Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Síða 11
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989. 11 Utlönd Segir Wright af sér? Orðrómur er á kreiki um að Jim Wright, forseti fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, vilji semja við siðanefndina. Teikning Lurie Birgir Þórissan, DV, New York Þrálátur orðrómur er á kreiki í Washington um að Jim Wright, for- seti fulltrúadeildarinnar, sé að reyna aö semja við siðanefnd þingsins um að hann segi af sér sem þingforseti gegn því að nefndin felli niður kærur á hendur honum um íjármálamis- ferli svo honum verði unnt að draga sig í hlé með nokkurri sæmd. Wright og stuðningsmenn hans neita því ákveðið að nokkrar slikar þreifingar séu í gangi en fjölmiðlar segjast hafa afar áreiðanlegar heim- ildir fyrir orðrómnum. Segja þeir að samningar hafi strandað á því að siðanefndarmenn úr röðum repú- blikana hafi ekki viljaö láta Wright sleppa við svo búið en repúblikanar hafa ekki farið dult með þá ætlun sína að gera sér sem mestan mat úr erfiðleikum Wrights og hlakkar í þeim eftir skapraunir þær sem þeir höfðu af óforum Johns Tower og Edwfns Meese. Þá er sagt vandfundið hvaða lag verði haft á afsögn Wrights svo að hann haldi virðingu sinni. Wright hefur viku til að komast að sam- komulagi því siðanefndin kemur ekki aftur saman fyrr en 1. júní til að ákveða hvort orðið verður við ósk Wrights um niðurfellingu saka. Wright er annar helsti leiðtogi demókrata á Bandaríkjaþingi. For- setaembætti fulltrúadeildarinnar er eitt mesta virðingarembætti þar í landi. Ef bæði forsetinn og varafor- setinn féllu frá tæki hann við forseta- embættinu. Ef Wright segir af sér þykir Thom- as Foley, leiðtogi þingflokks demó- krata í fulltrúadeildinni, langlíkleg- astur til að taka við af honum. En þó nefna ýmsir til Richard Gephardt sem á síðasta ári sóttist eftir forseta- embættinu. Mannabreytingin gæti haft áhrif á samstarf Bandaríkjaforseta við þing- ið. Foley er maður sátta, vinsæll og vel látinn, jafnt af samherjum sem andstæðingum, en Wright er stríð- lyndur, flokksmaður mikill og gefinn fyrir að etja kappi við forsetann. Paul Touvier, franskur stríðs- glæpamaður, korast undir hendur lögreglu í gær eftir að hafa verið á flótta undan yfirvöldura í 45 ár. Hann var handtekinn á jaröeign klausturs nokkurs nálægt borginni Nice í suðurhluta Frakklands. Touvier var yfirmaöur lögregl- unnar í Lyon og aðstoðaði nasista við að leita uppi meðlimi í neðan- jarðarhreyfingunni. Taliö er að hann hafi haft náið samráð við nasistann Klaus Barbie sem hlaut lifstíðardóm fyrir stríðsglæpi árið 1987. Hann situr nú í fangelsi í Frakklandi. Útvarpið í Frakklandi skýrði frá því að franskir kaþólikkar hefðu skotið skjólshúsi yfir Touvier sem nú er 74 ára að aldri. Árið 1984 kom tilkynning um dauða hans en frönsk yfirvöld grunuðu löngum að þrátt fyrir það væri hann enn á lífi Reuter Paul Touvier, franskur striðs- glaepamaöur, var í gær handtekinn eftir að hafa verið á flótta undan yfirvöldum i 45 ár. Myndin er frá árínu 1972. Simamynd Reuter TEPPAÞURRHREINSUN SKÚFUR notar þurhreinsikerfi sem leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi úr teppinu, alveg niður í undirlag. *+*i ^ 'íí ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR Engin bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinni hreinsun. SKUFUR REYNIÐ VIÐSKIPTIN s:678812 34112 985-23499 , -jl-t: -i Athugiö opnunartíma okkar! Mánudaga-fímmtudaga kl. 9-20 Föstudaga kl. 9-21 Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 11-18 I HAFNARFIRDI REYKJA p VIKURVEGI72 SUVII53-100 MT 540. Midi hljómborð með 210 töktum og tónum. Kasparof skáktölvur Iré kr. 5.870. Ferðarakvél sem nota má I sturtu. Verð kr. 2.200. 20 minna gæðasimar Verö kr. 2.980. HT 700. Hljóðgervill og skemmtari. Áður kr. 31.455. Nú kr. 21.840. DH100. Midi horn með mörgum hljómum. Áður kr. 15.460. Nú kr. 9.320. COM M-3G50. AV0 mælir með þétta, tiðni og transistor mælingu. Verð kr. 8.35G. Mælar I miklu úrvali fré kr. 1.191. 12 volta flúrljós i bústaöinn eða bátinn. Verð kr. 1.109. Handhjélp. Verð kr. 720. Góðir dyrasimar. Verð kr. 3.806. Mesta úrval landsins af mixer- um. effektum, hljéðnemum, Ijósasjóum og hátölurum. GPS101. Midi hljómborð i fullri stærð með ásláttarnæmi. Áður kr. 33.688. Nú kr. 19.990. DG-20. Midi skemmtaragitar. Áður kr. 27.841. Nu kr. 16.690. Talstöðvaspennar. Verð kr. 1.790. JK mögulegt Laugavegi 26, sími 21615 til þess að flytja slidcs-myndir og kvikmyndir yfir á . Vetð kr. 2.907. Hljófæri á rýmingarverði meðan birgðir endast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.