Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989. PHP Frjálst.óháÖ dagblað Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kerfið sýnir klærnar Andófiö gegn innflutningi smjörlíkis er gott dæmi um, hvemig þrýstisamtök hagsmunaaöila úti í bæ og emb- ættismenn ríkisins sameinast um aö láta verndun sér- hagsmuna ráöa ferðinni gegn,almannahagsmunum um lækkun verðs á vöru og þjónustu í landinu. Félag íslenzkra iðnrekenda gætir hagsmuna nokk- urra innlendra smjörlíkisgeröa, sem fara ekki eftir regl- um um merkingar á umbúöum. Þær hafa undanþágu til næstu áramóta frá reglunni um, aö upplýsingar um næringarefni og geymsluþol séu á umbúðunum. Athyghsvert er, að undaþágan byggist á, að innlendu smjörlíkisgerðirnar þurfi frest til næstu áramóta til aö koma út meira en ársgömlum birgöum í gömlum um- búðum ff á því í fyrra. Hiö opinbera hefur því ekki mikl- ar áhyggjur af aldri vörunnar, ef hún er innlend. Þrátt fyrir þetta var Félag íslenzkra iönrekenda ekki feimið viö aö senda HoUustuvernd ríkisins bréf um, að innflutta smjörlíkið kunni í sumum tilvikum ekki aö uppfyha kröfur um merkingu, sem innlendir framleiö- endur þurfa ekki að fara eftir á þessu ári. Framkvæmdastjóri félagsins var eftirminnilegur í sjónvarpi, þegar hann sagði, að þetta væri búvara og ætti því aö fylgja annarri einokun á því sviði. Síöar var upplýst hér í blaðinu, aö hið svokaUaöa innlenda smjör- líki er hrært úr erlendum og innfluttum hráefnum. Þetta upphlaup félagsins var skhjanlegt, því að í þrýstihópum reyna menn aö komast eins og langt og unnt er hverju sinni. Viöbrögð HoUustuverndar voru hins vegar einkar athyghsverö. Þau sýna, hve UtUs málsefni mega sín, þegar hagsmunir eru annars vegar. HoUustuvemd hefur Utið látið á sér kræla um dag- ana, nema helzt til aö væla um fjárskort. TU dæmis hefur þessi opinbera skrifstofa ekki gefiö sér tíma tU aö hafa afskipti af, hvort selt sé og selt verði tU næstu áramóta aldrað, innlent smjör í umbúðum frá í fyrra. Þegar þrýstihópurinn sendi HoUustuvernd bréfiö um útlenda smjörlikiö, vaknaði stofnunin hins vegar af værum blundi og lét nota sig til að biöja um, að það smjörlíki yrði ekki afgreitt úr tolU, fyrr en stofnunin hefði gengið úr skugga um, að settum reglum væri fylgt. Þessa beiðni hentu á lofti kerfiskarlar í heilbrigðis- ráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu. Þeir notuðu bréf HoUustuverndar tU að stöðva toUafgreiðslu á inn- fluttu smjörlíki. Er nú máUð komið í hendur þriggja manna ráðherranefndar, sem á að jafna ágreininginn. í nefndinni er Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra, sem hefur oft lýst sig andvígan leyfi viðskipta- ráðherra til innflutnings á smjörlíki. Ennfremur er þar Guðmundur Bjarnason heUbrigðisráðherra, sem form- lega fór fram á stöðvunina á toUafgreiðslu. Þriðji maðurinn í nefndinni er svo Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem veitti leyfið tU innflutnings á takmörkuðu magni smjörlíkis. Líklegt er, að sjónarmið hans nái fram að ganga, því að erfitt er að halda tU streitu, að smjörlíki sé búvara, en ekki iðnvara. Þröstur Ólafsson, stjómarformaður Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, hefur sagt, að ekki standist krafa heUbrigðisráðherra um bann við toUafgreiðslu. Hann hefur einnig sagt, að „þarna sé kerfið að sýna klæmar“, sem er alveg laukrétt lýsing á máUnu. Neytendum er hoUt að átta sig á, að jafnvel HoUustu- vemd ríkisins vinnur gegn þeim, ef það er í þágu sér- hagsmuna og kerfishagsmuna gegn almannahag. Jónas Kristjánsson „Spilling og aftur spilling blasir hvarvetna viö og allt er þetta tekið úr sameiginlegum sjóðum landsmann- a,“ segir greinarhöfundur. Almenningur borgar bruðl hinna fáu útvöldu Eitt af því erfiðasta, sem forystu- menn í verkalýðshreyfingunni þurfa aö standa frammi fyrir, er þegar þeim er bent á allt misréttið sem viðgengst í þjóðfélaginu. Á sama tíma og verið er að semja um smánarlaun launþegum til handa flytja fjölmiölar okkur - nær dag- lega - fréttir af því að einstaklingar úti í þjófélaginu taki sér svo og svo há laun fyrir vinnu sína og þjón- ustu, að það nær út yfir allan þjófa- bálk. Vitað er að nú er og hefur verið lengi blómleg uppskera hjá lög- fræðingum, vaxtaokrið hefur séð til þess. Haft er fyrir satt aö spari- sjóðsbækur lögfræðinga, sem inn- heimta vanskilaskuldir fyrir banka og sparisjóði, séu svo úttroðnar af „Júdasargulli" aö hinir sömu lög- fræðingar viti nánast ekkert hvað þeir eigi aö'gera við þetta fjármagn. Svo mikiö sé það að vöxtum - og alltaf bætist viö því okrið á fjár- magninu viröist ekkert vera í rén- un. Allar þessar innstæður lög- fræðinganna eru dregnar með blóðugum töngum frá heimilum og atvinnufyrirtækj um. Siðgæði, hvað er nú það? Um allt þetta veit fólk en getur enga björg sér veitt. Talsmenn þess á Alþingi, flestir, vita líka um þetta ástand sem á sér stað úti í þjófélag- inu. Alhr t.a.m. fylgjast með því þegar einn bankastjóranna, Sverr- ir Hermannsson, er sífellt að veija það að hann hafi tekið sér alltof háa þóknun fyrir störf sín. Ekkert sé við það að athuga þó aö laun hans sl. jólamánuð hafi numið hátt á aðra milljón króna. Síðan er það látið duga að senda ffá sér einhvers konar greinargerð og þá sé allt í sómanum. Veifað ein- hverjum pappírum með skírskotun í vafasaman lagabókstaf - máhð þar með afgreitt. Siögæði, hvað er nú það? Sama gerist við þann gjörning aö einhver lögfræðingur er skipaður í stjómunarstöðu. Því fylgir að sá hinn sami fær milljónir á milljónir ofan fyrir þjónustuna. Spihing og aftur spilhng blasir hvarvetna við og allt er þetta tekið úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. Það sem einfaldlega blasir við er sú óáran í þjóðfélagi okkar að fáir hafa getað í krafti aðstöðu og valds hrifsaö til sín svo stóran hluta af þjóðarauðnum að það minnir ein- faldlega á það sem er að gerast í Suður-Ameríku. Ef ekkert verður að gert af hálfu þeirra sem kosnir eru til þess að stjórna þessu landi þá endar þeíta ekki nema á einn veg, að mikill flöldi launþega verð- ur hér öreigar. Allir ættu að gera sér flósa grein fyrir því. Innantómt orðagjálfur Ólafur Ragnar Grímsson flár- málaráðherra lét hafa eftir sér nú fyrir stuttu að núverandi ríkis- sflóm ætti að sefla sér langtíma- KjaUarinn Karvel Pálmason alþingismaður markmið varðandi ahsheijar end- urskipulagningu á atvinnumálum þjóðarinnar svo og uppstokkun á peningamarkaði þannig að raun- vextir yrðu viðunandi. Aht gott um þetta. En því skyldu ríkissflórnir, sem kenna sig við fé- lagshyggju th framtíðar, aldrei gleyma að það er fleira sem th þeirra friðar heyrir. Svo langt eru þeir, margir hverjir, sokknir sem vahst hafá th meðhöndlunar þess flármagns sem þjóðin aflar aö rík- isstjórn, sem ætlar að kenna sig við ofangreint hugtak verður að setja efst á stefnuskrá sína eitt orð eöa tvö, þ.e. endurmat á siðgæðisvit- und þeirra sem valdir eru til að sflórna flármálum þjóðarinnar, þessu sameiginlega aflaverðmæti sem hún skapar. Ef það gerist ekki að ráðherrar, forsflórar, bankastjórar, lögfræð- ingar og flármálaspekúlantar, sem mergsjúga almenning, taki sinna- skiptum í taumlausri peninga- hyggju þá verður aht tal um ríkis- sflómir jafnaðar, bræðralags og félagshyggju innantómt orðagjálf- ur. Fyrir nokkrum árum stóð núver- andi flármálaráðherra fyrir eftir- minnhegri þáttaröö í sjónvarpinu. Þar birti hann myndir af húseign- um peningafursta þessa lands og lét m.a. bankasflóra sifla fyrir svör- um um allt það óhóf sem þessar stofnanir stóðu fyrir. Öh þjóðin stóð á öndinni yfir bruðhnu - hvemig þjóðarauðnum var sóað meðal hinna útvöldu. Nefndarskipun til tyftunar Nú er sú tihaga borin fram hér aö flármálaráöherra skipi eina nefnd - þó margar séu fyrir - þ.e. eina alvörunefnd sem skipuö verði fuhtrúum launþega. í þessa nefnd verði settir einungis þeir sem þurfa að lifa af láglaunum sínum. Verk- efni nefndarinnar verði í beinu framhaldi af sjónvarpsþáttum þeim sem flármálaráðherra stóö fyrir á sínum tíma. Nefndin kanni það hvernig á því standi að bróðurparturinn af því sem þjóðin aflar lendir yfirleitt hjá fáum einstaklingum og flölskyld- um. Nefndin kafi til botns í hfs- háttum þessa fólks, húsakosti, bif- reiðaeign, lúxusferðalögum ogöðr- um flottræfilshætti. Nefndin þarf að hafa mikil völd og birta opin- berlega niðurstöður sínar því Ihut- verk hennar á að vera þaö að efla siðgæðið í landinu, þ.e. th tyftunar. Hún á að lækna þá sem haldnir eru óstöðvandi fégræðgi og kenna þeim að taka tilht th mannghdis frekar en auðghdis. Allt það auð- magn, sem þessir menn hafa náö undir sig, er sameign þjóðarinnar. Almenningur borgar aht þetta bruðl - hinna fáu sem kunna sér ekkert hóf. Fámenn þjóð getur ekki liðið þetta skrumskælda lífsgæðakapp- hlaup nokkurra auðhyggjuein- stakhnga. Launþegar hafa hrein- lega ekki bolmagn til þess að greiða fyrir það af lágum launum sínum. Því er þessi thlaga sett hér fram. Það er of dýru verði keypt að horfa upp á það svo árum skiptir að hvert heimihð á fætur öðru leys- ist upp, börn hrekist manna í mill- um vegna vonlausrar baráttu for- eldranna til þess að vinna fyrir brýnustu nauðþurftum. Allt vegna þess að ríkisstjórnir ná ekki tökum á þeim verkefnum sem þær hafa á stefnuskrám sínum. Og hvers vegna ná þær ekki þeim tökum sem þær hafa sett sér? Ein- faldlega vegna þess að þeir sem í raun hafa sölsað undir sig helftina af aflafé þjóðarinnar eru oflarlar ríkisstjórnanna. Þetta er sá blá- kaldi veruleiki sem við stöndum frammi fyrir í dag. Því verður það verkefni allra þeirra sem vilja hér raunverulegt jafnrétti að taka saman höndum, endurskipuleggja flármagnsmark- aðinn þannig að sú misskipting, sem nú á sér staö, taki enda. Fyrr mun verkalýður þessa lands ekki fá notið mannsæmandi lifs. Karvel Pálmason „Nefndin kafi til botns í lífsháttum þessa fólks, húsakosti, bifreiðaeign, lúxusferðalögum og öðrum flottræfils- hætti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.