Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. JtJLÍ 1989. 15 Er gámafiskur ósöluhæfur? Heilbrigðisyíirvöld í Bretlandi kvarta formlega til íslensku utan- rikisþjónustunnar vegna lélegs og óæts fisks frá íslandi sem boðinn er til sölu þar 1 landi. Þótt dæmi séu um að gallaöar sjávarafimðir hafi farið á erlendan markað hefur það aldrei gerst áður að erlend heilbrigðisyfirvöld hafi séð §ig knúin til slíkra aðgerða vegna heilsu og velferðar neytenda. Þetta er aumur vitnisburður um störf sjávarútvegsráðherra sem í upphafi ferils síns auglýsti ræki- lega að hann ætlaði að stórauka gæði fiskaflans. Kom ekki á óvart Mér og fleiri fagmönnum, sem séð hafa þau vinnubrögð sem stundum eru viðhöfð við frágang á gámafiski, koma þessi viðbrögð breskra heilbrigðisaðila ekki á óvart. Frágangur fisksins er stund- um með þeim hætti að annaðhvort er um algjöra vanþekkingu á und- irstöðuatriðum fiskmeðferðar að raeða eða hrein skemmdarverk. Á ekki einhver aðili eða stofnun að hafa eftirlit með þessum málum? Jú, Ríkismat sjávarafurða á að annast eftirhtið sbr. eftirfarandi tilvitnun í 1. grein laga um þá stofn- un: „Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að bættum hráefnis- og vörugæðum með því að hafa eftir- lit með fiski sem veiddur er úr sjó til manneldis, svo og eftirlit með meðferð, flutningi, geymslu og vinnslu hans, sem og útflutningi fiskafurða.“ Kjallarinn Pétur H. Ólafsson fiskmatsmaöur Ríkisfiskmatiö heftn- nær algjör- lega sleppt því að fylgjast með gámafisld enda fáir menn eftir í þeirri stofnun sem þekkja til fisk- meðferðar. En hvers vegna er ekki farið eftir lögunum? Það er hest að æðsti yfir- maður fiskmatsins, sjávarútvegs- ráðherrann, svari því. Stjóm og aðgerðir hans á sviði gæðamála sjávarafurða hafa einkennst af ómarkvissu fálmi. Hann hóf feril sinn með því að auglýsa að hann ætlaði að auka gæði og verðmæti fiskaflans svo inn munaði. Þessu markmiði skyldi náð með því að stórefla ferskfiskmatið. Samþykkt vom ný lög sem kváðu á um víðara starfssvið og öflugra eftirUt. Hvemig tókst þetta í fram- kvæmd? Þetta var aldrei fram- kvæmt. Næst ætlaði fiskmatið, sem er undir stjóm ráðherrans, að leysa flest vandamál í sambandi við ferskan fisk með því að taka upp svokallað punktamat. Punktamat hefði engan vanda leyst en fjölga hefði þurft starfs- mönnum um nokkur hxmdrað. Hvílíkt raunsæi. Punktamatið var tekið upp í litlum mæh en lagt af aftur í skyndingu þegar hótanir heyrðust um að flotanum yrði lagt ef plágunni linnti ekki umsvifa- laust. Gæðastýring með tölvum Þar næst átti að auka gæði fiskaflans með því að taka upp ahs- „Frágangur fisksins er stundum meö þeim hætti að annaðhvort er um al- gjöra vanþekkingu á undirstöðuatrið- um fiskmeðferðar að ræða eða hrein skemmdarverk.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa kvartað undan lélegum og óætum fiski frá íslandi. herjar gæðastýringu með tölvum. Árið 1987 var vahð tíl framkvæmd- anna og útnefnt ár öflugs starfs. Þetta var rækhega auglýst, m.a. með stórum veggspjöldum. Hvemig tókst þetta í fram- kvæmd? Andvana fæðing þar. En nú taldi ráðherrann sig hafa fundið töfralausnina. í stað þess að bæta fiskmeðferð með því að stór- efla ferskfiskmatið var lausnin nú í því fólgin að leggja það niður og hætta með öhu að gæðaflokka ferskan fisk. í reynd hætti fiskmat- ið öllum afskiptum af ferskum fiski. Sextíu matsmenn, sem fylgd- ust með ferskum fiski, vora látnir hætta störfum. Þessi breyting var rökstudd með því að þannig tengdist verðákvörð- un fisks betrn- gæöunum en það leiddi aftur th betri fiskmeðferðar. Þetta er óskhjanlegt ragl vegna þess að með breytingunni var þvert á móti hætt að verðleggja fisk í samræmi við gæði en það hefur leitt th lélegri fiskmeðferðar og gæða. Sé htið yfir framangreindar að- gerðir er augljóst að þær einkenn- ast af einstakri vanþekkingu á vandamálum fiskmeðferðar og al- gjöra ráðaleysi. í öðrum greinum fiskmats er svipaða sögu að segja. Á ráðherra- ferh núverandi sjávarútvegsráð- herra hafa t.d. starfað fjórir for- stjórar við ríkisfiskmatið. Þetta er algjört einsdæmi um ríkisstofnun og lýsir í reynd mjög vel stefnuleys- inu og hringlandamnn sem ein- kennt hefur öh afskipti sjávarút- vegsráðherra af þessum málum. Þó svo að ráðherrann hafi tak- markaða þekkingu á gæðamálum er hitt verra að honum virðist ekki hafa tekist að velja sér hæfa ráð- gjafa. Nýir möguleikar Með tilkomu gámaflutninga sköpuðust nýir möguleikar fyrir sjávarútveginn. Séu þeir rétt nýttir væri hægt að koma úrvalshráefni á erlenda fiskmarkaði. Það er því ömurlegt th þess að vita að gáma- fiskurinn skuh að verulegu leyti vera á neðstu gæðamörkum og það vegna óráðsíu. Það era ekki líkur á því að við getrnn aukið fiskaflann á íslands- miðum. Aihdn verðmætasköpun í sjávarútvegi verður að byggjast á auknum gæðum afurðanna en grandvöhur þess er bætt fiskmeð- ferð. Af langri starfsreynslu í sjáv- arútvegi hef ég ekki trú á að vera- legt átak verði gert í þessum efnum án frumkvæðis eða virkrar þátt- töku sjávarútvegsráðuneytisins og Ríkismats sjávarafurða. Menn skyldu þó ekki gera sér neinar von- ir um slíkt nema th fiskmatsins verði ráðnir menn sem hafa þekk- ingu og reynslu af fiski og að hæfur maður setjist í stólinn í sjávarút- vegsráðuneytinu. Pétur H. Ólafsson Að „bjarga“ laxastofnum í 5. hefti tímaritsins Norsk Fiske- oppdrett 1989 er að fmna eftirfar- andi skáletraða setningu í ritsmíð eftir tvo norska vísindamenn: „Það er með öðrum orðum miklu meiri (skv. upplýsingum greinarinnar um tíu sinnum meiri) erfðafræði- legur munur milli tveggja einstakl- inga sem valdir eru af handahófi úr tilteknum laxastofni (laxá) en milli meðaltalsfiska (gjennomsnits- fisk) úr tveimur mismunandi stofn- um (þar með töldum eldislaxi).“ Erfðavísar eggfruma breytilegir Hinn kunni skoski vísindamaður, John E. Thorpe, hefur sýnt fram á að innan hóps alsystkina, þ.e. seiða af sömu hrygnunni, geta verið breythegir eiginleikar, m.a. misjöfn hæfni th að silfrast: Með sömu eldis- aðferð náði hluti seiðanna sjó- göngustærð og silfrun eftir að hafa verið í eldi eitt srnnar en annar hluti þurfti annað sumar í viðbót th að ná sams konar þroskastigi. Skýring þessara fyrirbæra er sú að erfðavísar (gen) era ekki ein- vöröungu breythegir frá einum einstakhngi th annars í sama stofni (laxá) heldur einnig frá einni egg- frumu th annarrar eða einni svh- framu th annarrar í einstökum fiskum. Þegar rætt er um einstaka laxa- stofna, eins og t.d. Elhðaárstofn eða Þverárstofn, er átt við laxa sem snúa af hafi í þessar heimaár. Um þetta era skýrar málvenjur. En enda varla von. Framangreindar thvitnanir sýna nefnhega að svo mikhl arfgengur breytheiki er milh einstaklinga í thtekinni laxá eða thteknum „stofni" og einnig meðal afkomenda einnar og sömu hrygnu eða alsystkina að ótækt er að benda á eða skhgreina einn eiginleika sem einkennandi og óbreythegan fyrir viðkomandi „stofn". Það er helst að í tímans rás hafi straumhraði ánna haft nokkur áhrif á útht og sundfærni laxanna. Þar sem mikið er um flúðir og fossa verða sterkir sundlaxar, rennhegir með thtölu- lega stóran sporð. Annars ganga í sérhveija laxá misstórir fiskar, á mismunandi tímum sumars. Hvað á að frysta? Athygli er hér vakin á framan- KjaHarinn Bjöm Jóhannesson verkfræðingur Meðalstærð laxa í Elliðaánum er minni en laxa i Þverá. Að vísu er vitað að meðalstærð laxa í Þverá, og einkum hámarksstærð, er meiri en í Elliðaánum en miklu lengra verður naumast komist í stofnskil- greiningu.“ þegar spurt er nánar um sérein- kenni þessara stofna verða svör loðin. Áð vísu er vitað að meðal- stærð laxa í Þverá, og einkum há- marksstærð, er meiri en í Ehiðaán- um en miklu lengra verður naum- ast komist í stofnskhgreiningu greindum staðreyndum vegna al- menns áhuga á að vemda „vhlta laxastofna", m.a. með því að hindra að eldislax, sem sleppur úr sjókv- íum, ehegar hafbeitarlax „spilh“ vhltum laxastofnum með svokah- aðri „erfðamengun". Og það er rætt um að „bjarga" slíkum „stofn- um“ frá eyðileggingu með því að djúpfrysta laxasvh uppi á Hvann- eyri. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er meira að segja thbúiö að leggja fram hálfa mhljón króna th styrkt- ar slíku fyrirtæki. Og þá má spyrja: Hvað ætla mennirnir að „frysta"? Hvemig ætla þeir að velja svh, t.d. úr Ehiða- ánum, th að bjarga „stofni" þessar- ar víðfrægu laxár frá spillingu vegna aðkomufiska? Er nokkur trygging fyrir því að fryst Hvann- eyrarsvh, valin af thvfijun, skhi betri afkomendum en svh úr að- komu-hafbeitarlaxi, sem raunar er „vhltur" lax genginn af hafi? Ég fæ ekki séð að í hugmyndinni um Hvanneyrarfrystingu sé „heh brú“. Björn Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.