Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Side 25
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989. 33 Lífstffl - ekki hægt að fá jafngóðar erlendis, segir oddviti kartöflubænda „Ég fullyröi aö það er ekki hægt aö fá jafngóðar kartöflur erlendis frá og fást hér núna,“ sagði Páll Guð- brandsson, kartöflubóndi í Hávarð- arkoti, í samtah við DV. Páll situr fyrir hönd kartöflubænda í nefnd á vegum landbúnaðarráðuneytisins sem veitir leyfi til innflutnings á grænmeti og þar á meðal kartöflum. Hann sagðist vera alfarið á mótið því að leyfa innflutning nú eins og Neyt- endasamtökin hefðu sett fram kröfu um. „Þessi mál hafa ekki verið rædd sérstaklega innan nefndarinnar,“ sagði Sveinbjörn Eyjólfsson, formað- ur nefndarinnar, í samtali við DV. Sveinbjörn sagði að birgðir af kart- öflum í landinu dygðu til loka júní- mánaðar, hið minnsta. „Ég hef ekki kynnt mér rökstuðn- ing Neytendasamtakanna um að gæðum kartaflna sé áfátt en við reyn- um að fylgjast með þessum málum eftir megni,“ sagði Sveinbjöm. Nefndinni hafa borist umsóknir um leyfi til þess að flytja inn bökunar- kartöflur. Þau leyfi hafa enn ekki verið veitt á grundvelli þess að næg- ar birgðir séu til af bökunarkartöfl- um í landinu. „Neytendasamtökunum hafa bor- ist ótal kvartanir, bæði til skrifstof- unnar og eins hafa kaupmenn tjáð mér að fólk kvarti mikið undan kart- öflunum," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamta- kanna, í samtab viö DV. „Við stönd- um því fast á kröfu um innflutning og bökkum ekki tommu." Misjöfn gæði DV kannaði lauslega gæði þeirra kartaflna sem á boðstólum voru í nokkrum búðum. Gæðin voru afar misjöfn. í sumum pokum vom falleg- ar kartöflur sem var ekki að sjá neitt athugavert við. í öðrum pokum voru kartöflumar meö hrúðri og spírum og bnar viðkomu. Sbkar kartöflur þola btla sem enga geymslu eftir að þær eru teknar úr búðinni. Neytand- inn getur því mætt spíruskógi í kart- öflupokanum tveim dögum eftir að hann er keyptur. Slík vara stenst náttúrlega engan veginn gæðakröfur og mætti þess- vegna leyfa innflutning þegar í stað. -Pá Innihald eins poka frá Eyfirsku kartöflusölunni sem valinn var af handahófi í stórmarkaði. Kartöflurnar eru byrjað- ar að spíra og su'mar þeirra eru mjúkar viðkomu. Engan veginn nógu góð vara. DV-mynd Hanna Kjúklingaréttirnir sem deilt er um. DV-mynd Hanna Ráðuneyti deila um innflutning kjúklinga - voru fluttir inn sem sérfæði fyrir jfjallgöngumenn Veitt hefur verið leyfi fyrir inn- flutningi á um hábu tonni af ýmsum pottréttum í sjálfhitandi dósum. Deil- ur hafa risið milh landbúnaðar- og viðskiptaráðuneytis um það hvort umræddur innflutningur sé brot á búvörulögunum. Eiginleg matvæb voru 243 kíló og hluti þess kjúkbngaréttir í dósum. Innihald er sagt vera 35-40% kjúkl- ingakjöt. Sérstakur steinn sem fylgir í pakkanum sér um að hita innihald- ið með efnabreytingum. í viðskiptaráðuneytingu fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið veitt leyfi tb innflutnings á kjúkbng- um en sótt mun hafa veriö um leyfi til innflutnings á sérstöku fæði fyrir íjallgöngumenn. Engar nákvæmar f upplýsingar um innihald fylgja slík- um umsóknum. „Innflutningur á kjúkbngum er al- veg út úr kortinu,“ sagði Jóhann Guðmu^ússpp, deildarstjóri í land- Neytendur búnaðarráðuneyti, í samtali við DV. Hann sagði að þegar um innflutning á blönduðum réttum hefði verið að ræða hefði verið miðað við eigi meira en 20% innihald. Umræddur réttur fellur því greinUega utan við það. Ráðuneytið hefur óskað eftir sér- stakri skýrslu frá tollstjóra vegna þessa máls. Ekki verður séð að umræddar vör- ur henti fjabgöngumönnum sérstak- lega. Umbúðirnar vega 60% af heild- arþunga og slíku sækjast fjabgöngu- menn ekki eftir. Umbúðamerkingum er nokkuð ábótavant miðað við gild- andi reglugerð. -Pá Danmörk: Yerðnjósnir stundaðar af kappi Samkeppni danskra stórmarkaða hefur nú komist á það stig að versl- anakeðjur gera verðnjósnara út af örkinni til þess að fylgjast með smæstu verðbreytingum í verslun- um keppinautarins. Berist fregnir af verðlækkun á einhverri vörutegund er hægt að bregðast hart við og lækka sömu vöru jafnmikið eða meira. Þetta kemur fram í grein í danska blaðinu Pobtiken sem fjabar um harða samkeppni stórmarkaðakeðja í Danmörku. Haft er eftir Kai W. Bested, forstjóra Netto verslunark- eðjunnar, að þetta sé þeirra eina úr- ræði þvi sívaxandi fiöldi viðskipta- vina fylgist grannt með verðbreyt- ingum og beini sínum viðskiptum þangað sem verðið er lægst hverju sinni. Hagfræðingur, sem vitnað er til í Politiken, segir þetta bera vitni versnandi lífskjörum Dana en segir jafnframt aö þetta tryggi viðskipta- vinum lægsta verð hverju sinni burt- séö frá því hvar þeir versla. í sama blaði er gerð verðkönnun mibi þessara tveggja helstu keppi- nauta FDP og Netto og munar tæpum 3 dönskum krónum á samanlögðu verðil6algengravörutegunda. -Pá Keypti hálft tonn í Hagkaupi - samkeppni tekur á sig ýmsar myndir Þegar innflutta ódýra smjörbkið var til sölu í Hagkaupi á dögunum fóru eigendur Bónuss í Skútuvogi á stúfana og keyptuhálft tonn af þess- ari eftirsóttu vöru. Smjörbkið var síðan selt í Bónus, en vel aö merkja einni krónu ódýrara en það var í Hagkaupi. Þetta er eitt dæmi um- geysiharða samkeppni mbli matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á sig ýmsarmyndir. Stórmarkaðir fylgjast grannt með verði hver hjá öðrum, þó ekki sé um beinar nj ósnir að ræða. „Það koma hingað menn frá hinum mörkuðunum og skrba niður verð og fylgjast með umferð. Þeir telja jafnvel bílana á bílastæðunum," sagði kaupmaður í stórri verslun, sem stendur í harðri samkeppni, í samtab við DV. Hann taldi þó að þessar aðgerðir hefðu minnkað und- anfarin ár því fyrir 2-3 árum hefðu verið dæmi um verslanir sem hrein- lega vöktuðu keppinauta sína. -Pá „Aðsóknin hefur verið rúmlega því efni. . tvöfalt meiri en við reiknuðum Heimbdir DV herma hins vegar með,“ sagði Jóhannes Jónsson, aö staðirnir, sem Jóhaimes hefur verslunarstjóri í Bónus, í samtah einkum augastað á, séu í Nútiö, viðDV. Jóhannessagðiaðádöfinni vershmarhúsi á mótunj Miklu- væri að flölga Bónusverslunum en brautar og Skeiðarvogs, í hlaðvarp- vbdi ekki gefa upp nánari áform í anum hjá Hagkaupi í Skeifunni, og í húsnæði JL-Völundar viö Hring- braut 120. Það er einnig við bæjar- dyrnar hjá einum stærsta keppi- nauti Bónus-verslana, Miklagaröi vestur í bæ. -Pá HEMLAHLJUTIRl VÖRUBÍIA • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®]Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavik Simar 31340 & 689340 c íj * J l vui x) f lJJh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.