Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 17
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
17
Afnám lánskjaravísitölu
Fyrir ári eða í desember 1987
lagði ég fram á Alþingi frumvarp
til laga um lánskjör og ávöxtun
sparifjár. Megininntak þess var af-
nám lánskjaravísitölu. í staðinn
skyldi tekin upp gengistrygging á
langtímainnstæðum. Jafnframt
skyldu vextir færðir niður í áfong-
um þannig að þeir yrðu að ári liðnu
svipaðir og í helstu viðskiptalönd-
um okkar. Um frumvarpið urðu
miklar umræður þegar það var til
meðferðar á Alþingi í febrúarmán-
uði á síðastliðnum vetri. Frum-
varpið átti mikinn hljómgnmn úti
í þjóðlífinu en takmarkaðan hjá
'ráðandi mönnum. í stað þess að
samþykkja frumvarpið var því vís-
að til ríkisstjórnarinnar. Frum-
varpið hefur nú verið endurflutt á
Alþingi og kemur til umræðu þegar
þing kemur saman að nýju í febrú-
armánuði.
Vaxtamálin á síðastliðnu ári
En hvernig hafa þessi mál þróast
frá því frumvarpið var lagt fram
fyrir liðlega ári? Segja má að unnið
hafi verið eftir frumvarpinu að
hluta þó að það hafi ekki verið sam-
þykkt, þ.e. vextirnir hafa verið
færðir niður í áföngum og gengis-
tenging tekin upp. Beitt hefur verið
handafli - bæði af fyrrv. stjórn og
núverandi - með verðstöðvun,
kaupstöðvun og vaxtalækkun. Far-
iö hefur verið fram með valdboði
eins og frumvarpið sagði fyrir um.
Vegna þessara valdboðsaðgerða
hefur lánskjaravísitalan lítið
hækkað nú um skeið.
Það sést best í dag að vaxtafrels-
ið, sem var innleitt í tíð fyrri ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannsson-
ar, var kolvitlaust. Þjóðfélag okkar
er lítið og lögmál viðskiptalífs stór-
Kjallarinn
Eggert Haukdal
alþingismaður
þjóða eiga hér ekki við nema að
vissu marki. Aö sjálfsögðu þurfa
sparifjáreigendur að fá eðlilegt eft-
irgjald fyrir peninga sína en það
verötryggingakerfi, sem við notum,
þekkist hvergi í nálægum löndum
enda eru verðbólga og vextir þar
hóflegir. Við notum kerfi eins og
vanþróuð lönd í S-Ameríku þar
sem verðbólga er mörg hundruð
prósent á ári. Afnám vitlausra vísi-
talna er grundvallaratriði til aö
halda verðbólgunni í skefjum. Því
á ekki að hafa það ráð, sem tekið
var upp í fyrri ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar, að afnema
kaupgjaldsvísitölu en láta láns-
kjaravísitöluna mala. Báðar áttu
og eiga að fara. Albert Guðmunds-
son bar upp þá tillögu í þeirri ríkis-
stjórn að lánskjaravísitalan yrði
einnig afnumin. Það fékk litlar
undirtektir, því miður. Staða okkar
í dag væri önnur ef það hefði geng-
ið fram.
Fyrstur til að leggja
fram frumvarp
Frá því að lánskjaravísitalan var
ákveðin með Ólafslögum 1979 er ég
fyrsti þingmaðurinn sem leggur til
með frumvarpi á Alþingi að þetta
kerfi verði afnumið og fundnar
nýjar leiðir í staðinn. í öllum flokk-
um eru skoðanir skiptar um þetta
mál og því miður hefur virst fram
að þessu að of lítið fylgi væri fyrir
því að breyta hér um. Þingmenn
virðast um of hlíta leiðsögn Jó-
hannesar Nordal og Jóns Sigurðs-
sonar í þessu máli, þótt flestir sjái
til hvers það leiðir fyrir heimili,
fyrirtæki og þjóðina í heild.
Á fyrri hluta síðasta árs fór þá-
verandi utanríkisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, að tala um
afnám lánskjaravísitölu og sagði
þá m.a. að frumvarp mitt væri eitt
besta mál sem lagt hefði verið fram
á síðasta þingi. Batnandi mönnum
er best að lifa og ég fagna að sjálf-
sögðu hveijum bandamanni og
vonast til að eignast sem flesta í
öllum flokkum.
Að fóðra verðbólguna
í desember var opinber verðbólga
komin niður undir núll með hand-
aflsaðgerðum svo sem fyrr er nefnt.
Þá var lag. En þá tók ríkisstjórnin
upp það ráð í miðri verðstöðvun
að fara að fóðra verðbólguna á nýj-
an leik svo um munaði með stór-
felldum skattahækkunum og geng-
islækkun sem stórhækkar vöru-
verð í landinu þannig að nú stefnir
skyndilega í 20% verðbólgu. Vegna
þessara aðgerða einna hækkar nú
allt í einu venjulegt húsnæðismála-
lán um á annað hundrað þúsundir
króna.
Þegar frumvarpið var lagt fram
upphaflega varaði ég við vaxta- og
verðlagsskrúfunni er væri að
keyra atvinnuvegina í strand og
setja heimilin á vonarvöl. Nú er
þetta orðin óhugnanleg staðreynd
sem unnt hefði verið að-sneiða hjá
ef frumvarpið hefði verið sam-
þykkt.
Ég vek enn athygli á því að verð-
bólgan byrjaði ekki að lækka fyrr
en vextir voru færðir niður með
handafli og verðstöðvun síðan
framkvæmd, einnig með handafli
sem svo er kallað. Markaðslögmál-
in hans Jóns Sigurðssonar, hæstv.
viðskiptaráðherra, komu þar
hvergi nærri.
Þegar verðstöðvun lýkur
Innan fárra vikna lýkur verð-
stöðvun. Þá má vænta nýrrar verð-
hækkunarskriðu sem svo verður
að óbreyttu mögnuð upp með láns-
kjaravísitölunni (ríkisstjórnin er
nú þegar búin að setja af stað fyrstu
verðskriöuna): Verðlag hækkar,
greiðslubyrði fyrirtækja og heimila
vex af völdum vísitölunnar og það
knýr til verð- og kaupgjaldshækk-
ana - og svo koll af kolli. Við búum
þá áfram við verðbólgu og erlenda
skuldasöfnun, uns næsta hrun
kemur. Við erum á sömu leið og
ríki S-Ameríku sem eitt af öðru
glata efnahagslegu sjálfstæði sínu.
Verkalýðshreyfing og
lánskjaravísitala
Víst er um það að verkalýðs-
hreyfmgin mun varla sætta sig
lengur við lánskjaravísitölu, nema
kaupgjaldsvísitala verði tekin upp
að nýju. Annaðhvort verða báðar
að víkja eða báðar að standa - ann-
að er mismunun og misrétti. Vissu-
lega væri á sama hátt unnt aö
skrúfa upp kaupgjald fyrir tilstUli
ASÍ og verkalýðsfélaganna, uns
stöðvun atvinnuveganna blasti við.
Slíkt væri þvingun en ekki afleið-
ing markaðsafla sem sumir nota til
að réttlæta allt.
Ríkisstjórnin mun ætla sér að
taka kaupgjaldsliðinn upp í láns-
kjaravísitöluna. Það er lymskuleg
aðferð til að refsa launþegum fyrir
hverja kauphækkun sem mun þá
sjálfkrafa leiða til hækkunar á
greiðslubyrði íbúðalána. Ekki er
þó líklegt að slíkt muni takast.
Þetta mun aðeins verða til þess að
auka enn meira á glundroðann.
Er ekki mál til komið fyrir stjórn-
völd að viöurkenna að lánskjara-
vísitalan er sprungin og breyta um
stefnu?
Eggert Haukdal
„Ég vek enn athygli á því að verð-
bólgan byrjaði ekki að lækka fyrr en
vextir voru færðir niður með handafli
og verðstöðvun síðan framkvæmd.“
Vinstri
öldin
Vinstri öflin urðu að innleiða verðbætur á fljótandi álkrónu, segir greinarhöfundur.
Eftir 1971 hafa ríkisstjórnir íslands
sífellt orðið veikari landsstjórnir
en áratugina á undan. Annað ein-
kenni tímabilsins er að Alþýðu-
bandalagið situr nú í fjórða sinn í
ríkisstjóm á 16 árum en fékk aöeins
einu sinni inni í stjórn á rúmum
25 árum eftir stríðslok.
Annað einkenni tímabilsins eftir
1971 er óðaverðbólga sem settist að
eftir fyrstu vinstri stjórnina í lang-
an tíma, þá sem sat 1971-1974 og
skildi eftir sig 50% verðbólgu sem
við erum enn að bíta úr náhnni
með og virðist eftir öllum sólar-
merkjum að dæma ætla að endast
okkur til aldamóta.
Glundroði
Annað var offjárfestingar sem
urðu miklar í sjávarútvegi og áttu
verulegan þátt í því að við sitjum
nú uppi með kvótakerfl á öflugustu
sóknarmenn landsins og enn ann-
að er að bankakerflð hrundi og
vinstri öfhn urðu að innleiða verð-
bætur á fljótandi álkrónu. Eitt ein-
kenni ennþá er rétt að nefna sem
eru kostnaðarhækkanir langt um-
fram greiðslugetu atvinnuveganna
og sífelldar gengisbreytingar og tíl-
færslur af þeim sökum.
Skattahækkanir
Nú bætast við skattahækkanir
með þeim afleiðingum að ríkisút-
gjöld virðast aukast sem hlutfall
af landsframleiðslu úr ca. 25% í tæp
ca. 30%. Og ef miðað er við þjóðar-
tekjur, úr ca. 30% í 39% árið 1989,
og getur varla verið að öll kurl séu
komin til grafar.
KjaUariim
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
Veik staða
Staða sósíalísku flokkanna er svo
veik, og einkum formanna þeirra,
að þeir hafa nú gert bandalag tU
að styrkja sig gegn eigin flokks-
bræðrum. Ólafur Ragnar Gríms-
son hyggst beita vinum sínum í
BSRB og kannski BHM til átaka
við ASÍ tU að styrkja stöðu sína.
Hægri kratar sitja hins vegar um
hvert fótmál Jóns Baldvins í von
um að hann misstígi sig á einhvern
hátt. Sósíalismi er nú fjarlægara
markmið en nokkru sinni áður en
samt situr eftir fáránleg afstaða til
einkaframtaks og fjölþjóðlegs fjár-
magns, einkum í Alþýðubandalag-
inu. Þátttaka sósíalista í gleðibanka
hækkaðs kaups og styttri vinnu-
tíma er raunverulega eina framlag
þeirra tU vestrænna stjómmála á
þessari öld, vaxandi kapítahsma og
aukinnar frjálshyggju á öllum svið-
um og vel heppnaðrar forystu
Bandaríkjanna á efnahagssviðinu.
Seinkun
Vinstrimenn hafa almennt viður-
kennt að þeir hafi verið of seinir
að átta sig á breyttum aðstæðum
eftir 1971 og að þeir hafi tafið fyrir
nýmyndun iðnaðar, uppbyggingu
fiskeldis, nýjum búgreinum og
breyttum rekstrarháttum í land-
búnaði.
Gunnar Guðbjartsson var maður
til að viðurkenna þetta, forystu-
maður bænda til margra ára. En
afsakaði sig með röngum spádóm-
um hagfræðingsins Gunnars
Myrdal um „grænu byltinguna" og
birti langan hsta yfir lærdómsafrek
Myrdals. - Hann hefur sennilega
ekki vitað að Myrdal hefur oftar
skjátlast en ekki og að hann fór í
útlegð frá Svíþjóð eftir stuttan ráð-
herradóm og ranga spádóma um
framvinduna fyrir 40 árum. - Hann
spáði hruni þegar aðrir sáu fram-
farir.
Vantrú
Þessi landlæga vantrú vinstri afla
á getu manna til að rétta hlut sinn,
ef almennar reglur eru viðunandi,
er ennþá of fost í vinstri mönnum
til að þeir verði tekmr alvarlega
sem stjórnendur efnahagsmála.
Samt hafa þeir eftir 1971 meiri
áhrif á íslandi en nokkru sinni fyrr,
öndvert við það sem gerist í flestum
löndum. Þess yegna er hagvöxtur
minnkandi á íslandi þegar hann
vex með öðrum þjóðum.
Það er htið öryggi í því fólgið að
búa til öryggisnet fyrir almenning
ef efnið í netinu er annars flokks.
Aðeins traust atvinnulíf skapar
traust öryggisnet og getur staðið
undir nauðsynlegum tryggingum
og hehbrigðiskerfl ásamt viðun-
andi menntun.
Ásmundur Einarsson
„Sósíalismi er nú fjarlægara markmið
en nokkru sinni áður en samt situr eft-
ir fáránleg afstaða til einkaframtaks
og fjölþjóðlegs fíármagns, einkum í
Alþýðubandalaginu. ‘ ‘