Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 15
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989. 15 Evrópuráðið 40 ára Skömmu eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðari, eða nánari til tekið hinn 5. maí 1949, undirrituðu 10 ríki stofnsamning Evrópuráðsins. Nú, 40 árum síðar, eru aðildarrík- in orðin 23 eða öll ríki Evrópu er búa við lýðræðisskipulag. í aðildar- ríkjunum búa nær 400 milljónir manna. Hugmyndin að baki stofnun Evr- ópuráðsins var endurreisn Evrópu eftir stríðið, aukin samvinna Evr- ópuríkja og barátta fyrir fjölflokka- lýðræði og mannréttindum. Grunnstofnanir Evrópuráðsins eru þrngið, þar sem sitja 177 þing- menn frá. 23 löndum, ráðherra- nefndin, sem er nefnd hinna 23ja utanríkisráðherra, mannréttinda- dómstólhnn, æskulýðsmiðstöðin, auk ýmissa annarra stofnana og sjóða. Á þingum ráðsins er talað og þýtt á sex tungumál, ensku, þýsku, ít- ölsku, spænsku, frönsku og hol- lensku. Á vegum ráðsins starfa um 120 nefndir á fjölmörgum sviðum, svo sem á sviði löggjafar, efnahags- mála, félags- og heilbrigðismála, menningarmáia, íþróttamála, menntunarmála, 'æskulýðsmála, umhverfismála, sveitarstjómar- mála o.s.frv. Höfuðstöðvar Evrópuráðsins eru í Strasbourg í Frakklandi. Á vegum ráðsins hafa verið gerö- KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn ir og samþykktir um 130 mismun- andi sáttmálar þó e.t.v. séu oftast nefndir mannréttindasáttmálinn, félagsmálasáttmáiinn og menning- armálasáttmáhnn. Heildarkostnaður við starfsemi ráðsins áriö 1989 er áætlaður 40 milljónir punda. Framtíð Evrópuráðsins Eðlilega verður forráðamönnum Evrópuráðsins hugsað til framtíð- arinnar á þessum tímamótum. Margt hefur breyst á þessum 40 árum. Evrópa hefur tekið stakka- skiptum. Sú spurning hiýtur að vakna hvort Evrópuráðið hafi þegar náð tilgangi sínum, hvort nú sé unnt að leggja það niöur. Stofnanir eiga auðvitað aðeins að lifa meðan þær þjóna tilgangi, ekki að verða eUífir augnakarlar. Þessum spumingum hafa velt fyrir sér fyrrverandi forseti ráðs- ins, Jung, og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri ráðsins, Marcelino Oreja, en báðir létu þeir af embætti á afmælisfundinum. Rétt er að fram komi strax að allir er létu í ljós skoðun sína á síð- asta þingi Evrópuráðsins voru „Enginn sér fyrir hvert þær breyting- ar, sem nú virðast í aðsigi, kunna að leiða.“ Höfuðstöðvar Evrópuráðsins eru í Strasbourg í Frakklandi. þeirrar skoðunar að ráðið ætti mik- ilvægu erindi að þjóna í samfélagi þjóða Evrópu. Jung sagði reyndar að nú stæði Evrópuráðið á vegamótum og Oreja taldi tæpast raunhæft að gera greinarmun á hugtökunum „Evrópa sem heild“ og „Evrópu- samvinna“ og átti þá við Evrópu- bandalagið og Evrópuráðið. Rétt er að störf Evrópubandalags- ins og Evrópuráðsins skarast orðið mjög og innan E vrópubandalagsins eru 12 þeirra 23ja ríkja sem eru í Evrópuráðinu. Eftir að innri markaður Evrópu- bandalagsins kemur til fram- kvæmda 1992 verður þetta æ aug- ljósara. Heimur í smíðum En niðurstaða manna var sú að þrátt fyrir aukna samvinnu innan Evrópubandalagsins væri starf- semi Evrópuráðsins mikilvæg, ekki síst vegna þeirra miklu breyt- inga sem nú eru að verða í Austur- Evrópu. Þannig gæti Evrópuráðið orðið brú milh austurs og vesturs. Og á afmæhsþinginu var einmitt samþykkt ályktun þess efnis að þjóðum í Evrópu væri heimilt að hafa gestafuhtrúa hjá Evrópuráð- inu þótt viðkomandi þjóðir byggju ekki við fjölflokka lýðræði. Slíkir fuhtrúar skulu hafa mál- frelsi og geta tekið þátt í umræðum þótt þeir hafi ekki atkvæðarétt. ísrael hefur haft rétt til að senda gestafulltrúa á fundi ráðsins. En nú er verið að byggja brúna. Ekki er ólíklegt að lönd eins og Pólland, Ungverjaland og Júgóslavía og e.t.v. fleiri muni fljótlega nýta sér þennan rétt. Þar með opnast nýtt svið, nýir möguleikar í samskiptum þessara þjóða. Þróunin tekur tíma. En einmitt þetta gæti flýtt fyrir fjölflokkalýð- ræði í Austur-Evrópu. Enginn sér fyrir hvert þær breyt- ingar, sem nú virðast í aðsigi, kunna að leiöa. Vera má að við stöndum frammi fyrir stórfelldari breytingum en mannkyniö hefur áður séð. Aö framundan muni draga úr sundrun jarðarinnar vegna stirðnaðra hug- myndakerfa. Vera má að náðst hafi verulegur hluti þeirra markmiða sem frum- heijarnir stefndu að þegar sáttmál- inn var undirritaður í London 5. maí 1949. Eigi að síður virðast verk- efnin enn víðtækari nú sem óleyst eru. í því starfi verður Evrópuráðið ómetanlegt tæki. Guðmundur G. Þórarinsson Ný ver kalýðshreyf i nq Verkalýðshreyfingin stendur á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Eftir langvarandi afnám samningsréttar hafa flest verka- lýðsfélög nú samþykkt nýja kjara- samninga. Niðurstaða þessara samninga er eins og undanfarin ár: Þeir skhuðu nákvæmlega engu. Þessi samningagerö kemur fyrir sjónir utanaökomandi eins og verkalýðshreyfingin viti ekki leng- ur hvert hlutverk hennar er. Svona á svipaðan hátt og jóhn eiga sér vissan stað í almanakinu eiga samningar að vera á ákveðnum tíma þótt enginn sé með það á hreinu hvert takmarkið sé. Kjarabarátta eða eigna- brask Hlutverk verkalýðsfélaganna hefur snúist upp í það að byggja upp mikið bákn, safna í sjóði og fjárfesta þar sem arðvænlegast er hveiju sinni. Verkalýðshreyfingin á í dag eignir upp á fleiri milljarða, skrifstofubyggingar, sumarhús, íbúðir, hlutabréf og samkomusali. Þegar síöan á að fara að semja um laun kafnar kjarabaráttan í alls konar aukaatriðum og samkeppni mihi félaga í stað samstöðu um aðalatriðin sem eru mannsæmandi laun fyrir aha. Valdhafamir kunna aö nota sér þessa sundrungu eða eins og Róm- veijar orðuðu það forðum daga: Deildu og drottnaðu. Nýlegt dæmi er þegar Ólafur Ragnar fjármála- ráðherra reyndi að etja saman Sóknarkonum og kennurum til bjargar eigin skinni á frægum fundi með kennurum. Lögbinding lágmarkslauna Eitt af aðalbaráttumálum Flokks mannsins hefur alltaf verið lög- binding lágmarkslauna sem taka mið af framfærslukostnaði hverju sinni. Með því yrðu laun sett undir sama hatt og aðrir kostnaðarhðir fyrirtækja, s.s. sími, rafmagn og vextir. Eins og við vitum sest VSÍ KjaUarinn Áshildur Jónsdóttir í landsráði Flokks mannrins ekki niður með símamálastjóra th að semja um skrefagjald heldur borgar símamálastjóra umyrða- laust án þess að nokkrum finnist það athugavert. Láglaunastefna er tíma- skekkja Þessi láglaunastefna, sem hefur verið við lýði undanfarin ár, er heimskuleg hagfræði. Þýsku og japönsku efnahagsundrin byggðust á því að hækka laun, ekki lækka þau. Þetta leiddi af sér meiri kaup- mátt almennings sem gat þá keypt framleiðslu og þjónustu fyrirtækj- anna. Sem betur fer hafa nokkrir greindir, íslenskir atvinnurekend- ur uppgötvað þetta fyrir löngu. Með lögbindingu lágmarkslauna er búið að leysa launamálin í eitt skipti fyrir öll og þá fyrst er raun- hæft að tala um sérsamninga innan stéttarfélaga. Þá gæti verkalýðs- hreyfingin farið að snúa sér að hlutum sem eiga betur við árið 1989 en frumstæðar kröfur eins og mannsæmandi laun því þó að sam- ið hafi verið um slík laun er nóg af verkefnum óleyst. Verkalýðshreyfingin ætti að vera baráttutæki sem notar hvert tæki- færi th að koma á umræðu í þjófé- laginu um lýðræði og mannrétt- indi. Hún ætti að standa fyrir því að gjaldþrota fyrirtækjum verði breytt í samvinnufélög launþega og ganga jafnvel enn lengra og hvetja til þess að enginn maður verði launþegi heldur vinni fólk hjá sjálfu sér og með öðrum. Samvinnufélög launþega Samvinnufélög launþega eru rekstrarform sem hentar mjög vel í dag. Dæmi um allan heim sýna að slík fyrirtæki skha betri af- komu, meiri framleiðni og borga betri laun en önnur fyrirtæki. Ástæðan er einföld. Alhr starfs- menn fyrirtækisins taka ábyrgð og eiga jafnra hagsmuna að gæta og skha þar af leiðandi betri vinnu, eru ánægðari og veita betri þjón- ustu. Lögbinding lágmarkslauna verð- ur aldrei að raunveruleika með rík- isstjórnum eins og-þeim sem hafa setið undanfarin ár. Það skiptir engu máli hvort um hægri stjórn er að ræða eða ríkisstjórn sem kennir sig við „félagshyggju“. Ef fólk vih gera sér vonir um al- mennilega launastefnu hér á landi verður það að hætta að kjósa gömlu flokkana sem skiptast á að verma stólana. Fólk verður að þora að taka áhættuna og kjósa eitthvað nýtt. Segjum stjórninni upp Flokkur mannsins gengst nú fyr- ir undirskriftasöfnun th þess að koma ríkisstjórninni frá. Margir eru óánægðir með ríkisstjórnina, ekki síst launþegar, og hún hefur sýnt það á undanfömum vikum aö hún er óvinveitt fólki. Þessi söfnun er tækifæri fyrir fólk th að tjá skoð- un sína á þessari stjórn. Það er líka mikið hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar að koma stjórninni frá og því höfum við í Flokki mannsins boðið verkalýðs- félögum um allt land að taka þátt í þessari söfnun. Nú er tækifærið fyrir alla sem vilja mannsæmandi kjör að taka höndum saman og segja ríkis- stjórninni upp. Gleymum því ekki að' kjarabarátta snýst ekki ein- göngu um peninga heldur hka um réttindi th að vera maður. Áshildur Jónsdóttir Nú er tækifæri að taka höndum saman og segja ríkisstjórninni upp, segir greinarhöfundur m.a. - Rikisstjórn Steingrims Hermannssonar. „Hlutverk verkalýösfélaganna hefur snúist upp 1 það að byggja upp mikið bákn, safna í sjóði og fjárfesta þar sem arðvænlegast er hverju sinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.