Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 21
- LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. /»(•21 Ofj arli mætt - sannsögulegt samtal úr flugvél Það er ekki það oft sem maður mætir ofjarli sínum en þetta henti mig þó á dögunum er mig bar heim á leið til íslands utan frá Ameríku, í einu af hinum þröngu sætum Flug- leiða rétt fyrir jólin sem nú eru nýlið- in. Mér hafði verið holað niður aftar- lega í vélinni þó ekki í raðir reykj- enda heldur í miösæti á milli tveggja misaldra kvenna. Á vinstri hönd mína sat hftrfríö ung stúlka sem ég taldi þegar að væri hánorsk og sann- aði hún mér það innsæi mjög fljót- lega með sínum vængjaða talanda, en mér á hægri hönd sat hins vegar roskin bandarísk húsmóðir eða svo sýndist mér einnig réttilega vera. Hér var ég sem sagt staddur í nokk- urri kvennaklemmu, á milli tveggja nálægra sálna sem mér sýndust á svipnum að væru iðandi af löngun til-þess að tala og tala út, opna sig og standa berskjaldaðar gagnvart mér. Það var því með óvenjulegri ákveðni sem ég greip og gróf mig niður í eintak af DV sem flugfreyjan hafði rétt mér áður en vélin tók sig á loft. Af þegjandi áfergju sökkti ég mér niður í nýlegar íslenskar fréttir af utanför Guðna Bergs og heim- komu Lindu Péturs. En þó að DV sé bæði stórt og mikið blað er erfltt að treina sér það til lesn- ingar alla leið frá Hudson-flóa og heim að Reykjanesvita og skammt undan Grænlandsströndum hef ég lokið við skemmtilega upptalningu á helgarvöktum apótekanna og neyðist til þess að láta blaðið góða niður síga. Ég sit varnarlaus gagnvart þessum tveimur málfreyjum og stoðar lítt þótt ég reyni að skoða leiðarvisi neyðarútganga vélarinnar, hann verður mér alls ekki sú vörn sem Dagblaðið. Og von bráðar byrjar sú til hægri að krukka í mig með lúmsk- um athugasemdum. Að hætti Amer- íkana hefur hún spurningahríðina á þeirri sigildu „Hvaðan ert þú?“ og síðan fylgja fleiri og lengri að loknum stuttlegum svörum mínum. En mér á óvart lengjast þó smám saman svör mín og það vottar jafnvel fyrir áhuga með mér á þessari konu sem virðist svo átakanlega venjuleg. Eitthvað er það sem ég finn í fari hennar sem Ur mínu höfði Hallgrímur Helgason Hallgrimur Helgason kallar á áhuga minn, eitthvað sem kemur í ljós þegar á samtalið líður. Smám saman rennur það upp fyrir manni að hér er ekki við að ræða neina venjulega manneskju, nei, hér hefur maður greinilega loks mætt ofjarli sínum, þessi kona er ein af þeim sem kann allt, veit allt og hefur gert það allt saman sjálf. Þetta samtal okkar fer sakleysis- lega af stað og hún bendir mér á ull- arvöruauglýsingarnar í „Atl- antica“-tímaritinu með öllum hinum geysifógru ljósmyndum Páls Stefáns- sonar og við hefjum spjall um iðn- rekstur. Þar kem ég ekki að tómum kofanum þvi í ljós kemur aö hún hefur nýhafið rekstur á sínu eigin fyrirtæki, hún sér um allt í sambandi við pakkningar, gjafaumbúðir og svoleiöis, „ef þú kauþir svona ilm- vatn á flugvellinum, þá færðu svona pakkningar, eins og ég geri.“ Því miður kannast ég ekki við slíkar umbúöir þar sem ég kaupi sjaldan ilmvörur í flughöfnum en næ að sveigja umræðuna að íslensku mód- elunum í ullarpeysunum á litmynd- unum í Atlantica. Ég ýja létt aö því að módelstörfm séu nú alls ekkert auðveld, þetta Sé hörkudjobb, en hún er þá fljót að flétta sér mat úr því, því „þetta þekki ég allt svo vel, elsk- an mín góða, ég var módel sjálf í tutt- ugu ár, já, já, biddu fyrir þér, maður, það var sko ekkert sældarlíf...“ Ekki treysti ég mér að halda fram umræðu um sýningarstörf við svo sviösvana manneskju og kem mér undan henni meö því aö koma auga út um gluggann, þar sem í pólsvartri nóttunni blikkar óreglulegt ljós und- ir væng flugvélarinnar. Mér tekst að beina athygli hennar að því og spyr rétt sisvona hvort þetta sé nú ekki óeðlilegt blikk, varla eigi þetta að vera svona, er ekki eitthvað að? En vonir mínar um að eyða samtalinu út um gluggann með þessari tækni- legu athugasemd verða að engu þeg- ar í ljós kemur aö konan hefur einka- flugmannspróf, „Já, nei, blessaður, hafðu ekki áhyggjur af þessu þetta er bara flugsviðsljósið, ég þekki þetta svo vel, ég flýg nefnilega svo mikið, á meira að segja litla eins hreyflls- vél.“ Og þannig heldur hún áfram nokkra stund um leið og ég tek nokk- ur létt andvörp. Að loknum fleiri flugsögum fer hún síðan að grennsl- ast fyrir um mína hagi en byrjar svo , strax að mala meira þegar ég segist vera listmálari að atvinnu. „Nei, en gaman, ég er nefnilega líka svo mikið að mála, já, já, ég mála portrett og landslag, og stundum kannski dýra- myndir líka en mér flnnst bara svo erfltt að málá öll þessi hár, en þú, hvað málar þú?“ Ég get hins vegar ómögulega farið að lýsa því fyrir henni í fáum orðum og reyni í þriðja sinn að beina um- ræöunni inn á almennari brautir, fer að fjalla létt um vandamál líðandi stundar. Fljótt ber okkur niður í umfjöllun um ættleiðingar sem þó endar snögglega þegar hún opnar sig og upplýsir mig um að hún hafi sjálf verið ættleidd í tvígang. „Já, já, biddu fyrir þér, ég þekki þetta allt svo vel, heldurðu að ég hafi ekki verið svona óheppin með fjölskyldu í fyrra skipt- ið?“ Ég þakka pent þessa óvæntu opnun og reyni að fitja upp á óhuggu- legri atburcum, en allt fyrir ekki, því , já, ég þekki það, mömmu var nefni- lega nauðgað, þ.e.a.s. þannig varð hún ólétt að mér, já, já, blessaður, ég var svo mikið vandamálabarn." Það kemur létt á mig svo ég sveigi talið að hversdagslegri vanda, en í ljós kemur að konan er auðvitað tví- fráskilin og skilur það því þeim mun betur. Enn reyni ég að skipta um gír og beini máli mínu að bjartari hliö- um, segist hafa gengið í hjónaband á árinu, en það virkar þó hálflítilfjör- legt miöað við bónorðið sem hún fékk fyrr í vikunni og alla spennuna í kringum það. Það kemur mér því ekki lengur á óvart þegar þessi kona við hlið mér í flugvélinni reynist vera skyggn að eigin sögn, hún þekki það vel hvern- ig hún sjái atburði langt fram í tím- ann, m.a. hafi hún sagt fyrir um flug- slysið mikla í Skotlandi. Ég malda lítt í mótinn og fer eitthvað að babbla um hve hræðilegt þaö hafi nú verið, fiöldi manns hafi dáiö. En ég hrekk þó fljótt upp úr því áhugaleysisgjálfri þegar hún fyllir mælinn með athuga- semd sem úr munni hennar hljómar þó jafnhversdagslega og allar hinar á undan. „Dáið, já, já, elskan mín góða, það þekki ég nú svo vel, þvi að ég hef nefnilega dáið sjálf, biddu fyr- ir þér, ég lá þarna á skurðarborðinu hjá þeim eftir bílslysið og sveif bara sisvona upp úr líkamanum og sá sjálfan mig liggja þarna undir hníf- unum hjá þeim, þetta var svona kort- ér, tuttugu mínútur, ég dó í svona kortér, áður en ég kom aftur niöur." Að þessu lokíiu treysti ég mér ekki til að heyra meira, næg var þessi of- urmennska orðin i bili og pínulítill lét ég mig síga niður í sætið um leið og sú norska hinum megin viö mig lifnaði við. Hún liafði heyrt að ein- hver hafði dáið, einhver var í tali sínu komin út yfir gröf og dauða og það fékk hún ekki staðist og hóf þeg- ar þátttöku í þessum umræðum. En ég hallaði sæti mínu aftur og lét sem ég svæfi það sem eftir var leiðar heim tO íslands þó ég fengi alls ekki sofið, því yfir hinum heimsku hausamót- um mínum fóru nú fram einar þær mestu, dýpstu, opnustu og einlæg- ustu samræður sem fram hafa farið á mifli tveggja skrafunnandi kvenna. Flaug þar á milli þeirra margur gull- molinn og mörg þekkingin sem ég fékk aflað mér með þessum gervi- svefni, leyndarmál sem\ég get því miður ekki miðlað til háttvirtra les- enda af einfóldum ástæðum. Hallgrímur Helgason. Frá Textiltríennalnum ad Kjarvalsstöðum, i forgrunni eru verk eftir Jennifer Lloyd, Noregi. Árið 1988 var nokkuð gott fyrir mér til að um það bil fimmtán veflist- unnendur veflista á íslandi. Telst arsýningar hafi verið haldnar á því Veftir öðrum þræði Fimmti norræni Textíltríennalinn timabOi, þar á meðal nokkrar eftir þekktar listakonur á borð við Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Ásu Ólafsdótt- ur, Kristínu Jónsdóttur frá Munka- þverá og Halldóru Thoroddsen. Auk þess komu að minnsta kosti þrjár markverðar sýningar að utan : Sænsk veflist, samsýningin „saar- illa" og „3 norrænar veflistakonur" (Annette Graae, Merete Zacho & Anette Örom). Ekki fór á milli mála að á öllum þessum sýningum var fyrst og fremst gengið erinda þráöar og vefta, könn- uð mýkt og áferð bands og þanþol þels. Við vitum sem sagt hvar við Stönd- um þegar verk ofangreindra hsta- manna eru annars vegar. Svo kemur Norræni textíltríennal- inn, og við vitum ekki okkar rjúk- andi ráð, því þar stríðir fiöldi verka jafnan gegn grundvallarreglum um veflistir. Sem þýðir ekki að þau séu slæm, seisei nei, heldur aðeins að þau séu til orðin á allt öðrum forsendum. Þá er spurningin hvort ekki sé löngu oröið tímabært annað tveggja að þrengja vinnureglur dómnefndar, eða að gera þær enn frjálslégri og kenna sýninguna þá viö „mjúk efni" eða „efnabreytingar" fremur en vef- listir. Ég vil í þessu sambandi minna á „Stoffwechsel" sýningarnar í Kassel þar sem tilraunir með mjúk efni eru í fyrirrúmi. Pappírsmassi og tjörupappi Þessar hugsanir flökruðu að mér við skoðun á fimmta Textíltríenn- alnum, sem nú hefur göngu sína aö Kjarvalsstöðum og verður á flakki um Norðurlöndin öll árið 1989. Þar eru nefnilega verk sem mundu sóma sér vel á flestum skúlptúrsýn- ingum, gerð úr handgerðum pappír, pappírsmassa og tjörupappa, eða úr gerviefnum: plastþynnum, álþynn- um, pólýester og plexígleri. Þarna eru grafisk þrykk á dúkum, svo og málverk á dúkum, vantar að- eins blindrammann. Einnig er áberandi að á sýningunni er leitun að verkum með minnstu hlutbundnu skírskotun, sem kemur soldiö flatt upp á mann eftir norrænu samsýningarnar sem nefndar voru hér í upphafi. Þar virtist nefnilega ríkja jafnræði milli hins hlutbundna og hins óhlut- bundna. En ítrekað skal að.efasemdir mínar varða eingöngu þær forsendur, eða vöntun á forsendum, sem þessi Text- íltríennall er reistur á, ekki þau verk sem á honum eru sýnd. Uppíloft og upp á nýtt Þar má nefnilega líta fiöldann allan af verkum sem reyna með ýmsum hætti á hefðbundinn efnivið og við- tekin viðhorf, sérstaklega í þrívíðri list, snúa þeim uppíloft og skilgreina þau upp á nýtt. Ég vil til dæmis nefna renninga Beret Aksnes frá Noregi, filt-skúlpt- úra löndu hennar, Kristine Broders- en, pólýester-skúlptúra Gjertrud HaJs, einnig frá Noregi, gólf-samloku Leenu Rantanen, Finnlandi, lín-og tjörupappaverk Onnuhisu Troberg, Finnlandi og „brú“ Merju Winqvist, Finnlandi. Mér sýnist sem sagt á öllu sem norskir og finnskir listamenn komi best út úr'þessum Tríennal. Þess ber einnig að geta að uppsetn- ing á sýningunni er sérlega stílhrein og smekkleg. -ai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.