Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 3
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989.
3
dv Fréttir
Páfaheimsókn:
Framkvæmd-
ir fyrir fjórar
milljónir
á Þingvöllum
Útlit er fyrir að heimsókn páfa
hingað til lands muni kosta ríkissjóð
um 17 milljónir. Reykjavíkurborg
mun greiða þrjár og hálfa milljón
vegna heimsóknarinnar þannig að
heildarkostnaður mun verða yíir 20
milljónir. <
Forsætisráðherra hefur fundað
með nefnd þeirri sem hefur heim-
sókn páfa á sinni könnu í þeim til-
gangi að skera kostnaðinn niður.
Leit út fyrir að kostnaður ríkisins
færi í 20 milljónir en eftir fund með
forsætisráðherra mun hafa tekist að
lækka hann um 3-4 milljónir. Mun
eiga að lækka kostnað vegna öryggis-
gæslu úr 6 milljónum í 4,5 milljónir
og framkvæmda á Þingvöllum úr 6 í
4 milljónir.
Öryggisgæsla vegna ferðar páfa til
Þingvalla mun verða dýr en eins og
DV hefur skýrt frá sótti páfl stíft að
komast til Þingvalla þar sem sam-
kirkjuleg athöfn mun fara fram. Ör-
yggisverðir voru lítt hrifnir af þeirri
hugmynd þar sem ferðin kallaði á
mun meiri gæslu.
Af öðrum kostnaðarliðum, fyrir
utan þá fyrrnefndu, má nefna 2,5
milljónir fyrir leigu á hátalarakerfi
Reykjavíkurborgar, 2 milljónir
vegna bílastæðaframkvæmda á
Þingvöllum, ein milljón vegna tæp-
lega 200 manna kórs.
Hvað varðar kostnað Reykjavíkur-
borgar mun borgin fara fram á að
ríkið endurgreiði hluta kostnaðar-
ins. -hlh
Herl eftirlit
í Leifsstöð
Öryggisgæsla í Leifsstöð hefur ver-
ið hert til muna vegna komu páfa til
landsins.
Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar,
lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli,
eru útlendingar látnir fylla út sérs-
takt eyðublað áður en þeir fá inn-
göngu inn í landið. Þar eiga þeir að
tilgreina tilgang dvalarinnar hér á
landi, lengd hennar og hvar þeir
muni dvelja. Þetta er ekki ósvipað
fyrirkomulag og við komu útlend-
inga til Bretlands. -hlh
Páfapeningur
Kaþólsku söfnuðirnir á Norður-
löndum munu gefa út sérstakan
minjapening í tilefni af ferð páfa um
Norðurlönd. Á peningnum verður
mynd af páfa og kort af Norðurlönd-
um. Peningurinn er sleginn í tak-
mörkuðu númeruðu upplagi úr silfri
ogbronsi. -hlh
MICRA
ENNOKFS
4ra
strokka
Beinskiptur
gira
• Framhjóladrifinn, að sjálfsögðu
• Eyðslugrannur með afbrígðum
9 Sóllúga
• Samlítír stuðarar
• 3ja ára áfayrgð
■
N-i
-
-V-.r
SPECIAL VERSION
NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI
BÍLLINN í EVRÓPU
PQ U.
Ingvar
BILASÝNING
LAUGARDAG OG
SUNNUDAG
FRÁ KL. 14-17.
f Helgason hf.
Sævarhöfða 2, sími 67-4000
Fltcg og bíll í víka i Amsterdam
^SfARNARFLUG
Lágmúla 7, simí 84477.
Austurstrætí 22, simí 623060.