Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Blaðsíða 32
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hverífréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagbiað FIMMTUDAGUR 25. MAi 1989. Grunaður um ölvun ' við akstur strætisvagns Lögreglan í Reykjavik stöðvaði einn vagnstjóra Strætisvagna Reykjavíkur í gærmorgun og færði hann til blóðprufu vegna gruns um að hann væri ölvaður við vinnu sína. Lögreglunni barst tilkynning um að maðurinn þætti ekki bera þess merki að hann væri með öllu aUs- gáður. Hann var síðan stöðvaður á endastöð vagnsins og færður á lög- reglustöð. Þaðan var farið með hann í blóðprufu. ^ Niðurstöður blóðprufunnar munu síðan skera úr um hvort rétt er að maöurinn hafi verið undir áhrifum við akstur strætisvagnsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Strætis- vögnum Reykjavíkur hefur atvik sem þetta ekki gerst áður. -sme Spá Þjóðhagsstofnunar: Gerir ráð fyrir 5-6 prósent gengislækkun í viðbót í nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar er gert ráð fyrir að raungengi krónunnar verði á þessu ári um 6 prósent lægra en í fyrra. í þessu felst að stofnunin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar muni lækka um 5 til 6 prósent til viðbótar við þá lækkun sem þegar er orðin. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1983 sem Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir lækkun á gengi krónunar í ^^^)ám sínum. í spánni kemur ekki fram hversu mikið gengið muni lækka að mati stofnunarinnar. Hins vegar er birt spá um veröbreytingar hér innanlands og erlendis. Af þeim spám má lesa að stofnunin gerir ráð fyrir um 5 til 6 prósent lækkun á gengi krónunar til þess að raungeng- ið verði 6 prósent lægra en í fyrra. Þessi gengislækkun gæti orðið minni ef gengið yrði fellt fljótlega. Eins þyrfti hún að verða meiri ef það dregst að fella gengið. Ef miðað er við að gengislækkanir verði jafntíðar pað sem eftir er ársins og þær hafa verið fram til þessa þarf hins vegar að lækka gengið um 5 til 6 prósent. Seðlabankinn hefur nú þegar -^imild til að lækka gengið um 2,25 prósent sem hann hefur enn ekki notað. -gse LOKI Þeirflokka hann vafalaust sem sístrokumann! - flármagnskostnaöurinn 170 milljónir á síðasta ári „Þaö verður ekki annað sagt en aður sá er bærinn bar nuraið um Kópavogi á siðasta ári. að skuldastaða Kópavogsbæjar er hundraö og sjötíu milljónum Undanfarin þrjú ár mun skulda- afskaplega erfið og hefur versnað króna. .... staða Kópavogs hafa versnað ura mikiö undanfarin þrjú ár,“ sagði Skuldastaða Kópavogs samsvar- nálægt sex hundruð og fimmtíu Bragi Mikaelsson, bæjarfulltrúi í ar því að hvert mannsbam sem miUjónir króna samtals. Kópavogi, í viðtah við DV á morg- búsett er í bænum skuldi um sextíu Til samanburðar má geta þess að un. þúsund krónur eða sem nemur skuldir Reykjavíkurborgar námu Bragi sagði að samkvæmt bráða- þrjú hundruð þúsund krónum á um siðustu áramót um 1800 millj- birgðatölum hefðu skuldir Kópa- fimm manna Sölskyldu. Á sama ónum sem jafngildir tæpleganitján vogsbæjar verið um niu hundruö veg nam fjármagnskostnaður um þúsund krónum á hvert manns- milljómr um siðustu áramót Á síð- fimmtíu og fimm þúsund krónum bam í borginni. astiiðnu ári heföi fjármagnskostn- á hverja fimm manna fiölskyldu í Stjórnvöld í Kópavogi íhuga nú að urða sorp frá Kópavogi í Leirdal, rétt við Fífuhvamm í Kópavogi. Svæði þetta, sem sést hér á myndinni, liggur þétt að byggð i Seljahverfi í Breiðholti og myndi þjóna sem skammtímalausn, þar til samstarf sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins um sorpurðun kemst af stað. DV-mynd KAE Veðrið á morgun: Léttskýjað á Norður- og Austurlandi Á morgun verður hæg suðvest- anátt og smáskúrir úti fyrir suð- ur- og vesturströndinni en þurrt að kalla til landsins og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður 4-7 stig. Hæstaréttur: Kona dæmd í þriggja og hálfs Sólrún Elísdóttir hefur verið dæmd til þriggja og hálfs árs fangelsisvist- ar. Sólrún stakk Karl Valgarðsson í kvið með hnífi að morgni 30. apríl 1988. Karl hlaut af alvarlega áverka og sýkingu vegna hnífstungunnar. Meðal annars fékk hann slæma lungnabólgu. Óttast var um líf hans um tíma. Sólrún var sakhæf og ber henni því að taka út þá refsingu sem hún var dæmd til. Gæsluvarðhaldsvist henn- ar kemur til frádráttar refsingunni. Sólrúnu var gert að greiða allan sak- arkostnað. Hæstiréttur staðfesti refsiþátt dóms sakadóms Reykjavíkur - sem kveðinn var upp síðastliðið haust. í dómi Hæstaréttar segir að Sólrún hafi líklega ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlega Karl gæti meiðst af völdum verknaðarins. í dómi sakadóms sagði að Sólrún hefði ekki unnið verknaðinn í sjálfsvörn. -sme Fangi strauk í þriðja sinn Rúmlega tvítugur maður, sem ver- ið hefur fangi á Litla-Hrauni, strauk úr fangelsinu á þriðjudag. Þetta er í þriðja sinn sem fanginn strýkur frá Litla-Hrauni. Síðast þegar hann strauk gerðist hann meöal annars sekur um innbrot. Fanginn, sem er rúmlegur tvítugur maður, er lávaxinn og þykir sterk- byggður. Hann var klæddur í dökkar buxur og gráa úlpu eða mussu. Lögregla hefur engar spumir haft af ferðum mannsins. -sme Bíil með tveim- ur mönnum féll fram af þver- hnípinu Bíll með tveimur monnum féll um 100 metra þegar hann fór út af vegin- um í Kambanesskriðum sem eru á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar. Mennirnir slösuðust báðir tals- vert. Annar brotnaði á báðum lærum og mjaðmagrindarbrotnaði. Hinn hlaut höfuðhögg og skurð á hnakka. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Slysið varð um miðjan dag í gær. Bílhnn fór fram af þar sem vegurinn er hvað hæstur. Hann stöðvaðist ekki fyrr enn í flæðarmálinu. Eins og áður sagði er talið að fallið hafi verið um 100 metrar. -sme BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.