Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Qupperneq 40
40
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
Lífsstíll
Verö á skíöum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára er á bilinu frá 8-12.000 krónur.
„Stundum spáir fólk meira í litinn
á gallanum og hvernig allt passar
saman heldur en gæðin á skíöun-
um sem það er að kaupa," sagði
afgreiðslustúlka í sportvöruversl-
un í samtali við DV þegar neyt-
endasíðan leit á verð á skíðum og
skyldum búnaði.
Skíði, skór, stafir, bindingar,
skíðagallar, vettlingar, húfur og
fleira, sem ómissandi þykir við
skíðaiðkun, fæst í afar fjölbreyttu
úrvali og svipaða íjölbreytni er
finna í veröinu.
Skiði, bindingar, klossar og stafir,
sem duga hverjum meðalmanni í
skíðabrekkunum, kostar samtals
17.300 krónur í Sportvali. Hægt er að
fá skíði frá 6.000 og upp í 13.000, bind-
ingar frá 3.000 og upp í 9.000, klossa
alit upp í 17.000, 600-1.200 krónur
þarf að borga fyrir skíðagleraugu.
Skíðagalla er hægt að fá á ýmsu
veröi, frá 12.000 og upp í tæp 20.000.
Þaö er líka hægt að fá vatteraðar
buxur og anorak fyrir 5.000 krónur.
Miðað við að okkar maöur hafi
ekki átt neinn búnaö fyrir þarf
hann aö leggja út hið minnsta
23.000 krónur fyrir allan búnað og
galla.
Kjósi menn frekar að stíga á
gönguskíði þá kosta skíði, skór,
bindingar og stafir tæpar 9.000
krónur í Sportvali. Hægt er að taka
dýrari skó og bindingar og fer þá
pakkinn rétt yfir 10.000 krónur.
Gallar fyrir göngugarpa kosta frá
4.700 krónum upp í tæpar 6.000.
Sportval selur Atomic skíði en skó
og bindingar frá Salomon.
Skíðapakkar í
Hummel búðinni
í Hummel búðinni í Ármúla, sem
selur Rossignol skíði og skó, er
boðiö upp á skíðapakka. I pakkan-
um eru innifalin skíði, skór, stafir,
bindingar og ásetning. 15% afslátt-
ur er á pökkunum miðaö við kaup
á einstökum hlutum. Tveir pakkar
fyrir fullorðna eru í boði og kostar
annar 16.900 og hinn 18.900 krónur.
Vandaðir skíðagallar kosta í
Hummel búðinni frá 15.500 upp í
18.500 krónur í fullorðinsstærðum.
Einnig er hægt að fá staka jakka
fyrir 8-12.000 krónur og stakar bux-
ur á 5-6.000 krónur.
Skíðapakkar fyrir krakka eru
boðnir á 8.600 krónur og 10.600
krónur og er það sama innifalið.
Skíðagallar fyrir krakka kosta á
bilinu frá 4.900 til 9.900 krónur. í
Hummel er sértilboð á dúnúlpum
sem eru þessa dagana seldar á
3.950-4.950 krónur.
Fyrir gönguskíðamenn býður
Hummel búðin skíðapakka á 8.200
krónur. Ekki eru seldir þar sér-
stakir gönguskíöagallar en af-
greiðslumaöur benti á æfingagalla
sem til væru á 2.800-4.990 krónur.
Fjallaskíði
og fleira
í Skátabúðinni
Skíðabúnaður fyrir fulloröinn
kostar í Skátabúðinni 20.650 kr. Þá
er átt við búnað sem hentar vel
byijendum og lengra komnum.
Skíðagallar fyrir fullorðna kosta
frá 10.380 og upp í 15.990 krónur í
Skátabúðinni.
Gönguskíðabúnaður fyrir al-
menning kostar í Skátabúðinni
8.880 krónur. Hægt er að fá göngu-
skíði fyrir allt að 9.500 krónur.
Skíðabúnaöur fyrir börn kostar
12.300 í Skátabúðinni. Ef allur bún-
aðurinn, þ.e. skíði, skór, bindingar
og stafir, er staðgreiddur þá er boð-
inn 10% afsláttur og ókeypis ásetn-
ing bindinga sem annars kostar 300
krónur.
Skátabúðin selur Kástle skíði og
Dynafit skó. Hilmar, verslunar-'
Neytendur
stjóri í Skátabúöinni, vildi vekja
sérstaka athygli á hagstæðu verði
á keppnisskíðum frá Kástle sem
eru föl á 14.980 kr. sem Hilmar full-
yrti að væru mun lægra en á
keppnisskíðum frá öðrum.
Mjög vaxandi áhugi er á svoköll-
uðum Ijallaskíðum en svo heita
sérstök skíöi sem notuð eru bæði
sem göngu- og svigskíði. Sérstakt
skinn er límt neðan á skíðin þegar
gengið er og það síðan tekiö undan
og þá er hægt að renna sér. Bind-
ingar skíðanna eru á hjörum og
sömuleiðis eru skórnir sérstaklega
útbúnir svo þeir geti gegnt báðum
hlutverkum.
Með þennan búnað ganga garpar
á fjöll og renna sér síðan niður. Til
marks um vaxandi áhuga nefndi
Hilmar að .mest hefðu farið saman
70 manns í Tindfjöll á síðasta vetri.
Ýmislegt í Útilífi
Útilíf í Glæsibæ selur Blizzard
skíði og Nordica skíðaskó. Pakki
með skíðum, skóm, bindingum og
stöfum kostar fyrir fullorðna frá
Mjög fjölbreytt úrval stendur til
boða þeim sem vilja skreppa á
skíði. Lágmarksbúnaður fyrir full-
orðna kostar á bilinu 15-20.000
krónur.
15.900-17.900 krónur. Hægt er að fá
dýrari búnaö með því að taka dýr-
ari skíði og skó en þetta taldi af-
greiðslumaður að ætti að henta
flestum.
Svigskíðabúnaður fyrir börn
kostar í Útilífi frá 9.000 krónum upp
í 11.000. Þá er átt við skíði, skó, stafi
og bindingar. Gönguskíöabúnaður
fyrir fulloröna kostar 9.000 krónur
í Útilífi.
Skíðagallar fást á 10.000 til 20.000
en hægt er til dæmis að fá stakar
buxur frá 3.800 krónum vilji menn
komast ódýrar frá þeim lið. Ásetn-
ing bindinga er frí ef allur búnaður
er keyptur.
Gömlu skíðin
tekin upp í ný
Sportmarkaðurinn í Skipholti
tekur notaðan skíðabúnað í um-
boðssölu og tekur einnig notuð
skíði upp í ný. Sportmarkaðurinn
selur Hakan skíði frá Austurríki.
Ódýrasti búnaður fyrir fullorðinn,
skíði, skór, stafir og bindinga, kost-
ar 15.000 krónur. Sams konar pakki
fyrir 10 ára krakka kostar minnst
8.670 krónur.
Sem dæmi um verð á notuðum
búnaði nefndi afgreiðslumaður
ársgömul Atomic keppnisskíði með
vönduðum bindingum sem föl
væru á 7.000 krónur. Búnaður fyrir
fullorðinn myndi kosta notaður
6.000-10.000 krónur. Sportmarkað-
urinn tekur 20% prósent andvirðis-
ins í umboöslaun.
Að framanskráðu má ljóst vera
að fyrir lágmarksbúnað að frátöld-
um galla þarf að greiða að minnsta
kosti 15.000 krónur. Vilji menn
hinsvegar klæðast glæsilegum
galla og kaupa mjög vandaðan bún-
að getur verið farið allt upp í 50.000
krónur fyrir skíðabúnað og galla.
Samanborið við svipaða könnun,
sem DV gerði um sama leyti á síð-
asta ári, virðist verð á lágmarks-
búnaði hafa hækkað um 12-14%.
-Pá
5
Z
kannar
7
Verð á
skíðavörum
20.000
19.000
18.000
17.000
16,000
15,000
Skátabúðin
20,650
Sportval ....*...J
17,300 Hummelbúöin :
16,900
DVJRJ
Utilíf 15,900
Sportmarkaöurinn 15,000
V