannig nafnið sitt. Við erum ekki tilbúnir í þá kerfisbreytingu sem þarf til þess að það verði en fólk mun fá valmögu- leika þegar fram í sækir,“ sagði Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands, við DV. Nýja bílnúmerakerfið er þannig að nýr bíll fær fastanúmer áður en iiann kemur til landsins og er tollafgreidd- ur. Umboðin koma meö lista yfir þá bíla sem eru væntanlegir og Bifreiða- skoðun úthlutar númerum. Úthlut- un fastanúmera byrjaði kerfisbundið á AA 001-AA 099, AB 001 og svo fram- vegis. Tilviljun ræður hver fær hvaða númer. Nú hafa númerin náð KR-eitthvað þannig að nýir bílar á leið til landsins fá KR, KS eða KT. - Nýja færanlega skoðunarstöðin er með númerið KR 001. Er það Karl Ragnars fyrsti? „Það var eitthvað átt við þetta, það er rétt,“ sagði Helgi Björnsson hjá Bifreiðaskoðun íslands við DV. „En val fastanúmera er tilviljunum háð. Það er of seint að tala um tekjulind af því að láta fólk velja fastanúmer þar sem um 100 þúsund númer eru þegar upp'tekin. Við stöndum ekki í að afgreiða séróskir fyrir óinnílutta bíla.“ Valmöguleikar erlendis í Svíþjóð og Danmörku eru svipuð númerakerfi og hér. í Svíþjóð mun fólk eiga möguleika á að velja sér númer gegn um 15 þúsund króna greiðslu og umræða um þetta atriði hefur komið upp í Danmörku sam- fara umræðu um einkavæðingu bif- reiðaskoðunar eins og hér. í Banda- ríkjunum ríkir mikið frjálsræði í númeravali en frjálst val háð pen- ingaútlátum. Nýju númerin eru farin að sjást á götunni og sagði Karl Ragnars að nokkuð stöðugur straumur fólks lægi í húsnæði Bifreiðaskoðunar. Um þessar mundir munu eyðublöð liggja frammi á pósthúsum þar sem hægt er að panta nýtt númer og borga. Nýja númerið fæst eftir tvo til þrjá daga gegn afhendingu þeirra gömlu. Einhver misbrestur hefur verið á ferðum frá Litla-Hrauni þar sem númerin eru framleidd en ekki hlotist meiri háttar vandræði af. -hlh Frá afhendingu Menningarverðlauna DV i fyrra; Jonas Kristjánsson ritstjóri heldur ræðu undir borðum. Menningarverðlaun DV í uppsiglingu Brátt líður að því að DV veiti ís- lenskum listamönnum menningar- verðlaun sín fyrir sérstök afrek á árinu 1988. Afhending elleftu Menningarverð- launa DV fer fram í Þingholti, Hótel Holti, þann 23. febrúar næstkomandi í samræmi við úrskurði dómnefnda sem skipaðar eru gagnrýnendum blaðsins og öðru kunnáttufólki utan þess. Eins og á undanfórnum árum verða verðiaunin afhent fyrir afrek í eftirtöldum greinum: bókmenntum, myndlist, tónlist, leiklist, byggingar- list, kvikmyndagerð og listhönnun. Síðastnefnda greinin kemur hér til álita öðru sinni. Verðlaunin eru skúlptúrar úr marmara, gerðir af Erni Þorsteins- syni myndlistarmanni sem getið hef- ur sér gott orð fyrir myndverk sín og listskreytingar. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt hafa margir helstu listamenn og hönnuðir okkar smíðað þessa verðlaunagripi fyrir DV. Verðlaunin verða síðan afhent við málsverð sem öðlast hefur sérstakan sess í íslenskri matargerð hin síðari ár. Á næstu vikum munum við segja frekar frá undirbúningi verðlaunaaf- hendingarinnar fylgjast með gerð verðlaunagripanna og kynna dóm- nefndir. -ai. Forseti bæjarstjómar Hveragerðis hættir: Þau féllust á að sleppa mér „Þau féUust á að sleppa mér. Þetta er alls ekki tilkomið vegna fjárhags- stöðu bæjarsjóðs - enda erum við að skríða upp á brúnina. Ég baöst lausn- ar vegna mikilla anna í minni vinnu. Viö horfum á hvert fyrirtækið á eftir öðru fara illa. Kjörís er að byggja stórhýsi í Reykjavík og ég er ekki til skiptanna lengur. Þessi vinna krefst þess að ég verði hér og láti af öðrum störfum," sagði Hafsteinn Kristins- son, fráfarandi forseti bæjarstjórnar Hveragerðis og fracikvæmdastjóri Kjöríss. Hafsteini var veitt lausn frá störf- um sem bæjarfulltrúi og sem forseti bæjarstjórnar á fundi um áramótin. Hafsteinn, svo og aðrir sem DV ræddi við, neituðu alfarið að þetta væri gert vegna fjárhagsstöðu bæjarsjóðs - sem hefur verið mjög slæm. „Þessu fylgir hvorki ágreiningur né óánægja. Ég hef verið aðalmaður í hreppsnefnd og bæjarstjórn síðan 1974. Þar af hef ég verið oddviti eða forseti bæjarstjómar i tíu ár. Þeir sem næst mér standa hvöttu mig til að gera þetta. Ástæðan er sú að starf mitt er krefjandi," sagði Hafsteinn Kristinsson. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um eftirmann Hafsteins Kristinsson- ar. Alda Andrésdóttir, sem er vara- forseti, gegnir starfi forseta þar til bæjarstjórn ákveður annað. Það verður væntanlega gert á næsta bæj- arstjórnarfundi sem haldinn verður fyrir miðjan þennan mánuö. -sme Kokkurinn við kab- yssuna stóð... Árið byrjaöi ekki gæfulega hjááhöfbinniá togaranum Skaftafrá Sauðárkróki. Togarinn hafði ekkiveriðá veiðumnemaí um sólarhring þegar klóakkerfiö bil- aði, eða dæla í svokölluðum „skita- tanki“, - „og manninn fyllti alla vaskaogklósett“ einsogfréttamaður einn orðaði það. I>essi ófógnuður gerði fyrst vart við sig í vaski kokks- ins á skipinu og datt þá einhverj um í hug vísukornið snjalla: kokkurinn við kabyssuna stóð tra,la, la, og mannakomum oní hana tróð tra,la,la ...“ - Ekki er vitað h vernig kokkur þessi setur saman matseðla sína, en ástand s vipað þessu mun hafa gert vart við sig um borð í þessum togara áöur. Ingimar vill fá 1500 krónur Hljómlistar- maðurinn; kunni. Imiimar Eydal.ermiki'd áhugamaöui umbæði : ; hruna-og áfengisvarnir, oghanncrfor- maður áfengis varnanefndar á Akur- eyri. Sagt er að sú nefnd sé sú eina þar i bæ þar sem sem nefndarmenn eru ólaunaðir, og fá ekkert fjárfram- lag frá bænum. frigimar hefur nú lát- ið í sér heyra og segir æskiiegt aö nefndin fái a.m.k. 1500 krónur á ári, það yrði viðurkenning á störfum hennar auk þess sem það myndi nægj a fyrir nokkrum símtölum og póstburðargjöldum. Ekki er hægt að segj a annað en að þessi ósk for- mannsins sé hógvær, og bæjarfélagið ætti aö geta orðiö við ðskum þessa ástsæla manns, annað eins hefur hann nú iagt til þess persónulega að koma Akureyri „á kortiö' ‘. Stöðu sinnar vegna ... Þótt Ingimar sé „bindindis- postuli" þáer hann ótrúlega umhuröar- og fijálslvnduref þvieraðskipta. Han sagði t.d. í morgunþætti svæðisútvarpsins á Akureyri í síðustu viku að „stöðu sinnar vegna verði áfengisvamar- neöidin að taka illa i allar umsóknir um vinveitingaleyfi sem nefndinni berast til umsóknar'*. Ingimar gerir sér fulla grein íyrir því hver hann er, á hvaða tíma hann er uppi o.s.frv. Væri sennilega betur ef sumir „bind- indispostular" fengu lánaðan hjá honum „örlítinn diskant" i þessum efnum. Hann ætti að vera aflögufær, maðurtnn sem i áratugi hefur setið við píanóið og skeramt kófdrúkknum löndum sinum. ValurArn- þórssonerað verðatásta- gesturímánu- dags-Sand- korni.oger reyndar ekkert nemagottum það að segja. Það nýjasta af hans málum er að KE A keypti einbýlis- viliu hans á Byggöaveginum á Akur- eyri svo hann gæti komið sér fyrir syöra. StjórnarformaðurKEAhellti svo olíu á eldinn er hann lét hafa eft- ir sér að hann vildi ekki upplýsa hvort kaupverðið hefði „verið undir eða yfir markaðsverði". Ekkert var talað um h vort KEA heföi keypt á „gangverði". „Riddarar hringborðs- ins“, sem sitjaá hverjum morgni að kaffisumbli í katfiteríu Hótel KEA og „kryfja málin'1, voru hins vegar fljót- iraðleggja saman tvo og tvo, og fengu út 20 milijónir. Það á að vera upphæð- in sem KEA borgaði Val fyrir húsið og það fylgdi einnig sögunni að Ála- foss heföi ábyrgst greiöslur! Umsjdn: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.