Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Page 13
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
13
Uppáhaldsmatur á sunnudegi
Tónlistarmaöurinn Valgeir Guðjónsson notfærir sér frelsi við matseldina og stingur upp á að stofnuð verði sam-
tök áhugafólks um matreiðslu á nýrri ýsu. DV-mynd S
Tilbrigði
um ýsu
- að hætti Valgeirs Guðjónssonar
Valgeir Guðjónsson,
hinn fjölhæfi listamaður,
hefur í mörgu að snúast
þessa dagana. Hann er að
ganga frá samningum um
verk sem hann er að taka
að sér á næstunni og les-
endur fá væntanlega að
heyra meira um áður en
langt um líður. Auk þess
var hann einn þeirra sem
valdir voru til að búa til lag
fyrir söngvakeppni Sjón-
varpsins. Valgeir er einnig
matáhugamaður og gefur
að þessu sinni lesendum
DV uppáhaldsuppskift
sína sem hann kallar Til-
brigði við ýsuflak. Góð
hugmynd hjá Valgeiri að
velja ýsu núna þegar hægt
er að fá hana glænýja í
hverri búð.
„Ýsa var það heillin,
stendur einhvers staðar,“
sagði Valgeir er hann var
beðinn um uppáhaldsupp-
skrift. „Þegar ég stend við
eldavélina matreiði ég ýs-
una kannski svona:
Hita ofninn í ca 175° og
sker fiskinn í hæfileg
stykki, pipra þau og salta
jafnhæfilega. Legg fiskinn
í eldfast ílát og set á hvert
stykki slettu af sýrðum
rjóma sem ég bragðbæti
með karrí, gráðosti, oreg-
on, Mexíkókryddi eða bara
hverju því sem hugurinn
girnist og bragðlaukunum
hugnast. Varast skal að
krydda um of svo fiskur-
inn verði ekki undir í sam-
keppninni og baka síðan í
ofninum hæfilega lengi.
Þessi ýsumatseld má
þróa fram eftir aldri, prófa
ný og óvænt brögð, efna til
getraunaleikja um sýrða
kryddrjómann meðan á
máltíð stendur og jafnvel
gangast fyrir stofnun land-
sambands áhugafólks um
málstaðinn. Meðlætið get-
ur og verið af ýmsum toga:
Grjón, jarðepli, salat eða
brauð. Eins má neyta
ýsunnar „on the rocks“ að
hætti sumra Japana.
Einn af stóru kostunúm
við svona matseld er hið
fullkomna frelsi við leitina
að bragðinu góða. Þess
vegna finnst mér gaman
að elda tilbrigði við ýsu-
flak“
-ELA
irihRÉTTINQAR „£>r
Við smiðum innréttingar í íbúðir eða
skrifstofúr, t.d. handrið, stiga, loft, eld-
hús- og baðinnréttingar, forstofuinnrétt-
ingar o.fl.
DRAfTiARÞJÓriUSTA:
Við komum, mælum og gerum verðtilboð
ykkur að kostnaðarlausu.
Hringið í síma 65-25-93 eða 50393.
„&rcjn k.|.
Strandgötu 75 tréSYVlÍÖjcl
Hafnarfirði - Símar 65-25-93 og 50393
Auglýsing
Nýtt símanúmer
Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórnarráð
íslands símanúmerið
60 90 00
Auglýsing
um álestur ökumæla
Samkvæmt lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vega-
gerðar, skal eigandi eða umráðamaður dísilbifreiðar
koma með bifreið sína til álesturs á síðustu 20 dögum
hvers gjaldtímabils, þ.e. næst á tímabilinu 20. janúar
til 10. febrúar nk.
Álestur fer fram hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. á eft-
irtöldum stöðum:
Reykjavík, Keflavík, Selfossi, Akureyri, Akranesi,
Borgarnesi, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði/Eski-
firði og Hvolsvelli.
Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins sinna
lögreglustjórar og eftir atvikum hreppstjórar, svo sem
verið hefur, álestrinum annars staðar á landinu.
Fjármálaráðuneytið.
ÚTSALA
í öllum
búðunum
30-60% AFSLÁTTUR
Byrjjar mánudaginn 23. janúar