Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 12
LÁUGÁRDAGIJR 21.4JANÚÁá 1980.
12'
Sælkerinn dv
Matur og
drykkir
Ekki er mikið úrval af feröahand-
bókum fyrir íslenska feröamenn sem
hyggjast fara til útlanda. Líklegast
eru slikar bækur dýrar í framleiðslu
og svo lesa velflestir íslendingar er-
lend mál. Vissulega eru hinar er-
lendu handbækur margar hverjar
mjög góðar, en það er nú svo að
bækur skrifaðar fyrir íslendinga um
helstu áfangastaði íslenskra ferða-
manna væri þó betri kostur. Jónas
Kristjánsson hefur t.d. skrifað hand-
hægar bækur um nokkrar stórborgir
sem margir hafa haft gagn af. Æ
fleiri íslendingar feröast nú á eigin
vegum svo þörfm fyrir íslenskar
ferðahandbækur um helstu áfanga-
staði okkar eru fáanlegar. Nýlega
rakst Sælkerasíðan á handhæga bók
í fallegu bandi sem heitir „Matur og
drykkir". Þessi bók er nokkurs kon-
ar orðabók og að auki eru nokkrar
upplýsingar um allmörg lönd. Útgef-
andi þessarar fallegu bókar er Borg-
arhlynurinn sf. Vissulega er full þörf
fyrir svona þók því flest okkar eiga
í vand-æðum með að túlka það sen)
á matseðlunum stendur á erlendum
veitingahúsum. Einn er þó stór galli
á þessari faflegu bók og það er að sá
kostur hefur verið valinn að skrá öll
heiti í einfaldri stafrófsröð. Þetta ger-
ir það að verkum aö það tekur óra-
tíma fyrir gestinn að fletta upp í þók-
inni. Hún er sem sagt of flókin í notk-
un. Ef vel á að vera þarf ferðamaður-
inn að fá matseðilinn meö sér heim
á hótel svo hann geti í ró og næöi
þýtt hann. Ef þessi fallega og vel
gerða þók verður endurútgefm þá
skorar Sælkersíðan á útgefendurna
að skipta bókinni í kafla eða lönd og
undir hvert landaheiti kæmi síðan
oröalistinn. Ferðamaður staddur í
París gæti þannig flett einfaldlega
upp á Frakklandi og fengi franska
orðahstann. Nokkuð hefur verið gef-
Umsjón
Sigmar B. Hauksson
ið út af svona bókum erlendis og
mætti t.d. nefna hina ágætu bók „Qu-
entin Qrew’s International pocket
food book“ sem tilvalið væri að taka
miö af.
„Við drekkum minna magn en
betri vín,“ segir Dominique J. Trioné
frá fyrirtækinu De Luze.
Nýlega var staddur hér á landi
Domininique J. Trioné frá hinu virta
vínfyrirtæki De Luze í Bordeaux.
Trioné stjónaði hér vínsmökkun á
nokkrum vínum frá De Luze og hélt
fyrirlestur. De Luze er eitt af þessum
virtu Bordeaux fyrirtækjum sem
framleiða „örugg og jöfn“ vín. Kaup-
andinn veit þannig hvað hann fær
fyrir peningana. De Luze vínin koma
sjaldnast á óvart og valda því ekki
vonbrigðum. Meðal vína frá De Luze
sem má mæla með er t.d. Ch. Bart-
hez sem er eitt besta Bordeauxvínið
sem er á boðstólum í verslunum
ÁTVR.
Trioné var tekinn tali og hann fyrst
spurður hvort ekki væri óæskilegt
að stórfyrirtæki keyptu minni vín-
fyrirtæki eins og áberandi hefur ver-
ið síðustu árin eins og þegar koníaks-
fyrirtækið Remy Martin keypti ný-
lega De Luze? „Jú,“ svaraði Trioné,
„yfirleitt tel ég það ókost og við höf-
um oft séð góö lítil íýrirtæki hverfa
eða missa séreinkenni sín þegar þau
hafa verið keypt af stærri fyrirtækj-
um. Ég heyri að þú ert að fiska eftir
sölunni á De Luze en af þeim kaupum
hef ég satt að segja ekki miklar
áhyggjur. Það eru tvær systur frá
koníakshéraðinu sem keypt hafa De
Luze fyrirtækið. Þær, eins og allir
aðrir koníaksframleiðendur, gera sér
glögga grein fyrir að séreinkennin
skipta verulegu máli varðandi alla
vínframleiðslu, að auki verður fyrir-
tækið áfram fjölskyldufyrirtæki þótt
önnur fjölskylda hafi tekið við því
og starfsmennirnir eru þeir sömu.“
Þá var Dominique Trioné spurður
hvort Bordeauxvínin væru ekki orð-
in allt of dýr? „Það má kannski segja
að Bordeauxvínin hafi oröið fórnar-
dýr eigin frægðar,“ svaraði Trioné.
„En við megum ekki gleyma því að
mestöll þekking á framleiðslu víns
kemur frá Bordeaux. Ef við miðum
við verðin á Búrgundarvínunum þá
eru Bordeauxvínin ekki of dýr.
Bandarisku vínin eru t.d. að mestu
leyti verksmiðjuframleiðsla. Fyrst
Þá má fara að blóta þorra. Margir
hafa beðið spenntir eftir þessum árs-
tíma því þorramaturinn verður æ
vinsælli og er það vel. Þorramatur
er ekkert annað en gamall íslenskur
matur, þ.e.a.s. matur tilreiddur eins
og gert var hér á landi. fyrr á öldum.
Þorramaturinn hér í Reykjavík hef-
ur skánað á síðari árum. Fyrir 2 til
3 árum var sá þorramatur sem hér
var í boði oft ekki góður og stundum
vondur. Kjötmetið var soðið í ediki
eða látið liggja í gerilsneyddri mysu
og fúlna í henni. Hér á árum áður
var besti þorramaturinn í Naustinu
en það er liðin tíð að veitingahús
framleiði þorramat - því miður. Nú
er það Múlakaffi sem er einn stærsti
framleiðandinn á þorramat hér í
Reykjavík. Þá framleiða nokkur
minni fyrirtæki þorramat. Kjötbúr
Péturs er með úrvals þorramat á
boðstólum og ekki er hægt að fá betri
haröfisk eða hákarl en í versluninni
Svalbarða við Framnesveg.
Á þorranum eru veður stundum
válynd, frost og snjór. Hvað er betra
á köldu vetrarkvöldi en funheit, góð,
frönsk lauksúpa. Hér kemur upp-
skrift að ekta Parísarlauksúpu, þetta
er uppskrift fyrir 4. Það þarf 4 lauka
skoma í þunnar sneiðar. Laukurinn
er steiktur í smjöri í potti við mjög
vægan hita þar til að hann er orðinn
fállega grilbrúnn. Þá er 1 lítra af góðú
kjötsoði hellt í pottinn og súpan svo
krydduð með lárviðarlaufi, timjan,
pipar og smáskvettu af hvítvíni, því
má þó sleppa. Súpan'er nú soðin í
30 mín. og þá er hún söltuð. Súpunni
er svo ausið í 4 eldfastar skálar, rist-
aðir brauðteningar settir í skálarnar
ásamt góðu magni af rifnum osti, sem
er stráð yfir. Skálunum er stungið
inn í 250 gráðu heitan ofn. Þegar ost-
urinn fer að taka lit er súpan til.
INSÆLI.
HÁKARUHN
KOMIIW
Besti hákarlinn og harðfiskurinn fæst í versluninni Svalbarða. Já, það er
alveg öruggt.
\' ' í '
• - '
iii
['ÁcÁ í
t ' '
Dominique J. Trioné, vínfræðingur frá Frakklandi.
þegar ég skoðaði bandarísku vínfyr-
irtækin tók ég eftir því að flestar
verksmiðjunar og akranir voru niðri
í dölunum en ekki uppi í hlíðunum
en því ofar sem akranir em því betri
verða vínin. Þegar ég spurði um þetta
var mér tjáð að framleiðslan væri
meiri niðri í dölunum, það var sem
sagt ekki verið að hugsa um gæðin.
Svona hugsunarháttur gengi ekki í
Bordeaux, þar er verið að selja gæði
en ekki magn.“ Dominique Trioné
var því næst spurður að því hverjar
hann héldi að yrðu helstu breyting-
amar á áfengisneyslu íslendinga eft-
ir að farið væri að selja sterkan bjór
hér á landi? „Því get ég ekki svarað,
ég þekki ekki nægjanlega vel til hér
á landi til að geta svarað þessari
spurningu. Þó held ég að minna verði
drukkið af ódýrum, hálfsætum hvít-
vínum. Þróunin í Evrópu virðist alls
staðar vera sú að almenningur er
farinn að drekka minna magn af víni
en betri vín og dýrari. Að lokum var
Trioné Spuröur hvaða vín honum
þætti best að frátöldum þeim
frönsku? „Það koma nokkur ljóm-
andi vín frá Chile og Suður-Afríku
en ég hugsa nú að áströlsku vínin
séu í mestu uppáhaldi hjá mér.“
Pommard 1983. Gott vín á góðu verði I Mjódd.
Að undanförnu hefur nokkuð að orði um Pommard: „Surpris-
verið fjallaö um þau sérpöntuðu ingly solid and ricMy-flavoured.“
léttvín sem á boöstólum em S versl- Þrátt fyrir allt er Pommard „létt“
un ÁTVR í Mjódd. Flest eru þessi vín og ekki mjög lyktarmikið þó er
vín í dýrari kantinum sem vonlegt af því þægileg vorangan. Pommard
er. Þó er óvenjulega gott verð á er hins vegar bragðmikið en þó
hinu virðulega Búrgundarvíni sýrulítið, bragöið þó skarpt. Bragð-
Pommard. Skammt frá hjarta fyllingin er mikil og bragðið ríkt.
Búrgúndarhéraðs, í hinni fornu og Við smökkun á þessu víni voru
fógru borg Beaune, eru hreppamir menn sammála um aö hér væri um
Pommard og Volanay. Þessir að ræöa Ijómandi matarvín.
hreppar hafa þá sérstöðu að þeir Pommard passar sérlega vel með
eru frægari en vínfyrirtækin. lambakjöti, t.d. lambahrygg með
Pommard er því eiginlega sámheiti góðri ostafyllingu. Sérstaða Pomm-
yfir vínin frá Pommardhreppi og ard er sem sagt sú hvað þaö er létt
eru vínin aö mestu rauð. Pommard miðað við hið mikla og góða bragð
er virðulegt vín sem skipað hefur og hér er dæmigert rautt Búrgúnd-
sér í hóp hinna klassisku vína ef arvín og það sem meira er - á góöu
svo má að orði komast. Þekktur verði.
breskur vín-„skríbent“ komst svo