Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Page 41
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1989.
41
Valdsmenn í Úsbekistan
ýttu undir fjöldamorð
Lögreglumaður stendur yfir líki Meshketa á götu í Fergana, þeirri borg
Úsbekistan þar sem manndrápin voru mest.
Meðan Mikhail Gorbatsjof Sovét-
leiðtogi baðar sig í fagnaðarlátum
og aðdáun vesturþýsks almennings
fæst Nikolai Ríshkof forsætisráð-
herra hans við að stjórna aögerð-
um til að heinja morðóðan skrO í
Mið-Asíulýðveldinu Úsbekistan.
Þetta varð að vera fyrsta verkefni
forsætisráðherrans eftir að hann
hlaut útnefningu til starfans á ný-
kjörpu þingi. Hafði hann þó í
stefnuræðu sinni í lok þinghalds
FulltrúadeUdarinnar lýst því með
áhrifamiklum hætti, hver stórvirki
þyrfti að vinna á næstunni tO að
rétta við hag ríkisins.
Ríshkof og nánir samstarfsmenn
hans gerðu grein fyrir áformi um
að skera yfirbyggingu skrifræðis-
kerfisins í ráðuneytum og ríkis-
nefndum niður um helming. Ná
verður tökum á ríkissjóðshalla sem
vaxið hefur óðfluga, jafnframt því
sem uppfylia þarf fyrirheit um
verulega auknar bætur til 20 mUlj-
ón lífeyrisþega, sem nú mega
skrimta undir því sem í Sovétríkj-
unum teljast fátæktarmörk.
Kröppum kjörum þeirra veldur sér
í lagi verðbólga, sem enginn veit
reyndar nákvæmlega hver er, af
því hagskýrslukerfið býr enn að
fölsunum sem byggðar voru inn í
þaö á tímum Stalíns. Stóri sparnað-
urinn verður tekinn af útgjöldum
tO hermála, þau skulu hafa lækkað
um þriðjung frá því sem nú er á
fjárlagaárinu 1995. Loks er viö að
fást erlendar skuldir, svo háar að
obbinn af útflutningstekjum Sovét-
ríkjanna fer tO að standa straum
af þeim.
Frá öllu þessu varð forsætisráð-
herrann að fara til að reyna að
stifla tO friðar í Úsbekistan, þar
sem óaldarflokkar Úsbeka hafa á
hálfum mánuði myrt að minnsta
kosti á annað hundrað Meshketa
og sært yfir 1000. Við heimkomuna
tfl Moskvu á miðvikudag hafði
Ríshkof um aðfarirnar rússneska
orðið „pógróm", sem notað er um
skipulagðar þjóðernaofsóknir, og
várð tO foröum þegar keisaraleg
yfirvöld áttu það til að etja kristn-
) um múg á varnarlausa gyðinga.
Og svipuð var raunin í Úsbekist-
an nú, sagði Ríshkof. Starfsmenn
flokks og ríkis lögðu morðsveitun-
um til ökutæki og eldsneyti, vopn
og vodka. Hér var því ekki um að
ræða sjálfkrafa sprengingu í sam-
búð þjóðema, heldur skipulega að-
fór að minnihlutahópi. Ríshkof
kvað útreið margra Mershketa,
sem sluppu þó með lífi í flótta-
mannabúðir, vera ólýsanlega, og
hét því að komið yrði lögum yfir
þá sem sekir hefðu gerst um morð,
nauðganir, limlestingar, brennur
og rán í ofsókninni.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Meshketar em ein af þeim þjóðum
sem Stalín lét uppræta úr alda-
gömlum heimkynnum í Kákasus
og Svartahafshéruðum í lok heims-
styrjaldarinnar og flytja nauðung-
arflutningi, með skelíilegum hörm-
ungum og miklu manntjóni, tfl
Miö-Asíu lýðveldanna Úsbekistan
og Kasakstan. Fyrri heimkynni
Meshketa, sem mæla á tungu
skylda tyrknesku og eru öðruvísi
múslimar en Úsbekar, voru í Ge-
orgíu. Ríshkof heitir því nú, að
krafa þeirra um að fá að snúa aftur
heim þangað verði tekin til með-
ferðar í sérstakri nefnd.
Þessir atburðir í Úsbekistan nú
era nánast eftirmynd af því sem
gerðist í öðru Sovétlýðveldi músl-
imskrar þjóðar fyrir rúmu ári. Þeg-
ar krafa kom upp meðal Armena
um að armenska sjálfstjómar-
svæðið Nagorno-Karabakh innan
landamæra Aserbajdsan fengi að
sameinast Armeníu, blossaði upp
ofsókn af hálfu Asera á hendur
armenskum íbúum borgarinnar
Sumgait.
Eins og í Úsbekistan þurfti utan-
aðkomandi herlið tíl aö stilla tO
friðar, bersýnOega af því að ein-
hver hluti stjórnvalda flokks og
ríkis stóð að baki hryðjuverka-
sveitunum. Og bæði frá Aserbajds-
an og Úsbekistan berast frásagnir
af fjölskyldum Asera og Úsbeka
sem lögðu sjálfar sig í hættu tfl að
bjarga armenskum eða meskhetsk-
um nágrönnum undan óaldarlýö
af eigin þjóðerni.
Aserbajdsan og Úsbekistan eiga
það einnig sameiginlegt, að í þess-
um lýðveldum gekk fjármálaspill-
ing og valdníðsla á stjómarárum
Bresnéfs í Moskvu einna lengst í
öUum Sovétríkjunum. í Bakú, höf-
uðstað Aserbajdsan, stendur
marmarahöU mikil. Hana lét þá-
verandi flokksforingi í lýðveldinu
reisa tfl að hýsa Bresnéf og fylgdar-
Uð í einni niu daga heimsókn. í
staðinn fékk flokksforinginn með
mönnum sínum að fara sínu fram,
féfletta og kúga landsfólkið.
í Úsbekistan var spfllingin svo
alger, að flokksritarar hegðuðu sér
opinskátt eins og lénsherrar. Einn
sölsaði undir sig víðar lendur, hafði
á herragarði sínum bæði þræla-
búðir og kvennabúr auk neðan-
jarðardýflissu til að varpa í hverj-
um þeim sem ekki vUdi verða við
kröfum hans tfl landa eða kvenna.
Ósköpin í Úsbekistan viðgengust
meðal annars vegna þess að bófa-
flokkurinn sem þar réð kommún-
istaflokknum átti sér vemdara á
æðstu stöðum. í vetur var Júri M.
Sjúrbanof, tengdasonur Bresnéfs,
dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir
mútuþægni. Meðan hann var að-
stoðar innanríkisráðherra þáði
hann stórfé í mútur af ræningjalið-
inu, sem læst hafði klær í Úsbekist-
an, svo það væri ekki áreitt við iðju
sína.
Tveir saksóknarar, Nikolai Ivan-
of og Telmen Gdljan, urðu kunnir
fyrir skelegga framgöngu í rann-
sókn á spiOingarhreiðrinu í Ús-
bekistan. Þeir náðu báöir kjöri í
FulltrúadeOd sovétþingsins, og
komust í fréttir skömmu áður en
þingið hófst, þegar ívanof sagði í
sjónvarpsviðtali í Leníngrad, að
rannsókn þráða spOlingarmálsins
í Moskvu hefði verið tekin af þeim,
þegar þar komu upp nöfn Egors
Lígaséfs, fulltrúa í stórmálanefnd
miðstjómar kommúnistaflokksins
og foringja íhaldsaflanna í valda-
hópnum, auk tveggja fyrrverandi
stjórnmálanefndarmanna og fyrr-
um hæstaréttarforseta. í staðinn
hefði aðalsaksóknari fyrirskipað
rannsókn á rannsóknaraðferðum
þeirra.
Skýrt hefur verið frá því að Liga-
séf hafi borið af sér sakir í yfirlýs-
ingu sem hann sendi Forsætis-
nefnd Æðsta ráðsins. Við það situr.
En það sem er deginum ljósara
er að valdhafar á stöðum eins og
Aserbajdsan og Úsbekistan efna
ekki til þjóðemisofsókna þegar
verst gegnir fyrir Gorbatsjof og
umbótastefnu hans, nema þeir telji
sig eiga einhvern bakhjarl í valda-
miðstöðinni í Moskvu sem sjái svo
um að þeir verði ekki látnir standa
reikningsskap gerða sinna, hvað
svo sem verður um hina sem hafö-
ir em verkfæri til illverkanna.
Andinn í íhaldsliðinu í flokks-
fomstunni kom berlega í ljós, þegar
fulltrúar þess í Æðsta ráðinu
klöppuðu hástöfum fyrir ígor Ród-
inof hershöíðingja. Fagnarefnið
var að hann þverneitaði úr ræðu-
stól þingsins að biðjast afsökunar
á að hafa fyrirskipað aðgerðir her-
sveita sem leiddu til að tugir óvopn-
aðra andófsmanna voru nýlega
stungnir til bana með spöðum eða
kæfðir með taugagasi á aðaltorgi
Tblisi, höfuðborgar Georgíu.
ocrroB^
Veröld og
bjóða þér lægstu
fargjöldin til Austurlanda
og Sudur-Ameríku
Med sérsamningi \iö British Airways
býdur Veröld lægstu farpldin
til helstu borga Asíu
og Suður-
.fcR. 66-270
..................63.000 1
HOMGfcOMG........^ KR 7o.450
SINGM,°RE...... rr70.A50
74.5oo
kr.88.8'°
...;;;.«.6A.ooo
C ÁRAOM.... KR. 66.50°
81O0t!AHf8° - w 6,000
gOGO
I
NáUHiÐ
VERALOARRt
Tii SUÐUR-^^'
Ferö í 56
^ Austurstræti 17, sími 622200