Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989.
3
Fréttir
Spænsku konungshjónin í
opinberri heimsókn
Opinber heimsókn spænsku kon-
imgshjónanna, Jóhanns Karls I. og
Sofiíu, til íslands hófst fyrir hádegi
í dag.
Vél konungshjónanna átti að lenda
á Keflavíkurflugvelli klukkan ellefu.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti sameinaðs Al-
þingis, forseti'Hæstaréttar og sendi-
herrar þjóðanna, auk nokkurra opin-
berra embættismanna, voru mætt til
að taka á móti konungshjónunum við
hátíðlega athöfn þar sem þjóðsöngv-
ar þjóðanna voru leiknir. Eftir mót-
tökuathöfnina lá leiðin að Hótel
Sögu.
Laust eftir klukkan 13 átti einka-
málsverðiu- forseta og konungshjón-
anna að hefjast að Bessastöðum.
Hilmar B. Jónsson matreiðslu-
meistari reiðir þar fram hleypt
spínat með lárperumauki í forrétt,
silung í safransósu í aðalrétt og ra-
barbarahring með sabayonsósu í eft-
irrétt.
Konunglegur lambahryggur
Konungshjónin eru væntaiileg á
Hótel Sögu seinnipartinn til að búa
sig fyrir hátíðarkvöldverð sem for-
seti íslands heldur þeim í Súlnasal
Hótel Sögu.
Þar stendur Sveinbjöm Friðjóns-
son matreiðslumeistari fyrir kræs-
ingunum sem hljóða upp á humar í
villisveppasósu og taðreyktan lax
með hrognaívafi í forrétt. Aðalréttm--
inn er lambahryggur sem að sögn
Sveinbjöms verður lagaður á kon-
unglega vísu, með íslenskum krydd-
jurtum og ferskum garðávöxtum.
Matseðillinn er síðan kórónaður með
rabarbaraköku sem borin verður
fram með skyr- og sveskjukuli.
Utanríkis-
ráðherrar í
Ráðherra-
bústað
Utanríkisráðherrar íslands og
Spánar, þeir Jón Baldvin Hannibals-
son og Fransisco Femández Or-
bónez, munu eiga viðræður í Ráð-
herrabústaðnum við Tjamargötu í
dag. Eftir fundinn verður fundur
með blaðamönnum.
Fyrir fundinn bjóða íslenski utan-
ríkisráðaherrann og frú hans
spænska utanríkisráðherranum,
embættismönnum og konunglegu
fylgdarhði til hádegisverðar á Hótel
Sögu. -hlh
Síauknar
öryggis-
kröfur
Um tugur öryggisvarða kemur með
spænsku konungshjónunum til
landsins og mun fylgja þeim við
hvert fótmál. Þar að auki er mikill
viðbúnaður af hálfu íslenskra ör-
yggisvarða og lögreglu.
Að sögn Böðvars Bragasonar lög-
reglustjóra verða kröfur um öryggi
í heimsóknum sem þesssum sífellt
meiri en öryggisgæsla verður annars
með hefðbundnum hætti. Að öðm
leyti gat hann ekki tjáð sig um þenn-
an þátt konungsheimsóknarinnar.
-hlh
í fyrramálið hggur leið konungs-
hjónanna til Vestmannaeyja þar sem
þau fara í skoðunarferð um Heima-
ey, skoða frystihús og höfnina. Heim-
sókninni fil Vestmannaeyja lýkur
undir hádegi. Um hálftvöleytið hefst
síðan hádegisverður sem Davíð
Oddsson borgarsfjóri heldur hinum
konunglegu gestum að Kjarvalsstöð-
um.
Þá verður Stofnun Árna Magnús-
sonar heimsótt, höfð móttaka á Hótel
Sögu fyrir Spánveija sem hér búa
og loks bjóða konungshjónin th
kvöldverðar th heiðurs forseta ís-
lands að Hótel Loftleiðum. -hlh
ÞESSIGLÆSILEGIMITSUBISHIGALANT GTi 16v ERÍ VERÐLAUN FYRIR BESTU
ÍSLENSKU ÞÝÐINGUNA Á SLAGORÐINU: „YOU CAN’T BEAT THE FEELING“
Má bjóða þér að spreyta þig á að þýða enska slagorðið „You Can’t Beat The Feeling“ á ís-
lensku? Ein vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu þýðinguna, Mitsubishi Gaiant GTi 16v að
verðmæti 1,4 milljónir. Ekki er nauðsynlegt að um beina þýð-
ingu sé að ræða, heldur að hugsun og hugblær enska slagorðs-
ins njóti sín í íslenskum orðum. Á sölustöðum Coca Cola liggur
frammi bæklingur með nánari útskýringum á leikreglum ásamt
eyðublaði til að skrifa tillöguna á. Skilafrestur rennur út 21.
ágúst og úrslit verða kunngjörð þann 19. september 1989. Þetta
er leikur fyrir alla fjölskylduna.
Góða skemmtun! verksmiðjan víf/lfell hf.