Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. Risanefiid um félagslega húsnæðiskerfið: Á að skila laga- frumvarpi í haust Félagsmálaráöherra, Jóhanna Sig- nrðardóttir, hefur skipað nefnd til að gera tillögur um endurskipulagn- ingu og framtíðarskipan félagslega hluta húsnæðiskerfisins. í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að hlutverk nefndarinnar sé aö leggja fram tillögur um endurbætur á fyrirkomulagi lánveitinga til fé- lagslegra íbúðabygginga með það að markmiði ,að einfalda lánafyrir- komulag og auka skilvirkni félags- lega íbúðarlánakerfisins. Nefndinni er falið að gera tillögur um breytt fyrirkomulag á stjómun og úthlutun á félagslegri aðstoö í húsnæðiskerf- inu. Jafnframt er nefndinni fahð að gera tillögur um framkvæmd ráð- stafana og leiða til að auka framboð leiguhúsnæðis og til að jafna hús- næðiskostnað leigjenda til samræm- is við húseigendur. Niðurstöður vinnuhópsins, sem skilaði félagsmálaráðherra niður- stöðum í febrúar síðasthðnum, eiga að hggja tíl grandvahar starfi nefnd- arinnar. Tihögur nefndarinnar í formi lagafrumvarps skulu hggja fyrir eigi síðar en 1. nóvember. f nefndinni eiga eftirfarandi aðilar sæti: Percy B. Stefánsson, forstöðu- maður Byggingasjóðs verkamanna, tilnefndur af Húsnæðisstofnun ríkis- ins, Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, th- nefndur af Alþýðusambandi íslands, Ama A. Antonsdóttir meinatæknir, tilnefnd af BSRB, Jón Karlsson, for- maður verkamannafélagsins Fram, tilnefndur af Verkamannasambandi íslands, Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri, tilnefndur af samtök- unum „Þak yfir höfuðið“, Dan J. Brynjarsson, hagsýslusljóri Akur- eyrar, thnefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Karl Steinar Guðnason alþingismaður, thnefndur af Alþýðuflokknum, Jón Kristjáns- son alþingismaður, tilnefndur af Framsóknarflokknum, Guðni A. Jó- hannesson verkfræðingur, tilnefnd- ur af Alþýðubandalaginu og Ingi Valrn- Jóhannsson, dehdarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, semjafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar verður Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur en Þorgerður Benedikts- dóttir, dehdarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, mun starfa með nefndinni. -SMJ íslandsmeistari í skák: Margeir og Jón L mætast Einvígi um íslandsmeistaratitihnn í skák 1988 milh Margeirs Pétursson- ar og Jóns L. Ámasonar verður hald- ið dagana 9. th 13. júh. Hefjast skák- imar kl. 18 og verður teflt í húsa- kynnum Útsýnar í Mjódd. Tefldar verða fjórar umferðir en ef jafnt verður verða tefldar tvær skákir í viðbót og hafi ekki úrsht fengist þá tefla þeir áfram þar th annar vinnur skák. Einvíginu hefur verið frestað í um það bh ár en Mar- geir er núverandi fslandsmeistari. -SMJ Pétur Behrens, lista- og hestamaður, kom frá Breiðdal til að taka þátt i mótinu. DV-mynd E.J. Vitni vantar: Ók á hjólreiða- mann og á brott Lögreglan í Kópavogi hefur áhuga á að ná tah af ökumanni bhs sem ók á unglingspht á reiðhjóh á Reykja- nesbraut, skammt vestan við Kópa- vog, um kvöldmat síðasthðið sunnu- dagskvöld. Phturinn kastaðist út af veginum en slasaðist minna en hald- ið var í fyrstu. Reiðhjóhð er gjöró- nýtt. Lögreglan vhl skora á ökumanninn að gefa sig fram og eins vhl hún biðja þá sem urðu vitni að atburðinum að hafa samband. -sme Forsefi heimsækir A-Skaftafellssýslu Forseti íslands, frú Vigdís Finn- Mim forseti heimsækja Höfn, Skafta- bogadóttir, heimsækir Austur- feh í Öræfum, Suðursveit og fleiri Skaftafehssýsludaganal5.ogl6.júh. athyglisverðastaðisýslunnar. -hlh Fréttir Gerir torg út á Fríkirkjuveg Borgarráð hefur samþykkt að heimha gerð torgs við Fríkirkjuveg fyrir framan Listasafn íslands. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, for- stöðumanns Borgarskipulags, er ætl- unin að torg þetta nái nánast út að Tjöminni. Það á þó ekki að hafa nein áhrif á umferðina á Fríkirkjuvegi en með því að hehuleggja veginn eins og torgið verður reynt að hafa þar samfeht svæði. Þorvaldur sagði að lóðin þama fyr- ir framan væri ófrágengin og því væri orðið brýnt að ganga frá svaeð- inu. Það er reyndar Listasafnið sjálft sem stjómar þeim framkvæmdum sem gerðar verða á lóðinni. Að sögn Bera Nordal, forstöðukonu Lista- safnsins, hefur Húsameistari ríkisins í samvinnu við Reyni Vhhjálmsson landslagsarkitekt skipulagt svæðið. Á svæðinu er ætlunin að koma upp sólbekkjum og tijám. Einnig var ætl- unin að hafa hstaverk úti í Tjöminni og tröppur niður að henni. Borgarráð samþykkti það hins vegar ekki. Gert er þó ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir höggmyndasýningum á torg- inu. Skipulagshöfundar svæðisins telja nauðsynlegt að draga úr áhrifum af umferöarólgu þeirri sem jafnan er á Fríkirkjuvegi og því telja þeir óhepphegt að opna torgið of mikið. -SMJ Sykurmolar á hljómlelkaferð um Bandaríkin: Fá slæma dóma Sykurmolamir hafa verið á hljóm- leikaferð um Bandaríkin og ekki ahs fyrir löngu héldu þeir tónleika í San Francisco. í blaðið San Francisco Chronicle ritar maður að nafni Mick LaSahe dóm um hljómleika sveitarinnar og fer fremur háðulegum orðum um Sykurmolana. Hann segir meðal annars að Sykur- molamir hafi valdið vonbrigðum á tónleikunum, sérstaklega þar sem þeir hafi átt velgengni að fagna í Bandaríkjunum á síðasta ári í kjölfar hljómplötunnar Life’s Too Good og myndbandsins sem innihélt lagið Coldsweat. LaSahe segir að það sé aht annað að sjá Sykurmolana á sviði, þar sem þeir virki hálfaulalegir, eða hlusta á plötur þeirra og horfa á myndböndin. Að vísu hrósar greinarhöfundur söng Bjarkar en segir að Einar Örn hafi skemmt fyrir henni: -Á tónleik- unum naut rödd Bjarkar sín best í lögum sem hún söng með lítilli hjálp frá Einari Emi, einkanlega í lögun- um Birthday og Deus. En í laginu Dehcious Demon skemmdi Einar Öm stórlega fyrir henni þar sem hann æddi um öskrandi eins og ham- ingjusamur hálfviti meðal áhorf- enda. Framkoma hans var afar pirr- andi og eyðhagði áhrifamátt lagsins. -J.Mar Sykurmolarnir fá heldur slæma dóma fyrir hljómleika sína i San Fancisco.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.