Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. Útlönd DV Ibúar Beirút viröa fyrir sér skemmdirnar eftir sprengjutilræðið þar á föstudaginn Símamynd Reuter uj I ^ hh| ■ 1 m ► l|J 1*1 jttgjHP Líkin flutt á brott Liösmenn Rauöa krossins fluttu í gær hina fóllnu frá borginni Jubah í suðurhluta Líbanons á meðan vopnahlé ríkti á milli stríðandi fylk- inga shíta. Þeir hafa nú háð blóðuga bardaga í rúmar tvær vikur. Hlé var gert á bardögunum á með- an sjúkrabílarnir óku inn í bæinn. Ekki voru særðir sóttir í þetta skipt- ið. Að sögn sjónarvotta var farið með lík tuttugu fórnarlamba og er nú fjöldi fallinna frá áramótum orðinn hundrað þrjátíu og sex. Hundrað og fimmtíu hafa særst í átökunum. Fimmtíu og tveir hinna föllnu eru þjóðvarðliðar en hinir óbreyttir borgarar sem orðið hafa fyrir skot- um. Ekki hefur enn fengist leyfi til að flytja lík óbreyttra borgara úr bænum þar sem líkin liggja dreifð um göturnar. Leiðtogar hinna stríðandi fylkinga hafa ráðgert að hittast að máli í dag til að ræða hvort ekki megi leyfa Rauða krossmönnum að fara aðra ferð inn í bæinn Jubah. Þar eru nú einungis fimm hundruð af sex þús- und bæjarbúum eftir. Reuter 11 OMEGA SÍMKERFIN FRÁ JAPAN ALLAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI Án aukabúnaðar hafa símkerfin eftirfarandi möguleika 1. Innbyggð klukka, dagatal, reiknivél og tímamæling simtals. 2. Kallkerfi. 3. Hópkall i kallkerfi. 4. Fundarsimi. (Fleiri en tveir geta talað i einu). 5. Flutningar simtala á milli sima. 6. Númeraminni bæði í simstöð og einstökum síma. 7. Rafhlöður sem halda straumi á kerfinu þótt rafmagn f 8. Næturstilling á bæjarlinum. 9. Tónlist á meðan beðið er. 10. Hringir i öðru (völdu) númeri e< ekki er svarað. 11. Hægt er að kalla i hátalara sima þótt hann sé á tali. 12. Endurval á siðasta númeri. 13. Gaumhringing til að minna á t.d. fund. 14. Einkalínur. 15. Ýmsar lokanir fyrir t.d. langlinu og útlöndum. 16. Stillingar á innkomandi hringingum i valda síma. 17. Hægt er að skilja eftir ýms skilaboð i simum. Þetta eru einungis fáar aðgerðir sem kerfið býður upp á if og það án nokkurs aukabúnaðar og á lægra verði en önnur ófullkomnari kerfi á markaðnum. Georg Ámundason & Co. Suðurlandsbraut 6, sími 681180 og 687820. Hertar aðgerð- ir boðaðar Búist er við að Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, taki upp harðari stefnu gegn mótmælend- um á herteknu svæðunum, að því er heimildarmenn innan öryggisþjón- ustunnar segja. Samkvæmt nýju aðgerðunum verður lieryfirvöldum heimilt að dæma þá sem kasta grjóti að ísra- elskum hermönnum í allt að fimm ára fangelsi og eyöileggja heimili þeirra sem valda meiðslum. Heimil- að verður að sekta palestínska for- eldra þeirra unglinga undir átján ára aldri sem kasta grjóti að ísraels- mönnum. Foreldrar þrjátíu palestínskra unglinga borguðu í síðustu viku allt að fimm hundruð dollara sekt til þess að fá börn sín leyst úr fangelsi. Frá því á fimmtudag hafa átta Pa- lestínumenn látið lífið. ísrelskir her- menn skutu til bana táning á vestur- bakkanum og særðu að minnsta kosti átta. Unglingur frá Gazasvæð- inu dó af skotsárum á laugardaginn. Reuter Palestinsk börn i mótmælagöngu. Aðgerðir gegn þeim sem kasta grjóti að hermönnum verða nú hertar. Simamynd Reuter Fyrrum forsætis- ráðherra Belgíu Óttast er að fyrrum forsætisráð- herra Belgiu, Paul Vanden Boeyn- ants, hafi verið rænt. Hann hvarf frá heimili sínu i Brussel og skildi eftir einn skó og pípuna sína. Tilkynnt var á fundi með frétta- mönnum í gær aö fréttastofur hefðu fengið þijú símtöl þar sem aðilar lýstu yfir ábyrgð sinni á rán- inu á Vanden Boeynants. Ekki var farið fram á neitt lausnargjald. Tvö símtalanna komu frá áður óþekkt- um samtökum. Símtölin komu áð- rænt? ur en hvarf hans var gert opinbert. Vanden Boeynants var tvisvar forsætisráöherra í Belgiu en póli- tískum ferli hans lauk árið 1986 þegar hann var sakaður um skatt- svik. Wiifried Martens forsætisráð- herra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Vanden Boeynants hefði tjáð sér að honum hefðu borist hótanir síð- ustu daga. Síðast sást til Vandens Boeynants á laugardagskvöld. Hann er hjartveikur og þarf á lyfj- umaðhalda. Reuter Lögleiðing Samstöðu í sjónmáli Leiðtogar Póllands munu koma saman í dag tii þess að undirbúa lög- leiðingu Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka. Heimildarmenn innan kommúnistaflokksins, sem klofnað hefur í afstöðunni til Sam- stöðu, segja að miðstjórnamefndin muni leyfa flokksleiðtogum að lög- leiöa Samstöðu smám saman. Búist er við að nefndin muni taka ákvarðanir um endurbætur sem muni opna flokkinn og gera stjórn- málakerfið í landinu frjálsara. Seint í gærkvöldi var enn verið að ræða smáatriði í endurbótunum, að því er sagt var í ríkissjónvarpinu í Póllandi. Heitra umræðna er að vænta á tveggja daga fundi meðlima nefndar- innar. Margir eru enn þeirrar skoð- unar að lögleiðing Samstöðu leiöi af sér stjómleysi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.