Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 48
FR ÉTT/VS KOTIÐ
"* Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
Aífreð Gíslason:
Hljóp uppi
skemmdar-
varga
Alfreð Gíslason, landsliðsmaður í
handknattleik, hljóp uppi skemmd-
arvarga aðfaranótt laugardags. Al-
freð, sem býr við Tjarnargötu í
Reykjavík, vaknaði við hávaða og
hlátrasköll. Þegar hann leit út sá
hann að þrír menn voru að skemma
bíl í götunni og virtust þeir skemmta
sér vel við verkið.
Alfreð brá skjótt við - fór í buxur
og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo
af mönnunum. Annar þeirra virtist
lítið ölvaður.
>—„Ég ákvað að fara með annan
manninn heim og sleppti því hinum.
Þegar ég kom með hann heim hringdi
ég í lögregluna og hafði manninn hjá
mér þar tii hún kom,“ sagði Alfreð.
- Þurftir þú aö hlaupa langt?
„Nei, ég er svo fljótur að hlaupa,"
sagði Alfreð og hló við.
Alfreð sagði að sinn bíll hefði veriö
sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán
bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir
spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs,
brutu spegla, þurrkur og afturljós.
^ „Ef þú ætlar að skrifa um þetta -
getur þú þá ekki sagt aö þetta hafi
verið Siggi Sveins?“ -sme
Laxabúrfærðust
fimmb'u metra
„Þetta voru engin ósköp. Þegar
hann er af suöaustan þá stendur
beint á búrin og þá verðum við að
fara út og sjá til að allt sé í lagi. Það
skemmdist ekkert núna nema búrin
sneru dálítið upp á sig, það hefur
ekki gerst áður,“ sagði Guðni Ge-
orgsson hjá ÍSNO í Vestmannaeyjum
við DV.
Um 13 vindstig voru við Vest-
.^annaeyjar á fóstudaginn og byrj-
uðu tvö samfóst laxabúr ÍSNO þá að
færast til. Fór lóðsbáturinn Gústi
Ella þá með fjóra menn frá ÍSNÓ út
að búrtinum í vitlausu veðrinu.
Komust þeir upp á göngubrautir ofan
á búrunum og gátu lagfært smávegis
skemmdir á grindverkum og afstýrt
frekari skemmdum. -hlh
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
LOKI
1
Hvernig á vel að fara
með fíla og rauðkemb-
inga við stjórnvölinn?
hoA á oA líVAÍkÍð
l^Clw CE Clw IVVvllVICI
í sparifé manna
- segir Sverrir Hermannsson um „rokur“ Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars
„Ég ætla að biðja menn að minn-
astþess hver var stefna ríkisstjórn-
arinnar fyrir jól. Þá áttu vextir að
fylgja verðbólgunni en nú á að taka
upp neikvæða vexti. Það þýðir á
mæltu máli að þeir ætla að kveikja
í sparifé manna,“ sagði Sverrir
Hermannsson, bankastjóri Lands-
bankans, en í fundaherferð þeirra
Ólafs Ragnars Grímssonar og Jóns
Baldvins Hannibalssonar hefur
komiö fram hörð gagnrýni á það
sem þeir kalla „stjórnarandstööu
Sjálfstæðisflokksins í bankakerf-
inu“. Er Sverrir nefndur þar negatífa innlánsvexti. Það á að
fremstur til sögunnar. hefja þann leik á ný að brenna upp
„Ég nenni ekki og hirði ekki um sparifé landsmanna. Þetta þora
aðeltaólar við þessar rokur þeirra þeir ekki að segja - það er ekki
rauðkembinga þama vestra. Það heil brú til i málflutningi þeirra.
er lögð rík áhersla á að reyna að Ef menn ætla að hafa lága vexti
blekkja fólk. Það á að reyna að verða þeir að ná verðbólgunni nið-
blekkja fólk með því að hækkandi ur en allar athafnir þessara herra-
vextir séu orsakir verðbólgu en manna að undanfórnu hafa beinst
ekki afleiðing. Það ætlar enginn að í allt aðra átt, meðal annars hjá
hækka vexti meira en brýnasta Ólafi Grírassyni sera lætur prenta
nauðsyn krefur en yfirlýsingar seðla upp á sjö milljarða til að dæla
þeirra verða ekki skildar öðruvísi út í kerfið.“
en að það eigi aö hefja að greiða Sverrir sagðist ekki hafa gert
annað en að benda hógværlega á
staðreyndir málsins og hans um-
mæli stjómuðust eingöngu af fag-
legum sjónarmiðum.
„Það er hins vegar annað mál aö
Ólafur Grímsson þolir ekki mál-
frelsi - það er alveg ljóst mál. Af
því að ég tala ekki eftir hans pípu
þá náttúrlega á ég aö þegja eða
hafa verra af, aö því er hann segir.“
-SMJ
sjá einnig bls. 2
Þeir A-flokkaformenn, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, stóðu í ströngu um helgina á fundum sínum á ísafirði og
Selfossi. Þessi mynd er frá Selfossfundinum. Þar, eins og á ísafirði, höfðu þeir uppi stór orð um Sverri Hermanns-
son bankastjóra og sögðu hann vera eins og fíl í postulínsbúð. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd S
Stolið úr
flugfrakt
Ægir Már Kristinsson, DV, Keflavik:
Skinnum og öðmm fatnaði var
stolið úr sjö kössum í frakt Flugleiða-
vélar sem fór til London á fostudag-
inn. Þjófnaðurinn uppgötvaðist ytra.
Fraktmenn og hlaðmenn í London
og Keflavík hafa verið yfirheyrðir
vegna málsins sem er ennþá óupp-
lýst.
„Stöðvarstjóri Flugleiða í London
hafði samband við okkur á föstudag-
inn og tjáði okkur að stolið hefði
verið úr sjö kössum af 43 sem í var
fatnaður," segir Barði Ólafsson, að-
stoðarstöðvarstjóri Flugleiða í Kefla-
vík.
Flugleiðavéhn hélt áleiðis til Lon-
don á föstudagsmorgun. Þegar frakt-
in var komin í flugstöðvarbygging-
una á Heathrow-flugvelli uppgötvað-
ist stuldurinn. Fraktmenn og hlað-
menn á Heathrow hafa verið yfir-
heyrðir af lögreglunni. Ekkert hefur
komið út úr þeim yfirheyrslum.
Fraktmenn og hlaðmenn í Keflavík
voru einnig yfirheyröir. í samvinnu
við verkalýðsfélagið á Suðurnesjum
greip lögreglan til þess ráðs að opna
alla skápa hjá fraktmönnum í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Það bar engan
árangur. -JGH
Lúðvlk Jósefsson:
Veðrið á morgun:
Vaxandi
suðaustan-
átt
í fyrramálið þykknar upp með
vaxandi suðaustanátt, fyrst vest-
anlands. Snjókoma verður síðar
en slydda eða rigning þegar líður
á daginn. Hitinn verður -3-3 stig.
Engin ástæða til
að hreyfa vexti
„Ég sé enga ástæðu til að hreyfa
vexti núna. Það þarf ekki að hlaupa
til núna vegna þess aö þessu er breytt
á 10 daga fresti,“ sagði Lúðvík Jósefs-
son, fulltrúi Alþýðubandalagsins í
bankaráði Landsbankans.
í dag mun bankamálaráðherra,
Jón Sigurðsson, funda með banka-
ráðum ríkisbankanna og verða þar
ræddar breytingar á vöxtum bank-
anna en sem kunnugt er telur ríkis-
stjórnin ekki ástæðu til að hækka
vexti eins mikið og bankastjórar hafa
lagt til. í haust, þegar ríkisstjórnin
vildi láta lækka vexti meira en
bankastjóramir, studdu bankaráðs-
menn ríkisstjórnina. -SMJ