Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989. Spumingin Telurðu íslendinga samkeppnishæfa á erlendummörkuðum? Guðlaugur L. Sveinsson: Já, alveg tvímælalaust. Kristín Jónsdóttir: Já, ég hef trú á að við gætum náö langt á sviði fatn- aðar og matvæla. Einnig með vélar og tölvur. Jósef Hólmgeirsson: Já, í sjávarút- veginum. Gísli Hannesson: Því ekki það? Ef við sýnum okkar rétta andlit ættum við að skara fram úr í matvælum og fisk- vinnslu. Þórunn Gunnarsdóttir: Já, vafalaust á flestum sviöum. Gunnar Guðmundsson: Við erum samkeppnishæf á sumum sviðum, í fiskvinnslu og með ýmsar iönaðar- vörur. Lesendur Aðstandendur vímueöiasjúklinga: Vanþóknun á ord um yfirlæknis Styrktarfélagið Stoð skrifar: I DV 27. júni voru eftlrfarandi ummæli höfð eftir Jóhannesi Berg- sveinssyni, yfirlækni áfengisdeild- ar 33A á Landspítala: „Staöreyndin er sú aö það er ákveðinn hópur flkniefiianeytenda sem hefur ekki nógu mikinn áhuga á þvi að nýta sór þau meðferðarúr- ræði sem boðið er upp á. Þessir aðilar taka ekki meðferð. Við verð- um svo aö gera upp við okkur hvort við ætlum að láta þá taka upp pláss fyrir öörum sem vflja láta hjálpa sér. Að meðaltali eru þeir sem hér koma inn á geðdeildina í strangri gæslu fyrstu niu dagana. Ef við höftun erfiðan sjúkling í mánuð í samsvarandi gæslu hefðum við get- að afgreitt þrjá eða fjóra i þessu rúmi á sama tima Auk þess hafa þessir einstaklingar mjög neikvæð áhrif á aöra em eru i meðferð á sama tíma og viö veröum alltaf að hugsa um hópiim. Það er spurning hversu mikið við getum leyft þess- um neikvæðu einstaklingum að skemma fyrir öðrura.“ Styrktarfélagið Stoð, samtök ungra vimuefhasjúklinga, lýsir yfir vanþóknun á þessum orðura yfir- læknis í garð sjúklinga sinna. Viö sem erum aöstandendur þeirra vimuefnasjúklinga sem verst eru famir, teýum orð hans í þeirra garð vafasöm og lítfisvirð- andi og ósæmandi lækni 1 hans stööu. Jafnframt lýsum við yfir undrun á því að heilbrigöisstofnun skuli vísa svoköiluðum „erfiðum“ sjúkl- ingum á dyr og það því fremur sem ekki er aöstæðna vegna i önnur hús að vemda. Viö teljum það ekki í samræmi við fyrstu grein heil- brigðislaga er segir að „ailir lands- raenn skuh eiga kost á fullkomn- ustu heiibrigðisþjónustu, sem á hverjura tíma eru tök á að veita til vemdar andlegri, iíkamlegri og fé- lagslegri heilbrigöi“. Þó heilbrigðisstofiianir telji sig ekki fullkomlega i stakk búnar til að fást við viss sjúkratílfeUi geta þó engir aðilar í þjóðfélaginu gert eins vel. Þær verða þvi að gera skyldu sína. Gerum ísland að heilsulind Eins og sjá má var höfuðstóllinn 6.750 kr. en samtals er reikningurinn 16.373. Stööumælasektir: Úr 6.750 kr. í 16.373 kr. Edda Hákonardóttir skrifar: Ég vil að reistar séu heilsumið- stöðvar á íslandi fyrir fólk ffá öðrum löndum. ísland er heilsuiind og við ættum að lifa á því jafnt sem fisk- vinnslu. Landmannalaugar em upplagður staður fyrir heilsulind, yfirbyggðan sælureit með gegnsæju plastí eða gleri til skjóls fyrir veðri og vindum. Með ræktuð tré og blóm til skreyting- ar, sundlaug, leirböð, tennisvöll, veitingahús, hótel, bar og annað sem við hæfi er. Ég vil að ísland sé miðstöð jarðar- innar og hér sé staður sem er nokk- urs konar sameiningartákn jarðar- innar, að jörðinni sé stjómað héðan, aöallega kannski andleg stjóm. En Nostradamus spáði að hér mundi vera andlegur leiðtogi, einmitt á þessu tímabih. Þar sem Snæfehsnes er þekkt fyrir andlega krafta væri tilvahð að reisa andlega bækistöð þar. Ég vil alla kynþætti heims til lands- ins og gera ísland að virkilega vin- sælum stað í framtíðinni. Hér höfum við ferskt loft og dásamlega náttúru. Ég vil ekki að ámar séu virkjaðar og selt sé rafmagn til Englands. Höfn- um því tilboði. Það gerir ísland að einhverju virkjuðu landi og skerðir náttúmtilfmninguna fyrir því, nú þegar alhr eru að tala um land- græðslu. Sem sagt, gerum ísland að heilsulind á heimsmælikvarða. Jóhann Hólm hringdi: Um daginn voru tveir imgir menn mættir á tröppunum hjá mér og ætl- uðu að gera lögtak í bílnum mínum, sem er að söluverði um 500.000, vegna ógreiddra stöðumælasekta. Lögðu þeir bifreiðinni, sem þeir komu í, á þann hátt aö ég átti ekki að geta komist í burtu á minni. Og aht þetta vegna stöðumælasekta. Svo vih til að konan min vinnur á Laugaveginum og hefur hún átt í erfiðleikum með að fá stæði. Hefur hún þurft að hlaupa úr vinnunni tíl að setja smámynt í stöðumælinn en slíkt gengur auðvitað ekki. Höfðu því safnast upp átta eða tíu sektír, sem hver um sig er um 300 krónur séu þær borgaðar strax. Ég borgaði eina en hinar höfðu hlaðið utan á sig og var höfuðstóh þeirra orðinn að 6.750 krónum. Við þessar tæplega sjö þúsund krónur höfðu svo bæst lögtakskostnaður, 2.273 kr.; vörslukostnaður, 3.273 kr.; uppboðskostnaður, 2.273 kr.; sölu- skattur, 804 kr.; skeyti, 800 kr., og dráttarvextír, 200 kr. Samtals var því skuld mín orðin 16.373 krónur sem ég á ákaflega erfitt með að sætta mig við. Bíllinn minn hefur aldrei verið boðinn upp eða tekinn lögtaki og þvi skyldi ég þá þurfa að borga fyrir kostnað vegna slíks? Sú spurning vaknar því hjá manni hver fái þessar 9.623 krónur sem eru umfram höfuðstóhnn. Er það borgar- fógeti? Það væri vissulega gaman að fá einhveija skýringu á þessu. Edda leggur til að reist veröi andleg bækistöð á Snæfellsnesi. Hringfið í síma milli kl. 9 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. Raunveruleg lausn á háriosi Margrét Kristinsdóttir skrifar: Það er von mín að þeir sem þetta bréf lesa geti sparað sér penin- gaúttát í káupum á allra handa hársnyrtivörum og vítamínskúr- um sem ætlað er aö stööva langvar- andi hárlos. Ég hef árangursLaust reynt marg- ar gerðir af vítamínskúrum og flestar geröir af hársnyrtivörum sem sagðar eru stöðva hárlos. Hafa þesaar árangurslausu tilraunir ein- göngu létt peningapyngju mina. Svo var þaö aö ég rak augun í auglýsingu frá Heilsuvah í smá- auglýsingum DV. Þetta fyrirtæki er 1 bakhúsi Laugavegar 92 og skal óg fuslega viðurkenna þaö að enga trú haföi ég á að aðferö þess kæmi mér til fijálpar, en stúlkurnar nota rafinagnsnudd og leysitæki til að stöðva hárlos og jafiivel skalla. Það var kraftaverki líkast hvað stúlkumar hjá Heilsuvah gerðu íyrir mig og mun ég ávallt hugsa til þeirra með miklu þakklæti. Eftír fiögur skipti hætti hárlosið aö fuhu og hef ég nú lokið 10 tima korti bjá þeim. Og þvíhkur munur, það er ekki nóg meö að hárlosiö hætti, heldur vex háriö meira ásamt því að kominn er fahegur gljái 1 þaö og aldrei áður hefur háriö á höfði mínu verið líflegra. Oft hefur mér veriö hugsað til þess að ef ég hefði nú ekki rekiö augun í auglýsinguna hjá ykkur hvar hefði þetta þá endað. Auglýs- ingin var smá og ekki ber nú mikiö á Heilsuvah og frábærri þjónustu þess, en árangurimi er alveg stór- kostlegur og mæh ég hiklaust með því að þeir sem eiga við þetta vandamál að striða leiti til stúlkn- anna bjá Heilsuvah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.