Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 20
20
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
íþróttir
• Chris Waddie skoraði mark Tottenham gegn Nottingham Forest í gær. Mark hans dugði skammt þvi Forest fór með sigur af hólmi. Waddle var yfir-
burðarmaður á vellinum og var kosinn maður leiksins. Simamynd Reuter
Enska knattspyman:
Arsenal sýndi
meistaratakta
- sannfærandi sigur á Everton og Arsenal hefur tekið fimm stiga forystu
Arsenal hefur nú tekiö fimm stiga
forystu í 1. deild ensku knattspyrn-
unnar. Á laugardag vann liöiö sann-
færandi sigur á Everton á útivelli en
á sama tíma fékk Norwich skell á
heimavelli er liöið tapaöi, 1-2, fyrir
Coventry. Forysta Arsenal er afger-
andi því liðið á aö auki einn leik til
góöa á Norwich. Coventry er nú í
þriðja sæti en svo ofarlega hefur fé-
lagiö ekki komist í íjölda ára.
• Arsenal sýndi góðan leik á
Goddison Park, heimavelh Everton.
Virtist sem leikmenn Uösins væru
búnir að gleyma tapleiknum gegn
West Ham í bikarkeppninni fyrr í
vikunni. Paul Merson náði foryst-
unni fyrir Arsenal á 47. mínútu.
Merson hefur veriö iðinn viö kolann
aö undanfömu því þetta mark hans
var þaö sjötta í sjö leikjum. Alan
Smith skoraði annað mark Arsenal
sex mínútum síöar með skalla eftir
fallega sendingu frá David Rocastle.
Kevin Richardson skoraði þriöja
mark Arsenal á 72. mínútu en sjö
mínútum fyrir leikslok tókst Dave
Watson að minnka muninn fyrir
Everton með marki eftir hom-
spymu.
• Coventry stendur sig vel í 1.
deild þrátt fyrir slæma útreið í bikar-
keppninni um síðustu helgi þegar
utandeildarliðið Sutton United sló
liðið út úr keppninni. Á laugardag
tók næstefsta lið deildarinnar, Nor-
wich, á móti Coventry á Carrow
Road. Fyrri hálfleikur var frekar tíð-
indalítill en í siðari hresstust leik-
menn liðanna til muna og þá komu
öll mörk leiksins. Dale Gordon kom
heimamönnum yfir á 56. mínútu. Níu
mínútum síðar jafnaði David Speedie
fyrir Coventrý og stuttu síðar var
Speedie aftur á ferðinni þegar hann
vippaði knettinum skemmtilega yfir
Brian Gunn, markvörð Norwich, og
tryggði Coventry dýrmætan sigur.
• Sigurður Jónsson og félagar
hans í Sheffield Wednesday sýndu
góöan leik í fyrri hálfleik gegn Liver-
pool. Leikurinn hafði aðeins staðið
yfir í fimm mínútur þegar Mark
Proctor kom Wednesday yfir.
Skömmu síöar skoraöi Imre Varadi
annaö mark fyrir Wednesday. í síöar
hálfleik snerist leikurinn alveg við
og Liverpool fór að sækja mun meira
og mark virtist liggja í loftinu. Steve
Nicol skoraði fyrir Liverpool með
góðu skoti af 20 metra færi á 76. min-
útu. Aðeins mínútu síðar skoraöi
John Aldridge gott skallamark og
jafnaði leikinn en Aldridge hafði áð-
ur komið inn á sem varamaður.
Aldridge hefur skorað tólf mörk á
keppnistímabilinu. Sigurður Jóns-
son átti góðan leik fyrir Sheffield
Wednesday.
• Manchester United átti ekki í
miklum erfiðleikum með Millwall á
Old Trafförd. United stillti upp hálf-
gerðu unglingaliði en í byrjunarlið-
inu voru sjö leikmenn sem eru undir
tvitugsaldrinum. Það kom ekki að
sök því liðið sýndi góða knattspyrnu.
Clayton Blackmore náði forystunni
á 13. mínútu og á 24. mínútu skoraði
Tony Gill annað mark fyrir United.
í síðari hálfleik sótti United talsvert
en tókst aðeins að bæta við einu
marki til viðbótar. Þar var að verki
Mark Hughes með skoti sautján mín-
útum fyrir leikslok.
• West Ham virðist vera að rétta
úr kútnum. Glæsilegur sigur á Arse-
nal í bikarkeppninni ætlar ef til vill
að gefa liðinu byr undir báða vængi.
Á laugardag sigraði West Ham lið
Derby á Baseball Ground. Dean
Saunders gaf Derby ljómandi byijun
er hann skoraði mark á upphafsmín-
útum leiksins. írski landsliösmaöur-
inn David Kelly jafnaði fyrir West
Ham á 12. mínútu. Annar írskur
landsliðsmaður, Liam Brady, inn-
siglaði góðan sigur West Ham á 45.
mínútu.
• Ekkert gengur hjá Newcastle
frekar en fyrri daginn. Þó náði Mir-
andinha forystunni fyrir Newcastle
á Villa Park gegn Aston Villa. Andy
Gray jafnaði fyrir Villa rétt undir lok
fyrri hálfleiks. í síðari hálfleik bættu
þeir Tony Dale og Alan Mclnally við
tveimur mörkum fyrir Aston Villa.
• Charlton, sem ekki haföi unnið
níu deildarleiki í röð, breytti út af
venjunni og sigraði Luton örugglega
á Shelurst Park. Öll mörkin voru
skoruð í fyrri hálfleik og voru þar
að verki Paul Mortimer, Carth Cro-
oks og Paul Willams.
• Southampton tók forystu með
marki frá Kevin Moore gegn Midd-
lesbrough. í síðari háfleik tóku leik-
menn Middlesbrough til sinna ráða
og skoruðu þrjú mörk. Paul Kerr,
Bernie Slaven og Paul Birch skoruðu
mörkin.
• John Scales skoraði mark
Wimbledon í fyrri hálfleik sem nægði
liðinu til sigurs gegn QPR. Leikurinn
þótti annars slakur.
• Tottenham fékk skell á heima-
velli í gær er liöið tapaði fyrir Nott-
ingham Forest, 1-2. Cary Parker kom
Forest yfir á 32. mínútu og aðeins
mínútu síðar skoraði Nigel Clough
síðara mark Forest. Chris Waddle
klóraði í bakkann fyrir Tottenham á
lokamínútu fyrri hálfleiks. Leikur-
inn þótti fjörugur og áttu bæðin liðin
fjöldamörg marktækifæri.
Erik Thorstvedt lék sinn fyrsta leik
i marki Tottenham og kannski þann
síðasta í bili. Leikurinn var hrein mar-
tröð, Thorstvedt var talinn geta komið
í veg fyrir bæði mörk Forest með góðu
móti,virtistmjögóstyrkur. -JKS
Staðan í 1. deild:
Arsenal 20 13 4 3 45-21 43
Norwich 21 10 8 3 30-22 38
Coventry 21 9 6 6 29-21 33
Millwall 20 9 6 5 30-24 33
Liverpool 21 8 8 5 26-18 32
Man. Utd 21 7 9 5 28-18 30
Everton 20 8 6 6 26-22 30
Derby 20 8 5 7 22-16 29
Nott. For. 20 6 10 4 25-23 28
Wimbledon 20 8 4 8 24-27 28
Middlebr. 21 8 4 9 27-32 28
Aston Villa 21 6 8 7 31-32 26
Southt. 21 6 8 7 34-40 26
Tottenham 20 6 7 7 30-30 25
QPR 21 6 6 9 23-21 24
Luton 21 5 8 8 23-26 23
Sheff. Wed. 20 5 7 8 17-28 22
Charlton 21 4 8 9 22-32 20
West Ham 21 4 5 12 18-36 17
Newcastle 21 4 5 12 17-38 17
Staðan í 2. deild:
Chelsea 25 13 8 4 48-26 47
W. Brom. 25 12 8 5 43-23 44
Watford 25 13 5 7 37-23 44
Man. City 25 12 8 5 34-23 44
Blackbum 25 13 4 8 41-36 43
Sunderland 25 9 10 6 35-27 37
Leeds 25 9 10 6 29-22 37
Ipswich 25 11 4 10 36-32 37
Barnsley 25 10 7 8 32-31 37
Bournem. 25 11 4 10 28-30 37
Stoke 25 10 7 8 31-33 37
C. Palace 24 9 8 7 37-31 35
Portsmouth 25 9 8 8 35-33 35
Leicester 25 9 8 8 32-34 35
Swindon 24 8 10 6 32-30 34
Plymouth 25 9 6 10 33-38 33
Hull 25 8 8 9 33-35 32
Bradford 25 7 10 8 26-30 31
Oxford 25 7 6 12 38-38 27
Brighton 25 7 4 14 35-43 25
Oldham 25 5 9 11 36-41 24
Shrewsb. 25 4 11 10 21-36 23
Birmingh. 25 3 7 15 16-47 16
Walsalí 25 2 8 15 21-42 14
jh England
-----■/ ú siit 7
Úrslit í 1. deild:
Aston Villa-Newcastle 3-1
Charlton-Luton 3-0
Derby-West Ham 1-2
Everton-Arsenal 1-3
Man. Utd-Millwall 3-0
Norwich-Coventry 1-2
Sheff. Wed.-Liverpool 2-2
Southampton-Middlesb. 1-3
Wimbledon-QPR 1-0
Tottenham-Nottingham 1-2
Úrslit í 2. deild:
Brighton-Plymouth 2-2
Chelsea-C. Palace 1-0
Hull-Bournemouth 4-0
Leeds-Birmingham 1-0
Leicester-Portsmouth 2-1
Oldham-Man. City 0-1
Shrewsbury-Blackburn 1-1
Stoke-Bradförd 2-1
Sunderland-Oxford 1-0
Swindon-Barnsley 0-0
Walsall-Ipswich 2-4
Watford-West Bromwich 2-0
Úrslit í 3. deild:
Brentford-Northampton 2-0
Bristol Rovers-Sheff. Wed. 1-1
Bury-Swansea 1-0
Cardiff-Bolton 1-0
Chester-Port Vale 1-2
Chesterfield-Bristol City 1-0
Gillingham-Aldershot 1-1
Mansfield-Wigan 0-1
Notts County-Blackpool 1-1
Preston-Huddersfield 1-0
Reading-Wolverhampton 0-2
Southend-Fulham 0-0
Úrslit í 4. deild:
Burnley-Halifax 2-1
Cambridge Utd.-Hereford 2-1
Carlisle-York 0-0
Darlington-Hartlepool 0-0
Exeter-Doncaster 3-0
Leyton Orient-Stockport 1-2
Lincoln-Wrexham 4-3
Rotherham-Rochdale 3-1
Scarborough-Peterborough 2-1
Scunthorpe-Crewe 2-2
Torquay-Grimsby 2-2
Colchester-Tranmere 2-3