Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1989, Side 44
MÁNpDAGUR 19. JíjNj l989r
Andlát
Vigfús Jónsson, fyrrverandi oddviti,
Garöbæ, Eyrarbakka, andaðist að
morgni 16. júní.
Sumarliði Eyjólfsson, Hrafnistu,
Reykjavík, andaðist í Landakotsspít-
ala fostudaginn 16. júní.
Jarðarfor Guðmundar Þorsteinsson-
ar gullsmiðs, Vífilsgötu 17, fer fram
frá Fríkirkjunni í dag, 19. júní, kl.
13.30.
Útför Péturs Gauta Péturssonar
bónda, Gautlöndum, fer fram frá
Skútustaðakirkju þriðjudaginn 20.
júní kl. 14.
Meiming__________________dv
Fríða og dýrið
Jarðarfarir
Bjarni Rögnvaldsson, Álfaskeiði 78,
Hafnarfirði, lést á Landspítalanum
15. júní sl. Útfór hans verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju fóstudaginn 23.
júní kl. 13.30.
Runólfur Sveinn Sverrisson, er lést
af slysfórum að kvöldi hins 10. júní,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
riðjudaginn 20. júní kl. 13.30.
tefanía Sigfúsdóttir frá Bóndastöð-
um, Hvannavöllum 2, Akureyri, sem
lést föstudaginn 9. júní, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 19. júní kl. 13.30.
Jón Markússon, Laufvangi 16, Hafn-
arfirði, verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju þriðjudaginn 20. júní kl.
15".
Tilkyimingar
Bridgesamband íslands:
Bikarkeppnin
Núverandi bikarmeistarar, sveit
Pólaris, vann öruggan sigur á sveit
Sveins Rúnars Eiríkssonar í fyrstu
umferð bikarkeppninnar, en leikur-
inn fór fram fimmtudagskvöldið 15.
júní. Sveit Pólaris hafði 3ja impa for-
ystu eftir tuttugu spil, en bætti við
um 60 impum í næstu tuttugu spil-
um.
Sveit Pólaris á heimaleik við sveit
Ingvalds Gústafssonar í annarri um-
ferð. Sveitir í bikarkeppninni eru
beðnar um að gefa upp úrsht hið
fyrsta eftir að þau liggja fyrir, svo
hægt sé að birta þau og skipuleggja
framhaldið.
Þakkarávarp
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Snorra Ásgeirssonar
rafverktaka, Þinghólsbraut 37, Kópavogi.
Þökkum sérstaklega forstjóra og starfsfólki Vífilfells
hf. fyrir hlýhug og virðingu við hann.
Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir,
Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Skagfjörð,
Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir,
Karen Lilja og Eva Björk Björgvinsdætur.
Edda Jónsdóttir er meðal áræðn-
ustu grafíkhstamanna hér um slóð-
ir, ófeimin við nýbreytni og til-
raunir, jafnt í tækni sem efnisvali.
Eftir hana Uggja meðal annars
grafík-samkUpp, grafíkverk upp-
hleypt með blindraletri og þrívíð
grafíkverk, það er grafísk þrykk á
sívalningum.
Út af fyrir sig kemur því ekki á
óvart að Edda skuli nú hlaupa út-
undan sér með vatnsUta- og krítar-
myndum eins og þeim sem nú eru
til sýnis í Nýhöfn við Hafnarstræti
(til 21. júní).
Löngunin til að losna undan
„pressunni“ og kríta Uöugt og án
ábyrgðar hlýtur stöku sinnum að
sækja á jafnvel bestu grafíklista-
menn.
Þessar nýju myndir eru frjálsleg-
ar stemmur, mest tilbrigði um
„Fríðu og dýrið“, það er konuna
og erótíska vitund hennar, hverrar
fuUtrúar eru ránfuglar eða annars
konar flygildi sem gogga í konuna,
halla sér að henni, setjast á opin
hné hennar eða gaumgæfa hana
úr hæfilegri fjarlægð.
Baðmyndir
Flestar eru þessar myndir unnar
í Kjarvalsstofu í París síðastUðinn
vetur, sem ef til vill skýrir þau
sterku áhrif frá baðmyndum Deg-
as, sérstaklega skúlptúrum hans,
sem fram koma í nokkrum mynd-
um listakonunnar, en þær bera aU-
ar samheitið Draumhygð.
Jafnframt eru þessar myndir
Edda Jónsdóttir: Draumar, vatnslitir, 1988. DV-mynd JAK
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
sennilega þær bestu á sýningunni,
ef til viU vegna þess hve vendilega
kompóneraðar þær eru.
Ég er nefrúlega ekki viss um að
hraðteikning eða spuni henti Eddu
sérstaklega vel, nema í hráefnisöfl-
un, þar sem hæfileikar hennar
Uggja fyrst og fremst á huglægu
sviði myndUstar, gaumgæfilegri út-
setningu á snjöUum hugmyndum.
Því get ég ekki neitað því að mér
þótti flestar þessara mynda fremur
losaralegar og ómarkvissar, ekki
síst ef önnur verk hennar eru höfð
tU viðmiðunar.
Hins vegar efa ég ekki að þær
eiga eftir að reynast listakonunni
hinn ágætasti hugmyndabanki.
-ai
Kennarar
Kennara vantar til starfa við Vopnafjarðarskóla næsta
skólaár. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, mynd-
menntakennsla og almenn kennsla. Húsnæðisfríð-
indi í boði fyrir réttindakennara. Upplýsingar veitir
skólastjóri í síma 97-31218 eða yfirkennari í síma
97-31108.
Skólanefnd
Nauðungaruppboð
Að kröfu ýmissa lögmanna og fleiri aðila verða haldin uppboð til sölu á
eftirtöldu lausafé:
Við lögreglustöðina á Hvammstanga þriðjudaginn 20. júní kl. 17.30:
Bifreiðir: X-4061, H-2024, H-817, R-15385.
Litasjónvörp: Nordmende, Finlux, Orion, 5-6 ára, 20", Nordmende video-
tæki, sambyggð hljómflutningstæki, Toshiba, 5-6 ára.
Vörubifreið: H-2315, vörubifreið, Benz m/tengivagni.
Við lögreglustöðina á Blönduósi föstudaginn 23. júní kl. 15.00:
Bifreiðir: R-70508, H-1859, H-3740, H-3116, H-2534, H-2599, H-1942,
Ö-5451, H-1541, H-2042.
Litasjónvörp: Grundig 22", Sony, Sanyo, Hitachi, Fisher VHS myndbands-
tæki.
Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni, Hnjúkabyggð 33,
Blönduósi, s. 95-24157. Munir seljast í því ástandi sem þeir eru í við upp-
boðið.
Greiðsla við hamarshögg.
Blönduósi, 12. júní 1989,
Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu.
Aðalfundur Gerplu
íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi heldur aðalfund sinn
1989 þriðjudaginn 20. júní kl. 20 í húsi félagsins að
Skemmuvegi 6. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Stafrænt minn-
ingarmark
Jean-Pierre Jacquillat á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Jean-Pierre Jacquillat & Sinfóniuhljóm-
sveit íslands,
Einleikur á klarinett: Einar Jóhannesson
W.A. Mozart: Klarinettkonsert i A-dúr,
K. 622
César Franck: Sinfónia í d-moll
Si & Skifan, 1989, SCD-46
Nýlega gáfu Skífan og Sinfóníu-
hljómsveit íslands út geisladisk í
minningu Jean-Pierre Jacquillat
sem var aðalstjórnandi hljómsveit-
arinnar á árunum 1980-86 en lést í
bílslysi árið 1986, tveimur mánuð-
um eftir að hann stjómaði hljóm-
sveitinni á listahátíö.
Er þetta fyrsti geisladiskur með
leik hljómsveitarinnar sem gefinn
er út og ekki seinna vænna fyrir
ábyrga aðila að hefja slíka útgáfu.
Það er við hæfi að á þessum
geisladiski skuli vera tvö verk sem
voru Jacquillat kær og vöktu sér-
staka hrifningu á tónleikaferð
hljómsveitarinnar í Frakklandi
árið 1985, Klarínettkonsert Moz-
arts, þar sem Einar Jóhannesson
leikur einleik, og Sinfónía í d-moll
eftir César Franck sem er eina sin-
fónía tónskáldsins.
Upprunalega átti Jacquillat þátt
í undirbúningi þessarar geisla-
disksupptöku og var þá áformað
að hafa klarínettið í aðalhlutverki
og spyrða saman Mozart og nýtt
íslenskt verk fyrir klarínett og
hljómsveit.
Hlýr og skýr
Hins vegar tókst ekki að ljúka
upptöku nútímaverksins fyrir
Geisladiskar
Aðalsteinn Ingólfsson
dauða Jacquillats og var þá ákveðið
að hafa sinfóníu Francks með.
Einar Jóhannesson hefur hlotið
mikið lof fyrir leik sinn á þessum
diski, meðal annars í erlendum
blöðum, og ekki að ófyrirsynju.
í túlkun sinni hefur hann tileink-
að sér tón sem er í senn hlýr og
skýr.
í umsögn í The Times líkir Hilary
Finch Einari við hinn ljóðræna jap-
anska píanóleikara Mitsuko Uc-
hida sem er vel við hæfi.
Sjálfur vil ég hafa minn Mozart
enn skarpari í mótun og tærari en
hér kemur fram og öllu hraðari í
Adagio þætti klarínettkonsertsins.
En vitaskuld á rómantísk túlkun
Jacquillats fullan rétt á sér.
Sinfóníu Francks þekkti ég ekki
fyrir og get því lítið um hana sagt
á þessu stigi málsins. En mér þótti
leikur hljómsveitarinnar í alla
staði frískur og átakamikill.
Geisladisknum fylgir greinargóð-
ur bæklingur með öllum þeim upp-
lýsingum sem máli skipta. SjáLFar
upptökurnar eru ekki stafrænar
nema að einum þriðjungi (AAD)
sem rýrir gildi þeirra eilítiö fyrir
þá sem vanir eru algjörlega staf-
rænum upptökum.
Engu að síður er mikill fengur
að þessum diski fyrir fíölmennan
áheyrendahóp Sinfóníuhljómsveit-
arinnar.
-ai.