Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Heimasmíðuð kreppa Tæplega 2000 manns hafa verið atvinnulaus að jafn- aði fyrstu mánuði þessa árs. Það er um það bil tvöfalt á vlð það, sem var árin 1969 og 1983, er voru verstu ár lýðveldisins. Atvinnuleysi hefur raunar ekki verið svona mikið síðan í kreppunni miklu fyrir stríð. Segja má, að 2000 manns séu ekki óbærilega mikill flöldi. En spáð er í Verzlunarráði, að talan fari upp í 5000 manns með haustinu. Líklegt má því telja, að næsti vetur verði mun harðari en hinn síðasti og að heima- gerða kreppan fari að síga á með vaxandi þunga. Fyrirtæki standa hvarvetna höllum fæti. Landbúnað- urinn hggur alveg uppi á ríkissjóði og skattgreiðendum. Fyrirtæki í sjávarútvegi ramba á barmi gjaldþrots og eru sum á gjörgæzlu hjá opinberum sjóðum. Þjónustu- fyrirtæki búa við taprekstur eins og Sambandið. Á sama tíma hafa lífskjör almennings versnað, einn- ig þeirra, sem enn hafa atvinnu. Ekki var fyrr búið að rita undir allsherjar kjarasamninga í vor en ríkisstjórn- in tók aha kjarabótina th baka og meira til með nokkr- um völdum handaflsgerðum til bjargar ríkissjóði. Við sjáum fram á gjaldþrot fyrirtækja og samdrátt í atvinnukfi. Við sjáum fram á mikið og vaxandi atvinnu- leysi og gjaldþrot heimha. Landflótti er að he^ast, svo sem sést af auknum fyrirspurnum hjá sendiráðum Norðurlanda. Mörg mögur ár virðast vera framundan. íslenzka kreppan á sér enga forsendu utan land- steina. Efnahagur þjóða blómstrar hvarvetna umhverfis okkur. Verðlag útflutningsafurða okkar er fremur hátt, þar sem kaupgeta er mikh í útlöndum. Við ættum við eðlilegar aðstæður að geta fylgt nágrönnunum. íslenzka kreppan byggist ekki á aflabresti. Sjávarafh okkar er mikhl og góður og hefur verið thtölulega jafn árum saman. Vísindamenn telja, að við þurfum að fara að draga meira úr sókninni. Þau ráð hafa enn ekki ver- ið þegin, svo að kreppan er ekki því að kenna. Sérstaða íslenzku kreppunnar er, að hún er heimath- búin. Hún er framleidd með handafh íslenzkra stjórn- valda. Við höfum í tæpt ár mátt þola ríkisstjórn, sem er mun hneigðari fyrir miðstýringu en nokkur önnur stjóm hefur verið á síðustu þremur áratugum. Vandamálin byrjuðu þó fyrir tíð þessarar ríkisstjórn- ar. Einna alvarlegasta atlagan að þjóðarhag var búvöm- samningur th fjögurra ára, sem fyrri ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar gerði fyrir rúmlega tveimur ámm. Samningurinn hneppti þjóðina í þrældóm. En það er ekki fyrr en með thkomu síðari ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar, að hjól ógæfunnar hafa farið að snúast af fuhum krafti. Frá upphafi hefur stjórn hans hagað sér í fjármálum og atvinnumálum eins og peningar væm skítur, sem dreifa bæri út í veður og vind. Þegar í fyrrahaust vom stofnaðir mhljarðasjóðir th að tryggja framhald á örvæntingarrekstri úr fortíðinni og um leið óbeint th að hindra þróun nýs rekstrar, sem horfði th framtíðar. Æ síðan hefur stjómin gengið fram eins og hver mhljarður króna væri bara skiptimynt. Sumum vandræðum hefur verið frestað með erlend- um lánum. Önnur hafa lent á ríkissjóði, sem rekinn er með mhljarðahaha á þessu ári og verður með tvöfalt meiri haha á því næsta. Ríkisstjórnin telur sig því þurfa að ná meiri sköttum af fátækara fólki og fyrirtækjum. Ráðherrar sitja á kafi í eigin ósóma og halda áfram að haga sér eins og þeir séu húsum hæfir og hafi meira að segja vit á enn meira handafli, enn meiri miðstýringu. Jónas Kristjánsson Badlandsþjóðgarðurinn er í suðvestanverðu Suður-Dakótafylki og er samtals um 1000 ferkílómetrar að stærð. Náttúravernd á undir högg að sækja Heimsókn í Badiandsþjóðgarð í vor dvaldi ég í bandarískum þjóðgarði um þriggja vikna skeið. Fyrir utan það að njóta náttúrunn- ar og samvista við landverði dvaldi ég þar til að kynna mér starfsemi þjóðgarðsins. Badlandsþjóðgarður er í suðvest- anveröu Suður-Dakótafylki og er samtals um 1000 ferkílómetrar að stærð. Þetta er meðalstór þjóðgarð- ur á bandaríska vísu með rúmlega 20 manna fostu starfsliði og a.m.k. 25 manns aukalega yfir sumarið. Garðinn heimsækja árlega um eða yfir ein mifijón gesta, langflestir í júní, júlí og ágúst. Það var ánægjulegt að sjá þessa starfsemi með eigin augum en dap- urlegt að hugsa til þess hversu skammsýn íslensk stjómvöld hafa verið við að efla náttúravemd. Fjölgum starfsfólki í íslenskum þjóðgörðum í íslenskum þjóðgörðum, sem eru þrír, er einvörðungu sumarstarfs- fólk nema einn þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og hálfur á Þingvöllum. Allt heilsársfólk Náttúruverndar- ráðs, sem sér um þjógarðana í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum - samtals um tvöföld stærð Bad- landsþjógarðs, er innan við tíu manns. Ef ég held áfram samanburðinum þá er augljóst mál að allt viðhald situr á hakanum á okkar svæðum. Uppbygging nýrra göngustíga er líka sérlega brýn til að vernda hinn viðkvæma gróður. Stjómun og skipulag á rannsóknum jafnt sem gestamóttöku og eftirhti með um- gengni um náttúmverðmæti er í molum í þjóðgörðum og á öðmm náttúruvemdarsvæðum í umsjá Náttúmverndarráðs, svo sem Mý- vatnssveit og Friðlandi að Fjalla- baki (Landmannalaugum). Þær náttúrufræðirannsóknir, sem em stundaðar, em ekki í neinum tengslum við gestamóttöku eða starf landvarða. A.m.k. hefi ég ekki orðið var við þau tengsl í starfi mínu sem landvörður í Skaftafelli og í Mývatnssveit. Fjölsóttasti þjóðgarðurinn, Þing- vellir, er undir stjóm Alþingis og Gróa segir að betur sé búið þar en á svæðum Náttúravemdarráðs. Því miður em tengsl Þingvalla- þjóðgarðs og Náttúravemdarráðs engin (eða a.m.k. ókunn landvörð- um). Þaö tengslaleysi er með öllu óafsakanlegt. Vegna fámennis við gestamót- töku í Jökulsárgljúfmm, Skafta- KjáUarinn Ingólfur A. Jóhannesson landvörður í þjóðgarðinum i Jökulsárgljúfrum felli og víðar fer mestur kraftur og tími landvaröa þar í tjaldsvæða- vörslu meðan gæslu- og fræðslu- störf sitja á hakanum. Úr þessu verður Htið bætt meðan náttúm- vernd og þróun náttúruvemdar- svæða sitja á haka fjárveitinga- valds. Eftirlit með náttúru- verðmætum í molum Enda er það svo að virðing fyrir náttúmvemdarsvæðum er of lítil og hugsunarleysi of mikið. Margt fólk skirrist ekki við því að aka þar sem því sýnist hverju sinni til að spara sér spor eða auka leti sína. Hér er ekki eingöngu við ferðafólk að sakast því aö það er ekki síður fólk sem vegna atvinnu sinnar eöa af öðrum ástæðum styttir sér leið hingað og þangað. Við hneigjumst til aö vera of háð ökutækinu. Því fer víðs fjarri að ég mæh með því að taka upp bandarískt kerfi með landvörðum í einkennisbún- ingi eða undir vopnum. Á milli skilur þó aö virðing er borin fyrir bandarískum landvörðum, „ran- gers“ eins og þeir em nefndir, og litiö er á brot gagnvart bandarísk- um náttúravemdarlögum sem al- varlegt mál sem sektir og önnur viöurlög liggja við. Á meðan ég dvaldi í Badlandsþjóðgarði vom t.d. þrír feðgar frá Ilhnois sektaðir á staðnum fyrir steingervinga- þjófnað. Á íslandi hefur komið fyr- ir að sýslumenn hafi stungið kær- um um brot á náttúruverndarlög- um undir stól eða afgreitt kæmm- ar seint og um síðir. Við íslenskir landverðir höfum gráa peysu með merki Náttúm- vemdarráðs og passa sem bara út- lendingar bera virðingu fyrir því aö þeir vita ekki að engin ógnun býr að baki. Ekki er fátítt aö land- verðir við skyldustörf sæti svívirð- ingum lögbrjóta eða kjána, t.d. þeirra sem tjalda ólöglega eða hafa ekið utan vegar. Hent hefur að það eitt að vera í peysu Náttúmvemd- arráðs hafi orðið tilefni svívirðinga um landvörðinn persónulega eða um Náttúruverndarráð allt. Hvað er til úrbóta? Ég tel að úrbætur, hverjar sem þær eru, hljóti undir öhum kring- umstæðum að fela í sér stórefhngu Náttúmverndarráðs. Á stjóm- sýslustiginu myndi stofnun sér- staks umhverfismáiaráðuneytis vera skref í rétta átt. Það myndi tengja betur starfsemi Náttúm- vemdarráðs og Ferðamálaráðs svo að dæmi sé nefnt. Núverandi Náttúruverndarráð gæti sem best unnið að auknum tengslum landvörslu, umhverfis- túlkunar og náttúrufræðirann- sókna ef það vhl. Einnig þarf að auka upplýsingastreymi, fræöslu og áróður, bæði af hálfu opinberra stofnana, einstaklinga og félaga- samtaka. Sem dæmi um það er framtakið Folda sem Landvarðafé- lagið og Sjálfboðahðasamtökin standa að. Einnig tel ég að auka þurfi viður- lög við brotum á náttúruverndar- lögum. Aögerðir gagnvart fálka- þjófum er gott dæmi um að það er hægt ef vhji er fyrir hendi. Við sjálf sem einstaklingar þurf- um að minnka sjálfselsku okkar og samræma betur framtíðarþarfir náttúmnnar við stundaránægju. Ingólfur Á. Jóhannesson „Hent hefur að það eitt að vera í peysu Náttúruverndarráðs hafi orðið tilefni svívirðinga um landvörðinn persónu- lega eða um Náttúruverndarráð allt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.