Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Qupperneq 28
28
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild
FÉLAGSRÁÐGJAFAR
Félagsráögjafa vantar til afleysinga við hverfaskrif-
stofu fjölskyldudeildar í Breiöholti.
Uppl. gefur yfirfélagsráögjafi, í síma 74544, og yfir-
maöur fjölskyldudeildar, í síma 25500.
Námsvist
í Sovétríkjunum
Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum
Islendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovét-
ríkjunum háskólaárið 1989-90. Umsóknum skal
komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 13. febrúar nk. og fylgi staðfest
afrit prófskírteina ásamt meömælum. - Umsóknar-
eyöublöö fást í ráðuneytinu.
12. janúar 1989
Menntamálaráðuneytið
íþróttir dv
• 3. flokkur KR árið 1933. Óli var þá markvörður og fékk aðeins á sig eitt mark allt timabilið og unnu strákarnir öll
mót sumarsins. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Eiríkur Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Þórður Péturs-
Verslið ódýrt
Nýtt úrval - Inniskór og kuldaskór
á alla fjölskyIduna
Okklaskórnir komnir
kr. 2900
Kvenkuldaskór
m/rennilás, kr. 2900
Údýri skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89
INNRITUN í ALMENNA FL0KKA
Eftirtaldar greinar eru í boði á vorönn 1989 ef þátt-
taka leyfir:
TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. ís-
lesnka fyrir útlendinga. Danska 1 .-4. flokkur. Norska
1.-4. flokkur. Sænska 1.-4. fl. Þýska 1.-4. fl. Enska
1 -5. fl. Ítalska 1 .-4. fl. ítalskar bókmenntir. Spænska
1.-4. fl. Latína. Franska 1.-4. fl. Portúgalska. Gríska.
Hebreska. Tékkneska. Hollenska.
VERSLUNARGREINAR: Vélritun. Bókfærsla. Tölvu-
námskeið. Stærðfræði (grunnskólastig/framhalds-
skólastig).
VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Myndbanda-
gerð (video). Skrautskrift. Postulínsmálun. Teikning.
Leðursmíði. Bókband.
NÝTT með vorinu:
TEIKNING. Grunnnám, hlutateikning.
JARÐFRÆÐI. Tekin verða fyrir helstu fyrirbæri í al-
mennri jarðfræði með sérstöku tilliti til íslands.
Einnig verður boðið upp á kennslu í DÖNSKU,
SÆNSKU OG NORSKU fyrir börn 7-10 ára, til að
viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað
fyrir í málunum. Kennsla í þessum málum hefst 1.
febrúar.
í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar
í viku, ýmist 2, 3, eða 4 kennslustundir í senn í 11
vikur.
Kennsla fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA, LAUGALÆKJ-
ARSKÓLA, GERÐUBERGI OG ÁRBÆJARSKÓLA.
Námsgjald fer eftir kennslustundafjölda og GREIÐIST
VIÐ INNRITUN.
INNRITUN fer fram 18. og 19. janúar kl. 16-20 í
Miðbæjarskóla.
og 18. og 19. janúar kl. 18-20 í Gerðubergi og Ár-
bæjarskóla.
KENNSLA hefst 23. janúar.
Námsflokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1
son, Hreiðar Ágústsson, Halldór Nikulásson, Pétur Gislason og Guðjón Guðmundsson. - Fremri röð frá vinstri:
Guðbjörn Jónsson (bróðir Óla), Hafliði Guðmundsson, Óli B. Jónsson, Gunnar Guðmundsson og Haraldur Guðjóns-
son.
Óli B. Jónsson í KR varð sjötugur 15. nóvember sl. Hann á merkilegan feril að baki
í íslenskri knattspyrnu. 1936 byrjaði hann að leika í mfl. KR og lék stanslaust til
1949. Þjálfaraferill Óla er einstakur því lið undir hans stjórn náðu alls 10 sinnum
að sigra 1 íslandsmóti. Þetta er met sem erfitt verður að bæta, ef ekki útilokað. 1951
þjálfaði hann íslenska landsliðið og náði þeim frábæra árangri að leiða það til sigurs
gegn Svíum, 4-3. Óli var og þjálfari Vals 1966, þegar Valur náði jafntefli gegn portú-
galska stórliðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða í leik sem fór fram á Laugar-
dalsvelli að viðstöddum um 19000 áhorfendum og engum gleymist sem á horfði.
Óli lék og í landsliði íslands gegn Danmörku 1949. Iþróttasamband íslands sæmdi
Óla nýverið gullmerki samtakanna fyrir hans mikla framlags til íslenskrar knatt-
spyrnu gegnum árin og er hann svo sannarlega vel að því kominn. Óli var mjög flink-
ur leikmaður og annálaður fyrir sínar frábæru sendingar, sem sköpuðu oft mikla
hættu við mark andstæðinganna. Hann spilaði fótbolta í þess orðs fyllstu merkingu.
Meðal mótherja sinna naut hann ávallt mikillar virðingar, ekki bara sem góður leik-
maður heldur einnig fyrir prúðmennsku utan vallar sem innan. DV hafði samband
við afmælisbarnið af þessu
hefur drifið í knattspyrnun
- Óli, þú sem unglingur í vesturbæn-
um með mikinn áhuga fyrir knatt-
spyrnu, var ekki gefið mál að þú
gengir í raðir KR-inga? Kom nokkuð
annað til greina? Hverjir skipuðu
forystusveit KR-inga á þessum
árum?
„Ég fæddist og ólst upp í húsi sem
bar nafnið Stóra-Skipholt og var á
hinu svokallaða Bráðræðisholíi, sem
nú er Grandavegur. Þar búa nú þau
hjónin Kjartan Ragnarsson leikhst-
arskáld og leikari og Guðrún Ás-
mundsdóttir sem er þekkt leikkona.
Þar var gott um pláss og því mikið
um grasflatir sem voru óspart riotað-
ar. Þar spruttu upp heil ógrynni af
knattspyrnufélögum og var mikið
spilað og oft heitt í kolunum. Sumir
þessara leikja enduöu nefnilega oft-
ast með grjótkasti. Sérstaklega urðu
oft hatrammar deilur eftir leiki gegn
Grímsstaðarholtinu. Við önnuðumst
sjáliir dómgæsluna og bar okkur
ekki alltaf saman um niðurstöður.
Alltannað en KR
hefði verið landráð
Auðvitað kom aldrei annað til
greina en að ganga í KR. Allt annað
hefði jaðrað við landráð. Ég gekk í
KR árið 1927. Bræður mínir, þeir
Hákon og Sigurjón, voru þá leik-
menn í meistaraflokki. Einnig léku
þá í liðinu þeir Hansi Krag, Þorsteinn
Einarsson og Gísli Guðmundsson
(Hansi, Steini og Gísli). Þetta er eitt
frægasta framlínutríó sem KR hefur
átt. í vörninni léku m.a. þeir Björg-
vin Schram, Sigurður Halldórsson
og Sigurjón bróðir. Þeir urðu nokkr-
um sinnum íslandsmeistarar, enda
þrumugott lið.
Þjálfari þá var Guðmundur Ólafs-
son skósmiður.
Það var alltaf gífurlegur rígur milli
Reykjavíkurfélaganna á þessum
tíma. Vesturbærinn var yfirráða-
svæði KR eins og flestir vita og er
mér sérstaklega minnisstætt aö þeg-
ar einn leikmanna fluttist í aust-
urbæinn, varð mikið fjaðrafok og
fjölmargir fundir haldnir um hvort
ekki bæri hreinlega að vísa mannin-
um úr félaginu. Sú tillaga féll sem
tilefni og innti hann nánar
d og var þaö auðfengið mál.
betur fer, en með litlum mun.
Hann er og frægur slagurinn milli
austur- og vesturbæjar rétt fyrir
1930. Það ríkti algjört styijaldar-
ástand á miðbæjarsvæðinu. Ég var
þá svo lítill og var því ekki hlutgeng-
ur. En ég man að bræður mínir, Sig-
urjón og Hákon, fóru vel brynjaðir
að heiman vopnaöir kústsköftum og
stórum potthlemmum. Við heim-
komuna var heldur lágt á þeim risið,
fótin gauðrifin og andlit þeirra þakin
skrámum. Mig minnir að orrustunni
hafi lyktað með jafnteíli."
Valsmenn „stálu“ bikarnum
- Hvenær byrjaðir þú svo að leika
með KR?
„Ég byrjaði að keppa árið 1931 og
þá á vinstra kanti með 3. flokki, en
það var yngsti flokkurinn á þeim
árum. 1933 lék ég í marki og gekk
bara vel. Við unnum öll mót í 3. flokki
og fékk ég bara eitt mark á mig yfir
sumarið. Árið 1936 byrjaði ég að leika
með meistaraflokki. og spilaði stans-
laust til 1949.“
Erlendur þoldi ekki álagið
- Eftirminnilegasti leikurinn með
KR?
„Það er örugglega úrslitaleikurinn
í íslandsmótinu 1945 gegn Val. Bik-
arnum hafði verið stillt upp á borð
beint fyrir framan stúkuna á Mela-
vellinum. Staðan var 4-2 fyrir okkur
og 3-4 mín. til leiksloka. Ég man að
við KR-ingarnir vorum alltaf að gjóa
augum til bikarsins, því viö töldum
sigurinn nokkuð vísan. En viti menn,
Valsmenn náðu að jafna og dugði það
þeim til sigurs í mótinu. Þetta voru
gífurleg vonbrigði fyrir okkur, þar
sem svo stutt var til leiksloka, og
vorum við lengi að jafna okkur eftir
þessar hrakfarir.
Formaður KR þá var Erlendur Pét-
ursson. Hann var mikið til hættur
að fara á völlinn þegar KR var að
spila, blátt áfram þoldi ekki álagið.
Aftur á móti hlustaði hann alltaf á
útvarpslýsingar, eins og í fyrrnefnd-
um leik gegn Val. Sagt var aö í hvert
skipti sem KR var í sókn hafi hann
hækkað í útvarpinu upp úr öllu valdi
um það sem á daga hans
en aftur lækkað í því þegar andstæð-
ingarnir sóttu, sem í þessu tilfelli
voru Valsmenn. Þetta finnst mér
dæmigert með Erlend og trúi þessu
vel á hann. Hann birtist síðan úti á
velli þegar svolítið var liðið á síðari
hálfleik og staðan 4-1, fyrir okkur.
Hefur sjálfsagt talið öllu óhætt. Þegar
leikar stóðu 4-2 og um 3 min. eftir
var hann lagður af stað út af svæðinu
og hafði á orði að óhætt væri að fara
því hér væri öruggur sigur KR í höfn.
Þegar hann var kominn hálfa leið að
vallarhliðinu, náðu Valsmenn að
minnka muninn í 4-3. „Þetta breytir
litlu, þeir ná aldrei að jafna á rúmri
mínútu," sagði Erlendur og hélt
áfram göngu sinni. En þegar hann
kom að hliðinu varð honum htið til
baka og í sama mund jöfnuðu Vals-
menn leikinn og við náðum varla að
taka miðjuna. Þetta var hroðalegt
áfall fyrir okkur og af Erlendi er það
að segja að hann stóð stjarfur við
inngang vallarins, gjörsamlega orð-
laus, en eitthvað hefur hann sjálfsagt
verið að hugsa.“
Þetta hlýtur að
vita á eitthvað
- Manst þú Óli eftir einhverjum
skondnum atvikum úr leikjum KR-
inga frá fyrri tímum?
„Jú. Það kemur náttúrlega margt
spaugilegt upp í hugann þegar maður
hugsar til baka.
Eitt sinn vorum við t.d. að spila
gegn Val í íslandsmótinu og töpuðum
reyndar 6-0. Það var aö mig minnir
1946. Það gekk allt í haginn hjá Vals-
mönnum og þeir nýbúnir að skora
sitt 5. mark og langt liðið á leikinn.
Birgir Guðjónsson (Bommi) sem lék
ávallt aftasti maður í vörn KR, sótti
boltann í markið og lahaði með hann
áleiðis að miðju, hrópaði til okkar:
„Hvert í þreifandi, strákar, þetta
hlýtur aö vita á eitthvað stórkost-
legt!“ Hörður Óskarsson, sem var
aðalmarkaskorari KR á þessum
tíma, var nærstaddur og spurði af
þjósti: „Hvern þremihnn á þetta svo
sem að geta boðað, rnaður?" Bommi
svaraöi að bragði: „Það mætti nefni-
lega segja mér að við töpuðum þess-