Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 11
LAUGARDAGUR 21; JANÚAR 1989. or 11 Breiðsíðan Sigrún Jensdóttir, formaður Lions- klúbbsins EIKAR í Garðabæ, segir frá starfi klúbbsins, fréttum og pósti sem hafði borist. Konur voru á öilum aldri og hattar að öllum gerðum og stærðum. Þessi unga kona hlustaði með athygli á söng Höllu Margrétar Árnadóttur. DV-myndir ELA Forseti Islands, frú Vigdis Finn- bogadóttir, var heiðursgestur hattakvöldsins og sló á létta strengi í ræðu sinni við góðar und- irtektir. Konur í Lionsklúbbnum EIK í Garðabæ létu alvöruna lönd og leið í vikunni og efndu til gestaboðs á fundi sínum sem haldinn var á Garðaholti. Hver mátti bjóða með sér konu sem henni er kærust og sameiginlega buðu þær forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Það var því margt um manninn í litla félagsheimilinu á Álftanesi eitt kvöldið í vikunni. Alhr gestir urðu að framfylgja því skilyrði að bera hatt á höfði og mátti sjá mörg skrautleg og skemmtileg höfuðföt í salnum. Strax upp úr klukkan sex fóru konur að tínast að húsinu og var greinilegt að ekki voru þær allar vanar því að bera barðastóra hatta á höfði. Boðið var upp á ljúffengan kvöldverð og gestir kynntust lítil- lega starfsemi klúbbsins. Vigdís forseti hélt ræðu og sló á létta strengi þannig að oft var hlegið í salnum. Meðal annars sagðist hún ævinlega hafa verið hrifin af hött- um. „Eg skal ekki hætta fyrr en allar konur eru komnar með hatt,“ sagði Vigdís og brosti. Hún sagði að það hefði tekið sig og dóttur sína langan tíma að velja hatt fyrir þetta kvöld. Vigdís forseti sannaði það sem oftar að hún er frábær ræðumaður og ekki síður stórskemmtilegur. Vigdís sagðist vita til þess að Sop- hia Spánardrottning væri beinlínis á móti höfuðfötum og bæri sjálf aldrei hatt. „Hún kemur hingað í sumar og þá tökum við ofan höfuð- fótin,“ sagði forsetinn við mikinn fógnuð. Að loknum kvöldverði á þessu sérstaka hattakvöldi komu þau Halla Margrét Árnadóttir, sem flestir þekkja eftir að hún söng lag- iö Hægt og hljótt, og Magnús Gísla- son, en þau eru bæði nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar, og sungu nokkur vel valin klassísk lög við undirleik David Knowles. Halla Margrét sagðist vera að stúdera Carmen og leyfði hattakonum að heyra hvernig til hefur tekist. Ekki var annað að sjá en að þarna væru efnilegir óperusöngvarar á ferð. Lionskonurnar, sem buðu til veislunnar, hafa ákveðna siði á fundum sínum og var engin undan- tekning í þetta sinn. Þær konur, sem höfðu eldað eða undirbúið kvöldmatinn fyrir fjölskylduna áð- ur en þær fóru á fundinn, urðu að borga sekt. „Þetta er okkar frídag- ur,“ sagði Kristíana Kristjánsdóttir varaformaður og sektaði auk þess þær konur sem höfðu komið á eigin bílum því léttvín var veitt með matnum. Þetta sérstaka hattakvöld þeirra Lionskvenna tókst vel og sjálfsagt hafa margar húsmæður notið þess að slappa af eitt kvöld frá þvotta- vélum, matarstússi og uppvaski. Vonandi hafa þær ekki margar komið að óhreinu leirtaui í vaskin- um um kvöldið. -ELA Gestaboð hjá Iionskonum: Hattar voru skilyrði Ford fyrirsætxikeppmn: læitað aö nýjum andlitum - myndir eiga að berast fyrir 10. febrúar Fyrirsætukeppni Ford er i full- um gangi en frestur til að senda myndir er til 10. febrúar. Þegar eru farnar aö berast myndir en skilyrð- in eru aöeins þau að stúlkan sé hávaxin og grönn. Myndirnar verða síðan sendar til Ford Models í New York þar sem Eileen Ford velur nokkrar stúlkur til að taka þátt í úrslitum. Úrslitin fara fram í apríl en þá kemur fulltrúi frá Ford Models og velur eina eða tvær stúlkur sem sigurvegara. Sú stúlka sem hlýtur titilinn Ford-stúikan 1989 mun taka þátt í keppninni Face of the 80’s - Supermodel of the World sem fram fer næsta sumar. Ford-stúlka síðasta árs var Ágústa Ema Hilmarsdóttir, 16 ára gömul Reykjavíkurstúlka. Hún fór til Kalifomíu þar sem hún tók þátt í keppninni. Eftir dvölina þar var henni boðið fyrirsætustarf í Þýska- landi þar sem hún dvaldi í þrjá mánuði. Ágústa Ema er í námi núna en hefur áhuga á aö halda áfram á fyrirsætubrautinni næsta sumar. Allmargar íslenskar stúlkur hafa starfað á vegum Ford Models víða um heim í lengri eða skemmri tíma. Ford Models fylgist vel með öllum sínum stúlkum og hjálpar þeim ef eitthvað bjátar á. Ef stúlkumar kjósa að vinna í New York geta þær búið heima hjá Eileen Ford. Lágmarkshæð fyrir fyrirsætur er jafnan talin 172 cm. Engar aðrar kröfur eru gerðar nema hvað þyngdin má ekki vera of mikil. Sendið mynd til: Fordkeppnin, helgarblað DV, Þverholti 11. Merk- ið myndina með nafni, heimilis- fangi og símanúmeri og geflö upp hæð. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.