Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989.
Fréttir
________________________________DV
Samningar háskólamanna eiga að auka launamismuninn:
Setjast á hrygg Sóknar-
stúlkunnar og gefa í
- segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastj óri Starfsmannafélags ríkisstofhana
„Þaö voru fleiri en einn ráöherra
sem lýstu því yfir eftir samningana
við okkur og Alþýðusambandið að
þeir samningar væru stefnumörkun
í kjaramálum sem þeir væru stoltir
af. Samningamir, sem ríkisstjómin
hefur verið að gera að undanfómu,
ganga hins vegar þvert á þessa
stefnu," sagði Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdasfjóri Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana.
í DV í gær var greint frá þeim mikla
mun sem er á samningum Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja við ríkis-
stjómina og þeim samningum sem
háskólamenn, kennarar og meina-
tæknar hafa náð.
„Ég get vel unnt háskólamönnum
að ná fram góðum samningum. Þá
varðar ekkert um þjóöarhag og þá
sem sömdu við þá ekki heldur, aö
því er virðist," sagöi Gunnar.
„Það sem mér finnst alvarlegast er
að lausn kjaradeilunnar fólst í raun
í því að samkvæmt ákvæðum samn-
ingsins eigi að auka launamismun-
inn í landinu á næstu ámm. Það á
að tryggja þetta með vísitölu kaup-
gjalds láglaunastéttanna í landinu.
Mér finnst það eins ómerkilegt og
hugsast getur að þessar stéttir skuli
leyfa sér að setjast á hrygginn á
Sóknarstúlkunni og gefa í.“
Gunnar vísar þama til ákvæðis í
samningum háskóiamanna sem
kveður á um að þeir skuli fá allar
þær hækkanir sem opinberir starfs-
menn, félagar í Alþýðusambandinu
og sjómenn fá. Til viðbótar er síðan
ákvæði um að háskólamenn skuh
hækka í launum umfram þetta með
tilliti til fjármálalegrar ábyrgðar og
mannaforráða.
Staðið verði við fyrirheit
í næsta mánuöi munu hefjast við-
ræður opinberra starfsmanna viö
ríkisvaldið um þær breytingar sem
orðið hafa á grundvelli samning-
anna. Gunnar sagði að þeir samning-
ar sem ríkisvaldið hefði gert að und-
anfórnu kæmu að sjálfsögðu inn í
þessar viðræður. En þar yrði einnig
rætt um lækkun á gengi frá samning-
unum og ýmsar verðlagsbreytingar
þvert á gefin loforð.
„Við munum fyrst og fremst krefj-
ast þess að staðið verði við þau fyrir-
heit sem gefin voru í verðlags- og
gengismálum. Ráðherramir lýstu
því yfir í samningunum að fyrirheit
um óbreytt gengi jafngiltu nánast
verðtryggingu. Við tókum þetta þess
vegna mjög alvarlega," sagði Gunn-
ar.
Hann benti einnig á boðaða hækk-
un á bensíni og frekari lækkun geng-
is í nýrri þjóðhagsspá.
-gse
Hreinsuninni lauk á skólalóðinni þar sem krakkarnir sópuðu og snyrtu f grið og erg.
DV-mynd gk
Akureyri:
Hreinsuðu rasl tii að
fjármagna skólaferðalag
Grundvöllur samninganna brostinn:
Ríkisvaldið
hefur borgað
öðrum meira
- segir Haraldur Hannesson
„Samningagrundvöllurinn hefur
ekki haldið. Við höfum tapað um 2
prósentum vegna gengisfellingar frá
því við sömdum. Það svarar til þess
að þeir sem minnst fengu út úr kjara-
samningnum séu búnir að tapa öllu,“
sagði Haraldur Hannesson, formað-
ur Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, og einn af varaformönnum
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.
í júní hefjast viðræður opinberra
starfsmanna við ríkisvaldið um þær
breytingar sem orðið hafa á gnmd-
velÚ kjarasamningsins sem gerður
var í apríl.
- Muniö þið krefjast launahækkana
í kjölfar þess að ríkisvaldið hefur
samið um meiri hækkanir til ann-
arra stétta en þið fenguö í apríl?
„Við höfum Utið rætt þetta ennþá.
Okkar samningur byggðist á því að
við værum að gera ipjög sanngjaman
kjarasamning. Þaö hlýtur því að vera
eðlilegt að við óskum eftir endur-
skoðun þegar það kemur í ljós að
ríkið telur sig vera betur í stakk búið
til að borga öðrum meira,“ sagði
Haraldur.
En opinberir starfsmenn krefjast
leiðréttinga á öðrum sviðum. í
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
eru háskólamenn, meinatæknar og
töluverður hluti fóstra sem ekki
gengu yfir í sérfélög þessara stétta.
Eftir samninga við þær er ljóst að
þeir sem sátu eftir í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæjar hafa ekki feng-
ið álíka hækkanir og hinir sem fóru.
„Við munum að sjálfsögðu krefjast
þess að okkar fólk njóti sömu kjara
fyrir sömu vinnu. Það þarf ekki að
ræöa það. Það getur varla verið ann-
að en formsatriði að leiðrétta þennan
mismun,“ sagði Haraldur. -gse
Sjálfstæðisflokkurim
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
Rúmlega 50 krakkar í 6. bekk
Bamaskóla Akureyrar tóku sig til
nú í vikunni og hreinuðu msl af göt-
um og opnum svæðum í bænum í
heilan sólarhring. Áður höfðu
krakkamir farið í fyrirtæki í bænum
og safnað áheitum og tilgangurinn
með öllu þessu var að safna fé til að
fara í skólaferðalag.
Benedikt Sigurðarson skólastjóri
sagði að nemendunum hefði verið
vel tekið í fyrirtækjunum þegar þeir
greindu frá því hver ætlunin væii
að gera og tU hvers þeir ætluöu að
nota peningana. „Það sjá allir tilgang
í því aö hreinsa rusl því það er nóg
af þvi,“ sagði Benedikt.
Ekki vom allir krakkamir að störf-
um í sólarhring heldur höfðu vakta-
skipti. Svæðið sem þeir hreinsuðu
var skólahverfi þeirra sem afmark-
ast af Mýrarvegi að ofan, Glerárgötu
og inn að flugvelli. Benedikt sagðist
ekki vita hversu miklu msh krakk-
amir söfnuðu saman, en það hefði
verið mikið og af nógu að taka.
Krakkamir söfnuðu á þennan hátt
talsvert á annað hundrað þúsund
krónum og á sunnudag leggja þeir
upp í ferðalagið suður á land.
íslendingar eiga heims-
met í skuldum á mann
Ef erlendar skuldir á mannsbam
em hafðar til marks erum við aö öll-
um líkindum skuldugasta þjóð í
heimi. Þetta kemur fram í grein dr.
Þorvalds Gylfasonar prófessors í
tímaritinu Vísbending.
Erlendar skuldir á mann á íslandi
vora til dæmis sjö þúsund dollararí
árslok 1987. Þar em síðustu sam-
bærilegar tölur sem dr. Þorvaldur
Gylfason byggir á. Þetta samsvarar
á núverandi gengi um 400 þúsund
krónum á mann hér á landi í erlend-
um skuldum. Það ár vom erlendar
skuldir á mann í Noregi 5.700 dollar-
ar, um 5.000 dollarar í Nýja Sjálandr
og 4.300 dollarar í Finnlandi.
íslendingar eiga ekki metið ef
reiknað er með skuldum sem hlut-
falli af framleiðslu þjóðarinnar eða
útflutningstekjum.
En við lendum engu að síður meðal
skuldugustu iðnríkja.
.....................-........-HH - -
Sextugur í dag
í dag era liðin 60 ár frá stofitun
Sjálfstæðisfiokksins og verða í til-
efhi þess hátlðahöld á vegura sjálf-
stæðismanna vföa um land.
í dag kl. 17 verður afinælishátíð
í Háskólabíói þar sem Þorsteinn
Pálsson heldur ræðu en síðan verð-
ur kvöldhóf á Hótel íslandi. Þar
heldur Davíð Oddsson hátíðarræðú
en þingmenn og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
annast skemmtiatriði. Þá er ætlun-
in að halda sérstaka hugmynda-
sýningu um helgina og einnig verö-
ur opnuð sögusýning Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll. Um allt land
veröa síðan sjálfstæðismenn með
opin hús þar sem boöiö verður upp
á kaffiveitingar.
-SMJ
Fullsetinflugvél
páfa til íslands
Öll sæti í einkaflugvél páfa, sem
hann notar á ferð sinni um Norður-
lönd, era upppöntuð fyrir löngu.
Meðal farþega em 50 blaöamenn
sem fýlgja páfa í þessari heimsókn
hans. 27 blaðamenn, einkum ítalir,
höfðu vonast eftir sæti í véhnni en
fengu ekki. Þeir gerðu sér þá htið
fyrir og leigðu fluvél til að elta páfa.
-hlh