Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Page 26
34
FIMMTUDAGUR 25. MAI' 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Morgan
Fairchild
Þýska blaöir Frau mit Herz birti
nýlega mynd af Friörik krónprins
í Danmörku ásamt þokkadísinni
Morgan Fairchild sem eitt sinn
lék í Dallasþáttunum. Nú eru þau
sögð eiga í ástarsambandi - ung-
ur prinsinn og leikkonan sem er
um fertugt. Talsmenn Amalien-
borgarhallar vísa þó þessum get-
gátum á bug. Parið sást saman
við móttöku Friðriks á hóteli í
San Francisco. Þau settust niður
á bar og eru sögð hafa ákveðið
að snæða saman á rómantískum
stað kvöldiö eftir. Ætli prinsinn
hafi bara verið að biðja um eigin:
handaráritun leikkonunnar?
Warren
Beatty
Hann er stór stjama en heldur
stuttur í annan endann. Hann er
nú að leika í kvikmyndinni Dick
Tracy og vill lita út fyrir að vera
stærri á tjaldinu. Til þess lét hann
útbúa fyrir sig skó sem gera hann
5 cm hærri en hann er. Mótleik-
ara hans, Madonnu, fannst hún
verða heldur stutt fyrir bragðið
og lék sama leikinn og hann -
fékk sér aðra skó. Æth útkoman
verði svo ekki sú sama og ef ekk-
ert hefði verið gert?
Charlie
Sheen
er síðasta „fómarlamb" gjftinga-
æðisins sem geisar nú í Holly-
wood. Allir virðast þurfa aö gift-
ast og það strax. Sú útvalda hjá
Charlie er leikkonan Kelly Pres-
ton. Hún er 28 ára og fjórum árum
eldri en hann. Charlie hefur þeg-
ar gefiö henni dýrmætan trúlof-
unarhring og mun tilvonandi eig-
inkonan varla geta beðið eftir að
eignast höm.
Fjórðubekkingar MÍ héldu sina dimission þrátt fyrir óvissu um hvort kennt verður frekar á þessari önn og hvenær próf hefjast. DV-mynd BB, ísafirði
ísafjörður:
Dimitterað þrátt fyrir yerkfall
er í lengra lagi vegna samgöngu-
mála,“ sagði Bjöm Teitsson skóla-
meistari. Nú hefur tapast meira en
mánuður í kennslu vegna verkfalls-
ins. Síðasti kennsludagur átti að vera
28. apríl.
Sguiján J. Sgurðsson, DV, ísafixði:
Nemendur á 4. ári við Menntaskól-
ann á ísafirði klæddu sig upp sem
indíána á íostudag og héldu sína di-
mission þrátt fyrir óvissu um hvort
frekari kennsla fer fram fyrir próf-
töku vegna verkfalls BHMR. Sam-
kvæmt gamalli heíð er dimitterað
síðasta kennsludag annarinnar og
fara fjórðubekkingar þá gjarnan í
yngri bekkina og miðla þar af visku
sinni og þekkingu. Af því varð nú
ekki enda skóhnn tómur vegna verk-
fallsins.
Auk þeirra 22 nemenda, sem em í
dagskólanum, eiga að útskrifast í vor
6 nemendur úr öldungadeild.
„Skóhnn hér átti eftir fleiri
kennsludaga en margir aðrir þegar
verkfall hófst vegna þess að jólaleyfið
Danny með fósturmóður sinni, Ginu.
Danny:
Fæddist
fóta- og
handalaus
Danny er átta ára. Hann fæddist í
Hong Kong en hefur aldrei séð for-
eldra sína eða þeir hann. Móðir
Danny vildi ekki eignast hann og
gekkst undir fóstureyðingu sem mis-
tókst en hún skaðaði fóstrið svo að
Danny fæddist bæði handa og fóta-
laus. Það tók lækna raunar fjögur
ár að úrskurða hvort Danny væri
drengur eða stúlka þar sem það vant-
ar kynfærin á hann.
Eftir að Danny var fæddur var for-
eldrum hans sagt að hann hefði fæðst
andvana og þau fengu ekki leyfi til
að sjá hann. Eftir nokkurra daga
dvöl á sjúkrahúsinu var honum
komið fyrir á heimili fyrir munaðar-
laus fótluð böm.
Kanadísk hjón sem reka heimili
fyrir fotluð böm komust á snoðir um
tilvist Danny og rann til rifja hversu
iha var hugsað um hann. Þau fengu
leyfi til aö ættleiða hann og fluttu
hann með sér til Kanada.
Danny var einugis 50 cm langur
þegar hann kom með fósturforeldr-
um sínum Osborn. Þá var engu lík-
ara en Danny væri einhverfur, hann
sýndi lítil svipbrigði, en sat tímum-
unum saman og gaf frá sér einkenni-
leg hljóð. Þegar hann hungraði
öskraði hann uns einhver gaf honum
að borða.
Það tók fósturmóður hans langan
tíma og mikla þohnmæöi að fá Danny
fór að sýna einhver svipbrigði. Svo
tókst henni smátt og smátt að kenna
honum nokkur orð en hann var orð-
inn sex ára þegar hann sagði sína
fyrstu setningu. Þá sagði hann „Mér
þykir svo vænt um þig, mamma“.
Þegar Danny verður orðinn ögn
eldri á aö kenna honum að nota raf-
drifnar hendur og fætur. Hann er
farinn að hlakka mikið til að fá þessi
hjálpartæki enda segist hann vera
oröinn of gamall til að láta hugsa um
sig sem smábam.
Danny er bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir fötlun sina.
Nýlega fékk hann líka sitt fyrsta
atvinnutilboð þegar honum var boð-
iö að leika í sjónvarpskvikmynd sem
bráðlega á að framleiða í Bandaríkj-
xmum.
Því segir hann: „Þaö er ekki alvont
að vera jafnfatlaður og ég er. Það
hefði th dæmis engum dottið í hug
að bjóða mér hlutverk í kvikmynd
nema af því ég er eins og ég er.“