Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Síða 4
4 MÁNUDAGUK 19. JÚNÍ 1989. Fréttir Ellefu ára drengur flýgur 1 þágu friðar og vináttu: Flýgur kringum hnöttinn með við- komu í Moskvu - lenti í Reykjavik á þjóðhátíðardaginn „Meö í farteskinu er friðarbréf undirritaö af 250 þúsund bandarísk- um börnum og er þaö stílað til allra barna Sovétríkjanna. Bréfið mun Tony sonur minn afhenda Gor- batsjov Sovétleiðtoga í Moskvu þann 26. júni næstkomandi. Þetta er lengsta sendibréf sögunnar en það er 20 metra langt. Auk þess tókum við með okkur 75 þúsund bréf frá bandarískum böm- um þar sem þau óska eftir að eignast pennavini í Sovétríkjunum og mun hluti bréfanna verða birtur í Pravda, málgagni sovéska kommúnista- flokksins," segir Gary Aliengena, faðir Tonys, 11 ára drengs sem ætlar sér á næstu vikum að fljúga hringinn í kringum hnöttinn í þágu vináttu og friðar. Lagt var af stað í friðarferðina frá Kalifomíu í Bandaríkjunum 5. júní síðastliðinn. Með Tony í förinni eru faðir hans og móðir, systir hans, 11 ára rússneskur drengur og rússnesk- ur blaðamaður, auk fulltrúa frá Er- onik Institude en hann fylgist með því að það sé Tony sem flýgur lítilli eins hreyfils Cessnu alla leiðina. Boðiðtil Kreml Tony og fjölskylda hans lentu í Reykjavík 17. júní. Þau fóm í skoðun- arferð um borgina og skoðuöu meðal annars Höfða, tóku þátt í 17. júní hátíðahöldum í Reykjavík og um kvöldið snæddu þau nautasteik á Hard Rock Café. Leyfi hefur verið fengið fyrir Tony og fjölskyldu hans til að fljúga yfir sovéska lofthelgi. Þegar Gorbatsjov frétti af þessu friðarframlagi Tonys ákvað hann að bjóða honum að koma til Moskvu þar sem hann ætlar að hitta Tony og fjölskyldu hans að máli og sýna þeim Kreml. Á eftir áætlun „Ferðin það sem af er hefur gengið vel, að vísu töfðumst við aðeins á Grænlandi vegna bilunar í einni af þremur vélum sem em með í förinni. Viö emm aðeins á eftir áætlun en við hyggjumst hraða fór okkar héð- an, við verðum að gera það því að okkar er vænst í Leningrad þann 23. júní og við verðum að vera komin til Moskvu þann 25.,“ segir Gary. „Þetta er mjög dýrt fyrirtæki en við emm styrkt af ýmsum fyrirtækj- um á leiðinni. Hér á landi er það Olíufélag íslands sem sér okkur fyrir eldsneyti og borgar uppihald okkar og kunnum við því bestu þakkir fyr- Frá hægri: Susan, móðir Tonys, Maxim, blaöamaður frá Pravda, fað- ir Tonys, Gary, rússneski drengur- inn Cherenikya, Alaina, systir Tonys, og loks hann sjálfur. ir. Við vitum ekki hvenær við kom- um aftur til Kalifömíu, við ætlum að taka það rólega eftir að við höfum heimsótt Sovétríkin," segir Gary Ali- engena að lokum. Síðdegis í gær hélt Tony og fjölskylda til Osló og þaðan er fórinni heitið til Stokkhólms, því næst til Helsinki og síðan til Sovét- ríkjanna. -J.Mar HafnarQöröur: Tíu þúsund manns sóttu hátíðarhöldin Tahð er að um tíu þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin í Hafnarfirði 17. júní. Er það talsvert meira en búist var við og mun fleira en oft áður. Dagurinn fór vel fram að sögn lögreglu en talsverð ölvun var að kvöldinu. Nokkuð margir unglingar söfnuðust þá saman í miðbænum og hafói lögreglan í nógu að snúast. Einnig var mjög margt saman komið í miðbæ Garðabæjar. Lögreglan í Hafnarfirði var með aukamannskap, enda mikið að gera. Fangageymslur fylltust. Ekki hafði verið tilkynnt um nein skemmdar- verk til lögreglunnar í gær. -ELA Fulltrúar tveggja heimshluta, Tony frá Bandaríkjunum og Cherenikya frá Sovétrikjunum, takast í hendur fyrir utan Höfða. Tony, sem er 11 ára, ætlar að vinna það afrek að fljúga hringinn í kringum hnöttinn i þágu vináttu og friðar. DV-myndir S Poppstjarnan Meatloaf hélt tónleika hér á landi um helgina sem voru nokk- uð vel sóttir af ungmennum. Þeir sem ætluðu sér að sjá goðið sem best fengu að kenna á mannþrönginni og var hún sumum um megn eins og sjá má á myndinni. Að sögn lögreglu voru talsverðar óspektir eftir tónleik- ana. Allt endaði þó vel og menn héldu til sins heima. -ELA/DV-mynd Hanna I dag mælir Dagfari Sendiherra í fýlu Benedikt Gröndal hefur sagt starfi sínu lausu sem sendiherra. Bene- dikt heldur því fram að utanríkis- ráðherra hafi einangrað sig og lít- ilsvirt með því að svara ekki bréf- um eða skýrslum og setja sig í ferðabann. Aðalástæðan mun hins vegar vera sú að Benedikt Gröndal var starfslaus með öllu í ráðuneyt- inu og nennti ekki lengur að sitja og naga blýanta frá morgni til kvölds. Samkvæmt skipunarbréfi mun Benedikt Gröndal vera sendiherra í Kína, Japan og öðrum Kyrrahafs- löndum. Það er kallað á máli dipló- mata að vera ferðasendiherra. Það mun hafa verið viðtekin venja hjá forverum Benedikts að ferðast reglulega til þessara landa og átti Benedikt ekki von á öðru en að sama regla gilti um hann sem aðra sem áður hafa verið sendiherrar fyrir sömu lönd. Jón Baldvin utan- ríkisráðherra hefur aftur á móti haft uppi sparnaöarhugmyndir í utanríkisráðuneytinu og þær hafa meðal annars bitnað á ferðalögum til fjarlægra landa. Nú veröur það að viðurkennast aö það er ofvaxið skilningi venju- legra manna eins og Dagfara að átta sig á því hvaða gagn er af ferð- asendiherrum. Það er sjálfsagt bæði ánægjulegt og fróðlegt fyrir ferðasendiherrann að komast til sem flestra landa og heilsa upp á fyrirfólk en hvaða gagn það gerir íslensku þjóðinni að öðru leyti ligg- ur ekki á lausu. Japanska þjóðin eða sú kínverska kærir sig víst kollótta þótt einhver íslendingur hafi þar viökomu á góðu hóteli og heilsi upp á kontórista í utanríkis- ráðuneytinu í klukkutíma eða svo. Hitt er rétt hjá Gröndal að ef hann er ráðinn í það starf að ferðast á vegum íslenska ríkisins um hálfan hnöttinn og er svo settur í ferða- bann þá er lítið varið í það að vera ferðasendiherra með aðsetur á Hverfisgötunni. Ekki er heldur að efa að það er mun leiðinlegra aö sitja auðum höndum í sama stóln- um heldur en að sitja auðum hönd- um í mörgum stólum og mörgum löndum. Ef veslings Benedikt er búinn að suða lengi í utanríkisráð- herra um að fá að leggjast í ferða- lag og búinn að tilkynna það í dipló- matapósti að hann sé á leiðinni þá eru það skiljanlega vonbrigði þegar honum er ekki einu sinni ansað. Hvað á einn sendiherra að gera ef hann fær ekki að ferðast? Menn eru að hafa fyrir því aö láta sér leiðast í utanríkisþjónustunni og naga blý- anta í mörg ár upp á þau býti aö komast til útlanda. Og svo þegar þeir fá ekki aö fara til útlanda þá er auðvitað ekkert gaman lengur í vinmmni og eins gott að segja upp. Það er ekki vegna þess að útlend- ingar sakni þess svo mjög þótt Benedikt komi ekki í heimsókn. Heldur af hinu, að Benedikt saknar þess að komast ekki í heimsóknina. Hann er búinn aö hlakka til þess lengi og ætlaði kannske að taka konuna með og heimsækja bömin í leiðinni og svo kemur einhver andstyggilegur ráðherra og leyfir sér þann dónaskap aö ansa ekki einu sinni bréfum, hvað þá að skrifa upp á heimildina fyrir flug- miöunum! Þetta er ekki nokkur framkoma gagnvart virðulegum ferðasendiherra sem aldrei hefur troöið illsakir við nokkurn ráð- herra og getur ekki sinnt starfi sínu nema komast til útlanda. Þeir hafa ekki telex eða telefax eða síma í utanríkisþjónustunni og verða að ferðast í eigin persónu til annarra landa tíl að útlendingar átti sig á því að ísland sé til. Benedikt hefur veriö ráðinn í það starf að minna aðrar þjóðir á aö ísland sé til á landakortinu, hann er ráðinn til að ferðast. Ef hann er síðan settur í ferðabann er hætt við þvi að enginn viti neitt um ísland eða Benedikt. Það er virðingarvert hjá Benedikt Gröndal að segja upp starfi sínu frekar en aö sitja aðgerðalaus hér heima. Það mættu fleiri opinberir starfsmenn taka sér til fyrirmynd- ar. Ef aörir opinberir starfsmenn heföu til að bera þá skapgerð að fara í fýlu yfir því að hafa ekkert að gera mætti fækka verulega í rík- isgeiranum. Jón Baldvin hefur hingaö til ekki svaraö bréfum Benedikts. Vonandi gerir hann undantekningu núna til að stað- festa uppsögn sendiherrans. Hann má ekki valda því aö Benedikt þurfi áfram að gegna embætti sem hon- um leiðist aö gegna. Það er lítið gagn af starfsmönnum sem eru í fýlu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.