Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Side 10
10
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
Útlönd_______________________dv
Hermenn halda frá Peking
Pekingbúar sáu í morgun lest um
hundraö herbíla halda í noröurátt frá
miðhluta höfuðborgarinnar.
Um tuttugu herbílar héldu í vestur
frá Torgi hins himneska friöar þar
sem blóðbaðið varð hinn 4.júní síð-
astliðinn.
Vestrænir stjórnarerindrekar
segja að hermennirnir hafi nú haldið
til nálægra bækistöðva en álíta samt
að enn séu um hundrað og tuttugu
þúsund hermenn í og umhverfis Pek-
ing.
Stjórnarerindrekarnir búast við að
bráölega veröi haldinn fundur mið-
stjórnarinnar eða framkvæmda-
stjórnarinnar, ef til vill í þessari
viku, þar sem tilkynnt verði hverjir
séu hinir nýju leiðtogar.
Umbótasinnanum og flokksfor-
manninum Zhao Ziyang, sem ekki
hefur sést síöan hann bað námsmenn
að fara frá torginu þann 19. maí síð-
astliöinn, verður skipt út eftir aðeins
tvö ár í embætti. Zhao hefur verið
sakaður um að hafa stutt kröfur
námsmanna en talsmaður stjórnar-
innar gaf í skyn í síðustu viku að
Zhao yrði ekki leiddur fyrir rétt.
í morgun var tilkynnt í opinberum
fjölmiðlum um nýjar reglugerðir sem
gætu gert Kínverjum erfiðara um vik
að yfirgefa landið. Þeir Pekingbúar
sem vilja fara til erlends sendiráðs
til að sækja um vegabréfsáritun
þurfa nú fyrst sérstakt leyfi frá lög-
reglunni.
Að minnsta kosti tuttugu starfs-
menn kínverskra sendiráða hafa sótt
um hæli í vestrænum löndum. Tíu
menn og ein kona bíða nú aftöku í
Kína eftir að hafa verið dæmd til
dauða í síðustu viku fyrir skemmd-
arverk og að hafa efnt til uppþota.
Reuter
Lest rúmlega hundrað herbila hélt
frá Peking i morgun til nálægra
bækistöðva. Simamynd Reuter
Græningjar
vinna á
Stjómarflokkarnir í Bretlandi, V-
Þýskalandi og Frakklandi missa fylgi
en umhverfisverndarsinnar virðast
á uppleið ef marka má fyrstu tölur
og tölvuspár um úrslit kosninga til
Evrópuþingsins sem birtar voru
snemma í morgun. í gær fóru fram
kosningar í sjö aðildarríkjum banda-
lagsins en síðastliðinn fimmtudag
gengu kjósendur að kjörborðinu í
fimm aðildarríkjanna.
í Bretlandi reyndust niðurstöður
kosninganna einn mesti ósigur fyrir
stjóm Margrétar Thatcher forsætis-
ráðherra á tíu ára valdatíma hennar.
Verkamannaflokkurinn og Græn-
ingjar unnu á, á kostnað íhalds-
manna. Talið er að Verkamanna-
flokkurinn muni ná 13 sætum frá
íhaldsmönnum á þinginu. Þegar búið
var að telja mikinn hluta atkvæöa
var Verkamannaflokknum spáð 44
sætum en íhaldsflokknum 33 sætum.
Hægri sinnaður miðflokkur undir
forystu Valery Giscard d’Estang,
fymim forseta, vann sigur í Frakk-
landi með 29,5 prósent atkvæða sam-
kvæmt fyrstu spám. Franskir sósíal-
istar fengu 23 prósent, græningjar 11
prósent og Þjóðarfylking Le Pen 11
prósent eins o| búist var við. Simone
Veil, fyrrum ráðherra, fékk átta pró-
sent og kommúnistar sjö prósent.
Þessar niöurstööur eru byggðar á
spám samkvæmt fyrstu tölum.
Öfgafullir hægri flokkar virtust
hafa náð eyrum sumra kjosenda í
Belgíu og V-Þýskalandi. Rúmlega sjö
prósent kjósenda kusu Repúblikana-
flokkinn í V-Þýskalandi, öfgasinnað-
an hægri flokk undir forsæti Franz
Schoenhuber, fyrrum nasista, og
hlaut flokkurinn sex sæti. Fylgi
Schoenhuber var talið vera á kostnað
kristilegra demókrata, flokks Kohls
kanslara.
Kristilegir demókratar hlutu samt
flest sæta V-Þýskalands á þinginu
eða 32. Sósíaldemókratar hlutu 31
sæti, grænfriðungar átta og frjálsir
demókratar fjögur.
Þegar búið var aö telja hluta at-
kvæða í Belgíu bentu líkur til að Vla-
ams Blok, öfgasinnaður hægri flokk-
ur, myndi taka atkvæði frá stjórnar-
flokkunum. Tveimur flokkum um-
hverfisvemdarsinna var spáð 14 pró-
sent fylgi. Spár bentu einnig til að
flokkur Wilfried Martens forsætis-
ráðherra, Kristilegir demókratar,
myndi auka við sig.
A Ítalíu bentu allar líkur til þess
að Kristilegi demókrataflokkurinn
biði afhroð en kommúnistar juku
fylgi sitt í fyrsta sinn í fimm ár. Tveir
flokkar umhverfisverndarsinna
hlutu alls 6,2 prósent atkvæða og eru
þar með orðnir fjóröa stærsta stjórn-
málaafliö á Ítalíu.
Þegar búið var að telja meirihluta
atkvæöa kom í ljós að Kristilegi
demókrataflokkurinn hafði hiotið
32,8 prósent en kommúnistar 27,8
prósent.
Léleg kjörsókn var víðast hvar.
Búast má við lokaniðurstööum í dag.
Reuter og TT
IBM SKÓLADAGUR
23. JÚM1989
FYRIR Ki ;\\\R \. SKÓLASTJÓRA OG AÐRA
ÁHUGASAMA UM \OTKl \ TÖLVA í KEIWSLL
IBM á íslandi er meginstyrktaraðili lokaðrar
ráðstefnu um menntamál á vegum alþjóða-
samtaka um gagnavinnslu (International Fe-
deration for Information Processing - IFIP)
sem haldin er í Kennaraháskóla íslands dag-
ana 19.-22. júní. Á þessari ráðstefnu sitja
margir erlendir fræðimenn sem eru í farar-
broddi á þessu sviði.
í framhaldi af ráðstefnunni er opið hús hjá IBM
á íslandi föstudaginn 23. júní nk. Þar munu
fjórir erlendir fyrirlesarar af ráðstefnunni fjalla
um notkun tölva í kennslu og sýndur verður
hugbúnaður og vélbúnaður fyrir skólakerfið.
I 9:00 Opnun í Tónabæ
Stjórnendur:
BERNARD CORNU prófessor við háskólann í Grenoble.
PETER BOLLERSLEV námsstjóri menntamálaráðuneyti Danmerkur.
Fyrirlesarar:
DR. ROBERT AIKEN Prófessor Temple háskóla, Bandaríkjunum.
Efni: What concerns do teachers have with respect to using computers in the classroom.
BJARNE BELHAGE Lektorvið N. Zahles kennaraháskólann Danmörku.
Efni: Improvement of Spatial Understanding in Art.
BEVERLY HUNTER Kennari við kennaradeild háskólans í San Fransisco.
Efni: Some lessons are learned from students use of an interactive adviser built into a data-
base for learning science inquiry skills.
DERYN WATSON Kennari við Kings College London.
Efni: Involving teachers in software Development, focusing on the Humanities.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.
12:30 Boðið er upp á hádegismat í Tónabæ gegn vægu gjaldi.
13.30 Kennsluhugbúnaður og verkefni fyrir íslenska skóla. Fjallað verður um og sýnd eftirfarandi
verkefni:
• Jón Guðmundsson kennari Flallorms- staðaskóla og Kristinn Jónsson kenn- ari Melaskóla segja frá reynslu sinni og nemenda sinna af tölvusamskipta- verketni IBM á Islandi og grunnskól- anna víð nemendur og kennara í Danmörku. • Islenskur kennsluhugbúnaður fyrir sérkennara skrifaður í gluggakerfinu Windows af nemendum Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands. • Isbliss. Tjáskiptahugbúnaður fyrir fatlaða byggður á hinu alþjóðlega BLISS táknmáli.
• Kennsluhugbúnadur á islensku fyrir stærðfræði og samfélagsfræði. M.a. IBM Flermilíkön, Tölvuflóra, Prósent- ur, Flutningar, Flatarmyndir og Eftir- liking sem gefin eru út af Náms- gagnastofnun. • OS/2 stýrikerfið og möguleikar þess t.d. i fjölvinnslu. i því sambandi sýn- um við teikniforritið Teiknisem skrifað er af nemendum Tölvuháskóla Versl- unarskóla Islands. Teiknir er jafnvel fyrsta teikniforritið í heiminum sem skrifað er undir Presentation Mana- ger fyrir OS/2.
• Sýnum í fyrsta sinn „SpeechViewer“ frá IBM sem er hjálpartæki fyrir tal- kennara til að nota við talþjálfun fatl- aðra og fyrir fólk með talörðugleika.
16.00 Lok.
STAÐSETNING: Húsnæði IBM á íslandi,
Skaftahlíð 24 og Tónabær.
Væntanlegir þátttakendur vinsamlega tilkynni
þátttöku og hvort óskað er eftir hádegismat hjá
IBM í síma 687373 eigi síðar en miðvikudag-
inn 21. júní.
Nánari upplýsingargefur Kristín Steinarsdóttir
í síma 697700.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK SÍMI 697700