Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. 15 Verkalýðsfélögin skattamálin „Menn setja yfirleitt alltaf samasem- merki á milli margra barna og örbirgö- ar.“ Þaö virðist vera viðtekin venja þeg- ar verkalýðsfélög halda þing eða ráðstefnur að þar sé ályktað um skattamál. Það er svo sem ekki nema gott eitt um það að segja þeg- ar slíkir aðilar reyna að hafa áhrif 'á og koma í veg fyrir það sem þeim finnst vera óréttlæti i þessum efn- um sem og öðrum. Það sem er ef til vill athyglisvert öðru fremur í þeim yfirlýsingum sem þessir aðil- ar senda frá sér er hversu keimlík- ar þær allar eru. Hafi maður lesið eina hefur maður séð megininntak þeirra allra. Alls staðar er talað um að létta þurfi skattbyrðinni af þeim sem minnst bera úr býtum. Það er annars þannig að þeir sem hvað minnst bera úr býtum borga líka minnsta eða jafnvel enga beina skatta. Þannig að kjarasamningar, sem fela í sér skattaívilnanir þeim til handa, hljóta að vera að ein- hverju leyti á misskilningi byggöir. Nema þeir séu gerðir í þeim til- gangi að þeir sem samningana gera hafi ástæðu til að berja sér á brjóst og segja sem svo: Þama sjáið þið hvemig ég berst fyrir lítilmagnann. Nú þarf hann enga skatta að borga og allt er þetta mér að þakka. En það fylgir aldrei sögunni hversu lítil stoð fólki er í að fellt sé niður það sem ekkert var. Neytendur Venjulega er líka talað um að gæta þurfi hagsmuna þeirra sem bammargir era og þurfa þess vegna að kaupa mest af matvörum. Menn setja yfirleitt alltaf saman- semmerki á milli margra barna og örbirgðar. Hvemig sem á því stend- ur hljómar þessi söngur í mín eyru eins og menn álíti að um leið og fólk fari að búa við bærilega af- komu verði það allsendis ófært til bameigna og þurfi þar að auki ekki að borða. Þeir sem hafi lág laun séu í því að hlaða niður krökkum og geri helst ekki annað þess utan en að raða í sig mat. Ég held að skattbyrði. hér sé minni heldur en gengur og gerist í hinum svonefndu velferðarþjóö- félögum enda hefur þorri íslend- inga ennþá ríka löngun til þess að vinna sjálfir fyrir sínu lífsviður- væri. Auðvitað verðum við, eins og aðrir, að sætta okkur við það að ekkert fæst fyrir ekki neitt. Eitt má nefna enn sem gjarna er álykt- að um hjá stéttarfélögum en það em hert viðurlög við skattsvikum og aukið eftirlit með þeim sem þau stunda. Hver á að líta eftir? Þaö hefur talsvert verið gert í því af hálfu opinberra aðila að reyna að fá fólk til starfa við skattaeftir- ht. Þetta hefur gengið bölvanlega fram að þessu enda laun þeirra sem við svona nokkuð vinna víst ekki eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir. Þess vegna held ég að vilji verkalýðsfélög í raun og vera stuðla að betri skattheimtu ættu þau að taka höndum saman um að ná fram kjarabótum fyrir þá sem vinna eftirlitsstörfin. Þannig ætti aö vera tryggt að ekki skorti fólk og við getum þar með horft hæst- ánægð á allar skattsvikakrónumar streyma inn. Annars held ég að það KjáOarinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari sé ekki síður þörf á að tryggja að þeim peningum, sem innheimtast, sé ekki sóað í tóma vitleysu. Hvemig? Ég hef oft furðað mig á því þegar stjórnmálamenn em að gefa upp mjög nákvæmar tölur um skattsvik hér á landi eða annars staðar. Það er engu líkara en þeir hafi þetta allt á hreinu. Svo hreinu að maður furðar sig á því hvers vegna þeir fara ekki einfaldlega og sækja þess- ar fúlgur sem þeir þykjast vita svo glögglega um. Það jaðrar eiginlega við að maður fari að ímynda sér að ástæðan fyrir vitneskjunni sé sú að þeir hafi stolið þessu öllu saman sjálfir. Guðmundur Axelsson Alvarlegt áfall Asíumenningar Enda þótt tugir tungumála og afbrigða finnist i Kína eru Kínverjar ein Um aldir hefur það verið svo að Kína hefur orðið fyrir árásum utan frá en alltaf hefur það gerst að á- rásaraðiUnn hefur annaðhvort samlagast eða verið hrakinn á brott. Það sem hefur lifað er kín- versk menning. Hún hefur lifað af öU ytri áhrif fram á þessa öld. Styrkur Kínverja Enda þótt tugir tungumála og af- brigða finnist í Kína em Kínverjar ein þjóð vegna ritmálsins. Þetta myndræna ritmál er undirstaða þess að fólk sé Kínveijar þótt það sé af ýmsu útUti og uppmna og taU mismunandi mál. Þetta myndmál hefur gert Kína að sterkri félagslegri heUd í lengri tíma en nokkurt annað ríki jarðar1 innar. Emhættisprófin hér áður vom þekking á máUnu og því sem skrifað hafði verið á því og þannig var viðhaldið sterkri menningu. Veikleiki Kínverja kemur svo ekki fram fyrr en með prentun hljóðtákna með lausum stöfum. Um leið fór að koma fram þjóðar- vitund víða í ljósi ritaðs þjóðmáls sem aftur gerði vestrænar þjóðir sterkar. Áreiti þessara þjóða var ekki hægt að hrekja og þær samlög- uðust aUs ekki kínverskum hátt- um, þvert á móti voru teknir upp hættir vestrænna manna, tækni- menning og fræði Marx og Engels. Þetta sýndi að letur Kínverja hafði verið svo flókið að vinnandi alþýða gat Ula nofært sér það til tæknUegr- ar lýsingar eins og alþýðu á Vestur- löndum var auðvelt og jók verulega frumkvæði og framtak í vestræn- um löndum, auðveldaði skráningu þekkingar og leiddi til stöðugrar tækniþróunar sem enn stendur yfir. Verkskipulag Verkskipulag í Asíuríkjum, þar sem markaðslögmál ráða, er undir- staða vaxtar í þcssum ríkjum. Þar er Japan fremst með sína hægu ákvarðanatöku í fyrirtækjum og mjög áberandi munnleg samskipti Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson starfsmanna. Orsökin er letrið. Þeir hafa ekki haft ritvélar og letur sem er eins þjált og við þekkjum en hafa í staðinn meiri persónuleg samskipti og meiri hraða því ritað mál bíður á skrifborðum en samtöl bíða ekki. Við hátækni verður stærðfræði og gott ritmál aðalatriði sem og geta fólks í iðnaði til að tileinka sér þessa hluti. Hjá okkur er meiri áhersla á ritað mál í því sambandi, en meira um munnleg samskipti þar sem letrið er ekki eins þjált til nákvæmar tjáningar. En þar er mikill munur á jap- önsku letri og kínversku. Japanskt letur stendur fyrir 64 hljóðtákn en er ískotið kínverskum táknum til nákvæmni. Því er kínverskt letur ekki mjög hentugt tíl tæknilegrar tjáningar, þar af leiðir nokkurn vanda til tæknilegs frumkvæðis þrátt fyrir mikla greind meðal Asíubúa sem mælist ívið meiri en á Vesturlönd- um. Kínveijar bjuggu lengi við snilld- ar-framsetningu í bókmenntum þannig að milda hæfni þurfti til að gera betur. Kunn eru spakmæli þeirra í þessa vem. Enn er það svo í Kína að til eru sögumenn og lesar- ar sem lesa upp fyrir fólk á sam- komum í þeim tilgangi og jafngildir lestri reyfara hjá okkur. Eins er mikil útgáfa í Japan á teikni- myndasögum sem gerir myndmál að baki einfolduðu ritmáli að sér- stöku tjáningaformi. Þetta myndar sérstakt verk- skipulag sem er dálítið öðmvísi en á Vesturlöndum. Mikiö er um að hafin sé framleiðsla á eftirlíkingum en þær svo betmmbættar vegna tillagna sem koma frá þeim sem em í sjálfu handverkinu, en við hins vegar erum vön hönnunarbreyt- ingum sem ekki eru unnar af sömu aðilum og stunda framleiðslu. Ný innrás Það er því svo komið, hvort sem kommúnistaflokki Kína líkar betur eða verr, að menningarstraumar berast nú inn sem krefjast þess að allur almenningur hafi meira fmmkvæði til þess að taka þátt í hinni nýju iðnbyltingu í Asíu. Fái að nota frumkvæði sitt því komm- únistaflokkurinn stendur frammi fyrir tvennu. Kínveijar ná ekki að hafa nægi- þjóð. legt frumkvæði til þess að ná fram hagvexti, þar sem hagvöxtur bygg- ist á upplýsingum án þess að nota svipaðar aðferðir og Japanir og virkja frumkvæði almennings vegna letursins. Hins vegar geta þeir ekki haldið saman ríkinu ef þeir leggja niður letrið sem myndar kínversku þjóð- ina. Það er t.d. eftirtektarvert að kínversk alþýða gaf þeirri herdeild, sem voðaverkin vann á Torgi hins himneska friðar, nafnið „slátrar- amir frá Peking“ en kenndi þá ekki við landamærahéraðin og að vera þaðan eins og við hefðum gert, og gerst hefði í Sovétríkjunum ef svipað hefði gerst þar. Ný innrás er hafin sem eyðir síð- ustu leifum stjórnskipulags mand- arína sem kommúnistaflokkurinn virðist nú ætla að beita. Þessi innr- ás er með tölvum, verkskipulagi, rekstrarkerfum, hagkvæmnikerf- um og tækni sem Kína getur ekki tileinkað sér án þess að tileinka sér samskiptalausnir og stjórnun sem þegar er háþróuð í Japan. Flokks- gæðingastjórn mun alltaf vanta það fmmkvæði sem þarf og heldur Kína niðri. Áfall Asíumenningar Það er því mikið áfall sem Asíu- menningin hefur orðið fyrir með því að leiðtogamir sjá ekki né skilja eðli vandans. Það er t.d. líklegt nú að fyrirtæki í Hong Kong reyni að koma sér fyrir t.d. á Filippseyjum og fá þar aöstöðu sem er svipuð og nú er í Hong Kong þótt þar sé erf- itt pólitískt ástand. Asíumenn verða, eins og við, að skilja áhrif letursins á menning- una. Það beygir okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr, t.d. er ólíklegt að ísland væri sjálfstætt ef Guðbrandsbiblía heföi komið út á dönsku. Eins er ljóst sambandið milii aukinnar fátæktar í Banda- ríkjunum og minni kunnáttu í lestri og skrift. Kínverskum kommúnistum ætti að vera ljóst að Marx og Engels eru ekki helgirit. Mállýska gerir í sjálfu sér út af við viðfangsefni þeirra tíma. Mállýsku var ætlað að vera lifandi á hverjum tíma, og sá vandi, sem hér er nefndur, er ekki ímynd- un. Nýleg japönsk saga verkfalla og mikils óróa vegna stjórnkerfa fyrirtækja allt fram yfir 1960 sýnir hvernig þetta er og það verður ekki sniðgengið. Það sem gerist næst er bara önn- ur uppreisn, verri og blóðugri, því orsakirnar em virkar, áreiti upp- gangs í nálægum löndum og þeirra aðferða sem þar er beitt, eðhsvirkni þess leturs sem þeir búa við og draumur um frelsi, auð og velsæld. Þorsteinn Hákonarson „Við hátækni verður stærðfræði og gott ritmál aðalatriði, sem og geta fólks í iðnaði til að tileinka sér þessa hluti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.