Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989. Spurriingin Er þér illa viö aö fara til tannlæknis? Helgi Rúnar Friðbjörnsson nemi: Mér finnst það allt í lagi. Ég hef farið nokkrum sinnum og síðast fór ég í vetiu-. Margrét Friðbjörnsdóttir nemi: Ég hef fariö ott tU tannlæknis og mér finnst það ekkert leiðinlegt. Jón Páll Leifsson nemi: Nei, mér er ekkert sérstaklega illa við að fara til tannlæknis. Það er allt í lagi ef mað- ur fer reglulega. Sigurður Freyr Sigurðsson nemi: Mér er mjög illa við það, það er svo rosalega sárt. Ríkharður Kristinsson nemi: Það er allt í lagi. Ég fer einu sinni á ári. Valdimar Sigurðsson nemi: Nei, alls ekki. Ég fer alitaf einu sinni á ári til tannlæknis. Lesendur Erlend lán: Hrikaleq skuldastaða Konráð Friðfinnsson skrifar: Komið hefur fram að sérhver ís- lendingur skuldar 6.700 dollara. Heildarskuldir landsmanna nema hins vegar 1,7 milljörðum dollara. í skjóh slikra talna vakna margar spurningar: t.d. hvort dregið hafi úr erlendum lántökum, hvort þær standi í stað eða hvort lánin spili kannski stærra hlutverk nú en oft- ast áður. Hafa lánin farið í arö- bærar framkvæmdir eða er ein- vörðungu um að ræða fé til daglegs reksturs skútunnar svo unnt sé að halda núverandi lifsmáta? Allar rikisstjómir, sem ég man eftir, hafa heitiö að draga úr lán- tökum erlendis. Framkvæmda- valdið hefur ávallt lofaö upp í erm- ina sína. En hver er ástæðan? Hvaða ljón eru sífellt í veginum? Birtast þau máske í líki heildsala, atvinnurekenda eða hinna óbreyttu þegna þessa lands? Er kannski ríkisstjómin sjálf aðal- sökudólgurinn? En 6.700 dollara skuld þýðir, á ritmáli, 368.500 krónur á mann, miðað við gengisskráningu 11. maí sl. Núna er rétti tíminn til að rekja gamimar úr sjálfum sér. - Vil ég lifa við óbreyttar aðstæður, m.a. við botnlausar skuldir? Skaðast ég mikið þótt einhveijir vöruflokkar hverfi úr hillum verslana, séu ekki á boðstólum? Er óhjákvæmilegt að ég eignist nánast allt er hinir er- lendu bjóða til sölu? - Svari hver fyrir sig. En staðreyndin lætur ekki að sér hæða. 368.500 krónur þarf að greiða, ásamt vöxtum og verðbót- um. Hvers vegna safnar auðugt þjóð- félag skuldum? Eg tel orsökina m.a. þá að gráðugt þjóðfélag heimtar sífellt meira, lærir ekki að skipta tékkanum sanngimi samkvæmt. Gerir sumum kleift að fara á sólar- strönd tvisvar á ári, öðmm á tíu ára fresti, að ógleymdri þeirri stað- reynd að þjóðfélagið státar af of fáum snjöllum stjórnmálamönnum þótt fáeinir finnist sem betur fer. Krafan á þessari stundu er því þessi: lækkum margnefnda skuld niður í 200.000 krónur á komandi misserum. Lánin úr Húsvemdunarsjóöi: Siðleysið heldur innreið sína Gunnar Gunnarsson hringdi: Þetta virðist ætla að veröa ára- tugur siðleysis í islenskum sljóm- málum. Alls staðar koma fram ein- hverskonar misfellur í fram- kvæmdura og ákvörðunum hins opinbera, hvort sem ura er að ræða Alþingi, sveitarstjómir, sjóði sem settir hafa verið á laggimar fyrir forgöngu hins opinbera eða hjá ein- stökum embættismönnum, svo að segja hvar sem er í kerfinu. Nýjasta dæmið er úr borgarstjóra Reykvíkinga, réttara sagt borgar- ráði, sem staðfesti fyrir stuttu veit- ingu lána úr Húsvemdunarsjóði. En þessi lán eru með mjög hag- stæöum kjörum og eru hugsuð tU' að auðvelda viðgerðir húsa sem talin eru mikilvæg og þykir skylt að vemda, Ld. vegna sögu sinnar, uppruna eða annarra skyldra at- riöa. Þaö er nú upplýst að hæsta lánið sem enn hefur veriö veitt úr þess- um Húsfriðunarsjóði er upp á rúm- lega 2 milljónir króna vegna húss- ins að Hólatorgi 2 i Reykjavík. Svo einkennilega vill til að þetta hús er í eigu (a.m.k. að hluta til) eins borg- arráösmanna. En þaö eru einmitt borgarráðsmenn sem fjalla um veitingu lánanna! Nú kemur fram í fréttum að við- komandi borgarráðsmaður hafi „vikið af fundi“ á meðan ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Ég segi nú bara; var það nú ekki sjálf- sagt? - Hitt heföi verið meiri reisn, að sækja bara alls ekki um lán úr þessum sjóði. Ekki af þvi að við- komandi eigj ekki rétt eins og aðrir (eins og alltaf er sagt þegar verið er aö réttlæta siðleysið), heldur vegna þess að þetta er einn angi af því siðleysi sem tröllríöur okkar þjóðfélagi og heldur innreið sina í hveija opinbem stofnunina á fætur annarri. - Nú síðast í borgarstjóm Reykjavíkur. „Stjómmálaveisla“ á Borginni Unnur hringdi: Mér finnst ég mega til aö leggja orð í belg vegna „Þingloka" á Borginni sem vom í beinni útsendingu Sjón- varps frá umræðum fulltrúa stjóm- málaflokkanna að viðstöddum kaffi- gestum, eins og sagt var í dagskrár- kynningu. Ef þátturinn og umræð- umar hefðu verið málefnalegar og heiðarlegar hefði mátt flokka þetta undir eins konar „stjómmálaveislu". - En þaö var nú öðm nær að svo væri. Ég gat ekki séð.annað en hér væri um að ræða gróflega aðför að áhorf- endum á margan hátt. í fyrsta lagi varð þama engin málefnaleg um- ræða af neinu tagi heldur afskaplega venjulegt karp milli stjómmálaand- stæðinga og oft og tíðum með ókurt- eisu ívafi, t.d. framíköllum þátttak- enda sjálfra hver hjá öðrum. Það sem þó var verst af öllu var það hve lítið fór fyrir þátttöku kaffi- gesta. Þeim var jú örfáum gefiö tæki- færi til aö koma með fyrirspumir sem oftar en ekki var svo lokað á, stundum í miðju kafi, af stjómendum eða þá af þátttakendum við pallborð- ið (stjómmálamönnunum). Hvers vegna var þátttakendum ekki hreinlega leyft að segja álit sitt, t.d. á þinghaldi eða öðmm málum, í staö þess að nota alltaf þetta úrelta gamla spumarform (Viltu leggja fram einhverja spumingu?)? Það kom hins vegar berlega í ljós að það andaði ekkert sérlega hlýju frá „kaffigestum" til íslenskra stjórnmálamanna eða Alþingis og fékk t.d. einn stjórnmálamaðurinn klapp þegar hann staðhæföi aö hann skyldi fyrstur taka undir þá kröfu kjósenda aö skynsamlegt væri aö fækka í þingliði þótt hann yrði sjálf- ur aö standa upp. - Eru þetta raun- verulega ekki einu skilaboðin sem komust til skila til áhorfenda í heilu lagi í þessari stjórnmálveislu á Borg- inni? Ósk landsmanna um að fækka í þingliði, draga úr áhrifum stjórn- málamanna í þessu ofkeyrða og yfirstressaða þjóðfélagi. „Spellvirki eru unnin á almenningsvögnum hér á landi, jafnvel á háanna- tima í umferð". - Skemmdir I strætisvagni. Oöldin eykst - ekkert gert Jakob hringdi: Það sem einkennir næturlíf okkar landsmanna og fréttir af því að morgni og þá einkum um helgar eru ólæti og ölvun og hvers konar óhæfu- verk sem unnin eru á mönnum og mannvirkjum. Kunnari en frá þurfi að segja em spellvirki sem unnin em á almenn- ingsvögnum og bílum landsmanna um nætur. En það er fátítt í menning- arlöndum að ungt fólk ráðist á al- menningsvagna og ökumenn þeirra um háannatímann þótt að kvöldlagi sé - það myndi hvergi gerast nema hér. Það sem verst er við þetta allt er að það er eins og enginn vilji taka máhð föstum tökum. Hvers vegna em t.d. ungir menn sem ráðast á ökumann almenningsvagns og beija hann sundur og saman, jafnvel sparka í hann í viðurvist annarra farþega, ekki teknir er í þá næst og læstir inni um lengri tíma? Ég held aö þessi óöld sem hér hefur ríkt og er einkenni á okkar þjóðlífi sé því að kenna að valdhafar sem eiga að gæta laga og réttar em alltof við- kvæmir fyrir gagnrýni örfárra aðila. Það er einmnitt allur almenningur sem vill að hlutimir séu teknir föst- um tökum. Ef það væri gert myndu þessi ósköp lagast á skömmum tíma. En á meðan ekkert er gert eykst þessi óöld sífellt og verður brátt óviðráð- anleg. Kyolic hvítlaukurinn Húsmóðir á Suðurnesjum skrifar: Ég vil þakka grein eftir Önnu Bjamason í DV hinn 29. júní á síð- asta ári, fyrir að ég kynntist kyolic hvítlauknum. Ég hef átt við Soriasis- exem og liöagigt að stríða frá 12 ára aldri og reynt margt til að fá bót meina minna, en lítð orðið ágengt. Ég varð slæm á taugum og barðist við svefnvandamál, fékk oft slæma hálsbólgu og upp úr því bólgna liöi og mikla vanlíðan sem enginn réði við. Ég var mikið hjá læknum en án árangurs. Þá kom kyolic hvítlaukurinn inn í líf mitt. Ég tók 6 hylki á dag. Fyrsta mánuðinn fann ég ekki mikinn mun, utan hvað ég svaf betur. En síðan kom batinn, exemið byrjaði aö gróa innan frá, kláðinn, sem oft var •óbærilegur, hvarf og mér fór allri að líða vel. - Eg er ekki sú eina á heimil- inu sem hef reynslu af þessum hvít- lauk. Maöurinn minn var einnig slæmur af bólgu í liöum og hann hefur notað þennan hvítlauk eins og ég og er allur annar. Bólgan horfin. Dóttir okkar átti einnig við svipað vandamál að etja og var slæm af andarteppu og þenslu í taugum. Fljótandi kyolic laukur og ávaxtasafi lagaöi það hvort tveggja. Ég vil því þakka hvítlauknum hreysti okkar og heilbrigði. Við höfum ekki einu sinni fengiö kvef né flensu síðan við fórum aö nota hann. Við tökum svo sem 4 hylki daglega og virðist það hæfilegt. Ég rita þessar línur í þeirri von að hún hjálpi einhverjum, sem á við vanheilslu að stríða, og ég mæli sér- staklega með þessum lauk, ekki bara tímabundið heldur að staöaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.