Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 9
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
9
Utlönd
Þúsundir mótmælenda reyna aö komast inn á Wenceslas-torg í Prag í
Tékkóslóvakíu til að minnast stúdentsins Jans Palach sem brenndi sig til
bana fyrir tuttugu árum. Lögreglan réðst að mannfjöldanum.
Símamynd Reuter
Lögreglan í
Prag ræðst að
mótmælendum
Lögreglan í Prag í Tékkóslóvakíu
réöst í gær að þúsundum mótmæl-
enda til þess aö stööva minningarat-
höfn um stúdentinn Jan Palach.
Hann brenndi sig til bana fyrir tutt-
ugu árum í mótmælaskyni við innrás
Sovétmanna í Tékkóslóvakíu.
Víst þykir aö þessar ofbeldisað-
gerðir lögreglunnar verði gagnrýnd-
ar á fundi þrjátíu og fimm utanríkis-
ráðherra í vikunni í Vín þar sem
undirritað verður samkomulag milli
austurs og vesturs um mannrétt-
indamál og afvopnunarviðræður.
Lögreglan lagði til atlögu á Wen-
ceslas-torgi til að reyna að dreifa um
þúsund manns sem ætluðu að taka
þátt í minningarathöfninni. Þúsund-
um öðrum var meinaður aðgangur
að torginu og gekk þá mannfjöldinn
í nokkrum hópum um borgina syngj-
andi „Lengi lifi lýðræðið" og „Frelsi,
frelsi“.
Opinbera fréttastofan CTK í
Tékkóslóvakíu greindi svo frá at-
burðunum að lögreglan hefði skorist
í leikinn hjá niðurrifsseggjum. Sagt
var að níutíu og einn hefði verið
handtekinn.
Leiðtogar mannréttindahreyfing-
arinnar Charta 77 lögðu blómsveig í
minningu Palachs fyrir framan þing-
ið en lögreglan flýtti sér að fjarlægja
blómin.
Yfirvöld í Tékkóslóvakíu höfðu í
síðustu viku bannað mönnum að
koma saman til að minnast Palachs.
Hátalarar voru notaðir í gær þegar
fólk var hvatt til að hafa sig á brott
en síðan var vatnsþrýstibyssum
beint að því. Nokkrir voru barðir af
bæði einkennisklæddum og óein-
kennisklæddum lögreglumönnum,
þar á meðal voru vestur-þýskir sjón-
varpsmenn.
Reuter
Björgunin lygasaga
Sovéska fréttastofan Tass bar í gær
formlega til baka fréttina um giftu-
samlega björgun sex manna úr
rústunum í Leninakan í Armeníu.
Tass sagði að enginn fótur væri fyrir
fréttinni um að fimmtugur rafvirki
hefði verið dreginn úr rústunum 35
dögum eftir að jarðskjálftinn reið
yfir. Myndir voru birtar af rafvirkj-
anum en ekkert spurðist til félaga
hans fimm.
Izvestia, málgagn stjórnarinnar,
sagði á laugardaginn að systir raf-
virkjans hefði búið til söguna um
björgunina til þess að hann fengi rúm
á sjúkrahúsi en hann þjáist af öndun-
arerfiðleikum.
Reuter
SNÓKEREINVÍGI
STORVIÐBURDUR
AISUNU!
FWGLEIDASNÓKERllU
Missið ekki af þessu einstaka snókereinvígi sem fram ferá
Hótel íslandi á morgun, 17. janúar ki. 21.00.
(Húsinu lokað kl.21.00).
jbbMSSSBBSS
avis Miðasala fer fram á helstu billiardstofum landsins og
Fimmfaldur heimsmeistari / Billiardbúðinni Ármúla 15 Reykjavík.
I snóker Billiardbúðin.
Nr. 3 á heimslistanum I
snóker.