Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989.
7
Utlönd
Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Mitterrand Frakklandsforseti ræða saman í matarboði i forsetahöilinni.
Simámynd Reuter
Gorbatsjov 1 Frakklandi:
Alþjóðamál ofar-
lega á baugi
T
Nokkur hús skemmdust i skógareldum I út|aðri Los Angeles I Bandaríkj-
unum f gær. Hér má sjá hversu mikla eyðileggingu eldarnír höfðu i för
með sér.
Símamynd Reuter
Miklar skemmdir hafa oröiö af völdum elda í Puente-hæðum í útjaðri
Los Angelesborgar í Kalifomíufylki í Bandarikjunum. Taliö er að kvikn-
að hafi í kjarri í kjöifar mikilla hita og vinda. Eldtungumar, sumar hveij-
ar tuttugu metra háar, læstu sig i hús og neyddu hundruð íbúanna til
að yfirgefa heimili sín. Eru þetta verstu skógareldar sem átt haía sér stað
í Kalifomiu það sem af er sumri. Segja sjónarvottar að eldurinn hafi ætt
áfram á um 30 kílómetra hraða á klukkustund.
Sjö hundmð slökkviliðsmenn hafa barist við að slökkva eldinn sem
hefur sviðið um 1«) hektara lands í þessu hverfi. Puente-hæðir eru hverfi
hinna stöndugu í Los Angeles og voru mörg húsanna rándýr. Fimmtán
hús hafa þegar eyöilagst og segja slökkviliðsmenn aö hætta sé á að eldur-
inn eigi eför að leggja enn fleiri í rúst.
Reuter
Flóð í Kína
Flóð í fimm héruðum Kína síðustu daga hafa orðið 64 að bana og gert
tugir þúsunda heimiHslausa sarakvæmt fréttum hinnar opinberu kin-
versku fréttastofu.
í fréttunum kom fram aö í Jianxi-héraöi, sem varð verst úti, hafa vegir
og járnbrautarteinar lokast og niu þúsund veituskuröir eyðilagst. Hátt í
400 þúsund hektarar ræktaðs lands era nú undir vatni í héraðinu og 42
þúsund tonn af uppskeru eyðilagst Tæplega 400 þúsund íbúar héraösins
era nú heimilislaus.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti kvaðst í gær styðja heilshugar
hugmyndir Mikhails Gorbatsjov
Sovétleiðtoga um „sameiningu Evr-
ópu undir eitt þak“ en sagði jafn-
framt að slíkt væri fyrst hægt þegar
allir íbúar álfunnar væru fijálsir.
„Hugmyndir þínar um sameigin-
legt evrópskt hús gætu og ættu að fá
góðan hljómgrunn," sagði forsetinn
í matarboði í gær, á fyrsta degi opin-
berrar heimsóknar Sovétleiðtogans í
Frakklandi.
Gobatsjov hefur enn ekki útskýrt
hugmyndir sínar um sameiningu
Evrópu undir eitt þak eða það sem
nefnt hefur verið „sameiginlegt
evópskt hús“, er nái frá Atlantshafi
til Uralíjalla. Fréttaskýrendur búast
við að hann muni kynna þær nánar
þegar hann ávarpar Evrópuþingið í
Strasbourg á fimmtudag. Aðildarríki
þingsins hafa nýverið samþykkt
gestaþátttöku Sovétríkjanna, Pól-
lands og Ungverjalands í þinginu.
Gorbatsjov og Mitterrand ræddu
Mikill fjöldi blaðamanna fylgdist
með hverju fótmáli Sovétleiðtogans.
Simamynd Reuter
m.a. um framvindu umbótastefnu
Sovétleiðtogans, milliríkjaviðskipti
og ástandið í Kína á fyrsta degi heim-
sóknar Gorbatsjovs. Alþjóðamál
vora ofarlega á baugi og munu leið-
togamir líklega gefa út sameiginlega
yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýsa
yfir stuðningi við tilraunir Araba-
bandalagsins til að koma á friði í
Líbanon.
Sovétleiðtoginn er þekktur fyrir að
yfirgefa lifverði sína og skrafa við
almenning á ferðalögum. í gær var
þó slíkur fjöldi blaðamanna er fylgd-
ist með hveiju hans fótmáli að þeir
nær því lokuðu hann af. Gorbatsjov
náði þó að taka í hönd nokkurra
þeirra þúsunda Frakka sem safnast
höfðu saman til að freista þess að sjá
hann og eiginkonu hans, Raisu. Ferð
Gorbatsjovs til Frakklands virðist þó
ætla að vera ívið rólegri en margar
heimsóknir hans hingað til.
Hápunkt komu Gorbatsjovs til
Frakklands má telja undirritim
nokkurra viðskiptasamninga milii
ríkjanna sem forysta Sovétríkjanna
lítur á sem nauðsyn fyrir bættan
efnahag landsins. Meðal þess sem
leiðtogarnir munu ræða er samning-
ur um olíurannsóknir í Kaspíahafi.
Reuter
Reuter
North hlýtur dóm I dag
Oliver North, einn sakbominga i íran-kontra hneykslinu í Bandaríkjun-
um, hlýtur dóm í dag. Hámarksrefsing, er hann getur hlotiö, er 750 þús-
und dollara sekt og tíu ára fangelsisdómur.
Ólíklegt er þó talið að North hljóti hámarksrefsingu. Þaö sem almenning-
ur í Bandaríkjunum og víöar hefur hvað mestan áhuga á er hvort hann
hljóti einhvem fangelsisdóm. North var fúndinn sekur um þijú af tólf
ákæraatriðum í fyrstu réttarhöldunum af fjórum í vopnasölumálinu.
Hann viðuikenndi í réttinum að hafa sagt þingmönnum ósatt sem og að
haia eyðilagt skjöL
Hann kvað þó niðurstöðu réttarhaldanna sigur fyrir sig en hann hefur
ætíö haldið því fram að hann hafi eingöngu veriö að hlíta skipunum sér
háttsettari embættismanna.
Beuter
Kleif Beriínarmárinn
Tuttugu og fjögurra ára V-Þjóðveiji notaði reipi og stiga til að flýja frá
Austur-Berlín. Maðurinn kleif Berlínarmúrinn snemma í morgun.
A-þýsk öryggislögregla sá manninn og skipaði honum að láta af flóttatil-
raunum. Hann hafði skipanir þeirra að engu og hélt áfram. Lögregla
beitti ekki vopnavaldi.
A-þýsk yfirvöld hafa aukið öryggisgæslu meðfram múmum og m.a.
bættum 200 viö þann fiölda lögregluhunda sem þegar var fýrir í öryggis-
liði lögreglunnar.
Reuter
Belgar krefjast skýringa
Belgar munu í dag biðja Sovét-_
menn um skýringu á draugaflugi
sovéskrar orrastuþotu yfir þrjú vest-
ur-evrópsk lönd í gær áður en hún
brotlenti í belgísku þorpi.
Yfirvöld í Moskvu sögðu í gær að
flugmaðurinn hefði skotið sér út í
fallhlif yfir Póllandi, þar sem þotan
var á æfingaflugi, þegar hann varö
var við bilun. Flugmaðurinn komst
lífs af, að því er sovéska fréttastofan
Tass skýrði frá.
Nítján ára piltur lét hins vegar lífið
þegar orrustuþotan, sem var af gerð-
inni MIG-23, lenti á húsi í þorpinu
Bellegem nálægt frönsku landamær-
unum.
Atlantshafsbandalagið fylgdist
með feröum þotunnar og sendi í loft-
ið tvær bandarískar orrustuþotur af
gerðinni F-15 frá herflugvelli í Holl-
andi í veg fyrir sovésku þotuna er
hún kom inn yfir V-Þýskaland. Hún
hefði hins vegar ekki verið skotin
niður þar sem ekki hefði veriö nein
hætta á aö hún brotlenti í þéttbýli.
Þotan flaug nærri borgimum Eind-
hoven í Hollandi og Antwerpen í
Belgíu og var um tíma vonast til að
hún hrapaði í Ermarsund. Hún flaug
á átta hundruð kílómetra hraða í tíu
þúsund feta hæð þar til hún varð
eldsneytislaus. Lækkaði hún jafnt og
þétt flugiö þar til hún brotlenti.
Hafði þotan þá flogið um eitt þús-
und kílómetra frá þeim stað er hún
lagði upp.
Reuter
Einn maður lét lifið er sovéska MIG-23 þotan brotlenti á heimili hans i
belgiska þorpinu Belegem. Sfmamynd Reutor
)yKamarverðiri( í Singapore
Frá og með 1. júlí síöastliðnum varð það glæpur að sturta ekki niöur í
almenningssalemum í Singapore. Lögbijótar geta hlotið allt að 500 doll-
ara sekt eða sem svarar hátt í þijátíu þúsund íslenskum krónum.
Á vegum heObrigöisráðuneytisins f Singapore era svokallaðir „kamar-
verðir" en þeirra hlutverk er að sjá til þess að allir gangi þrifalega um
almenningssalemi, þ.e. sturti niöur. Þeir hafa heimfid til aö handtaka
hvem þann er brýtur gegn lögunum óg sturtar ekki niður. Sautján hafa
þegar verið handteknir en öUum var sleppt með óminningu í þetta sinn.
Reuter
Em milljón plastpoka
Plastnotkunin í Bandaríkjunum er raiklu minni en í Finnlandi sem er
þekkt fyrir þappírsframleiðslu sína. Finnar flytja inn pappírspoka og
flytJa i staðinn út plastpoka.
Flestallir þeirra milljón plastpoka sem Finnar bera heim daglega eru
notaðir undir rasl og enda á sorphaugunum. Bandaríkjamenn rogast hins
vegar heim meö vörur sínar í pappírspokum.
Plastpokarnir era búnir til úr olíu. í tvo plastpoka fer eitt kíló af hráol-
iu og fer verö á plastpokum eftir olíuveröi hveiju sinni.
FNB
Sprengjuviðvöruiiiii prðf?
Franska lögreglan er sannfærð um að bandaríska leyniþjónustan hafi
staðið að baki sprengjuviövörun á meðan á heimsókn Ronalds Reagan
stóð í París í síöastiiðnum mánuði. Hafi það verið gert til aö kanna örygg-
isráðstafanir fyrir toppfund sjö helstu iönríkja heims sem hefst í París
14 júlí. Bush Bandaríkjaforseti mun sitja þann fund.
Að sögn heimildarmanna innan frönsku lögreglunnar fékk hún þær
upplýsingar frá Bandaríkjamönnum að hljóðnemi, sem Reagan átti að
nota er hann ávarpaði hálfa milljón manna af fyrstu hæö Eiffeltumsins
17. júní myndi sprínga. Hljóöneminn var tekinn í sundur fyrir framan
Reagan en ekkert athugavert fannsi
Reuter