Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Side 23
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
DV
Molðor
Spádómur
sem rættist
Skömmu fyrir jólin árið 1973
ciatt bandarískum efnafræðingi
að nafhi Sherry Rowland í hug
að reikna út hvaða áhrif efna-
sambönd í úðabrúsum hefðu á
ósonlagið í himinhvolfinu. Niður-
staðan varð sú að áður en langt
um liði gætu myndast göt í óson-
lagið.
Utreikningar Rowlands vöktu
nokkra athygli á sínum tíma og
lagt var til að hætt yrði að nota
úðabrúsa. Á þær kröfúr hlustuðu
þó fáir enda þóttu útreikningar
Rowlands minna um of á vísinda-
skáldskap.
Það var ekki fyrr en fyrir tveim-
ur árum þegar sönnur voru færö-
ar á gat í ósonlaginu yfir Suður-
skautslandinu aö jarðarbúa
rönkuöu við sér og nú er viður-
kennt að nær hefði verið að
hlusta fyrr á efnafræðinginn.
Kondórar verða að fá sérkennslu
til að bjarga sér.
Skóli
fyrir kondóra
Bandaríkjamenn hafa miklar
áhyggjur afþví að amerískikond-
órinn deyi út. í Kaliforníu hefur
verið komið upp útungunar-
stöðvum þar sem ungum kondór-
um er ungað út ogþeir aldir upp.
Það hefur reynst vandræöa-
laust aö halda lífi í ungunum en
vandamáliö er að enginn er til að
kenna þeim að lifa eftir að
umönnuninni í útungunarstöð-
inni sleppir. Reynslan hefúr sýnt
að kondóramir læra að fljúga án
kennslu en þeir eru algerir ratar
í að afla sér fæðu.
Nú eru sérfræðingar í lífshátt-
um kondóra að kynna sér hvem-
ig fullorðnir kondórar kenna af-
kvæmum sínum að leita matar.
Ætlunin er að nota þekkinguna
til að kenna ungunum listina því
þeir virðast ekki hafa fæðst með
hæfileika til að bjarga sér.
Geimstöðln á að líkjast þeim
sem byggðar verða fjarri jörðu.
Jarðbundin
geimstöð
Bandaríska geimferðastofnun-
in hefur Iátið smíöa eftirlíkingu
af geimstöð á jörðu niðri. Tilgang-
urinn er aö gefa ungu fólki kost
áað kynnast ímynduðu geiralífi.
Svefnklefum og vinnuaðstöðu
er komíð fyrir i sex hólkum sem
era á lengd við fótboltavöll. Öll
aðstaða er sem likust því sem tal-
ið er að verði í geimnum eftir fá
ár.
Hugmyndin að þessari jarð-
bundnu geimstöð er komin frá
sjálfum Werner von Braun sem
um árabil var hélsti sérfræðingur
Bandaríkjamanna í smíði eld-
flauga eftir að hafa lært undir-
stöðuatriðin í Þýskalandi á valda-
tíma Hitlers. Hann stakk upp á
þessu skömmu eftir árið 1970.
23
Vísindi
Plast í
stað smjörs
Á sama tíma og læknar ráða mönn-
um frá að borða of mikla fitu vinna
nú nokkur fyrirtækið að því að búa
fil fitu sem ekki er fitandi. Þrátt fyr-
ir allan áróðurinn gegn fitunni freist-
ast menn til að neyta hennar í ríkara
mæH en nokkur hefur gott af.
í Bandaríkjunum er nýjungagjarnt
matvælafyrirtæki sem kallast Proc-
ter&Gamble. Á vegum þess er nú
verið að búa til fitu sem Htur út eins
og smjör eða smjörHki, bragðast eins
en hefur engar hitaeiningar.
Þetta fyrirbæri kallast olesta og er
að grunni til úr plasti. Plastið í olesta
meltist ekki og gengur í gegnum
meltingarveg manna án þess að gefa
nokkra næringu. Bragðið á hins veg-
ar að vera ósvikið.
Framleiðandi olesta bíður nú eftir
að matvælaeftirlitið vestra samþykki
framleiðsluna og gefi út yfirlýsingu
um að eiginleikar efnisins séu þeir
sem af er látið.
Fáist þetta samþykki verður nýja
fitan sett á markað. Hana má nota í
alla mata og í staðinn fyrir smjör.
Olesta þolir hita og ætti því að duga
til steikingar og í bakstur. Enn hafa
engar vísbendingar komið fram um
að efnið sé hættulegt mönnum.
Annað matvælafyrirtæki hefur
einnig boðað almenna sölu á nýju
fitulíki þegar í vor. Það er Nutra-
Sweet sem þekktast er fyrir gerv-
isykur. Þetta efni er unnið í eggja-
hvítu og bragðast eins og smjör en
er kólesterólfrítt og hitaeininga-
snautt.
Þetta er gert með sérstakri hita-
meðferð sem hefur þann ókost að ef
hita á efnið aftur eyðileggst það. Efn-
ið, sem kallast Simplesse, kemur því
ekki að fullum notum við elda-
mennsku. Það hefur þó þann kost að
vera búið til úr alþekktu næringar-
efni og því er ekkert því til fyrirstöðu
að það verði sett á markað.
Olesta á að bragðast eins og smjör en er úr plasti og meltist því ekki.
Eigendur sextán bandarískra raf-
eindafyrirtækja íhuga nú að taka
höndum saman um framleiðslu á
svokölluðum hágæðasjónvörpum.
Undirbúningur fyrir samstarfið er
þegar hafinn þótt endanleg ákvörðun
hafi ekki verið tekin.
Ástæðan fyrir áhuga á samstarfi
er að bandarísku fyrirtækin óttast
að standast ekki japönsku rafeinda-
risunum snúning í gerð hágæðasjón-
varpa. í Japan er gerð slíkra sjón-
varpa þegar vel á veg komin og talið
er að tilraunaútsendingar hefjist þar
eftir eitt til tvö ár. í Evrópu er vinna
við hliðstætt sjónvarpskerfi þegar
vel á veg komin.
Á undanförum áram hafa banda-
rísk fyrirtæki tapað svo gott sem öll-
um markaði fyrir sjónvörp yfir til
framleiðenda í Japan og Evrópu.
Þetta hefur mönnum sviðið sárt í
sjálfu föðurlandi sjónvarpsins.
Nú er því spáð að í byrjun næsta
áratugar verði bylting í sjónvarps-
sendingum þegar hágæðasjónvörpin
koma á markaðinn. Þau eru japönsk
uppfinning sem leiðir til þess að
skýrleiki mynda á sjónvarpsskján-
um batnar um allan helming. Því er
líklegt að margir sjónvarpsnotendur
endurnýi tæki sín um leið og útsend-
ingum sjónvarpsstöðva verður
breytt fyrir hina nýju tækni.
Bandaríkjamenn sjá fram á að
verða utanveltu í þessari nýju sjón-
varpsbyltingu. Enginn einn fram-
leiðandi sjónvarpa þar í landi getur
keppt við japönsku risana. Því hafa
fyrirtæki eins og IBM, Hewlett-
Minnum
hvert annað á -
Spennum beltin!
Packard, Apple og Zenith hug á að
standa saman í baráttunni.
Þetta eru fyrirtæki sem nú eru
helstu framleiðendur heimsins á
tölvum. Þau sjá fram á að nýju sjón-
varpsskjáirnir muni einnig breyta
hefðbundnum tölvuskjáum og því
geti yfirburðir Japana í sjónvarps-
tækninni leitt til þess að þeir styrki
stöðu sína á tölvumarkaðnum.
Ástæðan til þess að sameinast gegn
Japönum er því tvöföld.
-tfH'BfiO
Vöðvanuddbelti
Tækið gefur gott og öflugt nudd á einstaka parta lik-
amans, s.s. mjaðmir, mitti, rass, læri, háls o.fl.
Til að losna við aukakiló og pokamyndun á kviði og
lærum þá getið þið treyst ánægjulegu og árangursriku
nuddi vöðvanuddbeltisins.
Til að ná góðum árangri ofarlega á lærum látið þið
nuddbeltið vera lengi að.
Tækið vinnur gegn „appelsinuhúð", til að jafna og
herða kviðvöðva notið nuddbeltið 10-15 min. dag-
lega. Til að ná hraðari árangri notið sömu aðferð
nokkur skipti á dag.
Nuddbeltið er lika upplagt til að mýkja stirða axlar-
vöðva. Leggstu á sófa með nuddbeltið undir iljum.
Blóðrás örvast á örfáum minútum, þungi og þreyta
liður hjá.
Tækið er hannað úr sérstökum plastefnum sem ekki
valda ofnæmi. Það gengur fyrir 2 stk. 1,5 V rafhlöðum
sem gerir notkun þægilega og örugga. Tækið er hann-
að með stillanlegu belti sem gerir það að verkum að
tækið fellur þétt að hvaða likamshluta sem er.
Mitti Mjaðmir
Bak
Háls
Læri
Póstverslunin Príma
Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga
vikunnar kl. 9.00-22.00.
® VISA S EUROCAfí'D
Fótóhúsið - Príma
- ljósmynda- og gjafavöruverslun,
Bankastræti, sími 21556. r=-,
LJ6J