Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1989, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989. 25 Lífstffl Neytendasamtökin teija verðlagningu á íslensku grænmeti brjóta í bága við lög þar sem um verösamráð sé að ræða. Álit Neytendasamtakanna á strikamerkjum: Krefjumst verðmerk- inga áfram „Við fognum í sjálfu sér því að verslunum með strikamerkjum skuli íjölga. Þau eru mörgum kostum búin sem geta leitt til lægra vöruverðs. En við erum gallhörð á því að halda í sams konar verðmerkingu og tíðk- ast hefur,“ sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamta- kanna, í samtali við DV. Tvær verslanir í Reykjavík notast nú þegar eingöngu við strikamerki og búast má viö að þeim fari fjölg- andi. Vitað er að fjöldi matvöruversl- ana hefur áhuga á að taka upp shkt kerfi. Þar sem strikamerki eru er aðeins verðmerkt á hillu framan við vöruna en ekki á pakkningum. Þetta telja Neytendasamtökin að bjóði ýmsum hættum heim og slævi verð- skyn fólks. „Ég bendi á rannsókn sem gerð var við Michigan-háskóla í Bandaríkjun- um sem leiddi í ljós að verðskyn fólks minnkar þegar miðarnir hverfa af vörunni. í Svíþjóð hefur komið í ljós að í 10% tilfella stemmir ekki saman verðmerkingum á hillum og þvi sem greitt er við kassann. Við erum langt á eftir nágranna- þjóðum okkar að þessu leyti en þar hafa strikamerki tíðkast um árabil,“ sagði Jóhannes. „Því tel ég mjög brýnt að við lærum af reynslu þess- ara þjóða og reynum að forðast slæm áhrif strikamerkja. í okkar verð- bólguþjóðfélagi megum við ekki við því aö verðskyn fólks minnki neitt." Áætlað er að venjuleg hverfisversl- un, sem veltir 150-170 milljónum á ári, þurfi að leggja 2 milljónir í tækja- kaup til þess að geta innleitt strika- merki í verslunina. Þá er ekki tekið tillit til vinnulauna en mikil vinna er fólgin í að taka upp strikamerki í verslun sem er í fullum rekstri. Erlendar rannsóknir sýna að hagn- aður af veltu eykst um 3% fyrsta árið eftir að strikamerki eru tekin upp. Nú þegar er nægilega hátt hlut- fall vara í matvöruverslunum strika- merkt frá framleiðanda til þess að auðvelt sé fyrir kaupmenn að taka upp slíkt kerfi án þess að draga úr vöruúrvali aö neinu ráði. Þriðjungur sparnaðarins verður vegna bætts birgðahalds, þriðjungur vegna færri starfsmanna og þriðj- ungur vegna annarra hða, s.s. minni fjármagnskostnaðar, hraðari af- greiðslu og bættrar þjónustu. Þess utan er tahð að notkun strikamerkja dragi verulega úr rýmun eða útrými henni alveg. -Pá Verslunum, sem nota strikamerki, fer fjölgandi. Neytendasamtökin krefjast óbreyttrar verðmerkingar áfram. Uppboðsmarkaður lagður niður: Ólöglegt verðsamráð - segia Neytendasamtökin Áætlað er að leggja niður upp- boðsmarkaö Sölufélags garðyrkju- manna sem settur var á laggimar á síðasta ári. Þá vom haldin nokkur uppboð en í sumar hefur markaður- inn verið rekinn með föstu verði. „Menn vom almennt óánægðir með starfrækslu markaðarins," sagði Reynir Pálsson, sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkj umanna, í sam- tah viö DV. „Mihihðakostnaður rauk upp úr öhu valdi og er talað um 10-15% í því sambandi. Auk þess ber Sölufélagiö talsverðan kostnað af rekstri hans,“ sagði Reynir. Grænmetisheildsölum, sem keppa við Sölufélagið, er í raun hagur í því að markaðurinn leggist af. Þeir sem högnuðust á markaðnum vom neyt- endur því aö stórmarkaðir keyptu grænmeti beint á honum og fengu vöruna á verði sem var talsvert und- ir heildsöluverði. Þetta skhaði sér síðasthðið sumar í miklu lægra verði á tómötum og gúrkum th neytenda þegar verðhrun varð á markaðinum á einu af fyrstu uppboðunum. Endanleg ákvörðun hefur ekki ver- iö tekin en samkvæmt heimhdum DV verður markaðurinn lagður nið- ur þegar Sölufélagið flytur bæki- stöðvar sínar úr Skógarhhð í Síðu- múla um miöjan mánuðinn. Neytendasamtökin íhuga að kæra Sölufélag garðyrkjumanna fyrir ólöglegt verðsamráð. Samtökin telja að uppboðsmarkaðurinn hafi verið misheppnaður eins og hann var starfræktur þar sem Sölufélagið hafi í raun setið báðum megin við borðið og getað haldið uppi grænmetisverði. „Uppboðsmarkaður á grænmeti ætti að vera sjálfstætt fyrirtæki, án hagsmunatengsla við hehdsöluað- ha,“ sagöi Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, í samtali við DV. -Pá Foreldrasamtökin óttast blýmengun á barnaleikvöllum vegna útblásturs frá bifreiðum. Blýmengun á bamaleikvöllum: Heilbrigðiseftirlitið kannar málið Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ætlar á næstunni að 'taka jarðvegs- sýni á nokkrum bamaleikvöhum við fjölfamar umferðargötur í Reykjavík og raimsaka með tihiti th blýmeng- unar. Tryggvi Þórðarson hehbrigðis- fuhtrúi sagði í samtali við DV aö verið væri að undirbúa sýnatöku sem fram færi næstu daga. Þetta er gert að beiðni Foreldra- samtakanna sem telja hklegt að bömum sé hætta búin af slíkri meng- un. Komiö hefur fram í fréttum að í Danmörku er tahð nauðsynlegt að skipta um yfirborðsjarðveg á leik- vöhum yngri bama einu sinni á ári vegna blýmengunar frá bifreiðum. Vegna aukinnar umferðar í Reykja- vík á undanfómum áium telja For- eldrasamtökin nauðsynlegt að hyggja að þessum málum hér. „Ef þessi mengun er fyrir hendi þá er hún minni en fyrir nokkrum árum, því að blýinnihald í bensíni Neytendur hefur lækkað,“ sagði Tryggvi Þórð- arson hehbrigðisfuhtrúi. „Leikvöh- um er skylt að skipta um sand í sand- kössum einu sinni á ári en þær regl- ur voru settar vegna mengunar frá köttum og öðram dýrum. Blýmeng- unin kemur úr örfínu ryki sem skol- ast burt í regni og ætti ekki að valda teljandi mengun en þessi mál verða rannsökuð." -Pá Nýtt á íslandi Pústkerfi úr ryöfríu gæöastáli í flestokutæki Framleiðsla er nú hafin á pústkerfum úr ryöfríu gæöastáli í flestar geröir ökutækja og bifreiöa. Komiö eöa hringiö og kynniö ykkur pústkerfin sem endast og endast. GeriÖ góöan bíl enn betri setjiö undir hann vandaö pústkerfi úr ryöfríu gæöastáli 5 ára ábyrgö á efni og vinnu. Hljððdeyfikerti hf. STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI SIMI 652 777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.