Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989.
Úflönd
Sqómarkreppa
í Færeyjum
Skattaviöræður landsstjómar-
innar í Færeyjum hafa fariö út
um þúíúr. Þjóöveldisflokkurinn
dró sig í nótt úr viöræðunum
þegar Ijóst var aö ekki tækist að
komast aö samkomulagi um laga-
tillögu.
Lögþingiö var kaliaö saman til
fúndar í gærkvöldi til afgreiðslu
tillögunnar sem átti að tryggja
nýjar tekjur frá 150 til 200 miUjón-
ir danskra króna. Skyldi þeim
variö til sjávarútvegsins. Fund-
urinn dróst fram á nótt án þess
aö tUlagan yröi lögö fram.
Þjóðveldisflokkurinn og Fólka-
flokkurinn, sem er stærstu flokk-
ar stjómarinnar, höfðu komið sér
saman um tillögu. Þeim tókst
hins vegar ekki að fá litlu flokk-
ana tvo, Sjálfstýriflokkinn og
Kristilega þjóðarflokkinn, á sitt
band. Sjálfstýriflokkurmn er
andvígur hækkun tekjuskatts.
Þó svo að Þjóðveidisflokkurinn
hafi dregið sig út úr viðræðunum
hélt lögmaðurinn þeim áfram
með hinum flokkunum tveimur.
Bitzau
Danir gefa
grænt Ijós
Grænienska heimastjórain
veröur sjáif að ákveða hvort
verkfraíðisveitir Bandaríkjahers
eigi aö standa að bygginga- og
skipuiagsframkvæmdum á
Grænlandi. Þetta er svar Ufle
Eliemaim-Jensens, utanríkisráð-
herra Dana, viö fyrirspum Jonat-
hans Motzfeldt, formanns heima-
stjómarinnar.
Verkfræðisveitimir hafa boðist
til að taka að sér framkvæmdim-
ar sem lið í þjálfún sveitanna.
Enn hefur ekki verið opinberað
hvers konar framkvæmdir það
eru sem Bandaríkjamennirnir
hafa boðist til að taka að sér á
Grænlandi. Jonathan Motzfeldt
hefur áöur sagt aö um gæti verið
að ræða lagningu flugbrauta,
vegagerð eða hafiiarframkvæmd-
ir.
Formaður Inuit Ataqatigiit
flokksins, Josef Motzfeldt, for-
dæmir áform 1 þessa vera. Segir
hann þau auka hemaðarumsvif
Bandarikjamanna og varla veröa
til þess að styrkja atvinnulíf á
Grænlandi Ritzau
Vinsœla
stúdentagjöfin
Hálsmen eða prjónn,
14 kt. gull
Verö frá kr. 2.400,-
cgöskap
Laugavegi 70
101 Reykjavík
sími 24910
Efast um samkomulag
fyrir NATO-fundinn
George Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær efins um aö samkomulag
næðist í deiiu aðildarríkja NATO um framtið skammdrægra kjarnorkuvopna
áður en fundur leiðtoga ríkjanna hefst. Simamynd Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti
kvaðst í gær efast um að samkomu-
lag næðist í deilu Bretlands og
Bandaríkjanna annars vegar og V-
Þýskalands hins vegar um endumýj-
un skammdrægra kjarnorkueld-
flauga NATO í Evrópu áður en leið-
togar aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins koma saman til fundar í
Brussel á mánudag. Sagði forsetinn
þetta í viðtali við blaðamenn fjögurra
evrópska blaða.
Bandaríkjamenn höfðu áður haldiö
því fram að ríkin hefðu leyst ágrein-
inginn sem snýst um framtíð
skammdrægra kjamorkueldflauga,
vopna sem draga fimm hundruð kiló-
metra eða minna, sem staðsettar eru
að mestu í V-Þýskalandi. V-Þjóðverj-
ar og nokkur önnur aðildarríkja
NATO vilja að samningaviðræður
verði hafnar hið fyrsta við Sovétríkin
um fækkun eða útrýmingu skamm-
drægra eldflauga en Bandaríkin,
Bretland ásamt fleiri ríkjum vilja
bíöa. Þá vilja Bretar og Bandaríkja-
menn einnig að hönnuð verði eld-
flaug sem taka skuli við af Lance-
flaugunum en Kohl, kanslari V-
Þýskalands, er andvígur því.
í gær kvaðst Bush einnig fagna til-
lögu Sovétmanna um frekari fækkun
hermanna og vopna í Áustur-Evrópu
sem lögö var fram á þriðjudag á viö-
ræðufundi stórveldanna í Vín um
fækkun hefðbundinna vopna í Evr-
Ópu. Reuter
Frystihúsum lokað
Agúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Stærsta fiskvinnslufyrirtæki Ný-
fundnalands, Fishery Products Int-
emational, FPI, tilkynnti í gær að
það myndi loka átta frystihúsum
tímabundið í sumar og draga úr
framleiðslu annarra. Alls munu um
fjögur þúsund manns verða atvinnu-
laus um aö minnsta kosti þriggja
mánaða skeið vegna þessa.
Framkvæmdastjóri FPI sagði í gær
að flest frystihús fyrirtækisins yrðu
nú rekin með um 65 prósent afköst-
um og yrðu afköstin komin niður í
55 prósent síðar á þessu ári. Hann
vildi ekkert staðfesta um orðróm
þess efnis að rekstri einhverra af
frystihúsum fyrirtækisins yrði hætt
á næsta ári þar sem enn væri óljóst
hver heildarkvóti fyrirtækisins yrði
þá.
Það eru aðeins tvær vikur síðan
National Sea Products Ltd, sem er
næststærsta fiskvinnslufyrirtækiö á
austurströnd Kanada, tilkynnti um
svipaðar ráðstafanir. National Sea
Products mun hætta rekstri eins
frystihúss á þessu ári og stöðva tíma-
bundið rekstur í sjö öðrum. Mun at-
vinna um þrjú þúsund og fjögur
hundruð manna skerðast af þessum
sökum.
Þessar ráöstafanir stórfyrirtækj-
anna tveggja munu þó líklega ekki
duga til að mæta þeim vanda sem
nú blasir við fiskvinnslu á austur-
strönd Kanada. Innan fárra daga er
búist við að skýrsla sérstakrar
nefndar vísindamanna, sem Tom
Siddon, sjávarútvegsmálaráðherra
Kanada, skipaði í byrjun febrúar,
verði gerð opinber. Þeirri nefnd var
ætlað að endurskoða stofnstærðar-
mælingar og veiðiáætlanir fiskifræð-
inga en í byrjun þessa árs tilkynntu
fiskifræðingar aö Labradorþorsk-
stofninn væri mun minni en áður var
talið.
Samkvæmt óstaðfestum heimild-
um mun skýrsla vísindanefndarinn-
ar renna stoðum undir þann grun
manna að minna sé af fiski undan
austurströnd Kanada en hingað til
hefur verið talið. Það mun væntan-
lega þýða að draga þurfi verulega úr
veiðum á næstu tveimur til þremur
árum ef ekki á að ganga af fiskistofn-
inum dauðum.
Fjöldamótmæli í Panama-borg
Óeirðalögregla í Panama handtók
nokkra mótmælendur í höfuðborg-
inni í gær en um 400 stuðningsmenn
stjómarandstööunnar komu saman
í trássi við bann stjómvalda. Mót-
mælendumir, með frambjóðanda
stjómarandstööunnar til forseta í
kosningunum þann 7. maí sl., Guill-
ermo Endara, í broddi fylkingar, fóru
í fjöldagöngu að fundarstað fulltrúa
Samtaka Ameríkuríkja (OAS) sem
kom til Panama í þeirri von um að
finna lausn á deilum stjómar og
stjómarandstöðu.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar í
Panama ásaka Noriega, hershöíð-
ingja og í raun hæstráðanda í Pan-
ama, um kosningasvik en hershöfð-
inginn lét ógilda úrslit þing- og for-
setakosninga sem haldnar voru þar
fyrr í þessum mánuði. Óopinberar
niðurstöður kosninganna bentu til
ótvíræðs sigurs stjómarandstöðunn-
ar segja fulltrúar hennar.
Leiðtogi óeirðalögreglunnar í Pan-
ama-borg gaf mótmælendum viðvör-
un og leystust mótmælin friðsamlega
upp. Mótmælum stuðningsmanna
stjórnarandstöðunnar hefur, hingað
til, alla jafna lokið með slagsmálum
þeirra og öryggislögreglu. Að sögn
sjónarvotta handtók lögregla í gær
nokkra mótmælendur. Annar vara-
forsetaframbjóðandi stjómarand-
stööunnar, Ricardo Arias, kvaðst
hafa farið fram á aðstoð fulltrúa OAS
við að fá mennina leysta úr haldi.
Fulltrúum OAS var kuldalega tekið
af æðstu mönnum í Panama þegar
þeir komu til landsins. Þeir munu
halda heim í dag, fimmtudag.
Reuter
Skilnaður í sjónmáli
Andreas Papandreou, gríski for-
sætisráðherrann, sótti um skilnað
frá konu sinni á nýjan leik á þriðju-
dag. Svo virðist sem eiginkona hans,
Margaret, muni samþykkja skilnað
nú. „Því fyrr sem þessu lýkir því
betra,“ sagði hún í samtali við blaða-
menn.
Papandreou sótti fyrst um skilnað
í lok mars en nú virðast allar líkur
benda til að forsætisráðherrann geti
gifst kærustu sinni, Dimitru Liani,
34 ára flugfreyju, en þau tóku upp
sambúö í september síðastliðnum.
Papandreou sjötugur og hefur ver-
ið í hjónabandi í 39 ár. Ástarævintýri
hans og Dimitru hefur skaðaö for-
sætisráðherrann og flokk hans og
vonast hann til að geta kvænst henni
áður en kosningar fara fram þann
18. júní nk. Reuter
Konurnar i lífi Papandreous, til vinstri er eiginkonan, hin 64 ára gamla
Margaret, og Dimitra Liani, 34 ára, til hægri. Papandreou sótti um skilnað
frá konu sinni í annað sinni í gær og líkur benda til að hann geti gifst Dimi-
tru fyrir kosningar sem fram fara í júni. Sfmamynd Reuter
DV
Fullfrúaþing
Sovétríkj-
anna sett
Hið nýja Fulltrúaþing Sovét-
ríkjanna var sett í morgun. Setn-
ingunni var sjónvarpaö beint og
hófst hún klukkan 10 í morgun
að staðartíma.
Andófsmaðurinn Andrei Sak-
harov hélt fyrstu eiginlegu ræðu
þingsins. Kvaðst hann m.a. í
ræðu sinni styðja Mikhail Gor-
batsjov Sovétleiðtoga en taldi þó
rétt aö fleiri frambjóðendur en
Gorbatsjov ættu að vera í fram-
boði til forseta.
Kosning til forseta sem og full-
trúa í. annað minna þing, æðsta
ráðið, fer fram á næstu dögum
og búast flestir við því að Gor-
batsjov muni hreppa forsetaemb-
ættið.
Sakharov hvatti einnig til
breytinga á tilhögun kosnlnga í
æðsta ráöiö. Gorbatsjov lagði til
aö hin nýja framkvæmdanefnd
þingsins, sem kosin var í morgim,
kynnti sér tillögur Sakharovs.
Miklar umræöur og ræðuhöld
hófust að lokinni ræöu Sak-
harovs og voru menn ekki alltaf
á saman máli.
Sirhan Sirhan
áfram í fangelsi
Beiðni Sirhan Sirhan, morðingja
Roberts Kennedys, um reynslu-
lausn úr fangelsi var í gær hafnað
en það er í tiunda sinn sem slíkri
beiöni er hafnað.
Sirhan, sem er 46 ára garaall
Palestínuraaður, hefur setið í
fangelsi síðastliðin tuttugu ár.
Nefnd fangelsismála í Kalifomíu-
fylki í Bandaríkjunum hafnaði
beiðni Sirhans 1 gær eftir fimm
klukkustunda langan fund í
Soledad fangelsinu.
Sirhan hefur ekki neitaö þvi að
hafa hleypt af skotunum sem
urðu Robert Kennedy að bana en
hann lést í Kalifomiu þann 5. júní
1968. Hann sagði aftur á móti í
gær að hann heföi litið upp til
Kennedys. Sirhan fékk lífstíöar-
dóm en árið 1972 var dómnum
breytt í lífstiðarfangelsi.
Pétur L. Féturssan, DV, Baroelana:
Kosningabarátta til Evrópu-
þingsins hófst formlega hér á
Spáni í gærkvöldi, ef undan er
skiliö Baskaiand, en þar ákváðu
stjórnmálaflokkar að fresta
henni um einn sólarhring vegna
síöasta sprengjutilræðis ETA. Þá
létu þrír spænskir lögreglumenn
lífiö og Qeiri særðust þegar bíla-
sprengja sprakk. Sprengjunni
haföi ETA komiö fyrir við Peuge-
otumboö í Bilbao en það er yfir-
lýst stefna samtakanna að beijast
gegn frönskum hagsmunnm hér
í landi vegna stuðnings franskra
stjórnvalda við baráttu spænskra
gegn samtökunum.
Atburðurinn hefúr vakið mikla
reiöi í Baskalandi og ákváöu allir
flokkar utan eins, að fresta kosn-
ingabaráttunni um 24 tíma til aö
sýna andúð sina á atburðinum.
Því hefúr aðeins einn flokkur
haflö kosningabaráttu í Baska-
landi en þaö er Herri Batasuna,
flokkur sem er talinn nokkurs
konar stjómmálaarmur ETA.
Of snemmt er aö spá um úrslit
kosninganna þar sem auglýs-
ingamennskan á eftir aö móta
afstöðu kjósenda. Þó er ijóst að
sósíalistar munu eiga fullt í fangi
með að haida sínu og var raunar
aimennt taliö að fylgi þeirra hefði
minnkað til muna. Mútuhneyksli
hægri manna sem hafa róiö að
því öllum árum að vera valkostur
við sósíalista hefur þó örugglega
styrkt sósíalista mjög í sessi.
Helstu erfiöleikar þeirra er þó
andúð verkalýðsins en landið log-
ar enn í verkföUum og hefur ekk-
ert verið gert til aö ganga frá
kjarasamningum en þeir eru allir
lausir.