Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Síða 24
24
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
25
íþróttir
fþróttir
Hagvirkis-simdmótið:
Framfarir
hjá yngsta
sundfólkinu
- keppendur á þriðja hundrað
•4* < Sund
^ ursht
Hagvirkis-sundmótið fór fram í
Sundhöll Hafnarijarðar um helg-
ina. Skráðir keppendur á mótinu
voru 264 sem er með því mesta á
sundmóti í langan tíma. Keppt var
í 14 greinum í 267 riðlum. Allt okk-
ar besta sundfólk var meðal þátt-
takenda. Þaö sem öðru fremur
vakti athygli var að raiklar fram-
farir eiga sér nú staö hjá yngra
sundfólkinu.
Sundfólk frá Vestra, Sundfélagi
Hafharflarðar og Vestmannaeyjum
bætti sig verulega og greinilega
mikil uppsveifla í sundinu á lands-
byggðinni. Veitt voru verðlaun í
fimm aldursflokkum og að auki var
keppt í einum opnum flokki.
Sigurvegarar í einstökum grein-
um á mótinu voru eftirtaldir:
• í aldursflokki f. 1976 og yngri
sigraði Hrafnhildur Hákonardóttir,
UMFA, í 100 metra skriðsundi á
1:09,78 min. Hildur Einarsdóttir,
KR, sigraöi í aldursflokki f. 1975,
synti á 1:05,63 mín. í flokki fæddra
1974 sigraði Arna Þórey Svein-
björnsdóttir, Ægi, á 1:03,49 mín. í
flokki f. 1973 sigraöi Björg Jóns-
dóttir, UMFN, á 1:03,61 mín. í flokki
f. 1972 og yngri sigraöi Helga Sig-
urðardóttir, Vestra, á 1:00,85 mín.
• Ómar Árnason, Öðni, sigraöi 1
100 metra flugsundi í flokki fæddra
1976 og yngri á 1:16,04 min. Gísh
Pálsson, Oöni, sigraði 1 flokki
fæddra 1975 á 1:15,72 mín. Geir
Birgisson, UMFA, sigraði i flokki
fæddra 1974 á 1:08,44 mín. Gunnar
Ársælsson, ÍA, sigraöi í flokki f.
1973 á 1:02,22 mín. og í flokki f. 1972
og eldri sigraði Ólafur Einarsson,
Ægi, á 1.01,16 mín.
• Svava Magnúsdóttir, Óðni,
sigraði i 100 metra bringusundi í
fl. f. 1976 og yngri á 1:29,46 mín. í
flokkí f. 1975 sigraöi Sandra Sigur-
jónsdóttir, ÍA, á 1:24,25 mín. Auöur
Ásgeirsdóttir, ÍBV, sigraði í flokki
f. 1974 á 1:23,32. Birna Bjömsdóttir,
SH, sigraði í flokki f. 1973 á 1:15,07
og í flokki f. 1972 og eldri sigraði
Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, á
1:12,31 min.
• Ómar Ámason, Óðni, sigraði í
flokki f. 1976 og yngri í 100 m bak-
sundi á 1:20,32 min. Garðar Öm
Þorvarðarson, ÍA, sigraði í flokki
f. 1975 á 1:16,78 mín. Geir Birgisson,
UMFA, sigraði í flokki f. 1974 á
1:10,35 mín. Ársæll Bjamason, ÍA,
sigraði í flokki f. 1973 á 1:05,61 mín.
og Kristinn Magnússon, SH, sigraði
í flokki f. 1972 og eldri á 1:04,49 mín.
• Hrafnhildur Hákonardóttir,
UMFA, sigraði í 200 metra fjór-
sundi á 2:58,16 mín. í flokki f. 1976
og yngri. Kristianna Jessen, USVH,
sigraði í flokki f. 1975 á 2:46,46 mín.
Ama Þórey Sveinbjömsdóttir,
Ægi, sigraöi í flokki f. 1974 á 2:33,70
mín. og Ragnheiöur Rurtólfsdóttir,
LA, sigraði í flokki f. 1972 og eldri
á 2:24,25 mín.
• í 400 metra skriðsundi í flokki
f. 1975 sigraði Gísh Pálsson, Ööni,
á 4:50,91 min. Gunnar Ársælsson,
ÍA, sigraði í flokki f. 1973 á 4:22,41
mín. og Ragnar Guðmundsson,
Ægi, sigraði í flokki f. 1972 og eldri
á 4:12,80 mín.
• i 50 metra skriðsundi kvenna
sigraöi Ágústa Rúnarsdóttir, HSK,
í flokki f. 1975 á 32,32 sek. í flokki
f. 1975 sigraði Hulda Rós Hákonar-
dóttir, Ægi, á 30,63 sek. Ama Þórey
Sveinbjörnsdóttir, Ægi, sigraöi í
flokki f. 1974 á 29,38 sek. Elín Sig-
urðardóttir, SH, sigraði í flokki f.
1973 á 28,87 sek. og í flokki f. 1972
og eldri sigraði Helga Siguröardótt-
ir, Vestra, á 28,08 sek.
• Ómgr Árnason sigraði í fiokki
f. 1975 í 100 metra skriðsundi á
1:07,05 mín. Hlynur Tulinius, Óðni,
sigraði i flokki f. 1975 á 1:06,41 mín.
Geir Birgisson, UMFA, sigraði í
flokki f. 1974 á 59,27 sek. Ársæll
Bjamason, ÍA, sigraði í flokki f.
1973 á 57,93 sek. og Ingólfur Arnar-
son, Vestra, sigraði í flokki f. 1972
og eldri á 56,08 sek.
• Hrafnhildur Hákonardóttir,
UMFA, sigraði í flokki f. 1976 og
yngri þegar hún synti 100 metra
flugsund á 1:23,99. Jóhanna Björg
Gísladóttir, Ármanni, sigraði í
flokki f. 1975 á 1:15,78 min. Ama
Þórey Syeinbjamardóttir, Ægi,
sigraði í flokki fæddra 1974 á 1:07,77
mín. Bima Björnsdóttir, SH, sigr-
aði í flokki fæddra 1973 á 1:12,06
mín. og Ragnheiður Runólfsdóttir
sigraöi í flokki fæddra 1972 og eldri
á 1:07,77 mín.
• í 1(M metra bringusundi sigr-
aöi Krisiján Haukur Flosason, KR,
í flokki fæddra 1976 og yngri á
1:26,69 mín. Valtýr Sævarsson, SH,
sigraði í flokki fæddra 1975 á 1:25,64
mín. Kristján Sigurðsson, UMFA,
sigraðii flokki fæddra 1974 á 1:18,83
mín. Óskar Guðbrandsson, IA,
sigraði í flokki fæddra 1973 á 1:14,24
mí n. og í flokki fæddra 1972 og eldri
sigraði Amþór Ragnarsson, SH, á
1:07,54 mín.
• í 100 metra baksundi í flokki
fæddra 1976 og yngri sigraði Ástrós
Bryndís Bjömsdóttir á 1:25,35 mín.
Sesselja Ómarsdóttir, UMFN, sigr-
aöi í flokki fæddra 1975 á 1:18,44
mín. Ama Þórey Sveinbjarnardótt-
ir, Ægi, sigraði í flokki faeddra 1974
á 1:14,86 mín. Elin Sigurðardóttir,
SH, sigraði í flokki fæddra 1973 á
1:12,84 mín. og í flokki fæddra 1972
og eldri sigraði Eygló Traustadótt-
ir, Ármanni, á 1:14,13 mín.
• í 200 metra fjórsundi í flokki
fæddra 1976 og yngri sigraði Kristj-
án Haukur Flosason, KR, á 2:50,27
min. Garðar Öm Þorvarðarson, tA
sigraði í flokki fæddra 1975 á 2:40,19
mia Geir Birgisson, UMFA, sigraði
í flokki fæddra 1974 á 2:27,91 mín.
Gunnar Ársælsson, ÍA, sigraði
flokki fæddra 1973 á 2:20,84 mín. og
Ingólfur Amarson sigraði í flokki
fæddra 1972 og eldri á 2:19,84 min.
• 1400 metra skriðsundi kvenna
í flokki fæddra 1976 og yngri sigr-
aði Hildur Einarsdóttir, KR, á
5:07,86 mín. Radinka Hadzic, ÍBV,
sigraði í flokki fæddra 1974 á 4:53,49
min. Elín Sigurðardóttir, SH, sigr-
aði í flokki fæddra 1973 á 5:12,27
min. og Ragnheiður Runólfsdóttir,
ÍA, sigraöi í flokki fæddra 1972 og
eldri á 4:34,89 mín.
• í 200 metra bringusundi í
flokki fæddra 1976 sigraði Ólafur
Sigurðsson, ÍA, á 2:31,39 mín. Val-
týr Sævarsson, SH, sigraði í flokki
fæddra 1975 á 2:30,30 mín. Geir
Birgisson, UMFA, sigraði í flokki
fæddra 1974 á 2:28,14 mín. Ársæll
Bjamarson, ÍA, sigraði í flokki
fæddra 1973 á 2:26,87 mín. og f flokki
fæddra 1972 og eldri sigraði Ingólf-
ur Arnarson, Vestra, á 2:26,28 mín.
-JKS
........r.... ....... , , ............... - ^
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, í kunnuglegum stellingum á línunni gegn Austur-Þjóðverjum
í Laugardalshöll í gærkvöldi. íslenska liðið var óheppið að innbyrða ekki sigurinn í lokin en engu að síður er hægt
að taka ofan fyrir islenska liðinu þegar það er haft i huga að liðið hefur leikið fimm erfiða landsleiki á síðustu sex
dögum. Leikur íslenska liðsins er allur annar en á ólympíuleikunum en hafa ber þó í huga að úrslitin í síðustu
leikjum munu ekki verða talin þegar í B-keppnina kemur í Frakklandi í næsta mánuði. DV-mynd Brynjar Gauti
Annað jafntefli Islands gegn Austur-Þýskalandi í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 18-18:
Sekúndustríðið endurtekið
íslendlngar skoruöu sigurmarkiö á síöustu sekúndunum en vegna mistaka tímavarðar var þaö dæmt af. Einar átti snilldarleik
Mikill hamagangur var á lokasekúndunum í landsleik íslendinga og Austur-Þjóðverja
í handknattleik í gærkvöldi. Þegar 5 sekúndur voru til leiksloka dæmdu dómararnir
aukakast á Austur-Þjóðverja og stöðvuðu leikinn um leið en tímavörður stöðvaði ekki
klukkuna. Dómararnir flautuðu síðan aukakastið á og Guðmundur Guðmundsson skor-
aði 19. mark Islands áður en fimm sekúndurnar voru liðnar. Dómararnir dæmdu víta-
kast. Þá kallaði ritari leiksins á dómarana og eftir nokkurn fund var ákveðið að leik-
tíminn hefði verið búinn er Guðmundur skoraði. Lokatölur því 18-18. Sekúndustríðið
frá ÓL í Seoul var endurtekið í lokin og það hefði verið mátulegt á Þjóðverjana að tapa
leiknum á síðustu sekúndunum.
Einar Þorvarðarson var maðurinn á eitt vítakast. Greinilegt að hann er aö og ekki aö furða eftir fimm landsleiki
bak við úrshtin í gærkvöldi. Hann komast í sitt gamla form. Annars voru á sex dögum. Ljósir punktar voru í
varði af snilld, samtals 17 skot, þar af greinileg þreytumerki á íslenska liðinu leik íslenska liðsins en of mikið um
mistök. Þjóðverjarnir höfðu greinilega
verið teknir í gegn eftir fyrri leik þjóö-
anna á laugardag og nú léku þeir af
mun meiri grimmd. Varnarleikinn
léku þeir mun framar og það gerði
sóknarleik íslenska liðsins oft vand-
ræðalegan. Þá tók annar markvörður
Þjóðverjanna upp á þvi að verja vel en
markvarsla sást varla hjá Þjóðverjum
í fyrri leiknum.
Sigurður Sveinsson skoraði fyrsta
mark leiksins en Austur-Þjóðverjar
jöfnuðu. Aftur var jafnt 2-2 og 3-3 en
síðan breyttist staðan í 6-3, Islandi í
vil. Aftur komst ísland þremur mörk-
um yfir þegar staðan var 8-5. Þá kom
mjög slæmur kafli hjá íslenska liðinu,
Þjóðverjar skoruðu fimm síðustu
mörkin í fyrri hálfleik og staðan í leik-
hléi því 8-10.
Jafn síðari hálfleikur
Austur-Þjóðverjar náðu að halda
fengnum hlut í upphafi síðari hálf-
leiks, staðan var 9-11 og 10-12 en þá
skoruðu íslendingar fjögur mörk í röð
og staðan breyttist í 14-12. Tveggja
marka munurinn hélst í nokkurn tíma
en þegar tæpar þrjár mínútur voru til
leiksloka jöfnuðu Þjóðverjar, 17-17.
Þorgils Óttar skoraði 18. markið en
síðasta mark leiksins og jöfnunar-
markið skoruðu gestirnir þegar rúm
mínúta var til leiksloka.
Þreyta = einbeitingarleysi
Eins og áður sagði voru mikil þreytu-
merki á íslenska liðinu. Þar af leiðandi
var einbeitingarleysið mikið. íslenska
hðið misnotaði tvö vítaköst og leik-
menn létu of oft reka sig út af. Þá vakt-
i það athygli að hornamenn íslenska
hðsins skoruðu ekki mark í leiknum.
En greinilega er leikur íslenska liðsins
allur annar en í Seoul og það er bjart
fram undan. Vonandi verður frekari
stígandi í leik íslenska hðsins fram að
B-keppninni í Frakklandi.
Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 7/3,
Alfreð Gíslason 5/1, Þorgils Óttar 2,
Sigurður Gunnarsson 2, Geir Sveins-
son 1 og Héðinn Gilsson 1.
Markahæstir hjá Austur-Þjóðverj-
um: Querengasse 6, Borchardt 6/3 og
Holger Winselmann 3.
-SK
Sagt
eftir
leikinn
„Þaö eru margir nýir leik-
menn í austurþýska landshð-
inu. Nokkrir lykflleikmenn
landshðsins í mörg ár lögðu
skóna á hilluna eftir ólympíu-
leikana í Seoul. Þaö tekur því
tíma að byggja upp sterkt hð á
nýjan leik. Annars sá ég marga
góða hluti hjá mínum leik-
mönnum í þessum landsleikj-
um sem nú eru afstaðnir," sagði
Klaus Langhof, hinn nýi lands-
hðsþjálfari austurþýska lands-
hösins, í samtali viö DV. Lang-
hof tók við af Paul Tiedeman
eftir ólympíuleikana en Tie-
deman hafði stýrt austurþýska
liðinu i mörg ár með frábærum
árangri.
„í íslenska liðinu eru margir
góðir leikmenn. Mér fmnst AI-
freö Gíslason alltaf standa fyrir
sínu. íslendingar ættu að eiga
góða möguleika i b-keppninni í
Frakklandi. íslendingar verða í
þremur efstu sætunum ásamt
Vestur-Þýskalandi og Rúmen-
íu. Þetta verður hörð keppni
þar sem allt getur gerst,“ sagði
hinn geðþekki Klaus Langhof.
AlfreðGíslason
„Þessir tveir leikir hafa á raarg-
an hátt verið jákvæðir. Það er
ákveðinn léttleiki yfir leik hðs-
ins. Ástæðuna er kannski að
finna í því að við æfum minna.
Þetta virðist allt vera á réttri
leið. Við verðum ekki eins
bjartsýnir og fyrir ólympíuieik-
ana þegar lagt verður af stað til
Frakklands," sagði Alfreð
Gíslason.
Sigurður Sveinsson
„Það er mun betri útkoma úr
leikjunum tveimur en ég átti
von á. Það er gott andrúmsloft
í herbúðunum um þessar
mundir. Mannskapurinn er
ákveðinn í aö rífa þetta upp. Það
verður farið með aht öðru
hugafari til Frakklands en þeg-
arfarið var á ólympíuleikana."
„Ég er samt sem áöur bjart-
sýnn að hðið smehi í Frakk-
landi. Við skulum bara vona að
þetta fari allt saman vel,“ sagöi
Sigurður Sveinsson.
Einar Þorvarðarson
„Fyrri leikurinn var betri að
mínu mati. Við vorum mun
ákveðnari f þeim leik. Það var
komin smáþreyta í mannskap-
inn í síðari leiknum. Alltof mik-
ið hik í sóknarleiknum gerði
gæfumuninn í leiknum hér í
kvöld.“
„Mannskapurinn hefur sest
niður og það hefur átt sér stað
hugarfarsbreyting í liðinu.
Menn eru ákveðnir að rífa þetta
upp eftir ólyrapíuleikana og
endurheimta A-sætið á nýjan
leik,“ sagöi Einar Þorvaröar-
son.
Guðjón Guðmundsson
„Mér fannst verulega gott að
ná jafiitefli í þessum leik gegn
Austur-Þjóðveijum. Það er aht-
af erfitt að leika gegn austur-
þýska liöinu. Þeir léku nú mun
betur en í fyrri leiknum og voru
betri aðilinn í leiknum að mínu
mati. Það var greinilegt á ís-
lenska hðinu að það var að leika
fimmta landsleikinn á sex dög-
um þannig aö eöhlegt var aö
þreyta gerði vart við sig. En
þetta er betra hjá okkur núna
en á ólympíuleikunum. Þrátt
fyrir það skulum við hafa hug-
fast að síðustu leikir telja ekki
í b-keppninni,“ sagöi Guöjón
Guömundsson, hösstjóri ís-
lenska hðsins. -JKS