Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
Viðskipti
Sextán erlendar bjórtegundir
berjast um þrjú sæti í Ríkinu
Sextán erlendir framleiðendur á
bjór berjast núna um þrjú bjórsæti í
vínbúðum ÁTVR þegar sala á bjór
hefst á íslandi 1. mars næstkomandi.
Fimm bjórtegundir verða seldar í
Ríkinu. Allar bjórtegundirnar eru
þekktar hér á landi og valdi ÁTVR
þær til að taka þátt í lokuðu tilboði.
Það er því ekki aðeins barist um
bragð heldur líka verð. Tilboðin
verða opnuð í næstu viku, 19. jan-
úar.
Allar þekktustu bjórtegundirnar á
íslandi eru í þessu lokaða tilboði.
Má þar nefna Carlsberg, Tuborg,
Heineken, Budweiser og svo mætti
telja áfram.
Baráttan er erfið og hörð. Aðeins
verður leyft að selja fimm tegundir
í vínbúðum Ríkisins.Tvær innlendar
og þrjár erlendar. típp eru reyndar
komnar hugmyndir hjá bjórfram-
leiðendum innanlands að innlendum
tegundum verði fjölgað um tvær eða
í fjórar alls. Þar með yrðu sjö tegund-
ir seldar í vínbúðum Ríkisins. lítra dósum og minnst verður hægt geta keypt bjór í dósum, flöskum og
Bjórinn verður seldur í 33ja senti- að kaupa 6 dósir í einu. Veitingahús tunnum.
Það eru 44 dagar til 1. mars.
Úttektin á Landsbankanum
Davíð Scheving;
Úrslit um
næstu helgi
Davíð Scheving Thorsteinsson
segist enn ekki hafa ákveðið
hvaða bjór verði átappaður í
verksmiðju Smjörlíkis-Sólar.
„Við byrjuðum að smakka 22 teg-
undir og nú er búið að velja 4
tegundir. Þaö verður svo endan-
lega valið úr þessum fjórum teg-
undum um næstu helgi,“ segir
Davíð.
-JGH
Erlendu ráðgjafarfyrirtækin flög-
ur, sem Landsbankinn hefur óskað
eftir að geri tilboð í úttekt á bankan-
um, eru öll alþjóðleg og með sér-
þekkingu á bankamálum. Fyrirtæk-
in fjögur eru Cooper & Lybrand,
McKinsey, Marketing Improvements
og Spicer Oppenheim.
Ætlun Landsbankans er að þessi
fyrirtæki sendi inn tilboð á næstunni
þannig að það liggi klárt fyrir í lok
febrúar eða í mars hvert þessara
fjögurra fyrirtækja verður ráðið til
verksins.
Bankinn hyggst búa til starfshópa
innanhúss sem komi með tillögur að
bættri þjónustu bankans og minni
kostnaöi við rekstur hans. Með öðr-
um orðum: aö gera hann hagkvæm-
ari.
Sú stefna virðist vera að ryðja sér
til rúms erlendis hjá bönkum, sem
hafa verið endurskipulagðir af ráð-
gjafarfyrirtækjum, að þeim sé skipt
upp meira eftir viðskiptavinunum en
verið hefur til þessa.
Þetta þýðir að ein deild annast ein-
staklinga, önnur meðalstór fyrir-
tæki, sú þriðja stór fyrirtæki og svo
kollafkolli.
Úttekin á Landsbankanum verður
allsherjarskoðun. Það verður engu
sleppt í rekstri bankans. Varðandi
útibúin þá gætu sum verið lögö nið-
ur, önnur sameinuð og loks að ný
útibú yrðu stofnuð á nýjum stöðum
sem þykja arðvænlegri en þeir sem
fyrir eru.
-JGH
Benedikt Jóhannesson, stærðfræóingur og einn af eigendum Talnakönnun-
ar, og Finnur Geirsson, hagfræðingur og ritstjóri Vísbendingar. Þeir höfðu
umsjón með utgáfu ritsins íslenskt atvinnulíf 1987. DV-mynd S
íslenskt atvinnulif 1987:
Handbók fyrir matador
á hlutabréf amarkaðnum
Athyglisvert rit um afkomu og
stöðu íslenskra fyrirtækja er komið
út. Það heitir íslenskt atvinnulíf 1987
og eru aðstandendur þess fyrirtækið
Talnakönnun og vikurit Kaupþings
um efnahagsmál, Vísbending. Segja
má að þetta rit sé handbók fyrir
matador á íslenska hlutabréfamark-
aðnum.
„Þetta rit er hugsað sem lykill að
upplýsingum um stærstu fyrirtæki
landsins og er sérlega hentugt fyrir
þá sem hyggjast fiárfesta í hlutabréf-
um eða eru í viðskiptum við mörg
helstu fyrirtæki landsins," segir
Benedikt Jóhannesson, stærðfræð-
ingur og einn af eigendum Talna-
könnunar.
Að sögn Benedikts hefur hann orð-
ið var við nokkra þörf á meðal
manna i viðskiptalífinu fyrir eitt-
hvert einstakt rit til að fá almennar
upplýsingar um fyrirtæki sem og
helstu kennitölur úr ársreikningum
þeirra.
„Það er oft meiri háttar mál að
komast yfir sjálfsagðar upplýsingar
um fyrirtæki, eins og hvað eiga fyrir-
tæki í hlutabréfum, í öðrum fyrir-
tækjum, fasteignum, í hvers konar
rekstri er fyrirtækið, hver er veltan,
markaðshlutdeildin, raunaukning
eigin fiár og fleira mætti telja. Þess-
um upplýsingum gerum við skil í
bókinni," segir Benedikt.
-JGH
Iðnrekendur ráðast
á Aðalheiði
Iðnrekendur í sælgætis- og gos-
drykkjaiðnaði skjóta fóstum skotum
á Aðalheiði Bjamfreðsdóttur í sér-
stöku dreifibréfi sem kom út á dög-
unum og er helgað álagningu vöru-
gjaldsins. Mynd er af Aöalheiði ein-
um þingmanna og við blasir fyrir-
sögnin Aðalheiður tryggði framgang
vörugjaldsins á Alþingi.
í dreifibréfinu eru myndir af öllum
þeim þingmönnum sem voru með og
á móti vörugjaldinu þannig að starfs-
menn verksmiðja í sælgætis:, kex-
og gosdrykkjaiðnaði geti áttað sig á
hvernig þingmenn greiddu atkvæði.
Frá ársbyrjun var 14 prósent vöru-
gjald á öh, gosi, sælgæti og kexi. í
skattahækkunartillögum ríkis-
stjórnarinnar sem lagðar voru fram
um jólin var gert ráð fyrir almennu
vörugjaldi 9 prósent en því til við-
bótar yrði lagt á sérstakt 16 prósent
vörugjald sem þýðir samtals 25 pró-
sent vörugjald ofan á verksmiðju-
verð þessara vöruflokka.
-JGH
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Verðið á bjómum er mismunandi.
íslenski bjórinn, sá sem er bruggaður
á íslandi, verður seldur á 115 krónur
dósin. Bjór, átappaður hérlendis,
verður seldur á um 130 krónur og
loks verður innfluttur bjór í dósum
seldur á um 145 krónur dósin.
Sú spenna sem ríkir á meðal um-
boðsmanna útlends bjórs á íslandi
varðandi opnun tilboða 19. janúar er
skiljanleg. Val ÁTVR byggist nefni-
lega á verði og hversu þekktur bjór-
inn er hérlendis. Þær bjórtegundir
sem ekki komast inn í vínbúðir Rík-
isins verða seldar í sérstakri bjórbúð
í^íkisins í birgðastöð þess við Stuðla-
háls í Árbænum.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 2-4 Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 2-4,5 Lb
6mán. uppsögn 2-4,5 Sb
12mán.uppsögn 3,5-5 Lb
18mán. uppsögn 8 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Vb
Sértékkareikningar 0,5-4,0 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán meðsérkjörum 3,5-7 Lb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Úb.Bb,- Vb.lb
Sterlingspund 11-12,25 Úb
Vestur-þýsk mörk 3,75-5 Ab
Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Sb,- Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 11-12 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12-12,5 Vb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 14,5-17 Lb
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 8-8,75 Vb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 12-12,5 Lb,Sb,- Bb.Úb
SDR 9,5 Allir
Bandaríkjadalir 11-11,5 Úb
Sterlingspund 14,50- allir
14,75 nema Úb
Vestur-þýskmörk 7.25-7.5 allir nema Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,6 2,3 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverötr. jan. 88 12,2
Verötr. jan. 88 8.1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajan. 2279 stig
Byggingavísitala jan. 399,5 stig
Byggingavísitala jan. 125,4 stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verð- stöðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,436
Einingabréf 2 1,933
Einingabréf 3 2,231
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3,432
lífeyrisbréf 1 727
Skammtimabréf 1.195
Markbréf 1,822
Skyndibréf 1,049
Sjóósbréf 1 1,644
Sjóðsbréf 2 1,381
Sjóðsbréf 3 1,168
Tekjubréf 1,551
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 288 kr.
Hampiðjan 155 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 126 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskíptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.