Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Qupperneq 30
46 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. LífsstQI Nýir áningarstaðir: Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn Eftir aö Ölfusárbrúin á Óseyrar- nesi var tekin í notkun hefur umferð ferðamanna, einkanlega á sunnu- dögum, aukist mjög mikið á Stokks- eyri, Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. „Við urðum varir við að ferða- mönnum fjölgaði mjög í Þorlákshöfn strax eftir að brúin var vígð í byrjun september í fyrra. Það hefur verið rætt meðal sveitarstjórnarmanna í Þorlákshöfn að reyna að auka þjón- ustu við ferðamenn. Það hafa hins vegar ekki verið teknar neinar ákvarðanir þar aö lútandi," segir "Guðmundur Hermannsson sveitar- stjóri. „Áöur en við heíjumst handa við að byggja upp ferðamannþjónustu viljum við reyna að átta okkur á því hversu margir koma til með að heim- sækja þorpið og hvers konar þjón- usta það er sem fólk er að leita eftir. Söfn og sund Það sem ferðamenn hafa helst áhuga á að skoða hér í þorpinu er minjasafnið, kirkjan og svo eru margir sem koma hingað og bregða sér í sund. Það er einnig fjöldi manns sem fer og skoöar Strandarkirkju og svo Garðyrkjuskólann á Reykjum. Grétar Zophaníasson, sveitarstjóri á Stokkseyri, tók í sama streng og Guðmundur og sagði að þar væru menn lítið farnir að huga að bættri þjónustu viö ferðamenn í kjölfar aukins ferðamannastraums. „Við erum ekki með nein áform uppi þó svo við höfum rætt þessi mál nokkuð upp á síðkastið. í framtíðar- skipulagi fyrir Stokkseyri er gert ráð fyrir tjaldstæðum og ég geri ráð fyrir að það verði hafist handa við aö út- búa þau einhvern tímann á næst- unni.“ Þuríðarbúð Flestir þeir sem eiga hér leið um keyra austur fyrir þorpið og skoða fjöruna en hún þykir mjög sérstæð og falleg. Og eins skoða margir minjasafnið Þuríðarbúð sem er sjó- búð í gamla stílnum og kennd við Þurðíði formann Einarsdóttur sem Umferð fólks um Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn hefur aukist til mikilla muna á síðustu mánuðum. var upp á sitt besta á fyrri hluta síð- ustu aldar,“ sagði Grétar. Sjóminjasafn og gömul hús „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um bætta þjónustu við ferðamenn. En við erum að ræða ýmsa möguleika. Það verður opnað hér nýtt sjóminjsafn í næsta mánuði og það verður áhugavert fyrir fólk að skoða það. Svo höfum við rætt um að koma hér upp veitingasölu ásamt ýmsu öðru sem ekki er tímabært að tíunda á þessari stundu, Það má kannski segja að við höfum ekki ver- ið nægjanlega á varðbergi varðandi ferðamannaþjónustu hér á staðnum. Það var eins og menn vildu ekki trúa því að Ölfusárbrúin væri loksins komin í gagnið og því höfum við ver- ið dálítið seinir að taka við okkur. Ferðamenn, sem eiga leið hér um, keyra flestir um þorpið og skoða það. Hér er töluvert af gömlum húsum sem mönnum þykir gaman að hta á og eins hefur veriö varðveitt hér heil- leg götumynd síðan um aldamót," segir Magnús Karel Hannesson, odd- viti á Eyrarbakka. -J.Mar Flugleiðir: Ódýrara að fljúga frá Lúxemborg til New York en frá íslandi - nema á dýru fargjöldunum Að undanfórnu hafa nokkrir ein- staklingar haft samband við ferða- 'síðu DV og bent á að það væri miklu ódýrara að fljúga frá Lúxemborg til New York en frá íslandi. Hjá söludeild Flugleiða í Lækjar- götu fengust þær upplýsingar að Apex-miði héðan til New York kost- aði frá og með 1. júní 41.720 krónur. Skilmálamir, sem fylgja miöanum, eru þeir að panta verður hann með minnst fjórtán daga fyrirvara og greiða hann. Lágmarksdvöl vestra er 7 dagar en hámarksdvöl er tveir mánuöir. Ekki er hægt að kaupa sambærilegan miða frá Lúxemborg til New York en sá miði, sem er lík- astur Apex-miðanum, er Super-Pex- miði en hann kostar hins vegar ekki nema 26.915 krónur. Skilmálarnir, sem fylgja þeim miða, eru að panta verður hann og greiða með þriggja vikna fyrirvara. Lágmarksdvöl í Bandaríkjunum er sjö dagar en há- marksdvöl þrjár vikur. íslendingar geta ekki notfært sér ódýru miðana sem hægt er að kaupa i Lúxemborg því samkvæmt reglum Flugleiða verða þeir að hafa keypt flugmiðana á íslandi. Ef þeir vilja fljúga til Bandaríkj- anna á þeim kjörum sem Flugleiðir bjóða í Lúxemborg verða þeir að fljúga fyrst til Lúxemborgar og þaðan aftur til íslands og svo áfram yfir hafið til Bandaríkjanna. Haft var samband við Einar Sig- urðsson, blaðafulltrúa Flugleiöa, vegna þessa. Hann sagði að vissulega gæti verið mismunur á verði á flug- miðum á þessari leið. Tók hann sem dæmi að miði á Saga Class héðan og til New York kostaði um 70 þúsund krónur en sams konar miði frá Lúx- emborg kostaði um 90 þúsund krón- ur. Opinn ársmiði kostar héðan til New York um 63 þúsund krónur en frá Lúxemborg rúmar 71 þúsund krónur. Það er sem sagt miklu ódýrara að fljúga frá íslandi ef keyptir eru dýr- ari flugmiöarnir en ef ferðafólk ætlar að notfæra sér ódýr flugfargjöld á þessari leið snýst dæmiö hins vegar við. -J.Mar Um þessar mundir er miklu ódýrara að fljúga frá Lúxemborg til New York ef keypt eru ódýrari fargjöldin. Dæmiö snýst hins vegar við ef keyptur er ársmiði eða miði á Saga Class. Veðrið í útlöndum HITASTIG I GRÁÐUM Otil -10 1 til 5 6 til 10 11 til 15 16 til 20 20 til 251 25 til 30 30 st|g Byggt á veðurfréttum Veðúrstofu Islands kl. 12 á hádeoi. föstudao Akureyri 9° Evróþa Reykjavík 8' Þórshöfn 9° Bergen12° ) J Q Helsinki13° Sl Glasgow12^ oslób^i ^ \ „Stb'Wthólmur 19 Káupmannahöfn 20°BJ « 0 Hamborg 23° Amsterdam24° /''Jk Berlín 25° P3Hs2r(5 ^ ®vín2r . ____ Barcelona 20°- Feneyjar 20° Algarv©2? I W DAn f I Mallorca23‘ RómSl^ \ r' r-4/ w í i r Heiðskírt Léttskýj o 0 Hálfskýjeð Skýjað Alskýjað NorðurV Ámeríka tl Morttreal,^8^oQ Tn?* c Chicagó19?J 0 é New York 16° Los Angeles 23° ■ ■ ' Vw Q(lando21° jT" 5 /S Rigning Skúrir '.' Snjókoma Þrumuveður _ Þoka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.