Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Qupperneq 28
36
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989.
Andlát
Oddur Búasonbifreiöarstjóri, Borg-
amesi, er látinn.
Þórarinn J. Einarsson, fyrrverandi
kennari, Egilsgötu 26, andaðist 23.
maí.
Jaröarfarir
Kristín Sigurðardóttir, Rauðalæk 9,
lést að morgni 19. maí í London. Jarð-
arförin fer fram frá HaUgrímskirkju
í Reykjavik föstudagiim 26. maí kl.
13.30.
Ásthildur Guðmundsdóttir frá Ólafs-
vík andaðist í Sjúkrahúsinu 1 Stykk-
ishólmi laugardagiim 20. maí. Jarð-
arförin fer ffarn frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 27. maí kl. 14.
Ólafur Þorsteinsson, fyrrv. læknir á
Siglufirði, veröur jarðsunginn frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27.
maí Ú. 14.
Ingibjörg Eliasdóttir, Heimalandi,
Grindavík, verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 27.
maí kl. 13.
Steinunn B. Guðlaugsdóttir, Víði-
mýri við Kaplaskjólsveg, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 29. maí kl. 13.30.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá Tungu-
koti, síðast tíl heimilis að Tjamar-
lundi 19D, Akureyri, verður jarð-
sungin frá Glerárkirkju föstudaginn
26. maí kl. 13.30.
Ásta Þórhallsdóttir, Norðurbrún 1
veröur jarösungin frá Áskirkju
föstudaginn 26. maí kl. 13.30.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17 nk.
laugardag, 27. mai, kl. 10. Opið hús í Goð-
heimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Frjáls
spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21
dansað. Opið hús í Tónabæ nk. laugardag
kl. 13.30. Frjálst spil og tafl, kl. 15 bingó,
12 umferðir, kl. 20 lokaskemmtun. Dans
og góð skemmtiatriði. M.a. koma fram
Ámi Sighvatsson og kór Átthagafélags
Strandamanna ásamt Gilsbræðrum.
Hallgrimskirkja - starf
aldraðra
Fót- og hársnyrting verðrn- út júnímánuð
á þriðjudögum og fostudögum. Panta skal
tíma sömu daga milli kl. 13 og 17 í síma
kirkjunnar, 10745, eða hjá Helgu í síma
24826.
Kvöldganga eftir Fossvogs-
dal og meðfram Hlíðarfæti
Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands
stendur fyrir kvöldgöngu ffá Gróðrar-
stöðinni Mörk v/Stjömugróf í Fossvogs-
dal kl. 21 i kvöld, fimmtudaginn 25. maí.
Gengið verður eftir því svæði sem fyrir-
hugað var að leggja svokallaða Fossvogs-
braut og Hlíöarfæti. Göngunni lýkur við
Umferðarmiðstöðina um kl. 23. Hægt
verður að koma í gönguna við vatnaskil-
in í dalnum, móts við Fossvogskóla, kl.
21.20, hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur,
við hliðið, kl. 21.50 og við Tjaldhól v/Nesti
í Fossvogi kl. 22. Allir velkomnir í
gönguna, ekkert þátttökugjald.
4. landsþing landssamtaka
ITC á íslandi
4. landsþing ITC á íslandi verður haldið
að Hótel Sögu í Reykjavik dagana 26.-28.
mai 1989. Stef þingsins er „Vegur til vel-
gengni“. Heiðursgestur landsþingsins er
Edna M. Chapman, varaforseti V. svæðis
Alþjóðasamtaka ITC. Hið árlega Lands-
þing ITC á íslandi er nú haldið í 4. skipt-
ið. Þingið er hápunktur starfsins og jafn-
framt endapimkturinn á vetrarstarfinu.
Meðal gesta á þinginu verða Guðrún
Ágústsdóttir, aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra, Guðný Halldórsdóttir
leikstjóri, Flosi Ólafsson og Lilja Mar-
geirsdóttir. Þingið verður sett kl. 20.00
fóstudaginn 26. maí í Átthagasal. Laugar-
dagimi 27. maí kl. 10.00 hefst félagsmála-
hluti fundar. Á dagskrá verður m.a.
kosning stjómar fyrir næsta kjörtímabil.
Á meðan á þinginu stendur verður boðið
upp á margs konar fræðslu og fyrir-
lestra, flutt af ITC félögum og gestum.
Laugardaginn 27. maí kl. 15.15 mun Wil-
helm Norðfjörð flytja fyrirlestur sem
nefhist „Mannleg samskipti/ákveðni,
þjálfun". Sunnudaginn 28. maí mun PáU
Skúlason prófessor flytja fyrirlestur sem
nefhist „Hamingjan". Edna M. Chapman,
varaforseti V. svæðis Alþjóðasamtaka
ITC, mim svara spumingum um starf-
semi Alþjóðasamtakanna milli kl. 11 og
12 á sunnudaginn. Einnig mun aðilum
ITC gefast kostur á að taka próf í þing-
sköpum í umsjón Kristjönu Millu Thor-
steinsson.
ITC-samtökin gefa fólki tækifæri til að
búa sig undir aukinn starfsframa og gera
það hæfara til samskipta heima fyrir, í
viðskiptum og til þátttöku í opinberu lífi.
ITC getur uppfyllt óskir fólks um að hafa
meiri áhrif á daglegt lif og umhverfi. Fé-
lagsskapurinn er opinn bæði körlum og
konum og öllum sem hafa áhuga er vel-
komið aö vera með.
Markmið ITC er að hvetja til opinna
og frjálslegra umræðna, án fordóma um
hvers kyns málefni, hvort sem þau eru
stjómmálalegs-, efnahagslegs- eða trúar-
legs eðlis.
Abyrað fjölmiðla
Hér áður fyrr var því trúað og
treyst sem stóð á prentí, samanber
„það stendur hér svart á hvítu“,
en nú er öldin önnur. Þú mátt bú-
ast við því að það sé verið að segja
þér vísvitandi ósatt til að þjóna
hagsmunum þess sem skrifar eða
þess sem skrifað er fyrir.
Fjögur dæmi
Tökum dæmi um þetta: Þann 1.
febrúar 1989 var skrifuð frétt í DV
sem gekk út á það að stjómvöld
væm að styrkja loðdýraræktína
um fjórfaldar tekjur greinarinnar.
Sagt var að tekjur greinarinnar
væra 140 milljónir, en samkvæmt
upplýsingum frá sölusamtökum
loðdýraræktenda verða tekjur
þessa árs u.þ.b. 355 milljónir og ef
miðað er við meðaltal síðustu 5 ára
verða þær 570 milljónir, þannig að
þama skakkar verulegum upp-
hæðum. Þá skulum við skoða hvað
DV segir um styrki til loðdýrarækt-
ar. Þar segir: Styrkir á þessu ári
nemi um 530 milljónum.
Við skulum skoða þetta aðeins
nánar. DV segir aö niðurgreiða eigi
loðdýrafóður um 55 milljónir, sem
kannski má rétt vera, en þeir sem
stunda loðdýrarækt telja samt að
þetta sé leiðrétting á gengi sem
hefur verið leiðrétt hjá öðrum út-
flutningsgreinum, svo sem fisk-
vinnslunni og ullariðnaöinum. Ég
minnist þess ekki að það hafi verið
talað um styrki í sambandi við
það.
í öðm lagi er í umræddri frétt í
DV sagt frá 60 milljóna kr. láni sem
Framleiönisjóði er heimilað að
taka til að endurlána þeim bændum
sem era hvað verst settir fjárhags-
lega eftir mikið veröfall á skinnum
síðustu ár. Rétt er að benda á að
þessir peningar era lán sem bænd-
ur munu endurgreiða að fúllu með
vöxtum. Og lánið er tryggt með
veði í eignum bænda, þannig að
þetta getur með engu móti tahst
styrkur.
í þriðja lagi er talað um að bænd-
ur þurfi ekki að greiða afborganir
af lánum sínum hjá Stofnlánadeild
landbúnaðarins. Hér er afskaplega
fijálslega farið með staðreyndir.
Hið rétta er aö bændum er gefinn
kostur á að framlengja höfuðstól
KjaUarinn
Rúnar J. Friðgeirsson
bóndi
við að reikningskúnstir DV eru
ekki mjög áreiðanlegar. 355 millj-
óna kr. tekjur verða 140 miUjónir
hjá DV og það fær út að stjómvöld
styrki loðdýraræktina um 530
miHjónir í staðinn fyrir 20 miUjónir
og þegar ríkisstjómin er að borga
til baka það sem tekið var af bænd-
um með skökku gengi.
En hvað þýðir svona lygavefur
sem DV er búið að spinna, t.d. það
að Ula upplýstir stjómmálamenn
eins og hæstvirtur fyrsti þingmað-
ur Sunnlendinga veifaði þessari
grein á fundi á Hótel Borg stuttu
seinna og leit á hana sem stóra-
sannleika. En látum það vera, ann-
að og verra er það að ef þú segir
sömu lygina nógu oft þá fer fólk
að trúa henni. DV hefur verið sein-
þreytt á að tyggja upp þessa lygi
„Hið rétta er að bændum er gefinn
kostur á að framlengja höfuðstól lán-
anna um tvö ár en greiða þó vexti og
verðbætur á þessum árum.“
lánanna um tvö ár en greiða þó
vexti og verðbætur á þessum áram.
Þetta er svipað því að þú fengir
víxU í banka og þyrftir síðan að
framlengja hann í einhvem ákveð-
inn tíma, gætir þú þá Utið svo á að
bankinn væri að styrkja þig um
upphæð víxUsins?
Og í fjórða lagi er talað um að
ríkisstjórnin heimUi Framleiðni-
sjóði að fresta aíborgunum af 200
miUjón kr. láni í Seðlabankanum,
þetta er mikið langt frá þvi að vera
rétt, 200 mUljónimar era 80 mUlj-
ónir og því munar hér 120 miUjón-
um og af þessum 80 mUljónum sótti
Framleiðnisjóður um frestun á
greiðslu 40 mUljóna og átti að nota
20 miUjónir til að flýta greiðslu á
búháttabreytingastyrk sem átti að
greiða á næsta ári. Hér er því hægt
að skrifa 20 mUljónir á loðdýra-
ræktina en ekki 200 eins og DV
fullyrðir.
Reikningskúnstir
Ef við tökum þetta saman sjáum
aftur og aftur. EUert B. Schram
vitnar í hana í grein í DV 3. febrúar
og Jónas Kristjánsson veifaði
henni í umræðuþætti á Stöð 2 13.
mars og í leiðara sínum í DV 4.
aprU.
En hver er ástæðan fyrir því að
DV er svo umhugað að breiða út
þessa lygi? Það skyldi þó ekki vera
að það sé samband á miUi hennar
og þess að á sama tíma var Arnar-
ílug að kría styrk út úr ríkinu? Og
það skyldi þó ekki vera að það hafi
verið notað sem rök að styrkir til
loðdýraræktar næmu 530 mUljón-
um en tekjur greinarinnar væru
140 miUjónir og hvers vegna skyldi
Arnarflug ekki fá styrk sem skilaöi
meiri tekjum með sömu rökum.
Og það viU ekki svo einkennUega
til að Frjáls fjölmiðlun sé stór hlut-
hafi í Amarflugi.
Já, þeim er snöggt snýtt sem nef-
ið er af stýft.
Rúnar J. Friðgeirsson
Fréttir
Garðar og gróður II
kemur út miðvíkiidagínn 31. maí nk.
Meðal efnís í blaðínu er-
* Gróðursetníng - sumarblóm
* Tré - runnar
* Hellur
* Víðtöl víð landslagsarkítekt og
“ garðyrkjumenn o.fl. o.fl.
Þcír sem áhuga hafa á að auglýsa í blaðínu
athugí að lokaskíl eru fýrír 25. maí.
Auglýsingadeild
Grænfriöungar í mál viö Magnús Guömundsson í Bretlandi:
Málshöfðun Greenpeace
hefur ekkert að segja
- segir Magnús sem hefur vamarþing í Kópavogi
„Eg á vamarþing í Kópavogi og
Greenpeace verður að höföa mál
gegn mér þar. Málshöföun í öðra
landi skiptir mig engu máh. i þess-
ari svoköUuðu málshöfðun, sem
ekki er undirrituð af neinum, er
einungis höfðað mál vegna höfund-
arréttar og notkun efnis á röngum
forsendum. Það er farið framhjá
kjama málsins sem er innihald
minnar myndar og ég er ekki sak-
aður um meiðyrði. Ég held því enn
fram að myndin af kópnum og seln-
um sé sviðsett. Ég á myndir af
sömu dýrum undir öðrum kring-
umstæðum sem sanna það, auk
þess sem fólk hjá kvikmyndadeild
Kaupmannahafnarháskóla hefur
fullyrt að myndin sé sett á svið,“
sagði Magnús Guðmundsson í sam-
tali við DV.
Fulltrúar Greénpeace funduðu á
Hótel Borg í gær. Var ásökunum
þeim sem fram koma í myndinni
Láfsbjörg í norðurhöfum vísaö á
bug og tilkynnt um málshöföun
gegn Magnúsi og Eddu Sverris-
dóttur, samstarfsmanni hans. Kom
fram aö Greenpeace hefur ekki
fengið íslenskan lögfræðing til að
reka máhð hérlendis. Magnús seg-
ist hins vegar fagna málssókn á
íslandi. „Þaö yrði meiri háttar upp-
gjör.“ -hlh
Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum
hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand
vega, færð og veður.
Sími 27022
Tökum aldrei áhættu!
yUMFERÐAR
f
Iráð